Dagrenning - 01.02.1952, Blaðsíða 19

Dagrenning - 01.02.1952, Blaðsíða 19
Ekki virðist svo sem ráðamenn Bandaríkj- anna geri sér grein fyrir þeirri svikamyllu, sem nú starfar í landi þeirra öfluglegar en í nokkru öðru landi. Hér er átt við sambandið milli alþjóðaauðvaldsins (fínanskapitalism- ans) og kommúnismans, en nú Hrðist svo, sem þessi tvíhöfðaða tortímingarstefna leiki svipaðan leik með Bandaríkin og hún lék með Þýzkaland á árunum h’rir síðustu heims- styrjöld. Verður þetta mikilvæga atriði rætt nánar í næstu heftum. ARFTAKI HINS „HEILAGA“ RÓMARÍKIS. Útþenslustefnu Sovietríkjanna mun gæta mjög á árinu 1952 í Afríku og Suðvestur og Suðaustur-Asíu, og ef til vill einnig í Indlandi. Allir vita að það eru Sovietríkin sem standa að baki persnesku stjórninni í olíudeilunni og svo er og í Súesdeilunni. í Pravda, blaði rússnesku stjórnarinnar, segir að „egvpska þjóðin beini nú vonar aug- um til Sovietríkjanna, til Moskvu og til Stalins. Þjóðin veit,“ segir blaðið, „að land vort hefir óeigingjama og heiðarlega samúð með egypsku þjóðinni.“ Óeirðimar á strönd Norður-Afríku eru allar studdar af kommún- istum og blásið í glæðumar af nasistum og kommúnistiskum áróðursmönnum. Stjórnmálastefna Sovietríkjanna er ákveðin fvrirfram og skipulögð á mjög lævísan hátt. Hún stefnir að algjörum heimsyfirráðum, að vísu á alllöngum tíma og í ákveðnum áföng- um, til þess að blekkja þær þjóðir, sem hneppa á í þrældómsfjötrana. Sovietríkin eru arftaki „Hins heilaga rómverska ríkis“, og katólsku kirkjunnar, og starfa með mjög lík- um aðferðum og þá voru notaðar. Enginn hefir lýst eðli þeirrar stefnu bet- ur en Marteinn Luther, í sálmi sínum: Vor Guð er borg á bjargi traust“, þar sem segir: „Nú geyst — því gramur er — hinn gamli óvin fer, hans vald er vonsku nægð, hans vopn er grimmd og slægð.“ Þetta er lýsing Lúthers á katolsku kirkj- unni, sem hann taldi vera ríki Satans hér á jörð og forustulið hennar taldi hann vera innblásið djöfullegum vísdómi. Nákvæm- lega hið sama á í dag við um Sovietríkin. Hin vísindalega skipulagða undirokun milljón- anna, sem byggja Sovietríkin er yfirskilvitlegs eðlis. Það vit og sú speki, sem þar er að verki, er innblásið af Satan sjálfum. „Hans vopn er grimmd og slægð“ enn í dag eins og á dögurn Lúthers. Þetta ættu menn sifellt að hafa í huga. En í stað þess að minnast þessa jafnan, og gæta þess vel, að þegar „sá gamli“ sýnir á sér samkomulagssnið, þá er það til þess að beita enn meiri slægð en nokkru sinni fvrr. En alla jafna er það svo að það er eins og tákn hafi orðið á himni, ef fulltrúar Soviet- ríkjanna láta skína í einhverja tillátsemi. Fulltrúar og stjórnendur hinna frjálsu þjóða verða þá yfir sig glaðir og halda að nú hafi höggonnurinn loksins látið taka úr sér eitur- tönnina. Kóreubrosið ætti nú að hafa sann- fært frjálsar þjóðir um einlægni Sovietríkj- anna í alþjóðamálum. VÍSINDALEGA SKIPULÖGÐ BLEKK- INGASTARFSEMI. Með hinni vísindalega skipulögðu blekk- ingastarfsemi sinni á sviði alþjóðamála hafa Sovíetríkin nú komið ár sinni svo vel fvrir borð, að engar líkur eru til þess, frá mann- legum sjónarhóli séð, að komið verði í veg fyrir algjöra valdatöku þeirra um allan heim. Kerfið, sem þeir starfa eftir, er svo meist- aralega útbúið, að allur þorri þeirra manna, sem eru beint í þjónustu þeirra, hafa enga DAGRENNING 13

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.