Dagrenning - 01.02.1952, Blaðsíða 48

Dagrenning - 01.02.1952, Blaðsíða 48
ing, að engin hefir þvílík verið frá upphafi heims allt til þessa, né heldur mun verða.“ (Matth. 24, 21.) Þessar hörmungar eru því myrkasta stund í sögu mannkynsins. Gamalt máltæki segir: „Dimmast er rétt fyrir dögun,“ og það sann- ar einnig saga heimsins, því að um leið og þessu tímabili lýkur með myrkustu stund allra alda, rennur upp dýrðlegasta tímabil, sem kornið hefur. Skozka skáldið Robert Burns lýsir afbragðs vel hvílíkur regin mun- ur er á núverandi ástandi, sem hin illu yfir- ráð skapa, og því, sem verða nrun á hinni dásamlegu öld, sem vér eigum í vændum. Um nútíðina segir skáldið: Ilarðúð manns við mann er böl, múgum lýða sorg og kvöl. En urn dýrðardaga hins nýja tíma, sem nú er að nálgast, farast honum orð á þessa leið: „Þrátt fyrir allt og þrátt fyrir allt mun þetta verða um heimsból allt, að maður manni bindist blítt með bróðurhendi þrátt fyrir allt.“ (Stgr. Tliorst.) Það kemur hvað eftir annað fyrir þar sem Biblían talar um hina miklu hörmungatíð heimsins, sem þessu tímabili Ijúki með, að hún spáir um leið þeim dýrðartímum, sem á eftir komi. Sumstaðar er hvorttveggja í sörnu setningunni, eins og t. d. hjá Haggai (2, 7.), þar sem Guð segir: „Ég mun hræra allar þjóðir, svo að gersemar allra þjóða skulu hingað koma ...“ Annars staðar kemur það oft fyrir að eitt versið fjallar um hinar miklu hörmungar, en hið næsta um dýrðarástand það, sem hefjist strax á eftir .Sjá t. d. Zefania (3, 8.): „Bíðið mín þess vegna, segir Drottinn, þess dags, er ég rís upp sem vottur, því að það er mitt ásett ráð, að safna saman þjóðum og stefna sarnan konungsríkjum, til þess að úthella yfir þá heift rninni, allri rninni brenn- andi reiði, því að fyrir eldi vandlætingar minnar skal allt landið verða eytt.“ En í næsta versi er áframhaldið svona: „}á, þá mun ég gefa þjóðunum nýjar hreinar varir, svo að þær ákalli allar nafn Drottins, þjóni hon- um einum.“ Einnig rekum við okkur oft á það, að þegar talað er um hinar miklu hörm- ungar í einhverjum kapitula Biblíunnar, þá er í næsta kapitula á eftir sagt frá dýrð þeirr- ar undraaldar, sem á eftir komi. Sem dæmi um þetta má nefna Jesaja, 24. og 25. kapi- tula. í 24. kap. segir svo: „Sjá, Drottinn tæm- ir jörðina og eyðir hana, hann umhverfir ásjónu hennar og tvístrar íbúurn hennar ... jörðin viknar og fölnar, tignarmenni lýðsins á jörðu blikna. Jörðin vanhelgast undir fót- um þeirra, sem á henni búa . .. þess vegna eyðir bölvan jörðunni og íbúar hennar gjalda, þess vegna farast íbúar jarðarinnar af liita og fáir menn verða eftir ... jörðin riðar og iðar, jörðin skjögrar eins og drukkinn maður, hrist- ist eins og smákofi, og misgjörð hennar mun liggja þungt á henni, og hún fellur og fær eigi risið upp aftur; og yfir hana mun renna sá dagur, er Drottinn mun hegna her- sveitum hæðanna á hæðum og konungum jarðarinnar á jörðu (vers: 1., 3., 4., 5., 6., 19., 20., 21). En í næsta kapitula stendur: „Og hann mun afmá á þessu fjalli hulu þá, sem hylur alla lýði, og þann hjúp, sem breiddur er vfir allar þjóðir. Hann mun sigra dauð- ann og afmá hann, og Drottinn Guð mun þerra tárin af hverri ásjónu, og svívirðu lýðs síns mun hann nema burt af jörð allri, því að Drottinn hefur það talað. Á þeirn degi mun sagt verða: Sjá þessi er vor Guð, vér höfum beðið hans, og hann mun frelsa oss, þessi er Drottinn, vér höfum beðið hans, og vér munum gleðjast og fagna vfir hjálpræði hans.“ (Vers 7.—9.) En svo keniur einnig fyrir að heill kapituli fjallar um hörmungar endalokanna, en næsti 42 DAGRENNING

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.