Morgunblaðið - 13.02.2015, Page 46
Lofsunginn Adam Bainbridge starfar undir nafninu Kindness og hefur hlotið mikið lof tónlistargagnrýnenda.
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Enski tónlistarmaðurinn Adam
Bainbridge, sem kallar sig Kind-
ness, kemur fram á tónlistarhátíð-
inni Sónar Reykjavík í Hörpu ann-
að kvöld ásamt hljómsveit.
Bainbridge gaf út sína fyrstu plötu,
World, You Need a Change of
Mind, árið 2012 og hlaut hún mikið
lof tónlistargagnrýnenda líkt og sú
nýjasta, Otherness, sem kom út í
fyrra.
Bainbridge er ekki aðeins hæfi-
leikaríkur tónlistarmaður og
söngvari heldur einnig leikstjóri,
hefur stýrt öllum sínum
tónlistarmyndböndum og komið að
leikstjórn myndbanda annarra tón-
listarmanna og þá m.a. Cat Power.
Örlátir samverkamenn
Bainbridge er hinn ljúfasti við-
mælandi sem kemur ekki á óvart
þar sem hann kennir sig við
gæsku. „Ég var að vinna að verk-
efni í Bandaríkjunum og vantaði
heiti yfir það. Fólkið sem ég var að
vinna með var afskaplega örlátt og
ég sá ekki fyrir mér að ég myndi
halda áfram að semja tónlist og
fannst þetta gott heiti,“ segir Bain-
bridge um tilurð nafnsins Kind-
ness. Hann hafi hins vegar haldið
áfram listsköpun sinni og haldið í
nafnið, enda þægilegt og með já-
kvæða merkingu. En hverjar eru
tónlistarlegar rætur hans?
„Pabbi minn var plötusnúður og
spilaði mikið popp- og sálartónlist,
Motown-tónlist fyrri hluta áttunda
áratugarins og hún hafði mikil
áhrif á mig. Ég hlustaði meira á
popp en aðra tónlist,“ segir Bain-
bridge. Hann hafi starfað sem
plötusnúður líkt og faðir hans, áður
en hann fór að semja og flytja tón-
list.
– Myndirðu þá lýsa tónlist þinni
sem sálarskotnu poppi?
„Já, ætli það ekki. Þetta er
popptónlist sem hljómar líklega
ekki eins og önnur popptónlist ein-
mitt núna en er popptónlist engu
að síður. Hún hefði líklega átt bet-
ur við á öðrum tíma, í ljósi áhrif-
anna. Ég hlusta mikið á gamla tón-
list en líka nýja,“ segir Bainbridge.
Bainbridge leikur á Sónar með
fimm manna hljómsveit og segir
hann fjölda tónlistarmanna breyti-
legan eftir tónleikastöðum. Spurð-
ur að því hvort hljómsveitin sé
fjörug á sviði segir Bainbridge
hana vera það. „Vonandi verðum
við þau fjörugustu á hátíðinni en
það er aldrei að vita nema ein-
hverjir verði líflegri,“ segir hann
sposkur.
– Það er mikil áskorun!
„Já, ég var að skoða hátíðardag-
skrána og er reiðubúinn að takast
á við hana,“ segir Bainbridge hinn
rólegasti. Í hljómsveitinni verði
gítarleikari, trymbill, bassaleikari,
hljómborðsleikari og tveir söngv-
arar auk hans og segir Bainbridge
hljómsveitina afar kraftmikla.
Bölvun eftirspurnarinnar
Bainbridge hefur ekki komið til
Íslands áður og segist hann hlakka
mikið til ferðarinnar. Því miður
hafi hann ekki tíma til að ferðast
og skoða sig um. „Það er bölvunin
sem fylgir því að vera eftirsóttur,
við fljúgum til New York næsta
dag. Það er miður, ég hefði haft
gaman af því að dvelja lengur.“
Sem fyrr segir hefur Bainbridge
leikstýrt fjölda myndbanda og seg-
ist hann sjálflærður í þeirri list.
„Góð tónlistarmyndbönd snúast
frekar um að fá góða hugmynd en
tæknikunnáttu,“ segir Bainbridge.
– Á síðustu plötu þinni nýturðu
liðstyrks Robyn, Kelela og Blood
Orange m.a. Þú átt greinilega góða
vini í bransanum …
„Kannski á ég bara þrjá góða
vini og notaði þá alla?“ segir Bain-
bridge og hlær en bætir við, á al-
varlegri nótum, að sér líki vel að
vinna með þessum tilteknu tónlist-
armönnum enda kunni hann að
meta tónlistina þeirra.
„Vonandi verðum við þau fjörugustu“
Kindness kemur fram á tónlistar-
hátíðinni Sónar Undir áhrifum
Motown og gamallar popptónlistar
Frekari upplýsingar um Sónar
Reykjavík má finna á vef hátíð-
arinnar, sonarreykjavik.com.
