Dagrenning - 01.02.1952, Blaðsíða 45

Dagrenning - 01.02.1952, Blaðsíða 45
Hin nýja bók Dr. Adam Rutherfords öllum þeim, sem lesa Dagrenningu, er það kunnugt, að Dr. Adam Rutherford hefir á undanförnum árum ritað liverja bókina annari merki- legri um spámælingar Pýramídans mikla og sýnt fram á hið undursamlega samræmi, sem er milli spádóma Biblíunnar og spádóma Pýramídans mikla eins og menn skilja þær nú. í bókaflokki, sem nefndur er „The Great Pyramid Series“ hefir Rut- herford nú gefið út þrjár bækur um þessi efni. Hina fyrstu þeirra, „Boð- skapur Pýramidans mikla“, gaf hann út 19U8 og var hún þýdd á íslenzku og út gefin 1945. Önnur bókin nefnist „Ný opinberun Pýramidans mikla“. Hún kom út í London 1945 og var birt í heild í 4■ hefti Dagrenningar 1946. Nú er þriðja bókin komin út og nefnist hún „Harmagedon“ — Orustan á hinum mikla degi degi Drottins allsherjar 1955—1956 opinberuð í Pýra- midanum mikla (Steinbiblíunni). Nú hefir verið hafist handa um að þýða þók þessa á íslenzku og mun hún koma út í Dagrenningu á þessu ári og byrjar í þessu hefti. Þýðinguna gerir Víglundur Möller fulltrúi, en hann þýddi ásamt Kristmundi Þorleifs- syni báðar hinar fyrri bækur, sem nefndar eru, og er því vel fyrir þýð- ingunni séð. Þegar bókin hefir öll birzt í Dagrenningu mun hún verða gefin út í sérstöku hefti og seld lágu verði. Fyrir hinni nýju bók sinni hefir höf ritað eftirfarandi formála: „Margir velta fyrir sér þeirri spurningu, hver endalokin verði á óöld þeirri, sem nú gengur yfir heiminn og hver tilgangur hinnar guðlegu for- sjónar sé með því, að leyfa þetta ástand. Ef við ætlum aðeins að styðjast við mannlega visku og dómgreind, í leitinni að svarinu, væri vonlaust að finna hið rétta, því hvorttveggja er „að það er mannlegt að skjátlast“ og Drottinn hefir sjálfur sagt: „Eins og himinninn er hærri er jörðin, þann- ig eru mínir vegir hærri yðar vegum og mínar hugsanir yðrum hugsun- um.“ Eina von okkar til þess að öðlast nokkra örugga vitneskju um fram- tíðina er því sú, að Guði þóknist að opinbera okkur hana. BÓKAFLOKKNJJM UM PÝRAMÍDANN MIKLA er ætlað að sýna fram á það, með Guðs náð, að það er vilji Drottins, að opinbera áform sín, á tilteknum tíma, þeim mönnum, sem leita hans af heilum hug, en öðrum ekki. Þessi bók, sem er hin þriðja í röðinni, fjallar því nær ein- göngu um nútíðina og framtíðina, og sérstaklega það, sem gerist nú á DAGRENN I NG 39 L

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.