Morgunblaðið - 11.03.2015, Page 22

Morgunblaðið - 11.03.2015, Page 22
FRÉTTASKÝRING Guðni Einarsson gudni@mbl.is G rípa þarf til aðgerða til verndar Þingvallavatni, að mati Ólafs Arnar Haraldssonar, þjóð- garðsvarðar. Hitamæl- ingar allt frá 1962 sýna að vatnið hef- ur hlýnað umtalsvert síðan þá. Hlýnunarferill vatnsins fellur vel að þróun ársmeðaltals lofthita á sama tímabili sem hefur hækkað í takti við hlýnandi loftslag. Afleiðingarnar eru m.a. að vatnið er mun sjaldnar ísilagt en það var. Fjöldi ísadaga fyrir síð- ustu aldamót var að meðaltali 92 dagar á ári en eftir aldamótin hafa þeir verið 29. Þetta kom fram á nám- skeiði dr. Hilmars J. Malmquist, for- stöðumanns Náttúruminjasafns Ís- lands, sem hann hélt hjá Endurmenntun HÍ 2014. „Það verður að kalla þetta hrað- fara breytingar,“ sagði Ólafur Örn. Auk hlýnunar hafa næringarefni sem berast í æ meira magni áhrif á vatnið. Þau virka sem áburður fyrir þörungagróðurinn. Rotþróm ábótavant „Aðallega er um að ræða köfn- unarefni og kísil,“ sagði Hilmar. Köfnunarefnið er loftborið en kís- illinn jarðborinn. Loftborna meng- unin kemur að stórum hluta frá um- ferð og iðnaði í útlöndum en einnig frá umferðinni hér á landi. Frárennsli frá sumarhúsum, landbúnaði og ferðaþjónustu er önn- ur uppspretta mengunar sem berst í vatnið. Kannanir sýna að rotþróm í kringum vatnið er mjög ábótavant. Ólafur Örn sagði meirihluta þeirra ekki standast nútímakröfur og það- an af síður kröfur sem á að vera búið að uppfylla árið 2020. „Þær aðgerðir sem við höfum verið með hafa ekki dugað. Við þurf- um að grípa til róttækari aðgerða,“ sagði Ólafur Örn. „Ég sé enga aðra leið en að aka öllu frárennsli og skólpi frá salernum í burtu.“ Verið er að skoða kostnað við slíkar að- gerðir. Hilmar sagði að það að aka burt skólpi af svæðinu væri þáttur sem tiltölulega auðvelt væri að stýra. Ólafur Örn sagði að mesta skólpið kæmi frá ferðaþjónustunni og yxi stöðugt. Fyrir nokkrum árum hefði dugað að tæma rotþróna við þjónustumiðstöðina á Hakinu tvisv- ar á ári en nú þarf að tæma hana sex sinnum. Þá er það áhyggjuefni að þriggja þrepa rotþróin hafi ekki undan við að hreinsa skólpið. Þriðja þrepið fjarlægi ekki mengandi efni á borð við köfnunarefni og fosfór. Ólafur Örn sagði ION-hótelið á Nesjavöllum vera til fyrirmyndar varðandi frárennslismál. Allur úr- gangur þaðan er flokkaður og skólp- inu ekið burt. „Það þarf að móta stefnu varðandi frárennslismálin. Það kostar 1,5-2 milljónir að setja þriggja þrepa rotþró við hvern bú- stað,“ sagði Ólafur Örn. Önnur lausn er að nota þurrsalerni sem t.d. eru notuð við aflukt fjallavötn í Ölp- unum. Úrgangurinn breytist í þeim í duft sem er fargað. „Við höfum ekki efni á öðru en að koma þessu í lag. Þingvallavatn er eitt merkilegasta vatn heimsins. Blámi þess, fegurð og lífríki er svo fágætt og merkilegt að við getum ekki umgengist það af kæruleysi,“ sagði Ólafur Örn. Vatnið er heilbrigt eins og er en hann sagði að það gætu orðið skyndilegar breytingar til hins verra verði ekkert að gert. Unnið er að því bæta loft- gæðamælingar við Þingvallavatn til að fá nákvæmari upplýsingar um loftborna mengun. Ólafur Örn sagði að verið væri að safna fyrir mæli sem kosti um sex milljónir króna. Vonast er til að mæl- ingar geti hafist á næstu mánuðum. Hlýnun og mengun ógna Þingvallavatni Morgunblaðið/ÞÖK Þingvallavatn Aðborin mengun og hlýnun ógna bláma og tærleika Þing- vallavatns. Grípa þarf til aðgerða til að verja þennan merkilega vatnsgeymi. 