Morgunblaðið - 11.03.2015, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.03.2015, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. MARS 2015 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir orðið raun- hæft að árið 2018 verði heildarskuld- ir ríkisins, að frátöldum lífeyris- skuldbindingum og viðskipta- skuldum en að viðbættum sjóðum og bankainnstæðum, orðnar lægri en 45% af vergri landsframleiðslu. Gangi það eftir eru umskipti í rekstri ríkissjóðs framundan. „Það er kærkomið að ríkissjóður taki við sér eftir að hafa verið rekinn með hundraða milljarða halla árin á undan. Bætt afkoma verður að nýt- ast til þess að laga skuldahlutföll ríkissjóðs. Við höfum ekki getað greitt mikið niður nafnverð skuldanna. Samt hafa skuldahlut- föllin batnað,“ segir Bjarni. Í forgangi að greiða skuldir Eins og rakið var í Morgun- blaðinu í gær voru tekjur ríkisins í fyrra þær þriðju mestu frá 1998, 665 ma. Þær jukust um 122 ma. milli ára. Spurður hvernig ríkisstjórnin hyggist nýta sér tekjuaukann segir Bjarni að sett verði í forgang að greiða niður skuldir og byggja upp innviði. Ríkið hefur greitt um 228,4 milljarða í vexti á síðustu þremur ár- um og koma þar til viðbótar um 220 milljörðum í vexti árin 2009 til 2011, eins og Morgunblaðið sagði frá í júlí 2012. Samkvæmt þessu hefur ríkið greitt um 450 milljarða í vexti. „Við höfum notað afkomubatann til að loka fjárlagagatinu og hætta skuldasöfnuninni. Það er ástæða til að skoða að herða enn frekar á fjár- málareglunum sem er að finna í frumvarpi til laga um opinber fjár- mál, þannig að við setjum okkur enn metnaðarfyllri markmið um skulda- hlutföll hins opinbera í framtíðinni en þar er að finna,“ segir Bjarni og bendir á að nú sé unnið að langtíma- áætlun í ríkisfjármálum sem verður lögð fram fyrir lok mánaðar. Samkvæmt frumvarpinu eiga „heildarskuldir, að frátöldum lífeyrisskuldbindingum og við- skiptaskuldum en að viðbættum sjóðum og bankainnstæðum, [að vera] lægri en sem nemur 45% af vergri landsframleiðslu“. Lækka hlutfallið enn frekar Bjarni segir koma til greina að lækka þetta hlutfall enn frekar, enda séu horfur til þess að þessum hlutföllum verði náð á næstu þremur til fjórum árum, eða jafnvel árið 2018. Til samanburðar kom fram í nýrri skýrslu Lánamála ríkisins í fyrra- dag að allar skuldir ríkisins séu 1.509 milljarðar eða 75,5% af VGF. Spurður um fjárfestingu í innvið- um segir Bjarni að stefnt sé að því að hönnun meðferðarkjarna nýs Landspítala verði að fullu lokið á næsta ári og að í kjölfarið verði tekin ákvörðun um að hefja framkvæmdir. Uppbygging nýs sjúkrahótels muni að óbreyttu hefjast á kjörtíma- bilinu. Þá muni samgönguáætlun til næstu ára koma fram á næstunni. Vonir standi til að geta aukið við fjárfestingu í samgöngukerfinu. Spurður hvort ríkisstjórnin hygg- ist nota tækifærið og stíga frekari skref til skattalækkana á næstunni nefnir Bjarni ýmis dæmi um hvernig núverandi ríkisstjórn hefur tekið u- beygju frá skattastefnu síðustu stjórnar. „Við ætlum okkur að ein- falda skattkerfið. Það er lykilatriði í stjórnarsáttmálanum að draga úr því flækjustigi sem hér var innleitt og þeim álögum sem voru lagðar á atvinnulíf og launþega. Fyrstu skrefin hafa verið stigin en við vilj- um