Morgunblaðið - 11.03.2015, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 11.03.2015, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. MARS 2015 ✝ Guðrún HuldaBrynjólfsdóttir fæddist í Reykjavík 25. september 1931. Hún lést á Fossheimum, Heil- brigðisstofnun Suð- urlands 1. mars 2015. Foreldrar henn- ar voru Brynjólfur Gíslason, f. 19.3. 1903, d. 21.6. 1983, frá Haugi í Gaulverjabæjar- hreppi og Kristín Árnadóttir, f. 6.6. 1901, d. 25.7. 1974, frá Látalátum í Landsveit. Systkini Guðrúnar eru Þórunn J. Mo- gensen, f. 27.10. 1925, d. 26.3. 2007; Árni Brynjólfsson, f. 25.6. 1934, d. 15.5. 2004; Bryndís Brynjólfsdóttir, f. 4.12. 1945. Hinn 20. janúar 1951 giftist Guðrún Árna Sigursteinssyni, f. 20.1. 1929. Foreldrar Árna voru Sigursteinn Steinþórsson, f. 7.11. 1886, d. 15.10. 1970, og Halldóra Gísladóttir, f. 19.7. 1891, d. 13.9. 1974. Guðrún og Árni eignuðust sex börn: 1) Kristín, f. 19.11. 1950, fyrrver- andi maki Jóhann Þórisson. Börn þeirra eru a) Þórir, synir hans eru Geir Logi og Arnar Daði; b) Dagný Hulda, börn hennar eru Krister Frank, Alísa Ruth og Ísold Rán; c) Árni Grét- ar. 2) Brynjólfur Tryggvi, f. 23.11. 1951, fyrri maki Ingi- f. 29.11. 1957, maki Sveinbjörn Friðjónsson, f. 22.3. 1954. Sonur Sveinbjörns er a) Magnús Arn- ar, börn hans eru Hilmar Daði og Auður Lilja. Börn þeirra eru b) Árni Huldar, börn Ásdís María og Sveinbjörn Viðar; c) Friðjón Mar; d) Drífa. 6) Sólrún f. 29.11. 1957. Börn: a) Dröfn Harðardóttir, börn hennar eru Thomas Ari, Alexander Ingi, Emma Lovísa og Sylvía Karitas; b) Guðrún Unnur Gústafsdóttir. Guðrún Hulda ólst upp á Grettisgötu í Reykjavík og gekk í Austurbæjarskóla. Árið 1942 fluttist fjölskyldan á Sel- foss er foreldrar hennar, Brynj- ólfur og Kristín, festu kaup á Tryggvaskála og hófu þar rekstur. Guðrún gekk í barna- skólann á Selfossi og síðar í Kvennaskólann á Hverabökk- um. Í Tryggvaskála bjó Guðrún og starfaði uns þau Árni hófu búskap. Hjónin bjuggu lengst af á Austurvegi 29 á Selfossi en fluttust að Grenigrund 25 árið 1999. Starfsvettvangur Guð- rúnar var heimilið enda í mörgu að snúast með sex börn og tíðar heimsóknir ættingja og vina. Guðrún tók virkan þátt í félagslífi Selfossbæjar og kom m.a. að stofnun skátafélagsins Fossbúa, var stofnfélagi í Kvennakór Selfoss sem og Hjónaklúbbnum. Þá var Guðrún meðlimur í Málfreyjum ITC og Kvenfélagi Selfoss, auk þess var hún í einum elsta starfandi saumaklúbbi á Selfossi. Útför Guðrúnar Huldu fer fram frá Selfosskirkju í dag, 11. mars 2015, og hefst athöfnin kl. 14. björg Ævarr Steinsdóttir. Börn þeirra eru a) Sig- ursteinn Árni, börn hans eru Ingibjörg Lilja, Árni Steinn og Malen Mist; b) Skúli Freyr, börn hans eru Guðjón Steinn, Silja Kol- brún og Bryndís Ólína. Síðari maki Hreindís Elva Sig- urðardóttir, f. 13.8. 1962. Sonur hennar er c) Hjörtur Elvar. Börn þeirra eru d) Hafsteinn Jökull; e) Brynjólfur Snær; f) Sigurður Ægir. 3) Gunnar Þór, f. 23.11. 1951, fyrri maki Drífa Eysteinsdóttir. Barn þeirra er a) Sandra, börn Eggert Óskar, Gunnar Karl, Drífa Björt og Benjamín Óli. Síðari maki Anna Sigurðardóttir, f. 30.8. 1961, sonur þeirra er b) Nökkvi. 4) Árni, f. 21.5. 