Dagrenning - 01.02.1952, Blaðsíða 39

Dagrenning - 01.02.1952, Blaðsíða 39
JÓNAS GUÐMUNDSSON: Hafa Rússar stórkostlegar neðanjarSar- herstöSvar á SvalbarSa? í aprílmánuði 1950, eða fyrir tæpum tveim- ur árum, birtist grein í Dagrenningu undir fyrirsögninni: „Hemema Rússar ísland frá Spitzbergen?“ Tilefni greinarinnar voru um- mæli úr þýzku blaði, sem ritinu hafði borist. Síðan Norðmenn gengu í Atlantshafs- bandalagið hefir rússneska stjómin við og við verið að bera fram ýmsar ásakanir á hendur þeim út af Spitsbergen og eru Norðmenn þá, m. a. sakaðir um að verið sé að koma upp her- stöðvum á eyjum þessum í þeim tilgangi að hefja þaðan árásir á Sóvietríkin. Spitzbergen, eða Svalbarði eins og evjar þessar eru stundum nefndar, liggja í Norður- íshafinu nokkumveginn miðja vega milli Grænlands og Síberíu og fast við rönd ís- breiðunnar sem hylur heimskautið. Aðal- eyjamar em tvær en auk þeirra margar smá- eyjar. Eftir heimstyrjöldina 1914—1918 var um- ráðaréttur Norðmanna yfir eyjum þessum viðurkenndur, en þó með því skilyrði, að nokkrar tilteknar þjóðir mættu vinna þar málma og kol og stunda þaðan veiðiskap, ef þær tilkynntu Norðmönnum áður en til- tekinn tími væri liðinn, að þær óskuðu að hagnýta sér þessi réttindi. Rússar em eina þjóðin, sem liefir hagnýtt sér þessi ákvæði samningsins frá 1920 um Spitzbergen. Er þar því einskonar h'íbýli. Norðmenn hafa þar að lögum húsbóndarétt og bera ábyrgð á eyjunum gagnvart öðrum þjóðum, en Rússar reka þar a. m. k. að nafn- inu til allverulegan námugröft. Rússar hafa livað eftir annað farið fram á það við Norðmenn, að þeir víggirtu eyj- arnar í félagi eða kæmu þar upp sameigin- legum vömum. Því tilboði hafa Norðmenn ávallt hafnað enda er samningurinn frá 1920 skilinn svo, að öllunr sé óheimilt að víggirða eyjamarr eða setja þar upp hernaðarbækistöðvar. Norðmenn reka nokkum námugröft á evj- unum, einkum kolanám, auk þess sem þeir reka þar veðurathuganastöð og ýmsar vís- indalegar athuganir í sambandi við veðurfarr strauma, dýralíf á heimskautssvæðinu o. fl. Rússar hafa á Spitzbergen ákveðið svæði, þar sem námur þær eru, sem þeir hagnýta, og í sambandi við þær að sjálfsögðu höfn eða hafnir og hafnarmannvirki, en ekki hafa Norðmenn sérstaklega eftirlit með starfsemi þeirra þar, enda ekki gert ráð fvrir því í samn- ingnum frá 1920, þar sem það er með öllu bannað að koma upp herstöðvum þar. Allmargt manna, bæði rússneskra og norskra, dvelur á Spitzbergen. Eftir að Atlantshafsbandalagið var stofn- að og Norðmenn gerðust virkir aðilar þess, hafa Rússar látið í það skína að Norðmenn muni hafa í hyggju að koma upp hernaðar- bækistöðvum á Spitzbergen og muni þeim vígbúnaði, eins og öðrum aðgerðum Atlants- DAGRENN I NG 55

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.