Dagrenning - 01.02.1952, Blaðsíða 20

Dagrenning - 01.02.1952, Blaðsíða 20
hugmynd um að svo sé, hvað þá þeir, sem starfa þar óbeint. Við skulum líta snöggvast á nokkur meginatriði sóvietkerfisins. Fyrsta stórblekkingin, sem haldið er frarn og menn hafa til þessa trúað, er að Sóvietrík- in séu alþýðuríki — „alþvðulýðveldi“. Hið sanna er að þau eru öflugasta einræðisríki, sem nokkru sinni hefir verið til á jörðunni og alþýða rnanna er þar réttlausari en í nokkru öðru ríki undir vorri sól. Önnur blekkingin, sem borin er fram, er sú, að konnnúnisminn sé nýtt hagkerfi, sem byggi á þjóðnýtingu og samvinnufélags- skap. Hið saima er að hagkerfi kommúnism- ans er ríkiskapitalismi og því síðasta og versta stig auðvaldsskipulagsins, þar sem útrýmt hefir verið öllum áhrifum allra annarra en þeirrar fámennu klíku, sem með lvgum og blekkingum — „grinnnd og slægð,“ hcfir sölsað öll völd undir sig. ALÞJÓÐAAUÐVALDIÐ OG KOMMÚNISMINN. Hættulegasta blekkingin, sem haldið er fram, er sú, að konnnúnisminn sé höfuðand- stöðustefna auðvaldsins (kapitalismans) og þess vegna beri þjóðum jarðarinnar, hverri innan eigin vébanda sinna, að skipa sér í þess- ar tvær fylkingar. Hið sanna cr, að kapitalisin- inn og kommúnisminn eru í innsta eðli sínu sama stefnan og þessar stefnur vinna saman á svo að kalla öllum sviðum. Það er vitað, að hinn óþjóðlegi „finans-kapitalismi“ er svo nátengdur alþjóða kommúnismanum að svo virðist sem ein og sama yfirstjórn sé vfir báðuin og í krafti sundrungar og glundroða, sem þessi öfl skapa innan hvers þjóðfélags, sýkja þau að lokum svo hugsunarhátt þjóð- anna, að þær gefast upp í baráttunni fyrir frelsi sínu og ganga einræðinu í annari hvorri þessari mynd, á hönd. ÞÝZKA BYLTINGIN. Alþjóðaauðvaldið og kommúnisminn eru sama tóbakið — annað í svörtum umbúðum en hitt í rauðum. Takmaik beggja er evði- Iegging þjóðernis, inenningar og kristinna trúarbragða og sköpun þrælahúss, sem nær uni alla jörð. Ein blekkingin enn, sem rnargir hafa trúað til þessa, er að nasisminn og konnnúnisminn séu og hafi verið andstæðar stefnur. Þetta er fullkomin blekking. Hitler og kumpánar hans voru studdir til valda í Þýzkalandi af þýzku, brezku, bandarísku og frönsku auð- valdi. Og það var látið heita svo, að Hitler ætti að berjast gegn kommúnismanum. Með þeirri reginblekkingu voru stjórnir þjóðanna blindaðar, því sá, sem öruggast studdi Hitler til valda í Þýzkalandi að tjaldabaki, var soviet- stjórnin rússneska. Alþjóðaauðvaldið og konnnúnistaTnir í Kreml vissu það, að meðan Þjóðverjar voru ósigruð og samstæð þjóð var útþensla konnn- únismans í vesturátt óhugsandi. Það var sýnt, að með „lýðræðislegum“ aðferðum varð Þýzkaland ekki unnið til fylgis við konnnún- ismann. Því varð að grípa til annarra úrræða. Það varð að skapa byltingu í Þýzkalandi til þess að afnema öíl almeiin mannréttindi. Þessa byltingu sköpuðu nasistar (auðvald- ið) og kommúnistar í félagi. Hitler varð „for- ingi“ í Þýzkalandi. Hann tók þar upp allar aðferðir kominúnista og á ríki hans og ríki Stalins varð enginn munur. Hann meira að segja kallaði sig og flokk sinn — sósialista — (national-sósialista sbr. Sameiningarflokkur alþýðu — sósialistaflokkur), en það er eitt nafnið á ríki Stalins. HITLERSÆVINTÝRIÐ. Og hver var svo tilgangur alþjóðakapital- ismans og Sóvietríkjanna með „Hitlers- æfintýrinu?“ Það sáu fáir fvrir. Líklega hefir 14 DAGRENNING

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.