1953, maki Ragn- hildur Magnúsdóttir, f. 5.11. 1954. Sonur Árna og Gróu Ing- ólfsdóttur er a) Sveinn Ægir, börn hans Hafrún Sif, barn hennar er Kristófer Henrý, Hjalti Rafn og Helga Signý. Börn Árna og Ragnhildar eru b) Baldvin, börn hans eru Ey- rún Bríet og Kolbrún Bergþóra; c) Stefán Magni, börn hans eru Alexander Þór og Sara Dröfn; d) Halldór, barn hans er Arnar Elí; e) Kristín Brynja. 5) Sigrún, Áfram veginn í vagninum ek ég inn í vaxandi kvöldskugga þröng. Ökubjöllunnar blíðróma kliður hægur blandast við ekilsins söng. Nú er söngurinn hljóður og horfinn, aðeins hljómar frá bjöllunnar klið. Allt er hljótt yfir langferða leiðum þess er leitar að óminni’ og frið. (Þýð. Freysteinn Gunnarsson) Móðir okkar Guðrún Hulda er fallin frá á 84. aldursári. Þegar lit- ið er til baka sést hve mikið var skilið eftir; kærleikurinn sem varðaði veginn, bjargfastur áreið- anleiki, einlæg lífsgleðin, minning um konu sem stóð af einstakri prýði sína lífsvakt. Æskuminningarnar af Austur- veginum eru margar og góðar. Heimilið var vinsæll viðkomu- staður enda varla þangað komið nema einhver væri í heimsókn. Allir voru velkomnir og sóttu vin- ir okkar, síðar börn okkar og önn- ur skyldmenni, til mömmu. Minn- ingar um orgelspilið, skemmtikvöldin, sögustundirnar og matseldina eru allar ofarlega í huga. Mamma var einstök með börn enda löðuðust þau að henni, okkar börn sem annarra. Hjá henni sóttu þau í yndislegan félagsskap, öryggið og hlýjuna sem virtist óþrjótandi. Í huga barnanna var hún amma, amma Gunna, sem tók þeim hverju og einu á jafnréttis- grundvelli og af kærleika. Hún var börnunum ómældur gleði- gjafi, spilaði og söng, fór með vís- ur og ljóð. Mamma var mikill húmoristi, hafði gaman af því að segja sögur og gaf barnabörnunum lítt eftir í glettnum frásögnum og skrýtlum. Hún hafði unun af hverskonar lestri, fróðleiksfús, ekki forvitin, var söngelsk, sótti leikhús og tón- leika og vildi helst alltaf vera inn- an um fólk enda félagsvera mikil. Foreldrar okkar ferðuðust víða, hvort heldur innanlands eða utan, og ber heimili þeirra þess merki með ótal minjagripum hvaðan- æva úr heiminum. Óvíða má finna jafnfjölmenna fjölskyldu og okkar og jafnvel fá- heyrt að fjölskyldumeðlimir þekkist jafnvel og raun ber vitni. Það er ekki síst mömmu að þakka, sameiningartákni fjöl- skyldunnar, líminu sem sameinar okkur. Fyrir það og allt sem hún hefur gefið verðum við ævinleg þakklát. Við kveðjum þig með tregans þunga tár sem tryggð og kærleik veittir liðin ár. Þín fórnarlund var fagurt ævistarf og frá þér eigum við hinn dýra arf. Móðir, dóttir, minningin um þig er mynd af því sem ástin lagði á sig. (Guðrún Jóhannsdóttir) Við kveðjum að sinni með von um að þinn jákvæði andi, glað- værð og yndislegi hlátur fái að fylgja okkur öllum áfram á lífs- leiðinni. Þín börn, Kristín (Stína), Tryggvi, Gunnar (Gunni), Árni (Ponni), Sigrún og Sólrún. Hvílík fegurð. Stjörnur tindr- uðu og norðurljósin dönsuðu á himni nóttina sem tengdamóðir mín bjó sig til sinnar hinstu farar. Það var vel við hæfi því hún var mikill fagurkeri. Myndlist, tón- list, ljóðlist, leiklist og bókmennt- ir veittu henni mikla