Dagrenning - 01.02.1952, Blaðsíða 44

Dagrenning - 01.02.1952, Blaðsíða 44
;ar, að oiðsendingin, sem Norðmönnum var afhent á mánudaginn feli í séi lokaorð Rússa í Svalbaiðsmálinu.“ Þessi orð geta ekki þýtt annað en það, að Rússai telji sig þá hafa feng- ið vilyiði Vesturveldanna fyrir því að banna Noiðmönnum að víggirða Svalbarða. * Uni sama leyti og þessar orðsendingar fóru fram rnilli Rússa og Norðmanna gerðist at- hyglisverður atburður í Moskva. Minn 18. október s. 1. birti rússneska utanríkisráðu- neytið greinargerð um væntanlegar viðræður milli Rússa og Bandaríkjamanna um alþjóða- mál. Þar segir m. a., að Bandaríkjastjóm hafi fyrir nokkru átt frumkvæðið að því að fá Rússa til að beita áhrifum sínum til þess að vopnahlésviðræðum í Kóreu vrði hraðað, og •ennfremur mælst til þess, að Rússar ræddu við Bandaríkjamenn „hversu bæta mætti sam- búð þjóðanna" (þ. e. Bandaríkjamanna og Rússa). (Vísir 18. okt. 1951). Rússar féllust á að þessar viðræður færu fram og virðist svo sem þær hafi átt að fara fram með mikilli leynd, en vegna mistaka Kirks, sendiherra Bandaríkjanna í Moskva, varð ekki slíkur árangur af þeim, sem vænst hafði verið, og notuðu þá Rússar tækifærið til þess að skýra frá þessari tilraun Banda- ríkjamanna, og vafalaust í því skyni að spilla sambúð vestrænna þjóða og vekja tortrvggni Breta og Frakka í garð Bandaríkjanna. Það er annars öllum vitanlegt að Truman Bandaríkjaforseti hefir hvað eftir annað ætl- að að gera tilraun til nánari viðræðna við Rússa um alþjóðavandamál, einmitt með þeim hætti, að taka upp beinar viðræður milli Bandaríkjanna einna annarsvegar og Rússa einna hins vegar, en þær tilraunir hafa allar mistekist til þessa. Þessi mistök Kirks sendiherra urðu til þess, að hann var kvaddur heim og hefir nú látið af sendiherrastarfinu, en við tekur einn þeirra manna í Bandaríkj- unum, sem vitað er að fylgir mjög eindregið þeirri stefnu, — sem nokkuð bólar á nú orðið vestanhafs, — að Bandaríkin og Rúss- ar eigi að semja sín á milli og láta aðiai þjóð- i 1 sem minnst áhiif hafa á þá samnínga. Þessi stefna Trumans forseta og ýmsra helztu stuðningsmanna hans byggist fyrst og fremst á því, að nú kennir orðið nokkurs von- leysis um að friður verði trvggður fvrir milli- göngu Sameinuðu þjóðanna, og svo hinu, að stærsta trompið, sem Demokratar — flokkur Trumans —■ gæti spilað út í væntanlegum forsetakosningum í haust er það, að þeii geti lýst því yfii, að tekist hafi að tryggja fiið um ákveðinn tíma með séisamningi milli Banda- líkjanna og Rússa. Ekki er ólíklegt að Rússar fallist á slíkan samning, sem þá mundi koma eins og þruma úr lieiðskíru lofti yfir alla jarðarbúa, ef með því væri hægt að koma í veg fyrir að MacArthur og Eisenhower næðu pólitískum völdum í Bandaríkjunum, en þeir eru líklegastir til þess, ásamt Churchill, að láta sverfa til stáls milli austurs og vesturs. Eitt skilyrðanna, sem Rússar mundu senni- lega setja Rrir slíkum sérsamningi við Banda- ríkin er að þau leyfi ekki öðrum þjóðum að áðhafast neitt það í landvamamálum, er Rússum væri ekki að skapi, eða gerði þeim óhægara um vik, en vígbúnaður Norðmanna á Svalbarða er einmitt eitt þeirra mála, sem hlýtur að koma til álita í því sambandi. * Þess er ekki að vænta að það verði gert opinbert fyrst um sinn, að nokkurt sam- band hafi verið milli orðsendingar Rússa út af Svalbarða og lausnarbeiðni Gerhard- sens forsætisráðherra. Úr því sker sagan ein á sínum tírna þegar óhlutdræg rannsókn á því og fleiru getur farið fram. En eitt er þó víst: síðan Gerliardsen sagði af sér hafa Rúss- ar ekki sent Norðmönnum neina mótmæla- orðsendingu út af vígbúnaði þeirra á Sval- barða. 38 DAGRENNING

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.