Morgunblaðið - 11.03.2015, Side 18

Morgunblaðið - 11.03.2015, Side 18
REYKJAVÍK MIÐBORG H EI MS ÓKN Á HÖFUÐBO R G A R S V Æ Ð IÐ 2015 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. MARS 2015 Uppsetning gosbrunns í syðri enda Tjarnarinnar árið 1976 var hitamál á sínum tíma. Luther I. Replogle sem var sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi á árunum upp úr 1970 fannst nokkuð skorta á að Reykja- vík bæri þann brag sem borg væri sæmandi. Nokkru eftir að hann hélt af landi brott barst Reykjavíkur- borg gjöf hins veglynda sendiherra – og brátt varð vatnssúlan áberandi kennimark í borginni. Af þessu öllu risu skemmtileg skrif. Þorgeir Þorgeirson rithöf- undur ritaði í Þjóðviljann um þessa „kynlegu íhlutun bandarísks smekkleysis í tiltölulega náttúrlegt landslag miðbæjarins i Reykjavík“. Vildi hann gjalda í líku og „hefi ég ákveðið að gefa bandarísku þjóð- inni migu af sömu stærð og sama styrkleika. Skilyrði gjafar minnar er það eitt að himinmigan verði sett niður í nárastað Frelsisstyttunnar sem stendur við innsiglingu New York-borgar“. Engum sögum fer af því hvort Þorgeir sendi nokkru sinni brunn til Bandaríkjanna. Tólið frá sendi- herranum dugði hins vegar vel og lengi – og þegar það þraut örendið var öðru í þess stað komið fyrir. Barber og ein með öllu Bandaríkin sendu sinn fyrsta sendiherra árið 1941. Fjölmargir hafa gegnt stöðunni í tímans rás; Irving sem kom til Íslands árið 1972 þótti hafa mikil áhrif til dæmis í varnarmálum Íslendinga sem á þessum árum voru mikið í deigl- unni. Marshall Brement, sem var hér 1981 til 1985, þótti lita bæinn lífi með samkvæmum sínum, og Lu- is E. Arreaga, sem var á Íslandi, 2010-2013 sást oft á mannamótum. Núverandi sendiherra Banda- ríkjanna á Íslandi, Robert C. Bar- ber kom til starfa hér á landi fyrir rúmum mánuði. Hann hefur verið atkvæðamikill í starfi bandaríska demókrataflokksins og var í krafti þess valinn til þessa áhrifastarfs af forsetanum sjálfum, Barack Obama. Barber er frá Nýja- Englandi, en svo eru ríkin á norð- anverðri austurströnd Bandaríkj- anna gjarnan nefnd. Hinn nýi sendi- herra hefur enn ekki markað spor í starfi, eftir stutta embættistíð, en getur þess á samfélagsmiðlum að hann hafi orðið sér úti um íslenska lopapeysu – og farið í sjoppu og fengið sér eina með öllu! sbs@mbl.is Íhlutun í landslagið Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Tjörnin Buna gosbrunnsins vakti at- hygli, en jafnframt umtal og deilur. Robert C. Barber Luis E. Arreaga Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Í öllum löndum kjósa erlend sendiráð sér staðsetningu miðsvæðis í höf- uðborgum. Þau vilja vera sem næst stjórnsýslunni sem þau eiga eðli málsins samkvæmt mest samskipti við. Reykjavík er þar engin und- antekning. Flest erlendu sendiráðin hér eru í miðborginni og nágrenni. Fjórtán erlend ríki eru með sendiráð á Íslandi. Þetta eru Bret- land, Bandaríkin, Danmörk, Finn- land, Frakkland, Indland, Japan, Kanada, Kína, Noregur, Pólland, Rússland, Svíþjóð og Þýskaland. Að auki er sendisveit frá Evrópusam- bandinu með sendiráðsskrifstofu hér. Flest við Túngötu Við Túngötu eru fjögur sendiráð og eitt við Garðastræti. Við Lauf- ásveg eru þrjú sendiráð