Morgunblaðið - 13.02.2015, Blaðsíða 28
28 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2015
565 6000 / somi.is
Salatið okkar
er eitthvað
ofan á brauð.
Áratuga reynsla af
samlokugerð skilar
sér til þín í ferskara
og ljúffengara salati.
Á rjúpunni fræðingar
flaska.
Feril og orðstír sinn
laska.
Sannast hér enn
er sagt hafa menn:
„bókvit kemst ekki í
aska“.
Í sjötíu ár hafa
fuglafræðingar, fyrst
Finnur Guðmundsson
og Arnþór Garðarsson og nú upp á
síðkastið Ólafur K. Níelsen, glímt
við að ráða í meintar rjúpnastofns-
sveiflur án sýnilegs árangurs. Finn-
ur og Arnþór fengu héðan nokkur
hundruð rjúpur til að kanna hvort
verið gæti að þær flygju eða hrekt-
ust milli Vestfjarða og Grænlands,
innan við 1% þeirra greindust sem
Grænlandsrjúpur. Það tók þessa
spekinga fjörutíu ár að viðurkenna
að veiði kynni að hafa áhrif á stofn-
stærð. Út frá þeim forsendum er nú
unnið hvað varðar veiðiráðgjöf,
veiðidagafjölda, algjört veiðibann
eða friðun ákveðinna svæða.
Siv Friðleifsdóttir alfriðaði rjúp-
una árin 2003 og 2004 og var fyrir
bragðið nídd niður af Skotvísmönn-
um, en óumdeilt er að stofninn rétti
aðeins úr kútnum á þessum árum.
Síðan hefur Skotvís haft alla um-
hverfisráðherra í vasanum með
þeim afleiðingum sem blasa nú við.
Í nýútkominnni bók Snorra Bald-
urssonar, Lífríki Íslands, kemur
fram að ref hafi fjölgað úr 1300 árið
1978 í 8000 árið 2003. Páll Her-
steinsson prófessor, bætir um betur
í Mbl. 24. nóvember 2009 og segir:
„refastofninn hefur tífaldast á 30 ár-
um“. Öllum á vettvangi svo sem
refaskyttum og nú í haust rjúpna-
skyttum ber saman um áframhald-
andi refauppsveiflu. Allur þessi sæg-
ur, a.m.k. 13–15 þúsund refir, eltir
svo rjúpuna 365 daga á ári, auk þess
að þefa uppi egg hennar og unga.
Frá 2005 hafa skotmenn þó ekki
verið á ferðinni nema 9–12 daga
haust hvert. Það er því í hæsta máta
forkastanlegt, ef í veiðiráðgjöf Nátt-
úrufræðistofnunar er ekkert tillit
tekið til margfalds af-
ráns refa.
Annað endemis rugl
kom úr sömu átt fyrir
um áratug og gekk út á
að rjúpuungar hryndu
niður af hungri og vos-
búð í fyrstu haust-
hretum og því væri ráð
að skjóta þá áður.
Þetta hugarfóstur dó
svo drottni sínum, þeg-
ar í ljós kom að enginn
á vettvangi hafði séð
þær tugþúsundir
dauðra fugla sem þarna áttu að vera,
enda nóg af berjum og fiðri til að
fæða og skýla ungrjúpunum þegar
haustar.
Sitjandi eða fljúgandi
Sú rjúpnaskyttukynslóð, sem ég
tilheyri, mest bændasynir eða
bændur sem voru að nýta þessi
hlunnindi jarða sinna, var kennt
ungum að fara vel með bæði skot-
færi og rjúpnastofninn. Það þótti
flónska að skjóta á fljúgandi fugla
sem fjarlægðust hratt. Kyrrstætt
skotmark eða á hægu rölti er auðvit-
að mun auðveldari bráð, sleppur
langtum síður særð og auðgripin í
pokann eða kippuna. Oft lágu tvær,
þrjár í sama skoti og til vansæmdar
að koma heim með minna en helm-
ingi fleiri rjúpur en notuð skot. Að
missa frá sér særða rjúpu var afleitt
og oft mikið á sig lagt til að elta þær
uppi.
Samkvæmt mínum heimildum vítt
um land eru flestar sportskyttur
seinni áratuga haldnar þeirri mein-
loku að rjúpur eigi að skjóta á flugi
og tæma oft úr bönnuðum marg-
hlæðum á eftir þeim, eins og heyrn-
arvottar nálægt vígvöllunum eru
stöðugt að greina frá.
Fljúgandi rjúpa er ekki bara erf-
iðara skotmark, heldur oftast fjar-
lægara skyttunum, 30–50 metra,
höglin orðin dreifðari og farin að
missa kraft og færri rjúpur falla
skotnar en sleppa særðar. Rjúpan er
aðeins 5–600 gr og högl í svona
smáum kroppi eru yfirleitt banvæn.
Henni blæðir, hún kvelst, dregst
upp eða frýs í hel, hafi vargurinn
ekki náð henni áður.
Of margir veiðisóðar
Margir viðmælendur mínir hafa
nefnt hina ógæfulegu flugskot-
mennsku sem meira afrán en þær
rjúpur sem nást. Í örstuttu máli læt
ég hér fljóta með sögur því til stuðn-
ings.
