Morgunblaðið - 13.02.2015, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 13.02.2015, Blaðsíða 44
44 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2015 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Að bíða og vona hið besta krefst þrautseigju. Slakaðu á, þú getur ekki gert öll- um til geðs og bara verið á einum stað í einu. Þú vekur athygli fyrir fallegan klæðaburð. 20. apríl - 20. maí  Naut Talaðu hreint út og láttu engan fara í grafgötur um tilgang þinn í vissu máli. Þú átt eftir að slá í gegn í nýju hlutverki sem er handan hornsins. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú veist hvað í þér býr þótt aðrir geri það ef til vill ekki. Þolinmæði er dyggð sem á því miður ekki upp á pallborðið nú á dögum. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Í ástum og viðskiptum liggur vald þitt í sjálfstæði þínu. Þú ættir ekki að hlusta á úrtöluraddir varðandi drauma þína, kýldu á þá og þú stendur uppi full/ur sjálfstrausts. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Láttu ekki skapið hlaupa með þig í gön- ur því þá gæti illa farið. Mannkostir þínir koma í ljós í mótlæti. Vertu umfram allt já- kvæð/ur. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Taktu einn hlut fyrir í einu því ef þú ert með of mörg járn í eldinum fer allt úr böndunum. Mundu bara að orða hlutina þannig að engin hætta sé á misskilningi. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú ættir að fara eftir eðlisávísun þinni í máli, sem hátt rís á vinnustað þínum. Heil- indi skipta sköpum fyrir góðan árangur í ástarsambandi. Enginn vinnur verkin fyrir þig. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það er eins og ekkert gangi upp hjá þér í dag. Gættu þess að haga vænt- ingum þínum alltaf í samræmi við þá sem þú umgengst í það og það skiptið. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Það eyðileggur ekkert þinn árangur þótt einhver annar hafi orðið fyrri til hins sama. Gættu þess að ofmetnast ekki. 22. des. - 19. janúar Steingeit Sinntu bankamálum og skatta- málum í dag. Ef þú venur þig á að gefa þér tíma fyrir skapandi viðfangsefni gæti það valdið straumhvörfum í lífi þínu. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þótt einkalífið taki sinn tíma máttu ekki gleyma starfsskyldum þínum. Fylgdu góðum ráðum sterkrar konu sem þú þekkir. Láttu hjartað ráða för. 19. feb. - 20. mars Fiskar Láttu vera að taka áhættu í peninga- málum í dag, slíkt er líklegt til að mistakast. Ekki hika við að taka að þér verkefni sem þig langar til að vinna. Þú getur það eins og allt annað. Margt hefur borið til tíðinda upp á síðkastið og orðið vísnahöf- undum að yrkisefni. Í Frétta- blaðinu mátti lesa að heilbrigð- isráðherra fékk „sting í hjartað“ vegna aðstæðna aldraðra. Hjálmar Freysteinsson orti á Leirnum en lét þess jafnframt getið að „það er reyndar ekki gerandi grín að þessu, en ég geri það samt“: Þeir gömlu geta ekki kvartað! Til gustukaverka kann; hann fékk sting í hjartað heilbrigðisráðherrann. Og Björn Ingólfsson segir að þetta sé reyndar full grátt gaman en það sé bara ekki hægt að kom- ast í svona gott færi án þess að skjóta: Að sprella er mér ekki né spauga tamt og spyr eins og vitleysingur. Varla að ég þori, þó verð ég samt: Var þetta byssustingur? Ólafur Stefánsson segir að sam- kvæmt fréttum séu bæði fiskifræð- ingar og sjómenn rasandi og ráð- þrota gagnvart framferði loðnunnar sem ekki sé á réttu róli og lætur ekki ná í sig