Morgunblaðið - 13.02.2015, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 13.02.2015, Qupperneq 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2015 ✝ Kjartan Hall-dórsson fædd- ist á Syðri- Steinsmýri í Meðal- landi 27. september 1939. Hann lést á Borgarspítalanum sunnudaginn 8. febrúar 2015. Foreldrar hans voru hjónin Halldór Davíðsson, f. 1895, d. 1981, og Halldóra Eyjólfsdóttir, f. 1901, d. 1980. Kjartan var sjöundi í röð níu systkina. Látin eru Ingólfur, Dagný og Erna, en Sigríður, Erna, Unnur, Fanney og Birna lifa bróður sinn. Kjartan var tvígiftur. Fyrri kona hans var Soffía Hrefna Sig- urgeirsdóttir, f. 14. apríl 1941, og áttu þau einn son, Jóhann Sævar, f. 16. apríl 1961, sem er giftur Jóhönnu Ósk Breiðdal, f. maí 2006; Halldór, f. 17. maí 2006. Elís Már, f. 16. ágúst 1978, eiginkona hans er Unnur Lilja Aradóttir, f. 14. október 1981, börn þeirra eru: Sigríður Yrsa, f. 24. nóvember 2002; Ragnar Are- líus, f. 30. desember 2005; Jenný Lilja, f. 2. ágúst 2013. Kjartan ólst upp í Meðallandi á fæðingarbæ sínum og sinnti bústörfum eins og tíðkaðist á þeim árum. Átján ára gamall réð hann sig á bát á vertíð vestur á Snæfellsnes og þar var framtíð hans ráðin, hann starfaði sem sjómaður í um 40 ár á ýmsum skipum svo sem Sæborginni, Gulltoppi og Látraröst og endaði sína sjómennsku á Bergi Vigfúsi árið 2001. Einnig starfaði hann við fiskvinnslu í landi, var verk- taki í húsaviðgerðum, sendibíl- stjóri, fisksali með meiru og end- aði sinn starfsferil, 62 ára gamall, á því að opna veit- ingastað við Reykjavíkurhöfn undir heitinu Sægreifinn og var Kjartan nefndur Sægreifinn upp frá því. Útför Kjartans fer fram frá Dómkirkjunni í dag, 13. febrúar 2015, og hefst athöfnin kl. 13. 30. janúar 1963. Börn þeirra eru: Kjartan Ágúst Breiðdal, f. 20. mars 1986, sambýliskona hans er Erika Lea Schullin, f. 26. maí 1985, og eiga þau tvo syni, Emil Mána Breiðdal, f. 2010, og Tuma Snæ Breið- dal, f. 2013; Guðný Ósk Breiðdal, f. andvana 28. febrúar 1992; Bene- dikt Óli Breiðdal, f. 6. mars 1993; Sylvía Ósk Breiðdal, f. 12. des- ember 1995. Seinni kona Kjartans var Sig- ríður Elísdóttir, f. 2. mars 1947. Synir þeirra eru tveir: Halldór Páll, f. 5. janúar 1972, eiginkona hans er Elín Birna Bjarnfinns- dóttir, f. 2. september 1973, börn þeirra eru Arnar Þór, f. 16. sept- ember 1994; Jóhanna Elín, f. 17. Elsku besti pabbi minn, nú skilur leiðir okkar. Margt hefur drifið á daga þína um ævina, það sem þú tókst þér fyrir hendur gerðir þú með stæl. Þú stundaðir vinnu þína af miklu kappi og slóst hvergi af, hvort sem það var til sjós, í múrvið- gerðum og seinna veitinga- rekstri á Sægreifanum. Ég man þegar þú hringdir í mig og sagð- ir mér að þú værir búinn að leigja verbúð niðri við Geirsgötu og nú ætlaðirðu að hafa það ró- legt í ellinni og vera með fisk- búð. En það átti heldur betur eftir að snúast í höndunum á þér og þessi rólegheit sem þú minntist á hurfu út í veður og vind því að nú skyldi farið í að opna sjávarréttaveitingastað. Ég hélt að nú værir þú, elsku besti pabbi minn, orðinn elliær, að fara út í rekstur kominn á þennan aldur og þú sem kunnir ekki með peninga að fara að eig- in sögn, hvað þá peningakassa og gera upp daginn. En þú hlustaðir ekki á neinar mótbár- ur og fórst þínar eigin leiðir í að starta Sægreifanum og viti menn, staðurinn varð heims- frægur á örskotsstundu, ég tala nú ekki um humarsúpuna