gera betur. Í langtímaáætlun- inni munum við sjá hvort það svig- rúm sé ekki að fara að myndast,“ segir Bjarni sem boðar frekari lækkun á tekjuskatti einstaklinga á kjörtímabilinu. Ríkisskuldir lækka hratt  Fjármálaráðherra boðar að ríkisskuldir sem hlutfall af VLF verði 45% árið 2018  Auknar tekjur ríkisins verði notaðar til að greiða niður skuldir og byggja innviði Það er kærkomið að ríkissjóður taki við sér eftir … hundraða millj- arða halla árin á undan. Bjarni Benediktsson Andri Steinn Hilmarsson ash@mbl.is „Markmið Alþjóðaskáksambandsins og mitt, sem forseti sambandsins, er að fjölga þeim sem tefla,“ segir Kirs- an Ilyumzhinov, forseti Alþjóða- skáksambandsins, í samtali við Morgunblaðið. Hann var staddur hérlendis í gær sem sérstakur gest- ur við setningarathöfn Reykjavík- urskákmótsins, sem fór fram í Hörpu. „Það kunna nú um 600 milljónir manna að tefla. Hugmynd mín og slagorð er að ef einn milljarður manna kann að tefla þá er einn millj- arður manna gáfaður,“ segir Ilyumzhinov sem var forseti Kalmy- kíu-héraðsins í Rússlandi áður en hann varð forseti FIDE. „Þar studdi ég skák í skólum og nú kunna 100% barna í héraðinu að tefla. Þau standa sig vel í öðrum fög- um því skák kennir þeim aga og ein- beitingu. Sem forseti Kalmykíu sá ég hvernig skák getur hjálpað börn- um og kennt þeim að læra,“ segir hann en hann býst við að markmiðið um milljarðinn náist innan fimm ára. Í síðustu viku heimsótti hann Ind- land og skrifaði þar undir samning við menntamálaráðherra landsins um skákkennslu. „Það eru um 350 milljónir barna í ríkisreknum skól- um í Indlandi og skákin mun ná til allra skólanna,“ segir hann og bætir við að skákin sé að sækja í sig veðrið í Asíu og Afríku. Það vakti mikla kátínu viðstaddra þegar einu núlifandi forsetar Al- þjóðaskáksambandsins, þeir Friðrik Ólafsson og Ilyumzhinov, ákváðu óvænt að tefla eina hraðskák. Skák- inni lauk með því að Ilyumzhinov gaf hana. „Hann er stórmeistari,“ sagði Ilymzhinov og hló þegar blaðamaður bar úrslitin undir hann. Hann segist bera mikla virðingu fyrir Friðriki. „Hann var frábær sem forseti og áhrifa hans gætir enn,“ segir Ilyumzhinov en hann og Friðrik hitt- ust í fyrsta skipti í gær. „Hann tefldi byrjunina ekki nógu vel svo ég náði fljótt undirtökunum. Eftir það var þetta bara tækniatriði,“ sagði Frið- rik eftir skákina. „Ég var reyndar að segja við hann að hann ætti að gera eitt á sama hátt og ég þegar ég var forseti FIDE. Þá vann ég heimsmeistara í skák. Hann var ekki alveg viss um að honum tækist það. Andstæðingurinn svolít- ið erfiður,“ segir Friðrik en hann sigraði Anatoly Karpov þegar hann var forseti FIDE. Morgunblaðið/Árni Sæberg Núverandi og fyrrverandi Þeir Friðrik Ólafsson og Kirsan Ilyumzhinov ákváðu óvænt að tefla eina hraðskák í Hörpu í gær, sem lauk með sigri Friðriks. Þeir eru einu núlifandi forsetar Alþjóðaskáksambandsins. Markmiðið er að einn milljarður kunni að tefla  Forseti FIDE viðstaddur setningu Reykjavíkurskákmóts Morgunblaðið/Árni Sæberg Skákmót Ilyumzhinov leikur fyrsta leik hjá Mamedyarov og Lux. