Morgunblaðið - 11.03.2015, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 11.03.2015, Blaðsíða 35
nám í fatahönnun og sníðagerð við Esmod og starfaði síðan hjá Peckler’s Paris, trendbókaútgáfu, og hjá Mar- iot Chanet, ungu og upprennandi hönnuðamerki. Eftir sex ára dvöl í Frakklandi fluttu þau til Antwerpen í Belgíu þar sem Hávarður fékk starf í Konung- legu flæmsku óperuhljómsveitinni en hún starfaði hjá Dries van Noten, heimsþekktu fatamerki með höfuð- stöðvar í Antwerpen, og hannaði auk þess búninga fyrir uppsetningar við Konunglegu flæmsku óperuna og fleiri belgísk óperuhús. „Frá Frakklandi hef ég ást mína á kampavíni, rauðvíni og ostum. Það er ýmislegt sem ég geri ef það er kalt kampavín í boði. En það verður að vera alvöru Champagne, ekkert freyðivín. Frá Belgíu hef ég ást mína á súkkulaði, en ég þakka guði fyrir að ég kunni ekki að meta bjór meðan ég bjó þar. Það hefði getað endað illa.“ Á tíunda áratugnum fékk Hávarð- ur stöðu sem leiðandi kontrabassa- leikari við Sinfóníuhljómsveit Íslands og þau hjónin fluttu heim: „Ég var ekkert yfir mig spennt yfir þeim flutningum. Mér líkaði vel í Evrópu og hef alla tíð síðan verið viss um að þeir sem ekki eru Evrópusinnar hljóti að hafa farið á mis við eitthvað mikið í lífinu.“ Þórunn María hefur hannað bún- inga í Þjóðleikhúsinu, Borgarleikhúsi, Íslensku óperunni og Hafnar- fjarðarleikhúsinu. Hún hefur hlotið tilnefningu til Grímuverðlauna fyrir ýmis verk sín, nú síðast fyrir búninga í Húsi Bernhörðu Alba. Nýjasta verkefni hennar verður frumsýnt í Kassanum í Þjóðleikhús- inu annað kvöld, Segulsvið eftir Sig- urð Pálsson í leikstjórn Kristínar Jó- hannesdóttur. Þórunn María kennir við Lista- háskólann, Myndlistaskólann í Reykjavík og er kennslustjóri á fata- og textílhönnunarbraut Fjölbrauta- skólans í Garðabæ. Hún situr í stjórn Félags leikmynda- og búningahöf- unda, Samtaka list- og hönn- unarkennara á framhaldstigi og í stjórn Myndstefs. „Mér finnst ég ótrúlega heppin kona. Ég á frábæra fjölskyldu, börnin mín, Hildur Franziska og Tryggvi Kormákur, eru miklir foreldrabetr- ungar. Ég á ótrúlega samstarfsmenn og einstaka vini. Ég vona hins vegar að ég erfi lífsneistann og hressleikann frá kerlunum í móðurættinni. Móðir mín, 86 ára gömul, og systur hennar þrjár, hver annarri flottari, glaðari og kátari. Pant verða svoleiðis. Ég lít svo á að núna þegar ég er að ná þessum virðulega aldri geti ég al- farið hætt að hafa áhyggjur af því hvað öðrum finnst eða finnst ekki. Hér eftir skrifast þá hlutirnir á elli- glöp ef ekki vill betur. Ég er frjáls!“ Fjölskylda Eiginmaður Þórunnar Maríu er Hávarður Tryggvason, f. 17.6. 1961, tónlistarmaður. Foreldrar hans: Tryggvi Þorvaldsson, f. 6.11. 1917, d. 8.6. 1994, sjómaður í Reykjavík, og Jóhanna Rakel Jónasdóttir, f. 6.8. 