þína sem er best í heimi, hamingja í hverri skeið. Snemma fékkst þú áhuga á stangveiði þar sem þú ólst upp á Syðri-Steinsmýri í Vestur- Skaftafellssýslu og bústörfum sinntirðu af miklu kappi en þó átti veiðiskapurinn hug þinn all- an allt fram á síðustu stund. Fékk ég veiðibakteríuna í vöggugjöf frá þér, elsku pabbi minn, og veiðiferðunum fjöl- mörgu sem við fórum saman um hálendið, Affallið, Eldvatnið, heimaslóðirnar þínar, mun ég aldrei gleyma. Einnig hafðir þú brennandi áhuga á álaveiði sem þú byrjaðir að stunda snemma á uppvaxtarárum þínum og stund- aðir hvenær sem færi gafst. Þegar þú varst kominn af stað með Sægreifann tókstu þig til og fékkst vin þinn til að hjálpa þér að panta tvö hundruð ála- gildrur frá Kína. Svo komu gildrurnar og þá var farið að skipuleggja ferð út á land og tala við bændur um að veiða fyr- ir þig ál og tóku flestir vel í það; þú skaffaðir veiðarfærin og þeir veiddu álinn, fengu borgað fyrir hann. Svo fór állinn að berast til þín á Sægreifann í litla álverið þitt og þá var hamingjan enda- laus, kveikt var upp í reykofn- inum, állinn reyktur og seldur í Sægreifanum. Elsku besti pabbi minn og vinur, ég kveð þig nú og minn- ing þín lifir um ókomna tíð. Ó, ljóssins faðir, lof sé þér að líf og heilsu gafstu mér og föður minn og móður. Nú sezt ég upp, því sólin skín þú sendir ljós þitt inn til mín. Ó, hvað þú, Guð, ert góður! (Matthías Jochumsson) Þinn sonur, Halldór Páll Kjartansson. Í dag kveðjum við heiðurs- manninn Kjartan Halldórsson sægreifa. Það er erfitt að setjast niður og setja nokkur orð á blað, elsku tengdapabbi, einhvern veginn hélt ég að þú yrðir eilífur og myndir aldrei kveðja okkur. En aðeins að minnast þín. Það var mikill heiður að fá að kynn- ast þér fyrir um 23 árum og það fyrsta sem ég tók eftir í fari þínu var að þú værir ofvirkur, sem átti heldur betur eftir að koma á daginn. Ég man líka þegar þú sagðir okkur að þú værir búinn að leigja verbúð niðri við höfn og ætlaðir að byrja að selja fisk o.fl., okkur leist bara vel á það. Þú hringdir oft í mig og Halldór og baðst okkur að koma og vera á meðan þú þyrftir að útrétta um borg- ina, því það mætti sko ekki vera lokað á meðan. Svo fór allt bara að gerast og fyrirtækið stækk- aði og dafnaði heldur betur og humarsúpan og þú sjálfur orðin heimsfræg og útlendingarnir komu sérstaklega til að hitta þig og smakka súpuna. Gaman að ég skyldi ná að vinna hjá þér, alltaf var gaman nálægt þér og þú talaðir alltaf mikið um ham- ingjuna. Gaman líka þegar þú skutlaðir mér í rútuna eftir vinnu og við tókum þá gott spjall á leiðinni. Það kom mér svo ekki á óvart að það yrði gerð mynd um þig enda flottur og hörkuduglegur. Á seinni ár- um fóru svo veikindi að koma upp hjá þér og talaðir þú oft um á spítalanum að þú færir fljót- lega niður í Sægreifa að af- greiða súpu, skötu o.fl. Elsku tengdapabbi, það var erfitt að sjá þig svona veikan síðustu dagana, en ég er ánægð að hafa verið hjá þér þegar þú kvaddir okkur. Eins og ég sagði hérna í byrjun þá hélt ég að þú yrðir ei- lífur og myndir ekki kveðja, minning þín lifir. Takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur Halldór og börnin okkar. Sendi öllum þínum ættingjum og vinum samúðarkveðjur. