Dagrenning - 01.02.1952, Blaðsíða 35

Dagrenning - 01.02.1952, Blaðsíða 35
liugrenninga sinna, eða vegna niðurlægjandi, djöfullegrar meðferðar á eigin líkama sínum, þrátt fyrir það þó slíkt fólk sé í „löglegu" hjónabandi. Sarna fólkið er einnig oftsinnis sekt um jafnvel enn stórvægilegri lesti en þá, sem það lét reka aðra fyrir, og á ég þar við andstyggilega rógmælgi og öfundssýki. Ég fullyrði að þessir þrír lestir hafa hindrað framgang Guðs verka miklu rneira en allt óskírlífi samanlagt og þér þekkið mig nægi- lega til þess að vita, að ég hefi ekki tilhneig- ingu til að gera of lítið úr þeirri svörtu synd, sem óskírlífið er. Það er satt, að í Opinberunarbókinni (22, 15) stendur þetta: „Úti gista hundarnir, töframennirnir og frillulífismennirnir og manndrápararnir og skurðgoðadýrkendumir, og hver sem elskar og iðkar lýgi.“ En þetta vers kennir ekki, að það sé engin sáluhjálp til fj'rír óskírlífi. í fyrsta lagi þá er hér ekki talað um óskír- lífi heldur frillulífismenn, sem er nokkuð annað. í öðru lagi merkir orðið „úti“ það, að Ritn- ingin, sem hér er að tala urn, ástandið er verða mun meðal þeirra þjóða, sem standa utan við konungsríki Guðs þjóða (the King- dom of God nations) á þúsundára tímabil- inu (the millenium) og á við það fólk, sem ekki vill sigrast á lágu og lostafullu eðli sínu, til að öðlast fullkomnari gjafir Guðsríkis, og stendur þess vegna fyrir utan, en það þýðir ekki það sama, og að ekki sé um neina sálu- hjálp að ræða fyrir það vegna synda þess. Ef það vildi játa syndir sínar þá öðlaðist það nýja líkami og eilíft líf og aðgang að Kon- ungsríki Guðs, — hinni nýju Jerúsalem. Morð er stundum talið ófvrirgefanleg synd. Ég þekkti prest snemma á embættisárum mínum, sem drap mann. Rétturinn dærndi, að það hefði verið gert í sjálfsvöm. Maður- inn var sýknaður. Hleypidómamir voru samt sem áður svo rniklir í þessum landshluta- gegn manninum, að margir sögðu, að honum yrði aldrei fyrirgefið og hann færi til hel- vítis. Sanntrúaðir kristnir menn og rétthugs- andi geta vissulega ekki tekið slíka afstöðu. Að \'ísu er það satt, að það er mikil ógæfa fyrir sérhvern, sem það hendir, að fyrirgera mannslífi, hvort sem það er í sjálfsvörn, í styrjöld eða um morð er að ræða. Enginn skyldi gera lítið úr þeirri synd að fremja rnorð. Ég á ekki við þá, sem verða að drepa menn í orustum. En sannleikurinn er sá að það fæst einnig fyrirgefning fyrir slíka synd, fyrir þá, sem í auðmýkt nálgast hásæti guð- dómsins og biðja Guð af öllu hjarta að fvrir- gefa sér slíka synd. Og látum oss minnast þess, til þess að hrokinn verði oss ekki að falli, að hver sá rnaður, sem í sjálfsréttlæt- ingu sinni hugsar sem svo: ég hefi engan drepið, en er samt fullur óvildar og haturs í garð eiflhvers, sem framið hefir slíkan glæp, að orð Ritningarinnar segja: „Hver, sem hat- ar bróður sinn er manndrápari.“ (I. Jóh. 3, 15.) í þeim skilningi orðsins erum vér ]\ess vegna allir manndráparar, og ef engin h'rír- gefning fyndist fyrir þeirri synd, yrðu alls. engir hólpnir. * Ymsum finnst, að sú synd að Iegg/a Guðs nafn við hégóma, eða formæla, verði aldrei h'rírgefin. \7íst er það, að þetta er stór synd, eins og auðséð er af því, sem Drottinn segir: (I. Móseb. 20, 17.). „Þú skalt ekki leggja nafn Jehova, Guðs þíns, við hégórna, því að Jehova mun ekki láta þeim óhengt, sem legg- ur nafn lians við hégóma." En í þessum skilningi orðsins hefir næstum hver maður einhverntíma lagt nafn Guðs síns við hé- górna. Munið, að vér þurfum ekki að formæla til þess að brjóta þetta boðorð eða fremja þessa synd. Svndin er framin á margvíslegan liátt. Jafnvel þegar vér notum nafn Guðs sem máltæki eða í annarlegum sambönd- DAGRENN I NG 29

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.