Morgunblaðið - 13.02.2015, Síða 2

Morgunblaðið - 13.02.2015, Síða 2
Í niðurstöðum rannsóknarhóps á veg- um Landsnets er staðfest að jarð- strengur um Sprengisand geti að há- marki orðið 50 km langur vegna tæknilegra takmarkana í núverandi raforkukerfi. Áætlaður stofnkostn- aður við lagningu 50 kílómetra 220 kV jarðstrengs um Sprengisand með 400 MVA flutningsgetu er um 6,6 millj- arðar króna. Kostnaðurinn verður um 12,6 milljarðar ef lagðir eru tveir strengir með samtals 800 MVA flutn- ingsgetu. Til samanburðar er áætlaður stofn- kostnaður 50 km langrar 800 MVA loftlínu um 4,1 milljarður króna. Þetta er meðal þess sem fram kem- ur í skýrslu rannsóknarhópsins sem falið var að greina hagkvæmustu kosti við val á 132 og 220 kílóvolta (kV) háspennujarðstrengjum, lagn- ingu þeirra og frágangi með tilliti til flutningsgetu, kerfisaðstæðna, áreið- anleika, umhverfisáhrifa og kostn- aðar. Stofnkostnaður við lagningu tveggja 220 kV jarðstrengja með 600 MVA flutningsgetu á fyrstu 12 km leiðarinnar milli Akureyrar og Kröflu er um tvisvar sinnum meiri en stofn- kostnaður vegna loftlínu á sömu leið með sambærilega flutningsgetu. Stofnkostnaður vegna lagningar á einum 300 MVA streng er hins vegar nokkuð sambærilegur stofnkostnaði við lagningu 600 MVA loftlínu. Verð á jarðstrengjum lækkað Einnig kemur fram að undanfarin ár hefur verð á jarðstrengjum með mikla flutningsgetu lækkað mikið, eða um allt að helming fyrir 220 kV strengi, á meðan verð á strengjum fyrir lægri spennu hefur lækkað mun minna. Jarðstrengur um Sprengi- sand að hámarki 50 km  Stofnkostnaður við lagningu 220 kV strengs 6,6 milljarðar 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2015 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Velta erlendra greiðslukorta hér á landi var rúmir 20 milljarðar króna á fjórða ársfjórðungi í fyrra og jókst um tæp 26% milli ára. Veltan hefur ríflega tvöfaldast frá árinu 2011 og hefur hún aldrei verið jafn mikil. Sé horft til ársins 2014 í heild var veltan rúmir 113 milljarðar króna, borið saman við 91,3 milljarða árið 2013. Hún var 74,5 milljarðar árið 2012 og 48,4 milljarðar 2010 og hefur því tvöfaldast á fimm árum. Þetta má lesa úr nýjum efnahagslegum skammtímatölum Hagstofu Íslands. Frá árinu 2005 hefur veltan á fjórða ársfjórðungi aukist um frá 3,7%-63,5% eða að meðaltali um 26,2% á ári. Veltuaukningin var minnst þessa mánuði 2010 en mest árið 2008. Til að setja 113 milljarða í sam- hengi var velta innlendra kredit- korta um 275 milljarðar í fyrra. Jókst mest um 49,4% á ári Ársveltan jókst líka minnst árið 2010, eða um 0,1%, en mest árið 2009, eða um 49,4%. Hún jókst um að meðaltali fjórðung á ári 2005-2014. Haukur Oddsson, forstjóri Borg- unar, segir erlendu kortaveltuna hafa bjargað verslun á Íslandi eftir efnahagshrunið. „Þetta skiptir öllu máli fyrir kortafyrirtækin. Tekjur okkar eru tengdar veltunni. Þessi velta hjálpaði ekki aðeins ís- lenskum kreditkortafyrirtækjum. Hún vó verulega á móti samdrætti í neyslu Íslendinga og hafði mikið að segja fyrir íslenskt þjóðfélag. Þessi veltuaukning bætist nú ofan á veru- lega aukningu í kortaveltu heima. Veltan innanlands á debet- og kred- itkortum er orðin umtalsvert meiri að raunvirði en fyrir hrun. Kredit- kortavelta hjá Íslendingum er að nálgast það sem hún var árið 2007.“ Rannsóknasetur verslunarinnar hef- ur flokkað erlenda kortaveltu í des- ember eftir útgjaldaflokkum. Rúmur fimmtungur fór í verslun, eða 21,1%, og litlu minna, eða 20,1%, til ýmissar ferðaþjónustu, og rúm 17% til gisti- þjónustu. 11,5% fóru í úttektir á reiðufé og rúm 10% í veitingar.  Velta erlendra greiðslukorta á Íslandi var 113 milljarðar í fyrra  Yfir 20 milljarðar á 4. ársfjórðungi  Forstjóri Borgunar segir þessa aukningu hafa vegið á móti samdrætti í neyslu Íslendinga eftir hrunið Veltan komin yfir 100 milljarða Velta erlendra greiðslukorta í milljónum króna Samtals í október, nóvember og desember 2005-2015* *Tölur eru á verðlagi hvers árs. Heimild: Hagstofa Íslands 20.024 15.910 12.533 9.011 7.6797.4086.807 4.1633.514 25.000 20.000 15.000 10.000 5.000 0 2005 20092006 20102007 2011 20132008 2012 2014 2.652 Sjöföldun frá 2005 » Ársveltan var 16,4 milljarðar 2005, 20,4 milljarðar 2006, 23 milljarðar 2007, 32,3 millj- arðar 