Morgunblaðið - 11.03.2015, Page 44

Morgunblaðið - 11.03.2015, Page 44
MIÐVIKUDAGUR 11. MARS 70. DAGUR ÁRSINS 2015 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 460 ÁSKRIFT 4995 HELGARÁSKRIFT 3120 PDF Á MBL.IS 4420 I-PAD ÁSKRIFT 4420 1. Líkfundur við Sæbraut 2. Kona fannst látin í sjónum 3. Vefmyndavélar fanga óveðrið 4. Costco á Íslandi er ekki Costco »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Gissur Þór Rúnarsson er mottu- safnari dagsins. Hann hefur tvívegis gengið í gegnum það að einhver ná- kominn honum greinist með krabba- mein, fyrst mágur hans, svo faðir. Gissur hefur ákveðið að sá sem hæstri upphæð heitir á hann fær að raka mottuna eftir eigin höfði. Gissur er mottusafnari nr. 1.100. Fylgstu með honum og öðrum söfnurum á mottumars.is. Býður alskeggið falt hæstbjóðanda  Írski tónlistarmaðurinn Damien Rice heldur tvenna tónleika á Íslandi í maí, þá fyrri 19. maí á stóra sviði Þjóðleikhússins og þá seinni í Gamla bíói, 25. maí. Rice hélt síðast tónleika á Íslandi á Nasa og Bræðslunni á Borgarfirði eystra sumarið 2008 og hefur sótt landið heim reglulega allt frá árinu 2004. Hann gaf fyrir skömmu út þriðju breiðskífu sína, My Favourite Faded Fantasy, og var hún tekin upp að hluta og hljóðblönduð á Íslandi. Um upptökustjórn sáu Rice og Rick Rubin, einn þekktasti upptökustjóri heims og plötuútgefandi sem hefur starfað með hljóm- sveitum og tónlist- armönnum á borð við U2, Johnny Cash, The Beastie Boys, Jay-Z, Metallica og Kanye West. Miðasala á tónleika Rice í maí hefst á morgun kl. níu á midi- .is. Rice heldur tvenna tónleika í Reykjavík Á fimmtudag Suðaustlæg átt, 5-13 m/s og snjókoma eða slydda sunnantil en úrkomulítið norðan heiða. Vaxandi suðaustanátt síð- degis, 15-20 m/s og talsverð rigning eða slydda um kvöldið. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðvestan 10-18 m/s vestantil og minnk- andi éljagangur en lægir eftir hádegi. Sunnan og síðan vestan 3-10 m/s um austanvert landið og úrkomulítið. Vægt frost víðast hvar. VEÐUR Evrópumeistarar Real Ma- drid lentu í meiriháttar vand- ræðum gegn þýska liðinu Schalke á heimavelli sínum í gærkvöld þegar liðin mætt- ust í seinni leik sínum í 16 liða úrslitum Meistara- deildar Evrópu í knatt- spyrnu. Real hafði 2:0- forskot eftir fyrri leikinn en Schalke vann 4:3 í gær og var nálægt því að skora fimmta markið sem hefði slegið Real út. » 2 Meistararnir fóru naumlega áfram „Japanska liðið er vel skipað og með marga svipaða leikmenn,“ segir Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, um andstæð- inga íslenska landsliðsins í lokaleik Algarve-bikarsins í dag. Þá mætir ís- lenska landsliðið heimsmeisturum Japans og verður þetta í fyrsta sinn sem þjóðirnar leiða saman hesta sína í knattspyrnu kvenna. »4 Mæta heimsmeist- urunum á Algarve ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Garðavöllur er eitt helsta kennileitið á Akranesi og þar verður Íslands- mótið í golfi haldið í sumar en á sunnudag fagnar Golfklúbburinn Leynir á Akranesi 50 ára afmæli fé- lagsins. Golfklúbburinn Leynir er einn af eldri golfklúbbum landsins. Hann var stofnaður 15. mars 1965 og voru stofnfélagar 22 valinkunnir Skaga- menn, en fyrsti formaður var Sveinn Hálfdánarson. „Í gegnum árin hefur klúbburinn dafnað vel,“ segir Guð- mundur Sigvaldason, framkvæmda- stjóri Leynis, en félagsmenn eru rúmlega 400 undir stjórn formanns- ins Þórðar Emils Ólafssonar, fyrr- verandi afreksmanns í golfi. Á meðal annarra þekktra kylfinga í klúbbnum má nefna Birgi Leif Hafþórsson og Valdísi Þóru Jónsdóttur auk þess sem eldri kylfingar á borð við Guð- mund Valdimarsson og Alfreð Vikt- orsson hafa verið mjög góðir á lands- vísu. „Þetta hafa verið landsliðsmenn og mjög framarlega í íþróttinni,“ seg- ir Guðmundur. Vatnsmótið á hverju ári Akraneskaupstaður hefur alla tíð stutt vel við bakið á klúbbnum og við stofnun hans fékk hann úthlutað þriggja hektara tún, þar sem þegar voru gerðar tvær holur. Svæðið stækkaði smátt og smátt og fljótlega var kominn sex holu golfvöllur, en 18 holu völlur var tekinn í notkun árið 2000. „Fyrsta golfmótið var haldið 1967,“ rifjar Guðmundur upp. „Vegna mikils vatnsveðurs á móts- degi fékk mótið nafnið Vatnsmótið og það hefur verið haldið árlega síðan.“ Golfklúbburinn var tekinn inn í Golfsamband Íslands 1967 og 1970 var nafninu breytt í Leyni „enda ligg- ur Garðavöllur „í Leyninum“ og Leynislækurinn við Leynisgrund á upptök sín á svæðinu“, eins og segir vef klúbbsins. Guðmundur áréttar að Garðavelli hafi ávallt verið skipað á meðal fimm bestu golfvalla landsins og því hafi öll helstu golfmót Golfsambandsins ver- ið haldin á vellinum. Hann bendir á að barna- og unglingastarfið hafi ávallt verið mjög öflugt á landsvísu og vísar til þess að í hópi 7-18 ára sé þriðjungur félagsmanna. „Golfið á Akranesi er önnur fjölmennasta íþróttagreinin á eftir knattspyrn- unni,“ segir Guðmundur og leggur áherslu á að golfið falli vel inn í bæj- arbraginn í íþróttabænum Akranesi. „Völlurinn er stöðugt í uppbyggingu og framundan er endurnýjun á flöt- um eftir efnahag og getu,“ segir Guð- mundur. „Það er stærsta verkefnið sem við sjáum fyrir okkur á næstu árum.“ Golfið afl í íþróttabænum  Golfklúbburinn Leynir á Akranesi 50 ára á sunnudag Ljósmynd/Friðþjófur Helgason Golfklúbburinn Leynir Þótt lægðir trufli landsmenn um stund styttist í Íslandsmótið í golfi á Akranesi. Stjórnendur GL Þórður Emil Ólafsson og Guðmundur Sigvaldason. Fyrsta keppnistímabilið hjá Róbert Aroni Hostert í atvinnumennsku í handknattleik hefur ekki verið dans á rósum. Hann hefur lítið leikið með danska úrvalsdeildarliðinu Mors-Thy vegna meiðsla og útlit er fyrir að hann leiki ekki meira á yfirstandandi leiktíð. „Ég byrjaði að æfa of snemma og meiðslin tóku sig upp aftur og það lítur út fyrir að tímabilið sé búið hjá mér,“ segir Róbert sem valinn var leik- maður Ol- ísdeildar karla síðasta vor. »1 Ekki verið dans á rósum hjá Róbert Aroni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.