lífsfyllingu. Menningarviðburðir, veislur og ferðalög var hennar líf og yndi. Geislandi af gleði, alltaf svo vel til- höfð, hárgreiðslan, varaliturinn og naglalakkið á sínum stað. Tæpir þrír áratugir eru liðnir síðan við Tryggvi hófum sambúð og ég kynntist Guðrúnu og Árna á Austurveginum og þeirra fjöl- skyldu. Þau tóku vel á móti mér og syni mínum Hirti Elvari sem strax var tekinn í barnabarnahóp- inn sem fór ört stækkandi. Þetta var blómlegur tími hjá þeim hjón- um, börnin löngu flogin úr hreiðr- inu, mikil umsvif í atvinnurekstri þeirra og þau farin að geta ferðast og notið lífsins. Upp úr stóðu heimsreisurnar með Ingólfi Guð- brands sem voru þeim svo dýr- mætar. Að fara á vit ævintýra með sínum góðu ferðafélögum gaf þeim gleði, víðsýni og mikla þekk- ingu sem var svo skemmtilegt að upplifa með þeim í skemmtilegum frásögnum og myndum. Gaman er að minnast heim- sókna þeirra hjóna til okkar þeg- ar við bjuggum austur á Höfn í Hornafirði. Bíllinn rann í hlað, Gunna birtist með fallegan blóm- vönd og Árni bar töskurnar inn eina af annarri því Gunna var með réttan klæðnað við hvert tilefni sem upp gæti komið meðan á dvölinni stæði. Farið var á Vatna- jökul, ekið um sveitir og dáðst að fallegri náttúrunni. Hún söng fyr- ir strákana nokkrar valinkunnar vísur og Árni miðlaði fróðleik frá fyrri tímum. Þetta eru dýrmætar minningar. Guðrún var stolt af sínum stóra hópi afkomenda og fylgdist vel með lífi þeirra. Með kærleik og umhyggju ávann hún sér ást og virðingu. Henni var mjög í mun að barnabörnin gengju mennta- veginn og fagnaði hverjum áfanga sem náðist. Skemmst er að minn- ast þess þegar Hafsteinn Jökull tileinkaði ömmu Gunnu stúdents- prófið sitt síðastliðið vor. Sjálf var hún fróðleiksfús, vel lesin og alltaf með ljóð, vísur og nokkrar góðar greinar í veskinu sem hún dró upp og las á góðum stundum. Þú áttir söngva og sól í hjarta er signdi og fágaði viljans stál. Þeir þurftu ekki um kulda að kvarta, er kynni höfðu af þinni sál. (Grétar Fells) Blessuð sé minning Guðrúnar Huldu. Hreindís Elva. Upp rennur brátt sú stund að ég fylgi ömmu minni síðasta spöl- inn þar sem hún verður lögð til hinstu hvílu. Að ætla sér að lýsa með orðum því ferðalagi sem við höfum átt saman síðustu 32 árin er nánast ógerningur, svo margar voru stundirnar, uppátækin, bíl- túrarnir, söngvarnir og nú aðeins minningarnar. Amma Gunna var einstaklega skemmtilegur og margslunginn einstaklingur sem hafði mikil áhrif á uppvöxt minn og það hvaða mann ég hef að geyma í dag. Fyrir það er hjarta mitt fullt af þakklæti. Ég hef orð- ið þeirrar gæfu aðnjótandi að geta kallað heimili hennar og afa mitt annað æskuheimili og þar fékk ég hlýju, skjól og næringu sem mun fylgja mér ævina á enda. Þegar hugsað er til baka um allar stundirnar sem við áttum saman er þrennt sem einkenndi þær flestar; hlátur, söngur og góður matur. Amma var leiftr- andi húmoristi, það var alltaf hægt að plata hana út í allskonar vitleysu, hún sá skondnar hliðar á tilverunni og hafði mikla þörf fyr- ir að hlæja og njóta gleðinnar með öðrum. Hún hló frá hjartanu ein- lægum og dillandi hlátri sem breiddist um allan líkamann og smitaði út frá sér þannig að