Dagrenning - 01.02.1952, Blaðsíða 11

Dagrenning - 01.02.1952, Blaðsíða 11
uðu þjóðanna, að hægt mundi vera að semja frið í Kóreu. Allur „hinn frjálsi heimur“ fylltist gleði einfeldningsins og blöð og út- vörp básúnuðu „stefnubreytingu Sovietríkj- anna.“ En þegar til átti að taka settu Rússar fram ákveðið skilvrði. Skilyrðið var það, að Mac Arthur vrði sviftur herstjórn í Kóreu og kallaður heim frá Japan. Bretar studdu eindregið þessa kröfu Rússa og hafa bakað sér með því meiri óvild i Bandarík/unum (meðal Republikana) en menn geta almennt gert sér grein fyrir. En þegar Rússar voru búnir með þessum hætti að losa sig og Kín- verja við þann hershöfðingjann, sem þeir óttuðust mest, sviku þeir hreinlega öll vil- mæli um friðarsamninga í Kóreu og nú hafa hinar svokölluðu ,vopnahlésumræður“ í Kóreu staðið yfir nærri þvi heilt ár og enn- þá er ekkert vopnahlé þar samið og litlar líkur til þess að svo verði fvrst um sinn. Aldrei, í allri sögu mannkynsins, hefir annar eins skrípaleikur verið leikinn og Kóreustyrj- öldin er, með öllu, sem henni fylgir. Flestir sjá líka nú, það sem Mac Arthur sá fyrstur og sagði fyrir. Það er ekki hægt að semja frið í Kóreu aí þeirri einföldu ástæðu, að væri það gert, yrði Kórea þar með lögð undir Kína. Eina leiðin er sigur í stvrj- öld við Kína. Hugsum okkur að friður vrði saminn og her Bandaríkjanna kvaddur á brott, en lýðveldisómynd stofnuð á suður- hluta Kóreuskagans. Hvað halda menn að Kínverjar yrðu lengi að finna átyllu til að fjandskapast við það vesæla lýðveldi, og ráð ast síðan á það og innlima það í Stór-Kína? Hitt rná líka hugsa sér, að öll Kórea yrði sameinuð í eitt lýðveldi undir einni stjóm og allir hreir fluttir burt. Það er sú lausn sem Rússar vilja. Að tveim, þrem mánuðum liðnum vrði slíkt lýðveldi orðið að „alþýðu- lýðveldi" — þ. e. kommúnistisku einræðis- ríki, — tilheyrandi „hreinsanir" færu fram, og svo væri saga þess ríkis öll í bili. Friðsamleg lausn Kóreudeilunnar er því ekki til. Sameinuðu þjóðimar eða Banda- ríkin eiga aðeins um tvennt að velja: Upp- gjöf í Kóreu eða styrjöld við Kína. Má í þessu sambandi minna á nýleg ummæli Tafts hins bandaríska, að takist ekki samningar í Kóreu sé styrjöld við Kínverja óumflýjanleg. VESTURFÖR CHURCHILLS. Stjórnarskiptin í Bretlandi á s. 1. hausti voru vafalaust merkasti atburður ársins sem leið. Hin aldna stríðshetja Breta, Winston Churchill, er nú tekinn við stjórnartaumun- um og með honum helztu gæðingar breska íhaldsflokksins. Mjög er vafasamt að Chur- chill geti stjómað til lengdar með íhalds- flokkinn einan að baki sér. Churchill er ekki flokksforingi, hann er þjóðarieiðtogi, og slík- um mönnum er örðugt að starfa innan þröngra flokksveggja. Höfuðmarkmið Churchills er að efla sam- vinnu Breska heimsveldisins og Bandarikj- anna, en sú samvinna er nú svo að kalla alveg farin út um þúfur. Síðan Churchill tók við stjórnartaumum í Bretlandi hefir ekki mikið borið á aðgerðum af stjómarinnar hálfu í eina eða aðra átt. Fjárhagslegt öngþveiti vofir yfir Bretlandi og sterlingsvæðinu öllu. Churchill undir- bjó för sína til Bandaríkjnana vel og ætlað- ist til að hún yrði fyrsta stóra skrefið til nán- ara samstarfs milli þessara miklu frændþjóða. Og nú er þessari för lokið. Sjálft ferðalagið er ákaflega táknrænt: Vegna óveðurs við Bretlandsströnd og á Atlantshafi tafðist hið mikla hafskip, „María drottning", um tvo sólarhringa og varð fyrir ýmiskonar áföllum. Það er eins og forlagadísir Churchills hafi verið að vara hann við þessari örlgaariku för. Hann komst þó að lokum vestur um haf með miklu og fríðu föruneyti. Honurn var tekið með mikilli gestrisni í Bandaríkjunum DAGRENN I NG

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.