Morgunblaðið - 11.03.2015, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.03.2015, Blaðsíða 6
BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Ferðaþjónustufyrirtæki greiddu tæplega hálfan milljarð í virðis- aukaskatt í fyrra og var skattskyld velta þeirra tæpir 129 milljarðar. Þetta kemur fram í greiningu Ríkisskattstjóra sem gerð var að beiðni Morgunblaðsins. Skal tekið fram að listinn er ekki tæmandi og veita þessar 20 greinar fyrst og fremst vísbendingu um þessar skatt- greiðslur í ferðaþjónustu. Til samanburðar var skattskyld velta þeirra 59,4 milljarðar 2009 og greiddu þau þá 658 milljónir í virð- isaukaskatt. Skattskyld velta jókst í 74,8 milljarða 2011 og 103,4 millj- arða 2013 og greiddu fyrirtækin þá 589 og 609 milljónir í virðisauka- skatt. Skattskyld velta hefur því ríf- lega tvöfaldast síðan 2009 en greiðsla virðisaukaskatts lækkað. Tölurnar eru á verðlagi hvers árs og er sundurliðun fyrir síðasta ár sýnd í töflu hér til hliðar. Ef upplýsingar um skattskylda veltu skortir er veltan áætluð. Slík velta er hér sýnd sem áætluð velta. Vísbending um fjárfestingu Meginskýringin er sú að virðis- aukaskattur af keyptum vörum hef- ur hækkað úr 8 milljörðum 2009 í 16,5 milljarða í fyrra en hann kemur til frádráttar virðisaukaskatti af seldum vörum og þjónustu. Þessi aukning veitir vísbendingu um fjárfestingu í greininni. Fyrirtæki í ferðaþjónustu keyptu mikið af vörum vegna þjónustu sinn- ar í fyrra og fengu af þeim endur- greidda 16,55 milljarða af virðis- aukaskatti. Virðisaukaskattur af seldri þjónustu var hins vegar hærri, eða rúmir 17 milljarðar. Niður- staðan er því sú að fyrirtækin greiddu 492 milljónir króna í VSK. Veitingastaðir greiddu mest Af þeim greiddu veitingastaðir mest í virðisaukaskatt, eða 1.071 milljón, en veltan var þar mest, eða 54,4 milljarðar. Bílaleigur voru í öðru sæti en þær greiddu 215 millj- ónir í virðisaukaskatt og veltu 26,4 milljörðum. Hótel og gistiheimili með veitingaþjónustu fengu hins vegar endurgreiddar 863 milljónir í virðisaukaskatt og vegur sá frádráttarliður þungt. Veltan í þessum lið er 30,6 millj- arðar og verður að telja líklegt að frádrátturinn skýrist af miklum út- gjöldum vegna stækkunar og upp- byggingar hótela og gististaða. En slík umsvif mynda innskatt sem er frádráttarbær frá útskatti, í þessu tilviki virðisaukaskatti. Hluti hús- næðis undir þessa starfsemi kann að vera í eigu fasteignafélaga og kæmi innskattur vegna endurbóta og framkvæmda þessu til viðbótar. Fyrirtæki í liðnum hótel og gisti- heimili með veitingaþjónustu inn- heimtu tæpa 2,7 milljarða í virðis- aukaskatt af seldri þjónustu og mun sú upphæð að óbreyttu halda áfram að hækka með fjölgun ferðamanna. Millilandaflugið undanskilið Liðurinn farþegaflutningar í milli- landaflugi er hér undanskilinn, enda er markmiðið að skoða virðis- aukaskattskylda veltu vegna þjón- ustu innanlands. Virðisaukaskattur að fjárhæð 1.766 milljónir var endur- greiddur í þessum lið í fyrra. Að honum meðtöldum var því endur- greiddur virðisaukaskattur að fjár- hæð 1.273 milljónir í ferðatengdum greinum í fyrra. Árin 2009, 2011 og 2013 gildir það sama og árið 2014, að með milli- landaflugi fær ferðaþjónustan meiri virðisaukaskatt endurgreiddan sem innskatt en hún greiðir í útskatt. Veltan eykst en skattar minnka  Fyrirtæki í ferðaþjónustu greiddu minna í virðisaukaskatt í fyrra en þau gerðu á árinu 2009  Skattskyld velta þessara fyrirtækja var 129 milljarðar í fyrra en 59 milljarðar á árinu 2009 Morgunblaðið/Golli Brosað á Tjörninni Skattskyld velta í ferðaþjónustu hefur vaxið hratt. Virðisaukaskattsskyld velta ferðaþjónustufyrirtækja 2014 Sundurliðun í milljónum eftir greinum Farþegaflutningará landi, innanbæjarogíúthverfum Rekstur leigubíla Aðrir farþegaflutningará landi Millilanda-ogstrandsiglingarmeðfarþega Farþegaflutningaráskipgengumvatnaleiðum Farþegaflutningarmeðleiguflugi Hóteloggistiheimilimeðveitingaþjónustu Hóteloggistiheimiliánveitingaþjónustu Orlofsdvalarstaðirogannarskonargistiaðstaða Tjaldsvæði,svæðifyrirhúsbílaoghjólhýsi Önnurgistiaðstaða Veitingastaðir Önnurótalinveitingaþjónusta Krár,kaffihúsogdansstaðiro.