nær- staddir réðu ekki við sig og tóku undir. Ég held það væri ekki ofsögum sagt að segja að amma Gunna hafi sungið sig í gegnum lífið og að hún elskaði tónlist af lífi og sál. Hún brast í söng oft á dag og gutl- aði á orgel, gítar, munnhörpu og skeiðar ef henni fannst sig vanta undirleik. Amma Gunna var mikil lífs- nautnakona. Hún elskaði listir og menningu og sótti alla listviðburði sem hún gat; leikhús, tónleika og myndlistarsýningar og var mikið í mun að hennar fólk væri nú soldið kúltíverað eins og hún orðaði það. Hún hafði næmt auga fyrir því fagra og það er margt sem ber þess glöggt merki hvort sem er heimili þeirra með öllum sínum fallegu munum eða kjólasafnið hennar en margir hverjir kjól- anna voru sérsaumaðir á hana eftir hennar forskrift. Henni ömmu minni þótti af- skaplega gott að borða góðan mat, það er ekki hægt að segja annað. Það var alltaf mikill matur í kringum hana, enda var hún bæði listakokkur og manneskja sem fólk hafði gaman af að gefa að borða. Amma var svo margt; húmor- isti, gleðigjafi, söngfugl, listunn- andi og matmóðir. Hún var sigld- ur heimsborgari, sögukona, klettur í raun, hverju barni skjól, ráðagóð og útsjónarsöm, stolt ættmóðir og sameiningartákn. En fyrst og fremst var hún ein- staklega mennsk og mikill vinur minn. Elsku amma, ég er svo glaður í hjarta mínu að hafa síðastliðinn aðfangadag átt með þér stund þar sem við gátum gefið okkur góðan tíma til að greiða þér, klæða í sparifötin og gera þig fína því þú varst líka einlægt jólabarn. Það verður víst ekki „skrifað á eitt einasta hangikjöt‘‘ framar, það er komið að því að kveðja og þakka fyrir samfylgdina, hún var ævin- týralegt ferðalag. „Harmaljóð úr hafsins bárum, hjarta mínu fylgdu á meðan.‘‘ segir í laginu sem við sungum svo oft saman og þau fylgja mér í dag. Takk fyrir að vera vinur minn. Árni Grétar. Rauður varalitur, bleiklakkað- ar neglur, fín og vel tilhöfð kona með fallega skartgripi. Þetta var amma Gunna eins og allir í fjöl- skyldunni kölluðu hana. Kona sem var komin með fjögur börn þegar það elsta var tveggja ára og enn áttu tvö eftir að bætast við. Kona sem stóð í stafni stórfjöl- skyldunnar og hélt henni saman. Þá samgladdist hún innilega þeim sem gekk vel í leik eða starfi hvort sem þeir voru innan fjölskyldunn- ar eða utan og var óspör á að miðla þeim fróðleik. Enda fannst mér ákaflega merkilegt hvað allir í þessari stóru fjölskyldu, þar sem afkomendurnir eru nú orðnir 54, þekktust einstaklega vel og hvað samgangur milli kynslóða var mikill. En það var ekki síst vegna ömmu Gunnu. Hún sagðist vera „fróðleiksfús“ og vorum við hin, misjafnlega mikið tjáskiptafötluð, ákaflega ánægð með þessa fróð- leiksfýsn hennar. Ég kynnist Gunnari syni henn- ar fyrir tæpum 20 árum og fékk því aðeins lítillega að kynnast líf- inu á Austurveginum en ég fékk á tilfinninguna að þar hefði oft verið mikið fjör og glatt á hjalla. Fjöl- skyldan kom þar jafnan saman og alltaf var heimilið opið öllum úr stórfjölskyldunni sem oft áttu er- indi á Selfoss. Nökkvi sonur okkar Gunnars er yngsta barnabarnið og naut þess að koma í heimsókn til ömmu Gunnu og afa Árna þegar þau voru flutt í