1935, húsfreyja í Reykjavík. Börn Þórunnar Maríu og Hávarðar eru Hildur Franziska Hávarðar- dóttir, f. 27.7. 1998, nemi í Reykjavík, og Tryggvi Kormákur Hávarðarson, f. 27.1. 2006, grunnskólanemi. Systkini Þórunnar Maríu eru Þór- laug Rósa Jónsdóttir, f. 5.2. 1946, lög- fræðingur í Reykjavík; Óskar Jóns- son, f. 21.2. 1951, rafmagnsverkfræðingur Reykjavík; Ingibjörg Jónsdóttir, f. 18.4. 1959, myndlistarmaður í Reykjavík. Foreldrar Þórunnar Maríu: Jón Ingi Rósantsson, f. 20.4. 1928, d. 9.11. 1987, klæðskerameistari í Reykjavík, og Guðbjörg Pálsdóttir, f. 26.9. 1928, húsfreyja í Reykjavík. Úr frændgarði Þórunnar Maríu Jónsdóttur Þórunn María Jónsdóttir Guðríður Sigurðardóttir húsfr. á Laugabökkum Guðjón Magnússon b. á Laugabökkum í Ölfusi Ingunn Guðjónsdóttir húsfr. og saumakona í Rvík Páll Einarsson rafmagnsfr. í Hafnarfirði Guðbjörg Pálsdóttir húsfr. í Rvík Kristín María Þórðardóttir húsfr. í Borgarholti Einar Gíslason b. og form. í Borgarholti við Stokkseyri Guðríður Pálsdóttir húsfr. í Rvík Ruth Pálsdóttir húsfr. í Rvík Guðrún Pálsdóttir húsfr. í Rvík Ingibjörg Rósa Guðmundsdóttir húsfr. á Efra-Vatnshorni Jón Guðmundur Sigurðsson b. á Efra-Vatnshorni Þórunn María Jónsdóttir húsfr. og saumakona á Efra-Vatnshorni Rósant Jónsson barnakennari og b. á Efra-Vatnshorni í V-Húnavatnss. Jón Ingi Rósantsson klæðskerameistari í Rvík Guðrún Jónsdóttir húsfr. á Ferstiklu Jón Einarsson b. á Ferstiklu í Hvalfirði Eiginmaður og börn Hávarður með Tryggva og Hildi sér við hlið. ÍSLENDINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. MARS 2015 Valtýr fæddist á Árbakka áSkagaströnd 11.3. 1860. For-eldrar hans voru Guðmundur Einarsson, sýsluskrifari á Ytri-Ey og Geitaskarði, og Valdís Guð- mundsdóttir húsfreyja. Eiginkona Valtýs var Anna Jó- hannesdóttir húsfreyja, dóttir Jó- hannesar Guðmundssonar og k.h., Marenar Lárusdóttur Thorarensen. Valtýr var tæplega fimm ára er faðir hans lést. Móðir hans giftist aftur og flutti móðurfjölskyldan til Vesturheims er Valtýr var 16 ára. Hann fór ekki með og sá móður sína aðeins einu sinni eftir það er hann var sjálfur á ferð í Vesturheimi. Valtýr var í Lærða skólanum í Reykjavík og varð fyrsti forseti Framtíðarinnar, elsta skólafélags landsins, lauk stúdentsprófi 1883, mag. art.-prófi frá Hafnarháskóla 1887 og varði doktorsritgerð um norræna menningarsögu við Kaup- mannahafnarháskóla 1889. Hann varð dósent við Kaupmannahafnar- háskóla 1890 í sögu Íslands og bók- menntum og síðan prófessor þar frá 1920 til æviloka. Valtýr settist fyrst á Alþingi 1894 og tók fljótlega að semja við danska ráðamenn um sjálfstjórnarkröfur Ís- lendinga. Hugmynd hans var að fá íslenskan ráðherra í danska ríkis- stjórn. Viðbrögð Dana bentu til þess að Valtýr yrði sjálfur Íslands- ráðherra í danskri stjórn. En um aldamótin var komin