Norðlendingur sagði mér frá sinni
einu tilraun að skjóta á flugi, vanur
maður, kjarrlendi á heimaslóð, snjór
á jörðu og rjúpan stygg. Undir rökk-
ur er hann búinn að fá tuginn sem
hann vantaði, þá síðustu sem hrap-
aði dauðskotin fann hann ekki í
lausamjöllinni. Þá gerir hláku og all-
ur snjór horfinn tveimur dögum síð-
ar, er hann fór að svipast um eftir
þeirri týndu, sem hann fann strax og
20 dauðar eða særðar í viðbót.
Austfirðingi leiddist skotmanna-
mergð og blýúrkoma á heiði einni og
hélt niður með gili með snjódrefjar
víða í bakkanum hans megin. Sá þá
fljótlega rjúpu húka við skafl, meira
rauða en hvíta. Náði henni og sá
fljótlega aðra í svipuðu ásigkomu-
lagi. Kominn niður á láglendi var
hann búinn að ná 15 sem allar voru
óflugfærar.
Ég lenti einu sinni í því að þurfa
að „þrífa upp“ eftir veiðiþjófa að
sunnan, sem höfðu „gengið ber-
serksgang“ í kjarrlendi daginn áður.
Skothylkjadreif um allt og væng-
brotnar rjúpur á spretti hvarvetna,
fótalausar, blindar, frosnar fastar í
eigin blóðpolli eða höfðu frosið í hel
um nóttina.
Slysahættan við að skjóta á lofti
er miklu meiri en niðri. Sjálfur hef
ég verið kvaddur á vettvang í mis-
hæðóttu kjarrlendi, þar sem ungl-
ingspiltur lá í blóði sínu í snjónum
eftir að hafa fengið hagladrífu frá fé-
laga sínum í höfuðið.
Raunir rjúpunnar – rann-
sóknir og veiðisóðar
Eftir Indriða
Aðalsteinsson » Það er í hæsta máta
forkastanlegt, ef í
veiðiráðgjöf Nátt-
úrufræðistofnunar er
ekkert tillit tekið til
margfalds afráns refa.
Indriði Aðalsteinsson
Höfundur er bóndi á Skjaldfönn.
Hverjir skyldu nú
vera fasistar? Er það
næsta skref í niðurrif-
inu að mega ekki tjá til-
finningar sínar til ætt-
jarðarinnar, án þess að
fá það á sig að maður sé
fasisti? Ég sem elska
land mitt, stolt af þjóð-
erni mínu, fánanum,
þjóðsöngnum og bún-
ingnum. Fylltist stolti
þegar ég sá varðskipið okkar með
fánann, við björgun fólks, sem hefur
misst fósturland sitt. Sem fararstjóri
í Slóveníu tók ég stolt á móti Arn-
arflugsvélunum merktum Íslandi. Ég
er þakklát landi mínu og frelsinu sem
fylgir því að vera Íslendingur. Þjóð-
ararf, móðurmál, gildi okkar, ekki
bara á tyllidögum í tengslum við lang-
lokuna „söguþjóð“, vil ég varðveita.
En nei, ég er víst fasisti eftir orðum
fræði-, blaðamanna og skálda sem
fara mikinn á DV-vef. Forseti og for-
sætisráðherra mega víst ekki hvetja
og hæla þjóð sinni í hátíðarræðum.
Það er víst þjóðarpopulismi. Hér
koma herrarnir Eiríkur Bergmann,
Viktor Örn Valgarðsson, Bragi Páll
Sigurðarson, Kristinn Hrafnsson,
Hilmar Magnússon, Jón Trausti
Reynisson, Björgvin Leví Gunn-
arsson og Einar Steingrímsson og
finna sig í því að lýsa ættjarðarást
sem rembu og fasískum
tilburðum. En góðu
menn, ég er íslensk,
ekki kínversk né albön-
sk, hvaða þjóðararf á ég
að eiga? Það hvílir mikil
ábyrgð á skrifum ykkar.
Er heilaþvottur í há-
skólum landsins? Eirík-
ur Bergmann, sért þú
að innræta og rugla
komandi kynslóð með
því að þau séu ekki Ís-
lendingar heldur ein-
hverjir alheimsborgarar
og að allt sé betra í ESB, þá ert þú að
nálgast landráð. Hef frétt að daglega
sé ESB dásamað í háskólum landsins.
Ég hef undrast andvaraleysi og nið-
urbrot skoðana ungs fólks til lands
síns. Er svarið komið hér? Hver ber
ábyrgð á innrætingu háskólanna,
ekki síst þar sem flestum er vísað
þangað inn? Sé menntun misnotuð er
hætta á að hún geti orðið hættuleg.
Þið spekingarnir hljótið að sjá nið-
urbrot þjóðar okkar, og ef ekki, eruð
þið búnir að mennta frá ykkur vit og
innsæi. Það verður of seint að syngja:
„Ég vil elska mitt land“ þegar þið
hafið misst það. Þið skulið ekki voga
ykkur að kalla mig fasista vegna ætt-
jarðarástar minnar, þið eigið að hafa
menntun til að aðgreina hana frá fas-
isma. Ekki bara tala og skrifa flott
bullorð upp úr bókum. Ég spyr: Eruð
þið ekki sjálfir fasistar og and-
Íslendingar? Ég hefði talið það, þar
Fasistar
Eftir Stefaníu
Jónasdóttur
Stefanía Jónasdóttir