frekar en embættismaður í helgarfríi. Óvíst sé að loðnan sinni þessu kvabbi og hvað verður þá um alla millj- arðana sem búið var að reikna inn í þjóðarbúið? Úthaldið gengur út á það, að ösla og stíma, og veiða loðnu á vitlausum stað, og vondum tíma. Fía á Sandi tekur undir með sín- um hætti: Vont er ef ekki veiðist þá veltur allt kerfið á slig. Ætli loðnunni leiðist að láta menn veiða sig? Stefán Vilhjálmsson segir: Góð spurning, Fía. Í hugann kom vers- ið um grásleppuna sem ég lærði á kennarastofu MA forðum. Prófaði að gúgla og viti menn, það birtist svona í vísnaþætti Torfa Jónssonar í Dagblaðinu-Vísi árið 1990 – göm- ul kosningavísa eftir Freystein Gunnarsson skólastjóra: Grásleppan veiðist suður með sjó, það sýnir hvað hún er gáfnasljó að alltaf fiskast þar nægtanóg í netin á hverjum vetri, – en aðrir fiskar í öðrum sjó eru víst lítið betri. Þessum kveðskap mun hafa ver- ið snarað á önnur mál, m.a. þýsku, en eigi kann ég þær útgáfur. Halldór Blöndal (halldorblondal@simnet.is) Vísnahorn Af sting í hjartað og loðnu á vitlausum stað Í klípu „MAÐURINN SEM KOM TIL AÐ GERA VIÐ LJÓSRITUNARVÉLINA ER BILAÐUR. GETIÐ ÞIÐ SENT ANNAÐ EINTAK?“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÞEGAR VIÐ SEGJUM AÐ FORELDRUM SÉ BOÐIÐ, ÞÁ MEINUM VIÐ OFTAST AÐ ÞEIR EIGI AÐ FYLGJAST MEÐ.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... ástríkur faðir í fyrsta sinn. VÁ, ÞAÐ ER DIMMT ÚTI! ÞETTA ER SKÁPURINN STANS! HVER FER ÞAR? SEGÐU LYKILORÐIÐ!! AUGLJÓSLEGA KUNNI HANN EKKI LYKILORÐIÐ! Borgarstjórinn í Boston í Banda-ríkjunum áréttaði í vikunni að þegar snjóaði væri aðalatriðið að hreinsa götur og stíga um leið svo vegfarendur kæmust leiðar sinnar. Kostnaðurinn skipti engu máli. Við svo búið lét hann hendur standa fram úr ermum. x x x Svona tala alvöruborgarstjórarenda vita þeir að þeir eru kjörn- ir til þess að vinna fyrir fólkið en ekki á móti því. En ekki hugsa allir eins í þessari stöðu. Borgarstjórinn í Reykjavík er á móti bílum og bíleig- endum og gerir allt sem hann getur til þess að gera þeim gramt í geði með reglulegu millibili. Í því sam- bandi má nefna hvernig staðið er að snjóruðningi í borginni og hvernig þrengt er að allri umferð. x x x Í vikunni var greint frá því að bíla-stæðanefnd borgarinnar hefði samþykkt að hækka gjaldskrá í bíla- húsum bílastæðasjóðs og stækka gjaldsvæði 1. Í skammtímastæðum í Kolaportinu, á Vesturgötunni, í Ráð- húsinu og í Traðarkoti mun fyrsta klukkustundin kosta 150 krónur og fyrir hverja klukkustund eftir það bætast við 100 krónur. Verðið nú er 80 krónur fyrir fyrstu klukkustund og 50 krónur fyrir hverja klukku- stund sem fylgir. Því er um 100% hækkun að ræða fyrir aukaklukku- stundirnar og 87,5% hækkun fyrir þá fyrstu. x x x Víkverji óttast að þetta sé barabyrjunin og ekki er aðeins við borgarstjóra að sakast í því efni. Þannig sagði Morgunblaðið frá því sl. þriðjudag að Landsbankinn tæki 1.200 króna afgreiðslugjald af fólki sem þyrfti að fara í bankahólf í bankanum, bankahólf sem við- skiptavinir leigja af bankanum, eftir klukkan 11 á morgnana. x x x Víkverji hefur ekki yfirlit yfir þaðsem bankarnir rukka viðskipta- vini sína um en ljóst er að stjórn- endum þeirra er ekkert heilagt. Næst verður væntanlega tekið gjald fyrir að horfa á starfsmenn bank- anna. víkverji@mbl.is Víkverji Orð dagsins: Því hvar sem fjársjóður yðar er, þar mun og hjarta yðar vera. (Lúk. 12, 34.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.