Dagrenning - 01.02.1952, Blaðsíða 12

Dagrenning - 01.02.1952, Blaðsíða 12
og fclögum hans sýndur þar margskonar sómi. KRÖFUR BRETA. En — svo virðist sem för þessi hafi orðið Chmchill mikil vonbrigði. Til þess að reyna að breiða yfir ágreininginn og vonsvikin er hinum svokallaða stálsamningi haldið á lofti, en það er aðeins falskt flagg, sem upp er brugðið. För Churchills til Bandaríkjanna virðist hafa orðið neikvæð. Hann bað um siðferðiíeg- an styrk í deilu Breta við Egypta, en fékk ekk- ert svar. Hann bað urn, að viðurkenndir yrðu yfirburðir Breta í sjóhemaði með því að breskur maður yrði skipaður yfirmaður hins sameinaða flota Atlantshafsríkjanna á Norð- ur-Atlantshafi. Við þeirri beiðni fékk hann aíg/öra neitun. — Hann bað urn að- stoð frá Bandaríkjunum til sómasamlegrar lausnar á olíudeilunni í Persíu, sem Banda- ríkjamenn áttu, óneitanlega, nokkurn þátt í að koma í það öngþveiti sem orðið er, en svarið var þar, að því er virðist, einnig al- gjör neitun og nú hefir Bandaríkjastjóm veitt Persum milljóna dollara lán, sem auðvitað verður notað til að bæta að nokkru upp tekjumisssinn af olíunni. Má geta nærri hversu Bretum muni falla slík ráðstöfun. ÁGREININGURINN UM KÍNA. Eitt mikilvægasta rnálið, sem kom til um- ræðu á ráðstefnu Clmrchills og Trumans var afstaðan til Kína. Það er nú eitt mesta vandamál heimsins. Breska alþýðuflokks- stjórnin viðurkenndi kommúnistastjórnina í Kína og Chuichill og flokkur hans stóð einn- ig óskiptui að þeini viðuikenningu. Þessi stjórnarathöfn Breta miðaðist við Indland og hagsmuni þess. Nú er það auk þess kornið á daginn, að nýkommúnistamir innan breska Alþýðuflokksins, Bevan og félagar hans, hafa átt verulegan þátt í að þetta spor var stígið, og ætluðu þeir sér með því að gera hvorttveggja, vingast við Rússa og sýna Sovietríkjunum hve sjálfstæðir Bretar væru gagnvart Bandaríkjunum. Það má óhætt fullyrða að þessi afstaða breskra stjómmála- rnanna hefir valdið meira tjóni í sambúð hinna engilsaxnesku þjóða, en flest annað, sem þeim hefir í milli farið. Af þessu, sem nú hefir verið rakið, er augljóst að för Churchills vestur um haf varð engin sigurför. Hafi hann ekki skilið það áður mun hann skilja það nú, að Bretland stendur nú jafnvel enn meir einangrað en það nokkru sinni stóð árið 1940, þegar það barðist eitt gegn Þýzkalandi ogRússlandisam- einuðum, og allt samband þess við aðrar Evrópuþjóðir var rofið. Þá höfðu Bandarík- in enn ekki brugðist Bretlandi. — Þá flaug Churchill einnig vestur um haf. — Sú för vaið upphaf mikilvægustu stefnubieytingai síðustu heimsstyijaldai. PÓLITÍSKT KVEF. Og nú er þessari heimsókn til Bandaríkj- anna lokið. Það er vafasamt hvort hún hefir orðið skref í þá átt að tengja nánar Breta og Bandaríkjamenn. — Það sést raunar best á loka þætti hennar. Churchill gat „því miður" ekki þegið boð New York-borgar unr dýrindis veizlu og akst- ur í „sigurvagni“ um borgina, þar sem hann yrði hvltur af börnum Ameríku. — Hann hafði kvefast. Það láir honum enginn, þó hann gæti ekki þegið þetta boð. — Menn liafa fengið pólitískt kvef af minna tilefni. Þegar þetta er ritað er hin aldur hnigna striðhetja ein og vfirgefin á leiðinni heim til gamla Englands, — ráðherrar hans og ann- að förunevti er flogið heim á undan honurn. Þeir, sem unna samtökum frjálsra þjóða, 6 DAGRENNING

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.