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Þín tengdadóttir, Elín Birna Bjarnfinnsdóttir. Elsku afi Kjartan, takk fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum með þér, það var alltaf gaman að koma til þín. Takk fyrir tímann sem með þér við áttum, tímann, sem veitti birtu og frið. Ljós þitt mun loga og leiðbeina áfram, lýsa upp veg okkar fram á við. Gefi þér Guð og góðar vættir góða tíð yfir kveðjuna hér, þinn orðstír mun lifa um ókomna daga, indælar minningar í hjarta okkar ber. (PÓT) Arnar Þór, Jóhanna Elín og Halldór. Kæri bróðir! Nú er komið að kveðjustund. Síðustu árin barstu þig vel þrátt fyrir erfið veikindi. Ég á margar skemmtilegar minningar úr sveitinni. T.d. þeg- ar við systurnar í prakkaraskap stálum hjólinu þínu og þegar þú ætlaðir að nota það þá var sprungið á því, þér til mikils ama. Við þrættum fyrir að hafa tekið það en þú vissir betur. Að ógleymdum öllunum buxna- pressununum þegar þú vast að fara á böllin. Þá var kallað „pressiði buxurnar mínar“ því alltaf vildir þú vera fínn í tauinu. Engan áhuga hafðir þú fyrir að vera bóndi og valdir heldur sjómennskuna. Árið 2003 byrj- aðir þú með veitingastaðinn Sæ- greifann og stjórnaðir honum með mikilli reisn. Lengi varstu stuðningsmaður Sjálfstæðisflokksins en seinna áttir þú eftir að skipta yfir í Frjálslynda flokkinn, en sá flokkur lognaðist út af. Ég spurði þig einu sinni hvort þú værir hættur stuðningi við flokkinn og þú svaraðir: „Það er hollt að skipta um skoðun, mað- ur verður víðsýnni.“ Kjartan sá spaugilegar hliðar á mörgu, m.a. þegar hann lét smíða fyrir sig „Bláu höndina“ sem hann lét hanga yfir einu borðinu sem alþingismenn og fyrirmenn sátu oft við þegar þeir heimsóttu veitingastaðinn. Það er svo margt hægt að segja um þig, kæri bróðir. Ég læt aðra um það. Ég vona að ég halli ekki á neinn þótt ég þakki Elísabetu, sem síðar keypti af honum Sægreifann, og öðru starfsfólki sem reyndist honum vel í öllum hans veikindum. Ég sendi sonum Kjartans og ættingjum kveðju mína og megi minning um góðan mann lifa. Kveðja Fanney systir. Elsku bróðir minn, að setjast niður og skrifa til þín finnst mér vera svo ótímabært, þú sem átt- ir margt eftir að framkvæma. Sjötíu og fimm ár í dag er ekki hár aldur fyrir flottan kall eins og þig. Í Sumarlandið veit ég að kominn ert þú og örugglega far- inn að gantast. Kátínan sem fylgdi þér og umfram allt bjart- sýni og trú á það sem fram- kvæmt skyldi, ekki alltaf endi- lega eftir bókinni. Krafturinn að koma hlutunum í réttan farveg skilaði sér ávallt. Þú varst góður bróðir, eftirminnilegur börnum mínum, sem höfðu stundum tek- ið upp þína frasa sem munu fylgja þeim. Eitt eftirminnilegt, þú ætlaðir að skjóta ömmustelp- unni minni upp til tunglsins, sem henni fannst alveg fár- ánlegt þá þriggja ára gamalli hnátu. Lengi vel tók hún stóran sveig framhjá þér. Í dag finnst henni þetta eitt af skemmtileg- ustu ævintýrum sínum sem hún hefur upplifað. Kjartan frændi sagði þetta og Kjartan frændi sagði hitt sem þýddi að þeim börnunum fannst í lagi að hafa það eftir. Þetta þekkti ég vel og þótti vænt um. Að vera systir þín voru forréttindi og ekki skemmdi að vera systir Sægreif- ans. Við fórum stundum austur í sveitir, þú að selja fisk en ég tískukjóla, töskur og skart. Allt í sama bílnum og auglýsingin frá okkur var svohljóðandi: Verðum á Klaustri með fisk, tískuföt, töskur og skart – og þú sem stjórnandi. Nú viðrar þú kjólana og draslið sem þeim fylgir en ég fer í Fljótshverfið með fiskinn á meðan. Þú af- greiddir hlutina fljótt og örugg- lega. Veiðiklónni Kjartani