Dagrenning - 01.04.1954, Page 26

Dagrenning - 01.04.1954, Page 26
hjá því að aðrir vinni fyrir okkur og erfilt að komast hjá kröfum til annarra. En þó er hægt að milda þetta allt saman og draga úr því. Menn þyrftu að átta sig á því, að söfnun umfranr nauðsyn er ekki eftirsóknarverð. Auður og völd geta einangrað þá, sem eiga og hafa, og skapa óþarfa áhyggjur. Mér hefur verið sagt, að auðmenn og valdamenn séu að jafnaði óhamingjusamari en góðir bjarg- álnantenn, og til hvers er þá barist? Verkamönnum þarf að verða ljóst, að því betur og samvizkusamlegar sem þeir vinna, því meiri líkur eru til þess, að þeir fái að njóta töluverðrar eða mikill- ar sjálfstjórnar við vinnu sína. Stjórn- endum þarf að skiljast, að enginn er góður stjórnandi, sem ekki getur fengið verkafólkið til að gera sitt ýtrasta, en til jtess er nauðsynlegt að hver fái að stjórna sér sem allra mest, finni til ábyrgðar á verkum sínum og sjái að þau séu metin við hann. Það er hægt að forðast það að vera latur og sérhlífinn og að koma ýms- unr smámunum, sem manni sjálfum ber að gera, á aðra. Og jrað er liægt að milda kröfur sínar til annarra; að minnsta kosti er hægt að forðast mikla kröfu- frekju. En þó að eitthvað sé hægt að gera í jressa átt hef ég samt ekki mikla trú á að úr því verði almennt, á meðan undir- staðan helzt óbreytt, en hún er, eins og áður segir, vanmáttur hvers eins og mann- kynsins í heild gegn því umhverfi, sem Jrað sækir fæðu sína til. Saddur úlfur er meinlaus en svangur hættulegur. Og hvernig yrði þá undirstöðunni breytt? Auðvitað með nýrri tækni til matvæla- öflunar og nýrri aðferð. En hvort það tekst og hvenær veltur fyrst og fremst á því, hvort ráðamönnum á þessari jörð tekst að skilja nauðsynina á því, og því- næst hvort vísindin fá frið til að leita þess. Grasaættin hefur verið okkar aðalfæðu- gjafi síðan farið var að rækta korn og hafa búfé. En grösin hafa þann ókost, að Jrau eru tiltölulega mjög smávaxin, og Jressvegna þarf ótrúlega mergð plöntu- einstaklinga og stórt ræktarland til þess að fullnægja fæðujrörf hvers einstaks manns og hverrar fjölskyldu. En af því leiðir, að það er mjög erfitt að hlúa eins vel að plöntunum og Jryrfti — plönturn- ar eru líka einstaklingar og með þær þyrfti að fara sem einstaklinga ef vel væri — og annað liitt, að af því að rækt- arlöndin Jrurfa að vera tiltölulega stór, er ekki hægt að verja þau fyrir náttúru- hamförum. Ég held, að í stað kornsins Jryrftu að koma aðrar plöntur, nægilega stórvaxnar og afurðamiklar til þess, að hver fjölskylda Jryrfti ekki að rækta nema 50—100 einstaklinga eða færri, handa sér. Ég sé ekkert fræðilegt Jrví til fyrirstöðu, að Jretta geti heppnast. Við höfum brauðaldintré og döðlupálma, og við höfum mjög harðgerðar og Jrolnar plöntur. Og það á að vera hægt að sam- eina afurðamagn og þol. En ef einhver árangur í þessa átt ætti að názt innan langs tíma, nógu snennna til að hindra kjarnorkustyrjöld, þyrfti fyrst að gera sér ljósa nröguleikana, sem í jressu felst, og síðan að fara að vinna að þessu af svipuðu kappi og hefur verið beitt við framleiðslu kjarnorkuvopna. Og hver er kominn til að segja um Jrað hvað tæk- ist á einum 40—50 árum, ef svo væri gert? Og mér sýnist þetta töluvert verðugra viðfangsefni fyrir vísindamenn og stjórn- endnr heldur en það að reyna að komast til tunglsins eða að undirbúa sem mesta gereyðingu mannslífa og verðmæta. Og svo er annað, að ef að þessu yrði horfið 24 DAGRENN I NG

x

Dagrenning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.