Dagrenning - 01.02.1952, Blaðsíða 27

Dagrenning - 01.02.1952, Blaðsíða 27
Enn freninr hefir aðgerðarleysi vort í síðast- liðin 5 ár gagnvart rannsóknum og fram- leiðslu vettnissprengjunnar, á sama tíma sem Rússar voru með levnd að afla sér vitn- eskju um rannsóknir vorar á þessu sviði, haft í för með sér mikla breytingu — Rússum í hag.“ Og enn segir á þessa leið: „Rússar munu halda uppi málþófi um hvaða málefni sem er, í hvað langan tíma senr er, undir hvaða yfirskini sem er, þangað til þeir hafa safnað birgðum af vetnissprengj- um, sem nothæfar séu til hernaðar. Þegar því marki er náð mun afstaða þeirra harðna, nerna því aðeins að þeir álíti að þeim stafi einhver hætta frá oss, sem sé þess eðlis að vettnissprengjuframleiðsla þeirra komi ekki að tilætluðum notum. Ef þeir konrast að þeirri niðurstöðu, kann svo að fara að öll hernaðaráætlun þeirra hrynji til grunna, með þeim afleiðingum, að þeir annaðhvort hefji í örvæntingu sinni styrjöld, eða láti undan síga. Það er vitað, að Rússar leggja sig alla fram ekki aðeins við framleiðslu kjarnorku- vopna heldur og við að finna aðferðir til að beita þeim. Allar staðreyndar upplýsingar sanna að öll utanríkisþjónusta þeirra og hemaðar- áætlun þjónar þeirri viðleitni. Sannanir þær, sem eru fvrir hendi um þetta efni, eru nægar, enda er öllum sérfræðingum á s\iði kjamorkurannsókna um víða veröld kunnugt um þessa viðleitni Rússa. Enn frem- ur sannar sú staðrevnd, að Rússar gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fvrir alger friðslit við hinar vestrænu þjóðir, að ofangreind tilgáta er rétt. Það er eftirtektarvert, að í hvert skipti, sem deilumálin kornast á hættulegt stig, þá byrja Rússar umræður og málþóf á nýjan leik. Þetta gera þeir nauðugir viljugir, af þeirri einföldu ástæðu að þeir eru ekki enn sem komið er reiðubúnir að taka afleiðingunum af alger- um friðslitum, sem geti fyrirvaralaust leitt til strTjaldar. Rússar óttast ekki árás af hálfu þjóða Vestur Evrópu annara en Þjóðverja, enda þótt þolinmæði þeirra kunni að bresta gagnvart Rússum. Það, sem þeir óttast, er árás af hálfu Bandaríkjanna, ef þolinmæði þeirra gagnvart Rússum brestur. Rússar vita, að ef til slíkrar árásar kæmi, þá rnundi það hafa í för með sér, að öll hernaðaráætlun þeirra mundi kollvarpast og fara út um þúfur. Þess vegna er það, að Rússar óttast Bandaríkin og þeir niunu halda áfram að óttast þau þar til kjamorkurannsóknir þeirra og framleiðsla kjarorkuvopna hefur náð settu nrarki. Hern- aðarsérfræðingar Rússa vita mæta vel, að enda þótt herir þeirra kunni að vera sigursælir hvarvetna í sókn sinni útfyrir hin geysilöngu landamæri hins rússneska heimsveldis, þá verða allir þeir sigrar fánýtir og einskisverðir, ef Bandaríkin geta að vild sinni gert árásir á og lamað höfuðframleiðslustöðvar og orku- ver þeirra n sjálfu hjarta Rússaveldis. * Almennt álit herfræðinga er það, að á tímabilinu frá 1952 til 1957 muni aðstaðan verða sú, að 5 vettnissprengjur í höndum Rússa verði á því tímabili hættulegri fvrir Atlantshafsríkin en 8 slíkar sprengjur í hönd- um Atlantshafsríkjanna." SÝKING MATVÆLA. Nú er vitað, að margskonar ný manndráps- tækni hefir verið fundin upp, sem er jafnvel ennþá hættulegri og stórvirkari, en atóm- sprengjurnar, og nýjar aðferðir til útrý'ming- ar fólki í stórborgum reyndar. Er þar sérstak- lega vert að nefna sýklaræktun í því skyni að sýkja matvæli og drepa þannig íbúa heilla borga á einum degi með eitraðri fæðu. Hveiti, sem sýkt var á þennan hátt var „í ógáti" (að sögn) notað í brauð í Frakklandi nú í sumar og urðu allir, sem neyttu brauðsins, brjálaðir DAGRENNING 21

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.