Dagrenning - 01.04.1954, Síða 35
gerðist ekki þegar Jesús var ný færldur,
eins og oft hefur verið ranglega ályktað.
í 2. kap. Lúkasar, 39. v. segir svo um
hina heilögu fjölskyldu: „Og er þau
höfðu lokið öllu, er lögmál Drottins
bauð, sneru þau aftur til Galileu, til borg-
ar sinnar Nazaret.“ Hafi þau farið aftur
til Nazaret að loknu öllu því, sem lögmál-
ið bauð (umskurðinum, hreinsunartími
Maríu og að sýna Jesú í Musterinu) er
augljóst að þau hafa ekki flúið til Egypta-
lands þá. Þegar sagt er frá því, að fjár-
hirðarnir, sem gættu hjarða sinna á völl-
unum við Betlehem, hafi komið til að
sjá Jesú, nóttina sem hann fæddist, er
orðið, sem notað er um Jesú (Lúk. 2),
brephos þ. e. nýfætt barn, en þegar lýst
er komu vitringanna frá Austurlöndum
er hann kallaður paidion, þ. e. lítill
drengur eða ungbarn.
Þegar Heródes ákvað' aldursmark
sveinbarnanna, sem deyða skyldi í Betle-
hem, gerði hann það ekki út í bláinn,
heldur að vel athuguðu máli, eins og
frásögnin ber með sér. Þar segir (Matt.
2, 16) að Heródes „sendi út og lét myrða
öll sveinbörn í Betlehem og öllum ná-
lægum héruðum, tvævetur og þaðan af
yngri, eftir þeirri tímalengd, sem hann
hafði komist að hjá vitringunum," en
eftir grískunni er síðasta setningin ná-
kvæmlega þýdd, á þessa leið: „eftir þeirri
tímalengd, sem hann hafði fengið ör-
ugga vissu fyrir hjá vitringunum." Með
þessu móti var aldursmarkið sett ná-
kvæmlega eftir aldri Jesú, og fyrst það
var bundið við tvö ár, er það sönnun
þess, að Jesús hefur þá ekki getað verið
nýfætt barn. Orðalagið „tvævetur og það-
an af yngri“ er dálítið óljóst. Á grískunni
er átt við upp í tvö ár nákvæmlega, þ. e.
24 mánaða og ekkert þar fram yfir (nema
þar sem svo vildi til, að innskots mánuð-
urinn Ve-Adar féll inn í, þá var það vit-
anlega 25 mánuðir). Ur því að aldurs-
mark þeirra, sem myrða skyldi, var mið-
að við aldur Jesú, hefði skipunin verið:
„eins árs og þaðan af yngri,“ ef hann
hefði ekki verið orðinn eins árs, en
orðalag skipunarinnar, „tvævetur og
þaðan af yngri,“ sýnir að Jesús hefur ver-
ið meira en árs gamall, en ekki orðinn
tveggja ára, þegar Heródes sendi út skip-
un sína, eftir komu vitringanna.
En svona skipun hefði enginn getað
gefið nerna brjálaður maður. Heródes
var að jafnaði grimmur, en ekki vit-
skertur meðan liann var og hét. Er þá
nokkur frásögn til um það, að Heródes
hafi einhvern tíma tapað sér og brjálast
og gert aðra furðulega hluti svipaða
þessu? Sé svo, gæti það gefið bendingu
um, hvenær þessir hlutir gerðust. Josep-
hus segir'(Antiq. XVII, VI, 1), að þegar
Heródes lá banaleguna — en það var,
eins og vér höfum séð, síðustu vikur
ársins 1 f. K. og fyrstu vikur ársins 1 e.
K. — „hafi hann orðið ofsalega grimm-
ur og fengið áköf reiðiköst við öll tæki-
færi“ og gert „alla hluti eins og óður
maður,“ verið „fullur af heift" til „sak-
lausra jafnt og þeirra, sem hann átti
eitthvað sökótt við“ og jafnvel haft á
prjónunum áform um að láta myrða
„alla helztu menn Gyðingaþjóðarinnar.“
Eitt af þessum brjálæðis verkum hefur
auðvitað verið aftaka sakleysingjanna í
Betlehem, og það er reyndar tæplega
hugsanlegt að það hefði getað skeð undir
öðrum kringumstæðum. Þess má geta, að
Lardner I, 348 (Munter) heldur því fram,
að uppþotið vegna Matthíasar, sem Heró-
des lét brenna lifandi, kvöldið, sem tungl-
myrkvinn varð (29. des. árið 1 f. K.) hafi
verið í sambandi við komu vitringanna,
og gríska kirkjan minnist enn þann dag
DAGRENNING 33