2008, 48,3 milljarðar 2009 og 48,4 milljarðar 2010. » Hún var 62 milljarðar 2011, 74,4 milljarðar 2012, 91,3 millj- arðar 2013 og 113,2 ma. 2014. » Veltan hefur því nær sjöfald- ast frá 2005 en tekið skal fram að tölurnar eru á verðlagi hvers árs. BAKSVIÐ Brynja Björg Halldórsdóttir brynja@mbl.is Frá og með árinu 2016 mun Auðkenni innheimta gjald af fjarskiptafyrir- tækjum fyrir hver virk rafræn skil- ríki. Þetta segir Haraldur Bjarnason, forstjóri félagsins. Hann segir engin áform uppi hjá félaginu um að rukka einstaklinga fyrir rafræn skilríki í far- síma. Notendur muni aðeins þurfa að greiða félaginu fyrir rafræn skilríki á Auðkenniskortum og gjaldið verði 1.500 krónur eins og það hafi verið. ,,Við erum fyrst og fremst heild- söluaðilar. Við semjum við fjarskipta- fyrirtæki um kaup á rafrænum skil- ríkjum og aðra þjónustuaðila um að- gang að okkar kerfum. Báðir hópar munu greiða okkur skv. gjaldskrá en þau ráða svo hvort þau láta viðskipta- vini sína greiða fyrir þjónustuna,“ segir Haraldur. Liv Bergþórsdóttir, forstjóri Nova, segir að þegar gjaldtakan hefjist muni notkun rafrænna skilríkja hækka sem nemi gjaldskrá Auðkenn- is. ,,Auðkenni hefur óskað eftir því að Nova innheimti gjald fyrir skilríkin fyrir hönd Auðkennis þegar þar að kemur. Auðkenni er í einokunar- aðstöðu með rafræn skilríki á Íslandi, að minnsta kosti enn sem komið er. Þar af leiðandi eru símafyrirtækin ekki í góðri samningsstöðu gagnvart Auðkenni.“ Hún segir vissulega rétt að síma- félögin hafi val um hvort þau velti gjaldinu yfir á viðskiptavininn eða taki kostnaðinn á sig en ljóst sé, að á endanum þurfi einhver að greiða fyrir þjónustuna. Greiða 14 krónur fyrir notkun Viðskiptavinir Nova munu frá og með 1. mars nk. greiða 14 krónur fyr- ir hverja notkun á rafrænum skilríkj- um. Verðlagningin sé miðuð við kostnað af notkun ,,SMS-leiðarinnar“ við innskráningu í heimabanka. Liv kveður Nova hafa viljað upplýsa við- skiptavini sína strax um þennan kostnað, enda byggist notkun skil- ríkjanna á SMS-sendingum í fjar- skiptakerfinu. ,,Við höfum veitt þessa fjarskipta- þjónustu án endurgjalds síðan í byrj- un desember. Kostnaður Nova við innleiðingu þjónustunnar var yfir 30 milljónir króna á árinu 2014 en auk þess fer fram notkun á fjarskipta- kerfinu, SMS-sendingar sem greitt verður fyrir frá og með 1. mars. Nú eru yfir tuttugu þúsund viðskipta- vinir Nova komnir með símkort sem styðja rafræn skilríki en ekki hafa allir virkjað skilríkin á kortinu. Okk- ur þótti heiðarlegra að gefa það strax út hver kostnaðurinn yrði frekar en að gefa óskýr svör um gjaldtöku í framtíðinni.“ Þau svör fengust frá Símanum og Vodafone að í dag greiði viðskipta- vinir ekki fyrir notkun skilríkjanna. Vodafone hyggst bíða með gjaldtöku á meðan afgreiðsla „leiðréttingar- innar“ stendur yfir og Síminn mun bíða út þetta ár. Þó er óvíst um fram- haldið hjá félögunum. Símafyrirtæki munu greiða fyr- ir rafræn skilríki  Einokunarstaða, segir forstjóri Nova Morgunblaðið/Rósa Braga Rafræn skilríki Símafyrirtækin greiða fyrir þau frá og með 2016. Rafræn skilríki » Frá og með 2016 munu fjar- skiptafyrirtæki greiða fyrir hver virk skilríki. » Þau er hægt að nota til inn- skráningar á vefsvæði hjá yfir 120 þjónustuveitendum. » Eigendur Auðkennis eru Ar- ion banki, Íslandsbanki, Lands- bankinn, Síminn og Teris. Hátt í 70 listamenn og hljómsveitir koma fram á tónlist- arhátíðinni Sónar Reykjavík en hátíðin hófst í gær. Tónlistarveislan heldur áfram í dag og á morgun í Hörpu, en uppselt er á hátíðina. Sónar-hátíðin er sú stærsta sem haldin hefur verið til þessa og hafa aldrei jafn margir erlendir listamenn komið fram á hátíðinni. Þá er búist við rúmlega 1.500 erlendum tónleikagestum á hátíðina í ár, en fjöldi þeirra hefur stigvaxið frá því Sónar Reykjavík var fyrst haldin í febrúar fyrir tveim- ur árum. Sónar Reykjavík fer fram á fimm sviðum í Hörpu, meðal annars í bílakjallaranum sem breytt verður í næturklúbb líkt og síðustu ár. Tónlistarmað- urinn Uni Stefsson kom fram í gær og flutti tónlist sína undir mögnuðu sjónarspili eins og sjá má á myndinni. Tónlistarhátíðin Sónar Reykjavík var sett í gærkvöldi Morgunblaðið/Styrmir Kári Aldrei jafn margir sótt hátíðina

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.