Dagrenning - 01.02.1952, Blaðsíða 9

Dagrenning - 01.02.1952, Blaðsíða 9
— 1952 — Áríð fyrír aldaskiítíii ÁRAMÓTASPÁR. Við hver áramót spyrjum vér íslendingar: Hvað boðar nýárs blessuð sól? Og nú við þessi áramót hafa flestir ef til vill spurt þess- arar spumingar með meiri kvíða og ákveðn- ari þrá um svar, en margoft áður. Aðalritari Sameinuðu þjóðanna, Tn'ggve Lie, flutti aðaldarríkjum þeirrar stofnunar nýársboðskap í lok ársins sem leið. Hann ætti að vera allra manna gleggstur ,,\’eðurspámað- ur“ á hinum pólilíska vettvangi, stöðu sinn- ar vegna. Nýársboðskapur hans var þessi: „Hættan á nýrri heimsstyrjöld liggur eins og mara á öllum þjóðum. Eina ráðið til að forða þeirri hættu frá er að samtök „Hinna sameinuðu þjóða“ geti starfað eins og til var ætlast í fv'rstu og vonir stóðu til.“ Þegar þetta var mælt var þingi Samein- uðu þjóðanna 1951, enn ekki lokið. Merkasta verk þess var að stofna nýtt ríki í Afríku — konungsríkið Libyu, sem verða mun eitt af ríkjum þeim, sem öruggast fvlgir Rússum þegar þeir ráðast á Vesturlönd. — Bretar og Frakkar unnu ljósmóðurstörfin við stofnun þessa nýja ríkis, og hafa — ásamt Bandaríkjunum — lofað að sjá því fvrir nægu skotsilfri fyrst um sinn, en ein fyrsta stjórn- arathöfn þessa nýja „lýðræðisríkis“ var að lýsa yfir að það mundi viðurkenna Farúk Egyptalandskonung sem konung yfir Súdan. Slík var þess fyrsta ganga, og má ætla að hinar aðrar verði eftir því. \hlliam Foster varautanríkisráðherra Bandaríkjanna sagði m. a. í áramótaboðskap sínum: „Næstu tólf mánuðir munu verða hættu- legasta tímabil í sögu vestrænna þjóða.“ Hann skýrði einnig frá því, að borist hefðu áreiðanlegar upplýsingar um „stórkost- legan og hraðvaxandi hernaðarundirbún- ing af hálfu Sovietríkjanna og fylgiríkja þeirra." Bjartsýnastur þeirra, sem birtu áramóta- hugleiðingar, var hinn aldurhnigni forsætis- ráðherra Breta, Winston Churchill. Hann sagði 6. desember s. 1.: Þegar ég lít til baka til nokkurra síðustu ára fæ ég ekki séð að hættan á þriðju heimsstyrjöldinni sé eins mikil nú, eins og hún var 1948, þegar Berlínardeilan stóð sem hæst.“ En þetta var mælt áður en Churchill fór til Bandaríkjanna. — Ef til vill hugsar hann eitthvað öðru vísi eftir þá för. Þessi ummæli nægja til þess að sýna and- rúmsloftið í veröld vorri. Flestir búast við að þriðji og síðasti þáttur hinnar miklu alheims eyðileggingar sé nú fyrir dyr- DAGRENNING 3

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.