Dagrenning - 01.02.1952, Blaðsíða 40

Dagrenning - 01.02.1952, Blaðsíða 40
hafsbandalagsins, stefnt gegn Sovietríkjun- um. Norðmenn hafa jafnan mótmælt þessum ásökunum og hafa svarað þ\'í til, að þeir hafi engar slíkar framkvæmdir með höndurn á Svalbarða og hyggi ekki á neinn ófrið við Rússa, enda sé allur þeirra vígbúnaður mið- aður við vamir Noregs, eins og aðrar sams- konar aðgerðir hinna annarra ríkja Aatlants- hafsbandalagsins. En Rússar láta sér þetta ekki nægja. Hinn 16. okt. 1951 afhenti sendiherra Rússa í Osló utanríkisráðherra Norðmanna harðorða mót- mælaorðsendingu við landvarnarundirbún- ingi Norðmanna, og eru þeir þar jafnframt sakaðir um það, að hafa „brotið alþjóðasam- þykkt um Svalbarða.“ Svar utanríkisráðherra Norðmanna við þessari orðsendingu Rússa var, að því er snertir ásökunina um brotið á alþjóðasam- þykktinni næsta athyglisvert. í svari sínu full- vrðir norska sjómin „að þótt Svalbarði og Bjarnarey séu á varnarsvæði því, sem Atlants- hafsbandalagið nær til, hafi ekki enn komið til orða kvað þá heldur að það sé ákveðið, að setja þar á stofn herbæki- stöðvar á friðartímum, og á þeirri stefnu norsku stjómarinnar hafi engin breyt- ing orðið. — Hins vegar líti norska stjórnin svo á, að hún hafi fullan umráðarétt á þess- um eyjum samkvæmt alþjóðlegum samning- um þar um og sé henni heimilt að setja þar herstöðvar, ef hún telji nauðsynlegt, til vemd- ar þeim eða Noregi sjálfum." í þessu svari Norðmanna, sem að vísu var bráðabirgðasvar — aðalsvar þeirra \-ar fyrst afhent 30. oktober — kemur tvennt fram, sem Norðmenn höfðu ekki opinberlega lýst yfir fyrr í deilum sínum við Rússa. Annað er það, að liér undirstrika þeir, að það séu Norðmenn einir eða norska stjórnin, sem „hafi fullan umráðarétt á þessum evjum“, en hitt, að stjórnin telji sér „heimilt að setja þar herstöðvar, ef hún telji nauðsynlegt, til verndar þeim eða Noregi sjálfum.“ Þessum orðsendingum milli Rússa og Norðmanna var fylgt með ósvikinni athygli bæði í London og Washington. New York Times lýkur ritstjómargrein um þessi við- skipti með þeim orðum „að Acheson utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna styðji viðliorf Norðmanna til rússnesku orðsendingarinnar, og að llússar ættu að leggja sér á minni hvaða aðstæður hlytu að liggja til þess, ef erlent herlið yrði að kalla til þessa nvrsta útvarðar Atlantshafsríkjanna.“ Hið formlega svar Norðmanna var aflient sendiherra Rússa í Oslo 30. okt. s. 1. Orðsendingin hefir aldrei verið birt í heild en í fréttum var sagt frá henni þannig: „OSLO, 30. okt. — Norska stjórnin afhenti í dag, sendiherra Rússa í Oslo orðsendingu til Ráðstjómarinnar. Er þar mótmælt ásök- unum þeim, sem bomar eru á Norðmenn, að þeir vinni að árásarstríði gegn Rússum, bæði með þátttöku í samtökum Atlantshafsríkj- anna og öðrum samtökum hinna vestrænu þjóða. Brezka utanríkisráðunevtið hefir lýst ánægju sinni yfir svari Norðmanna, þar sem því er m. a. hafnað að þátttaka Norðmanna í Atlantshafssamtökunum sé brot á sanm- ingunum um Svalbarða, en í svarorðsending- unni eru Rússar fullvissaðir um að Svalbarði verði hlutlaus nú sem fyrr. Stjórnmálamenn í Washington eru á sama máli og hafa látið í ljós ánægju sína yfir að Norðmenn hafa ákveðnir hafnað ásökunum Rússa.“ Það er engum efa undirorpið, að eitthvað er að gerast á Svalbarða, sem orskar þessa ókyrrð þar. í svari Norðmanna, eða því úr svarinu, sem birt hefir verið, felst bein vfir- lýsing Norðmanna um að þeir telji sér frjálst að hefjast lianda um vamarstöðvar á Sval- barða þegar þeim sýnist, og vafalaust hafa 34 DAGRENNING

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.