Dagrenning - 01.02.1952, Blaðsíða 38

Dagrenning - 01.02.1952, Blaðsíða 38
gert yður seka urn hræðilega synd, guðlast, ekki gegn mér, heldur gegn hinum heilaga í ísrael, Heilögum Anda. Ef þér hefðuð talað það eingöngu gegn mér, en ekki gegn And- .anum, sem gaf mér vald til að gera þetta kraftaverk, hefði það verið fyrirgefið nú, en þar sem þér hafið talað gegn Heilögum Anda, mun sú synd ekki verða yður fyrirgefin, hvorki í þessum heimi (þ. e. því tímabili, sem þá var) né þeim komanda“ (þ. e. því tíma- bili, sem kemur næst á eftir). Drottinn sagði þeim blátt áfram, að í þeim .„heimi“ þ. e. því tímabili, — sem endaði með krossfestingu hans, og því næsta þar á eftir, þ. e. kirkjutímabilinu, — yrði ekki um neina fjrirgefningu að ræða fyrir þennan hóp manna í heild. Þetta skýrir og hvers vegna hjörtu þessara manna eru svona hörð, hlevpi- dómarnir svo gífurlegir, og frelsunin svo sjaldgæf rneðal þeirra. Og þó gefur hann greinilega í skyn, að þegar þessi sérstöku tímabil séu runnin sitt skeið, muni á þeirri öld, sem þá hefst, — Guðsríkisöldinni — verða von slíkrar fyrirgefningar einnig fyrir þennan hóp manna. Þess vegna væntum vér þess, þegar næsta tímabil, Guðsríkisöldin, rennur upp, að sjá hjörtu rnargra þessara manna bráðna, hleypidóma þeirra hverfa eins og dögg fyrir sólu, og þar af leiðandi stefnubreytingu hjá fjölda þeirra, er þeir öðl- ast fulla sannfæringarvissu. Ef vér trúum því ekki, að Drottinn muni að lokum ná til þeirra, þá afneitum vér einni af höfuðkenn- ingum Ritningarinnar — friðþægingarkenn- ingunni. — Vér hljótum að trúa því, að það sé á valdi Drottins að hrósa sigri yfir öllum að lokum, annars játum vér, að Satan sé Guði máttugri. Ég þjóna sigursælum, mátt- ugum Guði, sem að lokum mun vinna al- geran sigur. (G. M. Þýddi). Adam Rudherford hlýtur tvær doktorsnafnbætur í Bandaríkjunum Svo sem getið hefir verið í Dagrenningu áður dvaldi Adam Ruderford svo að kalla allt árið 1951 í Bandaríkjunum, ferðaðist þar um og flutti erindi um pýramídafræði og önnur áhugamál sín. Þar á meðal dvaldist hann við ýmsa háskóla í Bandaríkjunum og þótti svo mjög til um þekkingu hans og lær- dóm í þessurn efnum að honurn hlotnuðust í förinni tvær doktorsnafnbætur, önnur í Ohio en hin í Cahfomiu. í bréfi til ritstjóra Dagrenningar segir um þetta: „You will be interestet to know that while in America I had the honour of having two Doctorate Degrees conferred upon me — Doctor of Divinity in Ohoi and Doctor of Theolegy in California." Dagrenning óskar hinum mikilhæfa fræði- manni og ágæta íslandsvini til hamingju með þann verðskuldaða heiður, sem honum með þessu hefir hlotnazt. Þessi viðurkenning sýn- ir ljóslega að Bandaríkjamenn eru opnari fyrir nýjum hugmyndum og sannindum, en „hinar gömlu þjóðir" Evrópu, og fúsari til viðurkenningar á því sem nýungar meiga teljast. 32 DAGRENNING

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.