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Eftirspurn eftir byggingarlóðum í Kópavogi er að nálgast sögulegt meðaltal og getur bærinn orðið valið úr umsækj- endum. Það hamlar hins vegar nýlið- un á fasteigna- markaði að ungt fólk á litla mögu- leika á að kaupa húsnæði vegna hertra krafna um greiðslumat og „okurlána- starfsemi“ bankanna. Þetta er mat Ármanns Kr. Ólafs- sonar, bæjarstjóra í Kópavogi, sem bendir á mikla þörf fyrir húsnæði í bænum. „Heilu árgangarnir eru að bætast við sem ekki hafa farið út á húsnæð- ismarkaðinn. Það er því mikil upp- söfnuð þörf. Það sem ég hef áhyggj- ur af er hvernig bankakerfið ætlar að koma til móts við unga fólkið. Ég held að það sé farið að gera allt of miklar kröfur varðandi greiðslumat, í ljósi þess að unga fólkið á að geta leigt fyrir 200 þúsund á mánuði en ekki borgað 150 þúsund af íbúðaláni. Er það ekki svolítið skrítið?“ spyr Ármann. Erfitt að eignast húsnæði „Vandamálið er að það er stunduð okurlánastarfsemi á Íslandi. Unga fólkið sem er að reyna að borga nið- ur húsin sín er í vinnu hjá bönkunum og nær ekki að borga neitt nema vaxtahlutann. Verkefni dagsins er að það þarf að keyra niður vexti í landinu. Þótt við höfum krónuna sem gjaldmiðil réttlætir það ekki þann ótrúlega vaxtamun sem er. Ég er nú að tala frá hjartanu. Ég hef hugsað málið mikið. Vaxtamunurinn hér er meiri, eða hærri, en bara vextirnir í öðrum löndum. Til hvers er það, þegar við erum varin af höft- um í bak og fyrir?“ spyr Ármann. Þrátt fyrir háan fjármagns- kostnað íbúðalána telur Ármann að merki séu um að byggingariðnaður- inn sé að ná sér á strik eftir mikla lægð. Mikil eftirspurn eftir lóðum Til marks um það sé að skipulags- yfirvöld í Kópavogi yfirfari nú 37 umsóknir í níu byggingarlóðir og 260 íbúðaeiningar í fyrirhuguðu Glaðheimahverfi í austari hluta bæj- arins. Ármann segir alltaf eftirspurn eft- ir góðum byggingarlóðum nema þegar staðan á markaði er óvenju- leg, til dæmis í kjölfar efnahags- lægðar. Einnig þurfi að hafa í huga að Glaðheimasvæðið sé vel staðsett. „Ég held að byggingariðnaðurinn sé kominn á skrið og nálgist það að vera kominn í eðlilegt ástand, með því að byggðar séu 1.500 til 1.800 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu á ári,“ segir Ármann. Bæjarstjóri for- dæmir „okur- lánastarfsemi“  Ármann Kr. Ólafsson segir mikinn vaxtamun hamla uppbyggingu íbúða Ármann Kr. Ólafsson Morgunblaðið/RAX Í vexti Kópavogur er annað fjöl- mennasta sveitarfélag landsins. Gunnar Bragi Sveinsson utan- ríkisráðherra mun á fundi með utanríkis- ráðherrum ellefu annarra Evr- ópuríkja í Sló- vakíu á morgun árétta stefnu ríkis- stjórnarinnar í Evrópumálum. Þetta hefur Morgunblaðið eftir öruggum heimildum en með ræð- unni er Gunnar Bragi sagður taka af skarið varðandi afstöðu ríkisstjórn- arinnar til ESB-umsóknarinnar. Fer frá Litháen til Slóvakíu Ekki náðist í Gunnar Braga síð- degis í gær en hann var þá í opin- berri heimsókn í Litháen, ásamt Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Ís- lands. Þaðan heldur Gunnar Bragi til Slóvakíu þar sem ráðherrar frá norrænu ríkjunum fimm, Eystra- saltsríkjunum þremur og svoköll- uðum Visegrad-ríkjum munu funda, en þau eru Pólland, Tékkland, Sló- vakía og Ungverjaland. Tillaga um afturköllun ESB- umsóknar Íslands bíður afgreiðslu á Alþingi. Yfirlýsing í Evrópumálunum Gunnar Bragi Sveinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.