Grenigrundina. Þar var alltaf tekið á móti okkur með breiðu brosi og hlýju faðmlagi. Í þeim heimsóknum voru oft ýmis prakkarastrik pabba hans rifjuð upp en oftar en ekki voru þau mæðginin alls ekki sammála um atburðarásina og stóðu bæði föst á sínu. Þá var ekki síðra að heyra Gunnu segja sögur af fólkinu sem vann í Tryggvaskála, jólahaldinu þar og hvernig líf fjölskyldunnar snerist um rekstur hans. Gunna var fagurkeri og naut þess að hafa mikið af fallegum munum í kringum sig sem þau Árni höfðu m.a. haft heim með sér frá fjarlægum slóðum. En blaða- úrklippurnar úr Morgunblaðinu og Dagskránni voru líka allt eins dýrmætar í hennar huga og stytt- urnar eftir Guðmund frá Miðdal. Gerði hún oft óspart grín að sjálfri sér fyrir þessa söfnunarár- áttu sína. Heilsu Gunnu hrakaði mikið á sl. ári og var hún ekkert of ánægð með hvernig var komið fyrir henni. En þakklát var hún fyrir þá hlýju og alúð sem einkenndi allt starfsfólkið á Fossheimum þar sem hún dvaldi síðustu mán- uðina. Að leiðarlokum þakka ég fyrir að hafa kynnst þessari mikilhæfu og glaðværu konu sem bar hag okkar allra svo mjög fyrir brjósti. Anna Sigurðardóttir. Elsku amma, nokkur orð til að klippa út og varðveita. Þakklæti er efst í huga þegar minningarnar streyma um stund- irnar á Austurveginum, í Ylheim- um, í Grenigrund og í Reykjavík. Öll ferðalögin, allir rúntarnir og allar sögurnar. Þegar amma mætti á svæðið fylltist allt af lífi og gleði. Hún var ávallt uppstríluð með bleikasta varalitinn sem fékkst á Selfossi og með henni fylgdu yfirleitt nokkrar töskur með örfáum hólf- um enda lífsnauðsynlegt að hafa varalit til skiptanna, eyrnapinna, sótthreinsiþurrkur og nokkrar týpur af vatnshettum til að skemma ekki lagninguna, líka þegar farið var í ísbíltúr. Traust, hlýja og húmor eru orð sem eiga vel við um ömmu. Hún var góður hlustandi og hægt að ræða við hana um allt, enda fróð- leiksfús en alls ekki forvitin. Hún var skipulögð og með söfnunar- áráttu af ýmsu tagi og því kom sér vel að afi er einhver besti raðari sem þekkist. Eitthvert magnað- asta skipulag áður en Excel kom til sögunnar er í sumarbústaðn- um, Ylheimum, þar sem hvert einasta atriði er sérstaklega merkt þannig að allt fari örugg- lega á sinn stað. Það sama átti við um frystikistuna hjá ömmu, þar sem búið var að sérmerkja allar kökurnar og ísblómin með jarð- arberja- eða karamellubragði. Amma var höfðingi heim að sækja, en lét líka alveg hafa fyrir sér og þótti alls ekki leiðinlegt að vera í selskap og láta dekra svo- lítið við sig. Hún hafði einstakt lag á því að segja sögur þannig að eftir því væri tekið, hún söng, spilaði og trallaði og framkvæmdi alls konar búkhljóð yngstu kyn- slóðinni til mikillar skemmtunar. Elsku amma, það eru forrétt- indi að hafa fengið þessar stundir með þér og þótt það sé sárt að kveðja munu minningarnar lifa. Guð geymi þig. Þinn Árni Huldar. Elsku besta amma Gunna hef- ur nú kvatt þessa jarðvist. Amma flutti á Selfoss tíu ára gömul, ólst upp í Tryggvaskála sem foreldrar hennar ráku í rúm 30 ár og átti svo sitt heimili á Selfossi alla tíð með afa Árna. Þau eignuðust sex börn á sjö árum, þar af tvenna tvíbura, afkomendurnir orðnir 