Morgunblaðið - 11.03.2015, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 11.03.2015, Qupperneq 1
M I Ð V I K U D A G U R 1 1. M A R S 2 0 1 5 Stofnað 1913  59. tölublað  103. árgangur  ALLT SMELLUR SAMAN Í FRÁ- BÆRRI SÝNINGU FÆDDIST Í SIGURKUFLI LESTUR ER LÍFSINS LEIKUR Í HAFNARFIRÐI SKÚTUFJÖLSKYLDAN 6 BREYTTAR ÁHERSLUR 10BILLY ELLIOT  38  Hlýnun og aðborin mengandi efni ógna framtíð Þingvallavatns, að mati Ólafs Arnar Haraldssonar þjóðgarðsvarðar. Mælingar sýna umtalsverða hlýnun allt frá árinu 1962. „Þær aðgerðir sem við höfum verið með hafa ekki dugað. Við þurfum að grípa til róttækari að- gerða,“ sagði Ólafur Örn þjóð- garðsvörður. „Ég sé enga aðra leið en að aka öllu frárennsli og skólpi frá salernum í burtu.“ »22 Öllu skólpi verði ekið frá Þingvöllum Arðgreiðslur vega þungt » Bjarni segir óreglulegar tekjur eins og arðgreiðslur og tímabundna skatta eiga stóran þátt í tekjuauka ríkisins. » Jafnframt séu skattstofn- arnir að styrkjast. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Ríkissjóður mun á næsta ári fyrir- framgreiða inn á uppsafnaðar lífeyrisskuldbindingar opinberra starfsmanna í fyrsta sinn frá efna- hagshruninu. Er jafnframt áformað að gera þetta árlega á næstu árum. Þetta segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, en bætt staða ríkissjóðs gerir þetta mögulegt. „Verði þetta ekki gert mun falla á ríkissjóð árleg gjaldfærsla upp á um 20 milljarða eftir um tíu ár. Með þessari greiðslu og frekari greiðslum á næstu árum er ætlunin að forða þessu og ýta því lengra inn í framtíð- ina,“ segir Bjarni. Eins og rakið var í Morgunblaðinu í gær voru tekjur ríkisins í fyrra þær þriðju mestu frá árinu 1998, eða 665 milljarðar. Til samanburðar áætlaði hagfræðideild Landsbankans að ófjármagnaðar skuldbindingar ríkis- sjóðs vegna lífeyrisréttinda starfs- manna sinna væru um 400 milljarðar króna um áramótin. Bjarni boðar hraðari afborgun ríkisskulda en áður var að stefnt. Fyrirframgreiða lífeyrinn  Árið 2016 mun ríkið fyrirframgreiða inn á lífeyrisskuldbindingar hins opinbera  Fyrstu greiðslurnar frá hruni  Fjármálaráðherra boðar hraða skuldalækkun MRíkisskuldir lækka hratt »4 Morgunblaðið/Þórður Að leik Tjörnin í Reykjavík heillar unga sem aldna allan ársins hring. Átta vikna ferðalagi Morgunblaðsins um höfuðborgarsvæðið lýkur í dag með umfjöllun um erlendu sendiráð- in í miðborg Reykjavíkur og ná- grenni. Greinaflokkurinn hófst í Mosfellssveit 15. janúar. Síðan var haldið til Hafnarfjarðar, Garða- bæjar, Kópavogs og Seltjarnarness og loks farið um hina tíu borgarhluta Reykjavíkur. Í umfjöllun blaðsins, sem birt var alla virka daga á tíma- bilinu, var áhersla lögð á mannlíf og forvitnilega hluti, en ekki það sem stundum er kallað „beinharðar frétt- ir“. Margt fréttnæmt kom þó á dag- inn í ferðinni. Ennfremur varpaði greinaflokkurinn ljósi á gróskuna á ýmsum sviðum framkvæmda og starfsemi á höfuðborgarsvæðinu og deigluna sem skipulagsmál svæð- isins eru í. Heimsóknin á höfuðborgar- svæðið fylgdi í kjölfar greinaflokks- ins Á ferð um Ísland, sem birtist á haustmánuðum í fyrra, og 100 daga ferðarinnar sem farin var í tilefni af aldarafmæli Morgunblaðsins 2013. »18-19 og 22 Áherslan var á mannlífið  Átta vikna ferðalagi um höfuðborgarsvæðið lýkur í dag „Það er búið að vera vitlaust að gera,“ segir Kristinn Jónsson, deildarstjóri umferðarþjón- ustu Vegagerðarinnar, en þegar Morgunblaðið náði af honum tali seint í gærkvöldi höfðu um 2.100 manns sett sig í samband við stofnunina vegna veðurofsans sem gekk yfir allt land í gær. Veðrinu fylgdi mikil ofankoma. „Höfuðborgar- svæðið lokaðist alveg af og því engin leið út úr bænum í annað sinn í vetur,“ segir Kristinn og bætir við að þetta sé í fyrsta skipti sem slíkt ger- ist tvisvar sama veturinn á þeim 13 árum sem hann hefur unnið hjá Vegagerðinni. »2 Höfuðborgin lokaðist af í annað skiptið í vetur Morgunblaðið/Kristinn Hundruð ökumanna lentu í vandræðum í vonskuveðri sem gekk yfir landið  Nauðsynlegt er að eftirlit verði með nafngiftum, verði manna- nafnanefnd lögð niður, eins og lagt er til í frumvarpi um breytingar á lögum um mannanöfn. Þetta er álit flestra þeirra sem veitt hafa um- sagnir um frumvarpið. Í umsögn mannanafnanefndar er m.a. bent á að frumvarpið feli ekki í sér nein skilyrði fyrir nöfn og sam- kvæmt því verði t.d. raðtölur, tákn og efsta stig lýsingarorða leyfileg sem nöfn. Verði ættarnöfn gefin frjáls, eins og frumvarpið kveður á um, yrði það hörð atlaga að germ- anska föður- og móðurnafnakerf- inu sem eingöngu hefur varðveist hér á landi. »16 Tölur og tákn verði leyfileg sem nöfn FORTE blanda meltingargerla MÚLTIDOPHILUS þarmaflóran hitaþolin www.gulimidinn.is Mikil röskun varð á innanlands- og millilandaflugi í gær. Allt innan- landsflug féll niður frá því fyrir hádegi og 14 komum og brott- förum millilandavéla var aflýst eða frestað til kvöldsins. Farþegar í sex flugvélum biðu í vélunum á Keflavíkurflugvelli í gærkvöldi þar sem ekki var hægt að afgreiða þær vegna hvassviðris. Icelandair flýtti einu flugi í gær- morgun en aflýsti tíu komum og brottförum. Í staðinn voru sett upp ný flug og voru vélarnar væntan- legar seint í gærkvöldi. Þá var flugi Norwegian og Flybe aflýst. Tvær þotur frá breska flugfélag- inu EasyJet þurftu að lenda á flug- vellinum á Egilsstöðum síðdegis með um 300 farþega. Vélunum var flogið til Keflavíkurflugvallar um kvöldmatarleytið. Þar biðu vél- arnar afgreiðslu ásamt þriðju EasyJet-vélinni, tveimur flugvélum frá Wow air og vél frá Primera air sem kom síðust. Þegar hægt var að afgreiða vélarnar um klukkan 10 höfðu farþegar EasyJet-vélanna tveggja þurft að bíða í flugvél- unum í 7-8 klukkustundir og liðinn var tæplega hálfur sólarhringur frá því þeir lögðu af stað í flug- ferðina. Biðu í flug- vélunum í átta tíma

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.