Dagrenning - 01.02.1952, Blaðsíða 50

Dagrenning - 01.02.1952, Blaðsíða 50
-ingjans verður ekki stofnað hér á jörðu fyrr -en hin gamla skipan, með allri sinni spill- ingu, hefir verið þurrkuð út, en það getur ekki orðið án hörmunga. * En áður en „hörmungatíðin" mikla geng- ur í garð og Guðsríki verður stofnað á jörðu, þurfa öll þessi heiðnu heimsveldi, sem sagt er frá í spádómi Daníels, að verða til og renna skeið sitt. Hin mikilvæga spuring málsins er því þessi: Er síðasta tímabil síðasta heiðingja- veldisins í þessurn flokki runnið upp? Ef svo er ekki, þá er hörmunatíðin enn ókomin, en sé svo, þá er „hinn mikli dagur“ nrjög nærri. Eru „síðustu dagar“ þessara „konungs- TÍkja heimsins“ komnir, eða svo notuð séu orð Biblíunnar, er „tími endalokanna“ kominn? Bæði í 2. kap. Daníelsbókar, sem áður er nefndur, og 7. kap. er dregin upp spámann- leg og stórfengleg mynd af heimsveldum þeim, eða ráðandi ríkjum, sem rísa muni og lirynja, hvert eftir annað, frá dögurn Daníels og fram eftir öldunum að „tírna endalok- anna“, þegar hið eilífa Ríki Guðs verður heimsveldi jarðarinnar. Töflurnar nr. 1—4 liér á eftir sýna nokkuð ítarlega spádómana um heimsveldin og röð þeirra, og hvemig þeir liafa ræzt fram til vorra daga. Hver tafla er helguð heimsveldi, sem um var spáð, og þær eru í óslitinni tímaröð, og mynda þannig samfellda spádómslega og sögulega keðju frá 7. öld f. Kr. til endaloka hinna heiðnu heimsyfirráða. í fremsta dálki hverrar töflu eru þeir spádómar úr 2. kap. Daníelsb., sem fjalla um hlutaðeigandi heimsveldi. Á sama hátt eru í öðrum dálki töflunnar aðeins spá- dórnar úr 7. kap. í þriðja dálkinum eru aðrir spádómar um þetta sama heimsveldi og í þeim fjórða eru svo loks hinar sögulegu sann- anir fyrir því að spádómsorð hinna þriggja dálkanna hafi ræzt. Spádómamir í töflurn þessum sýna, að frá dögum Daníels áttu fjögur heimsveldi að fæðast og falla, en á eftir þeirn skyldi hið fimmta verða stofnað og standa að eilífu. í fáum orðum: Guð hefir sjálfur sagt oss, að ríki Babyloníumanna sé fyrsta heimsveldið, sem við er átt, og hin eru auðfundin á spjöld- um sögunnar. Ríki Meda og Persa tók við af Babylón sem drottnandi heimsveldi. Grikkir tóku við af Medum og Persum, og á eftir gríska heimsveldinu kom hið róm- verska, sem varð hið voldugasta þeirra allra, eins og spáð hafði verið. Saink\æmt spá- dónmum var þetta „ríki“ úr þrennskonar efni: Garnla, heiðna rómverska heims\eld- ið (sem táknað er með lærleggjum úr jámi í 2. kap. Dan.) fæddi af sér hið svonefnda „Heilaga“ rómverska heimsveldi páfans (táknað með fótum úr járni og leir), sem síðar breyttist í núverandi ríkjaskipun á megin- landi Evrópu (ágætlega táknað með tánum, sem sumpart voru úr jámi og sumpart úr leiri). Þannig hafa „ríki“ þessi eða heimsveldi risið og horfið í haf sögunnar, einmitt í þeirri röð, sem fyrir var sagt, með nákvæmlega sömu einkennum og spáð var, og meira að segja nákvæmlega á þeim tíma, sem spáð var (eins og brátt skal sýnt frarn á). Og nú er lokaþáttur hins síðasta að hefjast á rnegin- landi Evrópu vorra daga. Það er því augljóst af sönnunum þeim, sem spádómarnir láta oss í té um heimsveldin, að vér lifurn ekki aðeins á „tímum endalokanna", heldur er talsvert á þá liðið. Frh. 44 DAGRENNING

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.