Dagrenning - 01.02.1952, Blaðsíða 43

Dagrenning - 01.02.1952, Blaðsíða 43
manni nægileg, sem nokkuð þekkir til hinna miklu átaka, sem nú fara fram að tjalclabaki milli stórveldanna um Noreg og liinar þýð- inganniklu lierstöðvar umhverfis Norður- heimskautið. Væri nokkur fjarstæða að láta sér detta það í hug að Gerhardsen, sem fyrstur allra forsætisráðherra á Norðurlöndum tók ein- dregna og algera afstöðu með stofnun At- lantshafsbandalagsins, þegar forystumenn hinna Norðurlandaþjóðanna hikuðu allir, hefði haft þá „persónlegu“ sérstöðu, einnig innan þrengsta hrings Atlantshafsbandalags- ins, — að hann hefði viljað taka upp aðra stefnu gegn Rússurn á Svalbarða, en til þessa hefir verið fvlgt? Einari Gerhardsen svipar langmest til Bevins af öllum stjórnmála- mönnum Alþýðuflokkanna í Evrópu. Hann er hreinskilinn, einarður og ákveðinn, heill og hreinlyndur, en fái hann ekki fram það, sem hann telur öllu máli skipta, lætur hann öðrurn eftir framkvæmdir. í tilkynningunni, sem gefin var út í til- efni þess að Gerhardsen lét af völdum í Noregi og í ræðu hans og Torps, sem tók við forsætisráðherraembættinu, voru ýmsar athyglisverðar vfirlýsingar. Þar segir m. a., að „um engan ágreining innan st/órnarinnar sé að ræða“. í ræðu sinni undirstrikar Gerhard- sen þetta og segir: „Mér þvkir vænt um að geta sagt, að afsögn mín stendur ekki í sam- bandi við neitt ósamkömulag innan st/ornar- inn ar.“ Oskar Torp, sem tók við af Gerhardsen, sagði í ræðu þeirri er hann flutti af þessu til- efni: „Afsögn Gerhardsens mun ekki hafa neina breytingu í för með sér á innanríkis- stefnuna og ég mun almennt fylgja sömu brautum og Gerhardsen.“ Þessi ummæli, og raunar fleiri þótt ekki verði rakin hér, gefa í skyn, að á bak við afsögn Gerhardsens felist leyndardómur, sem ennþá má ekki gera al- menningi kunnan af einhverjum ástæðum. Og manni verður ósjálfrátt liugsað til Sval- barða og hinna þrálátu orðsendinga Rússa^ ❖ Lítum á málið í stórum dráttum: Engir vita það betur en norsk stjórnarvöld að Rúss- ar eru þegar búnir að koma sér upp öflugum herstöðvum á Svalbarða. Engir vita það bet- ur en Norðmenn, og norska ríkisstjómin sér- staklega, hvílík hætta Noregi stafar af her- stöðvum þar, því þaðan rnætti spilla öllum siglingum rnilli Noregs og íslands og þannig skera Noreg frá öllu sambandi við Ameríku í nýrri styrjöld. Til þess að eyðileggja þetta vígi llússa, sem ógnar tilveru Norðmanna, er aðeins ein leið, og hún er sú, að Norðmenn komi upp öflugri herstöð á Svalbarða sem gæti verið tiltæk fvrir Atlantshafsríkin ef til ófriðar kemur við Rússa. í' svari Gerhardsens til Rússa í okt- óber skín greinilega í þessar fyrirætlanir þeirra, og Rússar vita þá að Norðmenn hvggj- ast að framkvæma þessar fyrirætlanir, ef þeir fá samþykki yfirherstjórnar Atlantshafs- bandalagsins til þess, og Bretar og Banda- rík/amenn samþykkja slíkar aðgerðir. En það samþvkki hefir ekki fengizt, hvað sem því hefir valdið, en ekki er ólíklegt að þessar aðgerðir til tnggingar öryggi Noregs hafi rekizt á hagsmuni Breta og Bandaríkja- manna, senr hvorugir vilja loka alveg dyrun- um til Rússa. Þessu verður ekki leynt þrátt fy'rir allar tilraunir til að breiða yfir stað- reyndir og villa almenningi sýn. Er nokkur fjarstæða að láta sér koma það til hugar, að þegar Norðmenn loks fengu full- komna neitun frá samherjum sínum, að Ger- hardsen hafi svarað með því að segja af sér?' í þessu sambandi eru ákaflega eftirtektar- verð orð, senr standa í einkaskeyti frá Was- hington til eins blaðanna hér 13. nóv. s. L Þar segir: „Stjórnarfulltrúar Vesturveldanna (Breta og Bandaríkjanna) eru þeirrar skoðun- DAGRENNING 37

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.