Dagrenning - 01.02.1952, Blaðsíða 42

Dagrenning - 01.02.1952, Blaðsíða 42
Rússneska stjórnin reyndi, árið 1944 og aftur árið 1946, að fá framgengt endurskoðun samningsins, í þeirn tilgangi að koma á rússnesk-norskri samstjórn á Spitzbergen og leyfa Rússum að korna þar upp, ásamt Norð- mönnum, varnarstöð. Norðmenn höfnuðu þessu. Árið 1947 kornu Rússar aftur til hinna skemmdu nárna sinna. Þeim hefur nú verið breytt í vel víggirtar herbúðir, sem enginn framandi fær aðgang að. Þó er það augljóst, að um mjög litla námustarfsemi er þar að ræða. Verkfræðingamir, sem þar eru, eru fæstir námuverkfræðingar, þótt svo sé látið í veðri vaka. Þar er M. V. D.-flokkur, nokkrir veður- fræðingar, flugmenn og flugvallaverkfræð- ingar. Af óbreyttu starfsliði eru einungis um tíu af hundraði námuverkamenn. Allt eru þetta ungir menn á herskyldualdri. Sumir eru verkfræðingar, aðrir eru valdir foringjar úr deildum M. V. D. sjs Rússarnir hafa góð tæki til að gera ná- kværnt og fullkomið landabréf af eynni. Sam- kvæmt staðhæfingu íbúa evjarinnar þvkir fullvíst, að Rússar séu að koma sér þar upp A'eðurathuganastöð og flugvelli. Rússnesk skip, sem koma með reglulegu millibili, með það að vfirvarpi að lesta kol, eru hlaðin varningi, sem þegar í stað er flutt- ur til verkbóla sovétnámanna. Sumir íbú- anna segjast liafa séð málmþvnnur, sem hægt sé að nota í bráðabirgðabryggjur. Þeir hafa einnig séð miklar birgðir af olíu og vélar, sem geymdar eru í námugöngum, sem hætt er að virkja. Þá hafa og sézt miklar birgðir af tækjurn til útvarps og veðurathugana. Og að minnsta kosti tvær námugryfjur eru notaðar sem vopnageymslur og eru þar skotvopn af öll- urn stærðum. Þessi hernaðarundirbúningur liefur valdið miklum óróleika meðal íbúanna. Þeir benda á, að engin tök séu á að koma í veg fvrir, að Rússar leggi undir sig eyjuna, hvenær sem þeirn þóknast. Þeir hafa þegar herafJa þar. Svo virðist, sem eitthvað sé að gerast þama, sem vert sé að gefa gætur að. 1 rauninni væri þörf á að rannsaka allar eyjarnar á þessu svæði.“ ❖ Grein þessi talar sínu rnáli, og ef eitthvað svipað er ástatt á Svalbarða eins og hér er lýst er ekki að furða þótt nokkur ókvrrð sé bæði í Noregi og víðar út af þessu máli. Rússar svöruðu orðsendingu Norðmanna frá 30. okt. aftur 12. nóvember. Ekki hefur innihald þeirrar orðsendingar heldur verið birt, en í amerískum fréttum frá 13. nóvern- ber segir, „að seinasta orðsending Rússa til Norðmanna vegna vama Svalbarða og Bjarn- arevjar hafi vakið feyki athygli bæði í Lond- on og Washington.“ Hvers \'egna vakti hún slíka athygli og rneðal hverra? Formælandi brezku stjórnarinnar segir, „ að Bretar fagni því að Svalbarði og Bjarnarey hafi engar her- vamir eins og að samkomulagi varð 1920,“ en í bandarískum fréttum segir: „í Banda- ríkjunum eru nrenn þeirrar skoðunar, að Rússar hafi nú valið þá leið til árása á Atlants- hafsbandalagið að vekja ugg hjá hverju aðild- arríki Rrir sig.“ HVERS VEGNA FÓR GERHARDSEN? Daginn eftir að Rússar afhentu þessa orð- sendingu gerðist næsta óvæntur atburður i Noregi: Gerliardsen forsætisráðherra Norð- manna sagði af sér forsætisráðherraembætt- inu og vék úr ríkisstjóminni. Því var opin- berlega lýst vfir að Gerhardsen segði ekki af sér af „stjórnmálalegum“ heldur „persónu- legum“ ástæðum. Sú skýring, sem til þessa hefir fengizt á afsögn Gerhardsens, að hann hafi verið orðinn þrevttur, er engurn þeim 36 DAGRENN ING

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.