fannst ekki vandamálið að fara úr flekknum í brakandi þurrki og lauma sér með veiðistöngina á öxlinni í vötnin heima á Steins- mýri eða í Eldvatnið og koma með nýveiddan sjóbirting eða annan fisk heim í soðið, svo fisk- inn var hann; þótt aðrir fengju ekki bröndu fékk Kjartan alltaf fisk á öngul eins og hann væri einhver seiðkarl. Dansæfingar okkar systkina voru á stofugólfinu heima á Steinsmýri. Æft fyrir böllin í Efri-Ey eða Klaustri. Kjartan flottur dansari undir músík frá BBC, sem náðist vel í Meðal- landi á þessum tíma, öll nýjustu lögin rokkuð og róluð. Elsku bróðir minn, nú er komið að leiðarlokum í bili, ég og mín fjölskylda viljum þakka þér samfylgdina gegnum árin. Einnig þökkum við starfsfólki Sægreifans fyrir góða umönnun og væntumþykju. Elísabetu, nýjum eiganda Sægreifans, fyrir alla hennar gæsku í þinn garð í veikindum þínum, hún var þér svo mikið góð. Sonum þínum, Jóhanni Sævari, Halldóri Páli og Elís Má, fjölskyldum þeirra og öðrum ástvinum sendum við innilegar samúðarkveðjur. Þín systir, Birna og fjölskylda. Suðvestanvindurinn nístir við Geirsgötuna, það er öldurót í suðurbugtinni, bátar vagga í höfninni. Í gamalli verbúð, sem nú hýsir veitingastaðinn Sæ- greifann, situr einmana stytta undir stiga. Útidyrnar opnast og vinirnir tínast inn einn af öðr- um. Hljóðlega setjast þeir við borðið, þar hafa þeir hist nær daglega síðasta áratuginn. Við enda borðsins er auður stóll, stóll greifans. Kjartan er dáinn. Hann lést þennan annan sunnu- dag í febrúar. Hans er sárt saknað. Það sést á þöglum and- litum vinanna. Minningarnar um allar þær góðu stundir sem þeir áttu saman koma fram. Pólitísk umræðuefni, vægðarlaus skoð- anaskipti og allar sögurnar bæði lognar og sannar svo listilega sagðar að erfitt var að greina þar á milli. Þessi lágvaxni mað- ur, sem yppti öxlum og tísti af hlátri, hafði með dugnaði sínum stofnað einn vinsælasta veitinga- stað fyrir erlenda ferðamenn á Íslandi án þess að kunna stakt orð í erlendu tungumáli. Starfs- fólkið hans svo umburðarlynt og væntumþykja ríkti greinilega á báða bóga. Dyrnar opnast og inn kemur hópur af ferðamönn- um. Þeir setjast við borð, taka inn þetta einstaka umhverfi, hlæja og njóta þess að vera komnir á þennan margumtalaða veitingastað sem er öðruvísi en þeir hafa nokkurn tíma upplifað áður. Vinirnir líta hver á annan og kinka kolli, það er best að fara og þeir standa upp. Úti er komið logn og sjórinn er speg- ilsléttur. Ég votta fjölskyldu Kjartans Halldórssonar samúð mína, vinum hans og starfsfólki Sægreifans. Eiríkur Guðmundsson. Það var hér um árið, þegar pólitíkusar og fjárglæframenn ætluðu sér að eyðileggja það sem eftir var af gömlu höfninni í Reykjavík með því að rífa ver- búðirnar og reisa blokkir handa pempíum á rústum þeirra, að gamall sjóari úr Meðallandinu bjargaði málunum með rögg- semi og „eintómri hamingju“, en þau orð voru honum töm á tungu. Hann hafði verið að selja þarna fisk en opnaði nú veit- ingastað þar í verbúðunum. Hann var ekkert að ómaka sig við það lítilræði að sækja um leyfi yfirvalda fyrr en eftir dúk og disk, Guði sé lof; annars hefði ekkert orðið af þessum einstaka veitingarekstri. Það mátti ekki minna vera en kalla staðinn Sæ- greifann. Það heiti festist reynd- ar á sjóarann sjálfan, svona í kaupbæti, en það er önnur saga. Þessi smái en knái sjóari, Kjartan Halldórsson, hefur nú leyst landfestar hinsta sinni