Morgunblaðið - 11.03.2015, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 11.03.2015, Blaðsíða 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. MARS 2015 Ég er núna að setja upp sýninguna Sjónarhorn í Safnahúsinu viðHverfisgötu og búinn að undirbúa hana í ár ásamt hópi affólki,“ segir Markús Þór Andrésson sýningarstjóri. „Sex stofnanir sameinast um þessa sýningu: Landsbókasafnið, Þjóðskjala- safn, Náttúruminjasafn, Listasafn Íslands, Þjóðminjasafn og Árna- stofnun. Við stefnum á að opna eftir örfáar vikur og erum á fullu í uppsetningu. Hugmyndin er að bjóða sýningargestum í ferðalag um íslenskan myndheim fyrr og nú, sem birtist okkur ýmist í listaverkum, alþýðuhandverki, skjölum, bókum og hlutum sem tengjast náttúrunni. Safnkostur stofnananna er fjölbreyttur en við reynum að skeyta þessu saman og brúa lítt kunna listsköpun fyrri tíma og hina þekktu lista- sögu. Sýningin á hug minn allan núna í aðdraganda opnunar. Þess utan tekur alls kyns annað myndlistarstúss mestan manns tíma, það þarf að hafa sig allan við að fylgjast með því það er alltaf svo margt í gangi í listalífinu. Stefnan er svo að halda áfram í ýmsum verkefnum. Ég hef verið sjálfstætt starfandi í sýningarstjórnun lengst af og hyggst halda því áfram þegar þessu verkefni lýkur. Næst mun ég huga að einka- sýningu myndlistarmannsins Magnúsar Sigurðssonar sem verður haldin í Hafnarhúsinu.“ Eiginkona Markúsar er Dorothée Kirch sem er sjálfstætt starfandi í myndlistargeiranum. Dóttir þeirra er Björk Elísabet. „Ég er ekki bú- inn að ákveða hvað ég geri á afmælisdaginn en það læðist að mér sá óþægilegi grunur að fjölskyldan sé með eitthvert ráðabrugg í gangi.“ Markús Þór Andrésson er fertugur í dag Feðginin Markús og Björk Elísabet á ferðalagi í fyrra. Setur upp sýningu í Safnahúsinu Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Sólveig Kristín Borgarsdóttir, Dagný Eyjólfsdóttir, Oddný Eyjólfsdóttir og Guð- mundur Bragi Borgarsson gengu í hús á Hvanneyri og söfnuðu í bauk 4.052 krónum fyrir Rauða krossinn. Þau seldu fólki tattú á handarbakið sem þau teikn- uðu sjálf með tattúpennunum sínum – sumir afþökkuðu tattúteikningu en vildu endilega gefa þeim í söfnunina. Hlutavelta Þ órunn María fæddist í Reykjavík 11.3. 1965, ólst upp í Hlíðunum og flutti bara einu sinni á æskuár- unum, af annarri hæðinni og upp á þá þriðju, í sömu blokkinni í Bogahlíðinni. Hún fékk að byrja skólagöngu árinu yngri en venja var, fylgdi árgangi 1964 í gegnum Hlíða- skóla og lauk stúdentsprófi frá MH eftir það. „Svo lagðist ég í ferðalög, m.a. um Mexíkó, vann á leðurverkstæðinu Skryddu við Smiðjustíg en fór svo til Evrópu 1985 og bjó þar til 1997. Ég hóf Evrópudvölina á tveimur grundvallaratriðum: Fyrst kom ég frönskunni í blóðið með frönskunámi í París, en hitt sem ég gerði, og hef dásamað allar götur síðan, var að finna manninn minn, Hávarð Tryggvason, í Frakklandi – hinn full- komna lífsförunaut.“ Þórunn María stundaði þriggja ára Þórunn María Jónsdóttir, leikmynda- og búningahönnuður – 50 ára Samrýnd hjón Þórunn María og Hávarður á góðri stund í fallegu umhverfi í Danmörku nú fyrir skemmstu. Elskar eiginmanninn, börnin og Evrópu Móðir og móðursystur Frá vinstri: Guðríður, Guðbjörg, Guðrún og Rut. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Smiðjuvegi 68-72, Rvk Hjallahrauni 4, Hfj Fitjabraut 12, Njarðvík Eyrarvegi 33, Selfossi Barðinn, Skútuvogi 2 Við tökum að okkur: Peruskipti, rafgeymaþjónustu, bremsuviðgerðir, stýrisenda, spindilkúlur, kerti, kertaþræði, hjólalegur, fjöðrunarbúnað, viftureimar, hjólastillingar og margt fleira. LAGFÆRUM BÍLINN VIÐ www.solning.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.