46
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2015
Ó
lö
f
B
jö
rg
STOFNAÐ1987
einstakt
eitthvað alveg
Ó
Ú r v a l e i n s t a k r a m á l v e r k a o g l i s t m u n a e f t i r í s l e n s k a l i s t a m e n n Sk i pho l t 50a | S ím i 581 4020 | www.ga l l e r i l i s t . i s
Árlegir Bergþórutón-
leika fara fram á Ró-
senberg í kvöld kl. 22.
Að þessu sinni verða
tónleikarnir í formi
vísnatónleika, þar sem
áherslan er á einfald-
leika í flutningi lags og
ljóðs. Svavar Knútur
hefur kallað til nokkra
listamenn með sér, þar
má nefna Ragnheiði
Gröndal og Guðmund
Pétursson, Soffíu
Björgu, Skúla
mennska, Inga Gunnar
Jóhannsson og Gísla
Helgason.
„Að vanda verða flutt
mörg af þekktustu lögum Berg-
þóru, sem ganga þó í endurnýjun
lífdaga með ferskum útsetningum.
Að þessu sinni verða sett í spilun
tvö lög eftir Bergþóru, „Þjóð-
arblómið“ í flutningi og útsetningu
Svavars Knúts og lagið „Segðu aft-
ur“, sem frumflutt var í útsetningu
Ragnheiðar Gröndal á tónleikunum
í fyrra,“ segir m.a. í
tilkynningu.
Minningarsjóður
Bergþóru Árnadóttur
stendur að tónleik-
unum, en hann var
stofnaður vorið 2008.
Tilgangur sjóðsins er
að stuðla að því að
tónlist Bergþóru og
minning lifi meðal
þjóðarinnar. „Berg-
þóra Árnadóttir
(1948-2007) var einn
af frumkvöðlum
vísnatónlistar á Ís-
landi og lengi vel at-
kvæðamesta konan í
hópi söngvaskálda. Hún
samdi gjarna lög við ljóð þekktra
skálda, þ.á m. Steins Steinars, Tóm-
asar Guðmundssonar og Jóhann-
esar úr Kötlum. Á ferli sínum sendi
hún frá sér margar hljómplötur og
hélt fjölda tónleika hérlendis og í
Skandinavíu.“ Miðar eru seldir við
innganginn, en hægt er að panta
borð í síma 551-2442.
Bergþórutónleikar á
Rósenberg í kvöld
Þjóðarblóm Bergþóra
Árnadóttir söngkona.
„100 raddir“ er yfirskrift hátíðar kvennakórsins Létt-
sveitar Reykjavíkur sem haldin verður í Ráðhúsi
Reykjavíkur á morgun milli kl. 13 og 17. Hátíðin er liður
í afmælisdagskrá sveitarinnar sem fagnar 20 ára afmæli
sínu á árinu. Í Ráðhúsinu verða til sýnis ýmsir munir og
myndir úr kórstarfinu sem safnast hafa á 20 árum. Kór-
inn mun syngja nokkur lög kl. 14 og 16 og m.a. frum-
flytja lagið „100 raddir“ eftir Eygló Eyjólfsdóttur, sem
söng með Léttsveitinni í mörg ár, en hún lést fyrir
nokkrum árum.
Í maí nk. eru fyrirhugaðir veglegir afmælistónleikar,
en þar verða frumflutt lög sem sérstaklega eru samin
fyrir afmælið. „Í haust, nálægt hinum eiginlega afmæl-
isdegi, munu Léttur halda upp á tímamótin með veislu.
Þess má geta að íslenskar konur halda á þessu ári upp á
að hundrað ár eru liðin frá því þær fengu kosningarétt.
Léttsveitin mun í vor koma fram á hátíðahöldum af því
tilefni og frumflytja ljóð og lag sem verið er að semja
sérstaklega fyrir kórinn,“ segir m.a. í tilkynningu.
Í kórnum eru 120 konur en um 500 konur hafa sungið
með kórnum frá upphafi. „Jóhanna Þórhallsdóttir
stjórnaði Léttsveitinni frá upphafi til ársins ársins 2012
er Gísli Magna tók við sprotanum. Aðalheiður Þorsteins-
dóttir píanóleikari hefur starfað með kórnum frá stofnun
hans árið 1995,“ segir í tilkynningu. Þar kemur fram að á
sl. 20 árum hafi Léttsveitin haldið 60 tónleika, farið í tíu
utanlandsferðir og ellefu ferðir innanlands. Með kórnum
hafa sungið 40 einsöngvarar fyrir um 30 þúsund áheyr-
endur.
Allir eru velkomnir á hátíðina í Ráðhúsinu á morgun.
„En þó viljum við sérstaklega bjóða velkomnar allar þær
konur sem í skemmri eða lengri tíma tilheyrðu Léttsveit-
inni.“
Léttsveit Reykjavíkur 20 ára
Ljósmynd/Erling
Söngelskar Alls eru 120 konur í Léttsveit Reykjavíkur,
en um 500 konur hafa sungið með kórnum frá upphafi.
Hátíð í Ráðhúsinu á morg-
un og tónleikar í Hörpu í maí
Sónar Reykjavík 2015