Dagrenning - 01.04.1954, Side 23
samfélög þeirra mjög lítil, að því haldið
er, víðast hvar fjörutíu og fimm til sex-
tíu manns. Þessi litlu samfélögvoru mjög
einföld að allri samsetningu. Allir stund-
tiðu sömu störf, enginn höfðingi, engin
stjórn, engin skráð lög, því menn kunnu
ekki að skrifa, en fastar siðvenjur, sem
ekki mátti brjóta, og sterkt almennings-
álit.
Fyrst eftir að akuryrkja hófst, breytt-
ust samfélögin lítið að gerð og samsetn-
ingu, en þegar frá leið, stækkuðu þau,
og þegar söfnun færðist í vöxt og það,
að einstakir menn létu aðra vinna fyrir
sig, hefur samsetningin hlotið að breyt-
ast nokkuð. Sumir komust þá af með
að starfa lítið, urðu máttugir í hlut-
falli við aðra og gátu orðið höfðingjar
eða foringjar samfélagsins.
En eftir að verkaskipting hefst að
ráði, eftir að sumir fara að sækja mat
sinn eingöngu til annarra manna, verð-
ur hin rnikla samfélagsbreyting. Þá fara
menn að skiptast í stéttir eftir vinnu
sinni, sumir yrkja jörðina, bændur, sum-
ir smíða, iðnaðarmenn, sumir stjórna o.
s. frv. Með þessu verða samfélögin miklu
fjölþættari og stækka geysilega. Og þá
liefst hin svokallaða borgmenning eða
,,civilisation“. Sumir telja að í raun og
veru sé ekki hægt að tala um menningu
fyrri, en það er alrangt, enda fækkar
jreim, sem það gera, að sama skapi og
þekking á mannfræði og fornleifafræði
vex og menn kynnast betur frumstæð-
um mönnum og frumstæðum menn-
ingum. Það skeði, að ný gerð samfélaga
reis upp og ný menning í stað eldri
gerða og eldri menninga. Og þessi nýja
gerð breiddist út, að sínu leyti eins og
akuryrkjan, og er svo að segja ríkjandi
á jörðinni í dag.
En hér fór svipað og um akuryrkjuna.
Þessi nýjung hafði aðrar nýjungar í för
með sér, nýjungar, sem virðast jafnnauð-
synlegar borgmenningu og söfnun er
akuryrkju, og jafneðlilegar og það, að
vinnan varð leiðigjörn. Hér er ekki rúm
til að telja það upp, sem sigldi í kjöl-
far borgmenningar, en tvennt hef ég
aðeins minnzt á áður: Stjórn og kröfur
til annarra manna.
Að vísu má segja, að kröfur hafi ekki
verið alger nýjung. Menn hljóta alltaf
að liafa gert kröfur til annarra manna
um ýmislegt svo sem sæmilega hegðun
og hátterni o. s. frv. En ný tegund af
kröfum sprettur upp: kröfur stjórnenda
til þeirra, sem þeir stjórna og kröfur
liinna til stjórnendanna. Auk þess marg-
faldast allar aðrar kröfur eftir því sem
fjölþættni samfélagsins vex og menn
verða háðari hver öðrum. Vinni ég í
félagi við aðra í stórri og varanlegri
heild, er velfarnaður minn í raun og
veru undir heildinni kominn og heild-
in að miklu háð því, hvernig ég og aðr-
ir vinna sín verk. Svipað má ef til vill
segja um stjórn. Vafalaust var joað al-
gengt áður, að vitrustu og reyndustu
mennirnir í flokknum réðu miklu um
einstök verk og framkvæmdir, en það
mun aldrei hafa verið lengur í hvert
sinn, en á meðan að verkið stóð yfir.
Þegar kvöld var komið og menn seztir
kringum eldana, voru allir aftur orðnir
jafnir og enginn stjórnandi. En nú
breyttist þetta svo, að stjórnin var ekki
lengur orðin sjálfboðavinna eða hjálp,
heldur fast, viðurkennt fyrirbrigði með
valdi til að stjórna öllum athöfnum
samfélagsins (og síðar fýrirtækisins),
kveðja aðra menn til verka eftir geð-
þótta og hafa eftirlit með því, að verkin
væru unnin. Og þetta var nýjung.
Margt mætti segja um stjórn og fátt
DAGRENN I NG 21