en eitt þeirra, bandaríska sendiráðið, mun innan tíðar flytja í Engjateig. Við Fjólugötu er eitt sendiráð, annað við Hverfisgötu og sendiráð eru síðan til húsa við Bríetartún, Lágmúla, Laugaveg og Þórunnartún. Evrópu- sambandið er með skrifstofur sínar við Aðalstræti. Að auki eiga sendiráðin eða leigja húsnæði víðsvegar um borgina. Þar býr starfsfólkið og fjölskyldur þess. Húsnæði sendiráðanna og sendi- herra nýtur friðhelgi samkvæmt Vín- arsamningnum um ræðissamband ríkja. Innlendir eftiurlitsaðilar og lög- regla geta ekki farið þar inn nema með samþykki eða að ósk húsráð- enda. Samkvæmt upplýsingum frá prótókollskrifstofu utanríkisráðu- Morgunblaðið/Sigurður Bogi Víggirt Traust girðing umlykur nýja sendiráðsbyggingu Bandaríkjamanna við Engjateig í Reykjavík. Erlendu sendiráðin setja svip á miðborgina  Fjórtán ríki og Evrópusambandið eru með sendiráð í Reykjavík Skömmu eftir að sendiráð Indlands hér á landi keypti stórt einbýlishús við Brekkugerði í Reykjavík fyrir sendiherra sinn, hús sem oft er kennt við píanóleikarann Ashke- nazy, tóku nágrannarnir eftir því að hafist var handa um að reisa háa og trausta öryggisgirðingu um- hverfis lóðina og húsið. Ekki fannst öllum prýði af þessu, enda stingur girðingin talsvert í stúf við friðsælt umhverfið í þessu eftirsótta hverfi. En staða erlendra sendiráða til að víggirða lóðir sínar hér og í öðr- um löndum virðist sterk. Og rökin líka. Engar byggingar eru jafn- umsetnar af fólki sem vill valda skaða og uppnámi og húsnæði sendiráða. Á Íslandi þekkjast að vísu fá dæmi um slíkt, en enginn vill taka áhættuna. Mótmæli við er- lend sendiráð hafa ekki verið óal- geng hér, en þau hafa yfirleitt ver- ið friðsamleg. Þó eru undantekningar eins og glugga- brot og málningarslettur í banda- ríska sendiráðinu og sovéska sendi- ráðinu á kaldastríðsárunum. Og margir muna eftir aðsúginum sem gerður var að breska sendiráðinu í Reykjavík í landhelgisdeilunni á áttunda áratugnum, allar rúður í sendiráðsbyggingunni við Lauf- ásveg voru þá mölbrotnar af æstum og reiðum múg. Ekki láta erlendu sendiráðin í Reykjavík sér nægja girðingar og lása. Öll munu þau hafa í þjónustu sinni öryggisverði sem skima eftir skuggalegum mannaferðum með ýmsum tækjabúnaði og gæta sendi- ráðsmanna. Upplýst hefur verið að í bandaríska sendiráðinu í mið- borginni er starfrækt sérstök öryggissveit. Í fimm ára gamalli skýrslu embættis ríkislög- reglustjóra um málið kom fram að slíkar sveitir hefðu verið settar á Ströng öryggisgæsla og háar girðingar  Nágrönnum finnst stundum nóg um Morgunblaðið/Árni Sæberg Mótmæli Samkynhneigðir fá stuðn- ing við rússneska sendiráðið. Heyrðu umskiptin Fáðu heyrnartæki til reynslu Það er næstum því sama hvernig heyrnarskerðingu þú ert með og hvernig lifi þú lifir, því ReSound heyrnartækin eru vel til þess fallin að hjálpa þér við að skilja talmál, hafa framúrskarandi hljómgæði og snjalla þráðlausa tengingu. MARGIR VERÐFLOKKAR Apple, Apple merkið, iPhone, iPad og iPod touch eru vörumerki Apple Inc, skráð í BNA og öðrum löndum. App Store er þjónustumerki Apple Inc. Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur · Sími 534 9600 · heyrn.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.