þ.h. Leigaábifreiðumogléttumvélknúnumökutækjum Ferðaskrifstofur Ferðaskipuleggjendur Önnurbókunarþjónustaogönnurstarfsemitengdferðaþjónustu Rekstursögulegrastaðaogbyggingaogáþekkraferðamannastaða Starfsemiskemmti-ogþemagarða Samtals Skattskyld velta 45 3 389 0 5 106 30.622 5.007 2.478 227 2.464 54.423 1.297 3.904 26.390 142 408 440 6 194 128.551 Undan- þegin velta 1.499 8 4.164 9 0 41.709 272 86 154 1 84 1.550 3 24 244 51 65 67 0 0 49.989 Heildar- velta 1.544 10 4.552 10 5 41.815 30.894 5.094 2.632 228 2.548 55.973 1.300 3.928 26.634 194 473 507 6 194 178.540 Áætluð velta 5 0 19 0 0 5 142 85 52 16 190 698 20 60 150 6 34 49 0 1 1.531 Útskattur alls 13 1 82 0 1 28 2.654 477 219 22 230 5.792 120 484 6.707 28 72 73 1 44 17.046 Inn- skattur 3 0 54 0 1 50 3.518 466 356 20 247 4.720 71 393 6.492 20 53 71 1 18 16.554 Álag- ning 10 1 28 0 1 -22 -863 10 -137 2 -17 1.071 48 91 215 8 19 2 0 26 492 Heimild: Ríkisskattstjóri 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. MARS 2015 Vinur okkar Hákon Ágústsson er fertugur í dag. Gerum daginn hans minnisstæðan. Þeir sem vilja gleðja Hákon geta óhikað sent afmæliskveðjur í síma 618 9836. Blóm, kransar og aðrar gjafir líka vel þegin viðbót á þessum líflega vetrardegi. Til hamingju með daginn Hákon. ÞESSI MAÐUR Á STÓRAFMÆLI Í DAG! Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is „Þetta var mjög falleg fæðing. Hann fæddist í sigurkufli ofan í lauginni,“ segir Natasha T. González sem fæddi sitt fjórða barn, dreng, 8. mars síðast- liðinn í Albertshúsi á Ísafirði. Heilsast þeim vel. Strákurinn kom í heiminn aðfaranótt sunnudags kl. 2:30 en fyrr um daginn hafði Natasha farið í mjög langa fjallgöngu því hún vildi koma fæðingunni af stað. Eiginmaður henn- ar, Jay, og móðir hennar tóku á móti drengnum sem vó 3.480 g og var 54 sentimetra langur. Jay og Natasha hafa haft vetur- setur með stelpurnar sínar þrjár á seglskútunni Messenger í Reykjavík- urhöfn. Elstu stúlkurnar tvær ganga í Austurbæjarskóla. Fjölskyldan fékk Albertshús lánað hjá vinafólki sínu til þess eins að koma nýjasta fjölskyldumeðlimnum í heim- inn. „Við sáum alltaf fyrir okkur að eignast barnið í litlum bæ eins og Ísa- firði, þar sem allt væri rólegt og snjór yfir öllu. Það er gott að komast af bátnum, eiga smá frí með fjölskyld- unni og eignast barnið.“ Drengurinn er 26. barnið sem fæð- ist í Albertshúsi en það síðasta fæddist þar árið 1944. Húsið er í eigu fjöl- skyldu Herdísar Albertsdóttur (1908- 2011) sem bjó þar stærstan hluta ævi sinnar. Herdís aðstoðaði gjarnan kon- ur við fæðingu. Sagðist Natasha hafa fundið vel fyrir þeirri hjálp sjálf. Drengurinn er annað barn þeirra sem fæðist í svonefndum sigurkufli en þá er fósturhimnan enn utan um barn- ið þegar það fæðist. Natasha bendir á að samkvæmt þjóðtrú Kostaríku, en sjálf er hún þaðan, þá fylgir sigur- kuflinum sá máttur að beri sæfari hluta af honum á sér þá snýr hann allt- af aftur til lands heill á húfi. Þess má geta að samkvæmt íslenskri þjóðtrú verður sá sem fæðist í sigurkufli fyr- irtaks lánsmaður. Fjölskyldan skoðar nú nöfn á strák- inn en þau eru staðráðin í að gefa hon- um eitthvert norrænt nafn. „Helst eitthvað sem vísar til íssins,“ segir Na- tasha hugsi. Stúlkurnar þeirra þrjár bera allar táknræn nöfn. Þær heita Luna sem þýðir tungl, Sol og Caribe heitir sú yngsta en hún fæddist við Karíbahafið. Fjölskylda Sol, Natasha, litli strákurinn, Jay, Caribe og Luna. Kom í heiminn í sigur- kufli í heimafæðingu  Fjórða barnið í heiminn hjá segl- skútufólkinu Fyrirtæki í ferðaþjónustu þurfa að greiða marga skatta og er virðisaukaskattur aðeins einn þeirra. Greining Íslandsbanka áætlaði í síðustu viku að a.m.k. þriðjung hagvaxtar á Íslandi frá 2010 megi rekja til ferðaþjón- ustu og um 4.600 af þeim 10.300 störfum sem urðu til. Af þessum stærðum er auð- séð að beinar og óbeinar skatt- greiðslur greinarinnar eru veru- legar. Lítið dæmi er gisti- náttagjald en í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2015 var áætl- að að það myndi skili ríkissjóði 264,7 milljónum króna í ár, að því er segir í frumvarpi um nátt- úrupassann. Átti hann að skila 4,4 milljörðum á árunum 2015- 2018, miðað við miðspá um fjölda ferðamanna og að pass- inn kostaði 1.500 kr. Greiðir mun meira í skatt FERÐAÞJÓNUSTAN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.