Dagrenning - 01.02.1952, Blaðsíða 22

Dagrenning - 01.02.1952, Blaðsíða 22
fUGOSLAVNESKA BLEKKINGIN Enn ein blekkingin, sem nú er haldið á lofti af Sovietríkjunum og alþjóðaauðvaldinu er sú, að stórkostlegur fjandskapur eigi sér stað milli Rússlands og Júgóslaviu. Tito ein- ræðisherra í Júgóslavíu er persóna, sem í flestu er hliðstæð Hitler „sáluga“. Tito er national kommúnisti. Hitler var national sósíalisti. Tito er á yfirborðinu mikill and- stæðingur Stalins. Hitler var það líka. Tito er einræðisherra. Hitler var líka einræðis- herra. Tito þiggur fjárhagsaðstoð frá kapítal- isturn. Hitler gerði það sarna. Ef Stalin kom það vel að Hitler tæki afstöðu gegn Vestur- veldunum í þýðinganniklum málum gerði Hitler það. Tito gerir hið sama nú. Þýzkaland var á dögum Ilitlers það ríki sem tengdi saman auðvaldsheiminn og Sovietríkin. Júgóslavia er nú samsvarandi „tengiliður". GERFIFJANDSKAPUR. Allur „fjandskapurinn" rnilli Júgóslaviu og Sovietríkjanna er gervifjandskapur — til- búinn í ákveðnu augnamiði. Og hvert er þetta augnamið? Hver er tilgangurinn með þcssari stórfelldu blekkingu? Hann er aðal- lega þessi: í fyrsta lagi þarf að vera til „sambands- land“ rnilli hins óþjóðlega auðvalds á vestur hveli jarðar og hinna ríkiskapitalisku Sóviet- ríkja svo „aðstoðin“ við Sovietríkin geti streymt óhindruð frá hinum kapitaliska heimi í einhverju formi, s. s. lánum, her- gögnunr, hráefnum o. s. frv. í öðru lagi verð- ur að sýkja almenning í öðrum löndum með nýrri tegund af „sósialisma" á sarna hátt og Hitler sýkti miðstéttir hinna frjálsu landa með national-sósialisma sínum. Nú breiðist út frá Júgóslavíu ný tegund sósíalisma — tito- isminn — sem er einræðisstefna svipuð nas- ismanum eða Hitlerismanum — og þessi stefna vinnur nú mjög á í ýmsum löndum s. s. Þýzkalandi og Bretlandi, þar sem Bevan hefir gerzt forustumaður fyrir hreyfingu inn- an verkamannaflokksins, sem bindur von sína við það, „að eðli kommúnismans breyt- ist og hann verði svipaður því, sem nú er í Júgóslaviu." En aðalhlutverk Titos og gervifjandskap- arins við hann er það, að geta notað fjand- skapinn við Júgoslavíu sem átyllu h'rst til vígbúnaðar og síðar til hernaðarað- gerða svo hægt sé að hleypa af stað Evrópustyrjöícl þegar Sovietríkj unum er það hentugast. — Stvrjöld verður ekki hafin upp úr þurru, né stórfelldur vígbúnaður framkvæmdur að tilefnislausu. Gerfifjand- skapurinn við Júgoslovíu og Tito er því einn nauðsynlegasti þátturinn í heimsyfirráða- stefnu alþjóða kommúnismans. NÝKOMMÚNISMINN. Á sama hátt og nasisminn levsti upp sam- tök miðstéttarinnar og kastaði henni í fang hins grímuklædda kommúnistajrjóns — Hitlers — leysir titóisminn nú upp verka- lýðsstéttina og klýfur hana í fjandsamlega hópa — sérstaklega í þeim löndum sem konnnúnistaflokkar hafa ekki náð fótfestu vegna óvinsælda. Mjög oft heyrist þess nú getið í fréttum að nasistar séu að endurreisa hina gömlu flokka sína. Þar er konnnúnism- inn greinilega að verki. Nýleg dönsk fregn er á þessa leið: „Kaupmannahötn, 31. jan. — Ekstrabladet í Kaupmannahöfn skýrir frá því að nasista- flokkur Dannrerkur liafi verið endurreistur með viðhöfn fyrir skönunu á Fredriksbergi. Athöfnin fór fram með tilhevrandi nasiskri sundurgerð, hakakrossfánum og einkennis- búningum. Flutt voru minningarorð um fallna félaga á austun'ígstöðvunum og rætt 16 DAGRENNING

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.