22 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. MARS 2015 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Átta viknaferðalagiblaða- manna og ljós- myndara Morg- unblaðsins um höfuðborgar- svæðið, hverfin í Reykjavík og nágrannasveitar- félögin, lýkur í blaðinu í dag með umfjöllun um þann svip sem erlend sendiráð setja á miðborgina. Ferðin hófst í Mosfellssveit 15. janúar. Síðan var haldið til Hafnarfjarðar, Garðabæjar, Kópavogs og Sel- tjarnarness áður en umfjöllun um hina tíu borgarhluta Reykjavíkur hófst 9. febrúar. Óhætt er að segja að þessi greinaflokkur hafi fengið góð- ar undirtektir lesenda, ekki síst sú áhersla sem lögð hefur verið á að bregða upp myndum af mannlífi, hversdagslífi al- mennra borgara, í stað þess að leita aðeins uppi það sem stundum er kallað „bein- harðar fréttir“. Í upphafi ferð- ar var óskað eftir ábendingum frá lesendum um áhugaverð efni og stóð ekki á jákvæðum viðbrögðum. Fyrir það vill blaðið þakka. Enginn vafi leik- ur á því að fólki er annt um nærumhverfi sitt, hverfið sitt og sveitarfélag, og tilbúið að vekja athygli á því sem vel er gert engu síður en hinu sem aðfinnsluvert er og lagfæra þarf. Heimsóknin á höfuðborgar- svæðið fylgdi í kjölfar greina- flokksins Á ferð um Ísland á haustmánuðum í fyrra og 100 daga ferðarinnar um landið sem farin var í tilefni aldar- afmælis Morgunblaðsins 2013. Efnistökin voru og svipuð, blanda af viðtölum, fréttum og frásögnum og ýmiss konar fróðleik. Þegar litið er yfir efni heimsóknarinnar á höfuðborg- arsvæðið er af mörgu að taka, en þrennt hefur þar verið áberandi auk viðtala sem bregða ljósi á daglega lífið á heimilum, skólum og vinnu- stöðum. Í fyrsta lagi hefur umfjöll- unin gefið glögga mynd af gróskunni sem er í bygging- arframkvæmdum, einkum íbúðar- og hótelbyggingum, á svæðinu. Um leið var ljósi varpað á hvað það er sem ein- kennir einstök sveitarfélög og borgarhverfi og hvað veldur mismunandi fasteignaverði. Þá eru skipulagsmálin greini- lega í deiglunni, höfuðborgar- svæðið er að fá nýjan svip með nýbyggingum og breytingum á gömlum hverfum. Margt já- kvætt er í gangi, en því miður virðist hugmyndafræðileg ein- sýni meirihlutans í borgarstjórn ráða meira á sumum sviðum en hags- munir borgarbúa. Það sést til dæmis á fyrirhugaðri þrengingu Grens- ásvegar, mik- ilvægrar sam- gönguæðar í austurborginni, sem íbúi í Bústaðahverfi segir í viðtali við blaðið að sé alveg óskiljanleg. Í öðru lagi minnir umfjöll- unin á hve frjálst félagsstarf af öllu tagi, íþrótta-, æsku- lýðs- og skátastarf, skiptir miklu máli fyrir íbúana og er ríkur þáttur í samheldni þeirra og samtakamætti. Góð- ur aðbúnaður íþróttafélag- anna og íþróttasvæðanna í hverfunum skiptir því höf- uðmáli. Skemmtilegt var líka að lesa um hinn frjálsa sam- gang á milli kirkju og nem- enda í Árbæjarhverfi; þar sem kirkjan og skólinn eru á sömu lóðinni. Þar hefur tekist að rækta gott samband við unga fólkið. Í þriðja lagi einkenndist umfjöllunin síðan af ýmsum forvitnilegum fróðleik og upp- lýsingum. Ekki vissu margir um neðanjarðargöngin undir fjölfarinni Kringlumýr- arbrautinni, merkileg var sag- an um bréfberann í Bústaða- hverfi sem tíu sinnum hefur verið blóðbitinn af hundum, gaman var að lesa um mann- inn sem tekið hefur álftir, gæsir og endur við Lækinn í Hafnarfirði í fóstur og ekki síður um hljómsveit ungu Mosfellinganna sem stefnir á heimsfrægð í Ameríku. Það minnir okkur á mikilvægi draumanna í lífinu. Og sann- arlega var upplífgandi að lesa viðtalið við ungu versl- unarkonuna sem talaði um hve allir væru „eitthvað svo glaðir á Laugaveginum“. Það er önn- ur sýn á þessa mikilvægu verslunargötu en við kynn- umst í daglegum fréttum. Úthverfin svokölluðu í Reykjavík og nágrenni fengu góða umfjöllun. Áhugavert var að kynnast þeirri upplifun margra að þau væru eins og lítið þorp úti á landi. Tískan og tíðarandinn hafa fremur verið að gera lítið úr úthverfunum. En greinilegt er að úthverfin í höfuðborginni að minnsta kosti þurfa að eiga betri mál- svara á vettvangi yfir- stjórnarinnar eins og borg- arfulltrúi Framsóknar- flokksins benti á. Þau vilja gleymast meðan fjármagni og framkvæmdum er beint að miðsvæðunum. Í þessum greina- flokki