og siglt nokkuð út á flóann og alveg ábyggilega beint upp í vindinn; hann var þeirrar náttúru. Lífs- gleði hans virtist óþrjótandi, hann var sannur gleðigjafi þeim sem honum kynntust. Já, og svo var hann svona mátulega hrjúf- ur í kjaftinum, bara alveg ná- kvæmlega eins og hann átti að vera. Og svo sannarlega lét hann engan vaða ofan í sig. En þrátt fyrir alla þessa lífsgleði og þennan kraft átti hann það til að þagna í miðjum samræðum og horfa fram fyrir sig eins og nærstaddir væru víðs fjarri. Þá var eins og hugur hans hefði tekið kúrsinn á djúpmiðin. Ef til vill átti hann þar sinn heim, öðr- um hulinn. Þegar heilsa Kjartans tók að bila seldi hann einni af starfs- stúlkum sínum, Elísabetu Jean Skúladóttur, Sægreifann og fylgdi sjálfur með í kaupunum. Hann hélt sem sagt áfram að auðga mannlífið á staðnum. Það var hugljúft að sjá þá ást, alúð og umhyggju sem Elísabet sýndi Kjartani í erfiðu dauða- stríði hans, hún reyndist honum sem besta dóttir. Og þær voru fleiri, sem hjá honum höfðu starfað þarna á þessum ævin- týrastað, þar sem við strákarnir stunduðum veiðar á bátabryggj- unum forðum tíð, sem reyndust Kjartani vel þegar á þurfti að halda. Um leið og við hjónin kveðj- um Kjartan sægreifa með sökn- uði berum við sonum hans og Elísabetu, Herði og öðrum, sem munstraðir eru á Sægreifann, flaggskip gömlu hafnarinnar, kveðju Vilhjálms á Hnausum. Með þeim Kjartani var einstök vinátta, sem gladdi hug og hjarta þeirra, sem til þekktu. Pjetur Hafstein Lárusson. Kjartan sægreifi hefur hag- rætt seglum í síðasta sinn og siglt knerri sínum til fundar við Drottin allsherjar. Og víst mun hann fá óskabyr. Í 12 ár hefur undirritaður notið þess að eiga auðgandi kunningsskap og vináttu þessa manns. Hef þegið hjá honum „kaffi og með því“ í þúsund skipti eða jafnvel oftar. Oft líka þegið væna flís af feitum sauð og svo snafs úr kútnum góða, stundum tvo. Einu sinni fékk ég fulla skál af Sæakra-súpunni, þessari sem átti að gera „undraverk“. (Mikið held ég að honum hafi verið skemmt þá.) Að mæta snemma morguns í híbýli greifans var jafnan upp- lifun af betri gerðinni. Kaffi og bakkelsi, vöfflur með rjóma og alls kyns kruðerí var undan- tekningalaust í boði. Við, karl- arnir, tíndumst svo að nægta- borðinu. Sumir mættu fyrir kl. 7, aðrir nokkru síðar. Oft urðu umræður snemmmorguns af snarpari gerðinni; augngotur misfagrar og glott af flottustu gerð urðu til. Bros, kímni, hlátr- ar í dúr og moll, svo úr varð hljómkviða samverustundanna: „Gersemar minninganna“. Höf- undur og stjórnandi: Kjartan Halldórsson, hinn eini sanni. Takk fyrir allt það góða. Sjáumst síðar. Þórður Benediktsson. Elsku hjartans vinur minn, nú ertu farinn yfir móðuna miklu en ég hugga mig við að þér líði betur núna. Margt var nú brallað á öllum þessum árum sem við áttum saman. Þau voru Kjartan Halldórsson HINSTA KVEÐJA Elsku bróðir. Mig langar að þakka þér fyrir samverustundirnar, sem ávallt voru skemmti- legar, gefandi og uppá- tækjasamar. Sérstaklega vil ég þakka þér fyrir lyga- sögurnar sem þú fékkst mig til að trúa þegar ég var yngri. Ég kveð þig með þínum orðum: Bið að heilsa þjóð- inni. Þín systir, Unnur (Lilla). Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein- ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand- endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýs- ingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.