54 og fleiri á leiðinni. Ömmu fannst hún mjög lánsöm með allan hóp- inn, var full af stolti og væntum- þykju. Ég hefði viljað hafa hana alltaf hjá okkur og það er skrýtið að fara ekki að heimsækja hana lengur. Annars var það hún sem var miklu duglegri að heimsækja mig og okkur fjölskylduna í Dæ- lenginu, koma við í „fýlubíltúr- um“ og hitta skemmtilegt fólk eins og hún orðaði það. En síðast- liðið haust fór heilsunni verulega að hraka og ég fór að heimsækja hana, fyrst á Kumbaravog og svo á Fossheima þar sem hún fékk hjúkrunarpláss á sama stað og afi. Hún var þó eftir sem áður áhugasöm um mig og mína, alla stórfjölskylduna og fleira sam- ferðafólk. Hún fylgdist vel með börnunum í fjölskyldunni, hafði mikla ánægju af samskiptum við þau og minningar mínar úr barn- æsku um ömmu Gunnu endur- ljómuðu í samskiptum hennar við börnin mín. Ég minnist ótal samveru- stunda með ömmu Gunnu sem barn. Austurvegur 29 var fjöl- sóttur og þar var oft margt um manninn. Amma á þönum í eld- húsinu, þvottahúsinu, snúrunum, uppþvottavélinni, strauvélinni en samt alltaf kát og létt í spori. Ljóðelsk og músíkölsk, söng mik- ið og kenndi mér að syngja mörg lög og vísur. Heimilið svo fallegt og ævintýraheimur í mínum huga, með listaverkum og falleg- um munum sem amma og afi höfðu m.a. eignast á ferðalögum sínum um heiminn. Ég man svo margt og langar að segja frá því öllu. En þegar ég lít mér nær í tíma og til samveru okkar í 45 ár, þá stendur upp úr óendanlegt þakklæti fyrir þessa yndislegu ömmu sem kenndi mér svo margt, þessa fallegu, skemmti- legu og hlýju konu, vinkonu mína, ömmu Gunnu. Hún elskaði lífið heitt, var mikil félagsvera, bar mikla umhyggju fyrir fólkinu sínu, hafði áhuga á svo mörgu, stundaði félagsstarf af kappi, spjallaði um allt milli himins og jarðar, mikill fagurkeri sem las mikið, fór í leikhús og á listsýn- ingar og elskaði að fara á tón- leika. Hún var sannkölluð ætt- móðir, sameiningartákn fjölskyldunnar allrar og hún var amma Gunna í huga miklu fleiri barna en okkar Nökkva bróður, barnanna minna, frændsystkin- anna og þeirra barna. Elsku amma, ég minnist þín með gleði í hjarta og mikið mun ég sakna þín en ef syrtir að „… ég syng mig inn í sólskinsveröld bjarta“, í minningu þinni, sem alltaf mun lifa með mér. Takk fyrir allt. Sandra. Guðrún Hulda Brynjólfsdóttir HINSTA KVEÐJA Þitt starf var farsælt, hönd þín hlý og hógvær göfgi svipnum í. Þitt orð var heilt, þitt hjarta milt og hugardjúpið bjart og stillt. En styrinn aldrei stóð um þig, – hver stormur varð að lægja sig, er sólskin þinnar sálar skein á satt og rétt í hverri grein. (Jóhannes úr Kötlum) Sofðu rótt mín kæra vina, englar Guðs þér yfir vaki og verndi. Hjartans þökk fyrir þína vináttu, ást og tryggð. Ingibjörg, Ævarr og fjölskylda. Í hjarta mínu er hátíð. Hver hugsun og tilfinning mín verða að örsmáum englum, sem allir fljúga til þín. Þeir ætla að syngja þér söngva og segja þér, hvað þú ert góð – og eigir sál mína alla og allt mitt hjarta blóð. (Davíð Stefánsson) Takk fyrir allt elsku amma. Þín Dröfn.  Fleiri minningargreinar um Guðrúnu Huldu Brynjólfs- dóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.