Morgunblaðs- ins hefur mannlífið í höfuðborginni og nágrenni í sinni fjöl- breytilegustu mynd verið í sviðsljósinu} Myndir af mannlífinu Þ ess var minnst vestan hafs sl. laug- ardag að fimmtíu ár væru liðin frá „sunnudeginum blóðuga“, en þá réðust lögreglumenn á hóp mót- mælenda sem hugðust ganga frá bænum Selma í Alabama til Montgomery, höfuðborgar ríkisins. Átökin áttu sér stað við brú yfir Alabama-fljót, en brúin sú er nefnd eft- ir Edmund Winston Pettus, sem var forðum herforingi í her suðurríkjamanna í þræla- stríðinu, þingmaður og háttsettur í Alabama- deild Ku Klux Klan-samtakanna, hinum ill- ræmda leynifjelagsskap, eins og það var nefnt í Morgunblaðinu á þriðja áratug síðustu aldar. (Menn voru reyndar byrjaðir að minnast göngunnar fyrr, nefni til að mynda kvikmynd- ina Selma, sem fékk góðar viðtökur víða þó ein- hverjum hafi þótt að of mikið væri um svert- ingja í henni, hvítum hetjum væri ekki hampað sem vert væri.) Móttökurnar sem göngumenn fengu á Edmund Pettus- brúnni urðu fréttaefni víða um Bandaríkin og myndir af misþyrmingunum juku almennan stuðning við göngufólk, enda var það að berjast fyrir því að allir fengju að kjósa, án tillits til litarháttar, eignastöðu eða menntunar. Önnur ganga fór af stað 9. mars, nú með Martin Luther King í broddi fylkingar, en bara út á miðja brú þar sem beðist var fyrir, og þriðja gangan, og sú sem er tilefni þessa pistils, var svo haldin 17. mars og nú gengið alla leið með Martin Luther King og fleiri þekkta andófs- og hugsjónamenn í fararbroddi. Göngunni lauk svo 25. mars (leið- in var 87 kílómetrar) með ræðu Kings á tröpp- unum framan við þinghús Alabama. Tugir þúsunda voru staddir í Montgomery þegar göngunni lauk, flestir til að sýna baráttu blökkumanna stuðning, en líka allmargir and- stæðingar og jafnvel hatursmenn Kings og baráttu hans. Myndir frá þessum um- brotatímum eru eðlilega merkileg heimild um þennan tíma, en í vikunni rakst ég á mynd sem mér fannst venju fremur merkileg, mynd þar sem sjá má formann Nasistaflokks Bandaríkj- anna veitast að Martin Luther King á þing- hússtorginu í Montgomery. Nú er það kannski ekki merkilegt í sjálfu sér, nóg er til af vitleysingum um veröld víða, en málið er að þessi umræddi vitleysingur, eða vitfirringur kannski, maðurinn á myndinni, sem gekk Adolf Hitler á hönd vegna þess að Hitler vitn- aðist honum í draumi, var eitt sinn meðal hermanna á Keflavíkurflugvelli, mætti í veislur í Reykjavík og gekk meira að segja að eiga íslenska konu í Dómkirkjunni, en Jón Auðuns dómprófastur gaf hjónin saman. Í ræðu sem Obama Bandaríkjaforseti hélt við minning- arathöfn vegna göngunnar í vikunni lét hann þau orð falla að göngunni væri ekki lokið, og má til sanns vegar færa, það er mikið verk óunnið í réttindabaráttu litra Banda- ríkjamanna, ekki síst fyrir þrákelkni manna eins og hins sáluga formanns umrædds nasistaflokks, sem féll fyrir morðingjahendi líkt og Martin Luther King. arnim@mbl.is Árni Matthíasson Pistill Nasisti suður með sjó STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen Haldi fram sem horfir er hætt við að blámi og tærleiki Þing- vallavatns víki fyrir vaxandi þörungagróðri. Ef þörungum fjölgar þá minnkar tærleiki vatnsins, ljósið nær ekki jafn langt niður og áður með margvíslegum áhrifum. Vatnið mun m.a. breyta um lit. Þetta ógnar framtíð lífríkis vatnsins og líkur eru á að það breytist haldi þessi þróun áfram. Magn þörungasvifs er mark- tækt meira nú en fyrir 3-4 áratugum og er aukningin tvö- til fjórföld. „Þetta gæti allt í einu umturnast og þá tekur vistkerfið stakka- skiptum hvað varð- ar gerð og eðli,“ sagði dr. Hilmar J. Malmquist, líffræð- ingur. Hann sagði erfitt að segja fyrir um hvaða korn geti fyllt mæl- inn. Gæti umturnast FRAMTÍÐ ÞINGVALLAVATNS Ólafur Örn Haraldsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.