fram skýr, ís- lensk krafa um íslenskan ráðherra í Reykjavík. Andstæðingar valtýsk- unnar nefndu sig heimastjórnar- menn. Stjórnarskipti í Danmörku urðu til þess að þeir fengu kröfu sinni framfylgt og Hannes Hafstein „stal“ ráðherraembættinu af Valtý með glæsimennsku sinni og góðum samböndum í Kaupmannahöfn. Valtýr var alþm. Vestmanneyinga 1894-1901, Gullbringu- og Kjósar- sýslu 1903-1908, og Seyðfirðinga 1911-13. Hann var stofnandi Eim- reiðarinnar, frægs tímarits um þjóð- mál, og ritstjóri hennar til 1918. Eft- ir hann liggja rit um íslenska sögu, málfræði og bókmenntir, ljóð og ógrynni greina um stjórnmál. Valtýr lést 23.7. 1928. Merkir Íslendingar Valtýr Guðmundsson 95 ára Lea Kristjánsdóttir 90 ára Helga Jónsdóttir Þórveig Sigurðardóttir 85 ára Sesselja Jóna Guðmundsdóttir Sigurfinnur Jónsson 75 ára Ásdís Guðmundsdóttir Elísabet Elsa Gunnarsson Guðrún A. Björgvinsdóttir Sigríður H. Gunnarsdóttir 70 ára Halldóra Kristinsdóttir Kristinn Ólafsson 60 ára Birna R.B. Jóhannsdóttir Bjarnfreður Ármannsson Helga K. Sigurbjörnsdóttir Kristín V. Samúelsdóttir Ólafur Gunnarsson Vigdís Jónsdóttir Þórheiður Einarsdóttir 50 ára Amphon Bansong Bogdan Boguniecki Eðvald Sveinn Valgarðsson Grétar Heimir Helgason Guðmundur Örn Guðjónsson Gunnar Jakob Óskarsson Hlíf Ingibjörnsdóttir Matthías Einarsson Snorri Freyr Jóhannesson Sædís Ingvarsdóttir 40 ára Arnheiður Klausen Gísladóttir Dagur Klemensson Eyrún Kristína Gunnarsdóttir Hákon Ágústsson Kristján Símonarson Lena Heimisdóttir Maríanna Einarsdóttir Markús Þór Andrésson Ragnar Davíð Baldvinsson Sigurfinnur Bjarkarsson Steinunn Ásta Hermannsdóttir 30 ára Guðmundur Guðmundsson Jón Orri Ólafsson Kristín Grétarsdóttir Kristrún Einarsdóttir Matthias Kuehn Renata Katrín Björgvinsdóttir Sigurjón Hávarsson Tinna Jónsdóttir Til hamingju með daginn 30 ára Jón ólst upp í Vestmannaeyjum, býr þar, lauk sveinsprófi í mat- reiðslu frá MK og er mat- reiðslumaður hjá Kokk- unum.is veisluþjónustu. Maki: Lovísa Jónsdóttir, f. 1991, nemi. Sonur: Gísli Freyr Jóns- son, f. 2007. Foreldrar: Marta Jóns- dóttir, f. 1959, leikskóla- kennari, og Gústaf Guð- mundsson, f. 1951, sjómaður. Jón Valgarð Gústafsson 30 ára Arna Björk ólst upp á Kjalarnesi, býr í Hafnarfirði, lauk prófum í hönnun og handverki frá Iðnskólanum í Hafnarfirði og stundar nú nám við Ferðamálaskólann. Sonur: Matthías Hrafn, f. 2010. Foreldrar: Ingveldur Ólöf Björgvinsdóttir, f. 1963, forstöðukona á sambýli í Mosfellsbæ, og Halldór Þröstur Matthíasson, f. 1959, vélstjóri. Arna Björk Halldórsdóttir 30 ára Jóna Rúna ólst upp í Grindavík, býr þar, stundar nám í gæða- stjórnun við Fisktækni- skólann í Grindavík og starfar hjá útgerðarfélag- inu Vísi. Maki: Jón Björn Lár- usson, f. 1977, vélstjóri. Synir: Ívar Örn, f. 2001, Andri Daði, f. 2005, og Óðinn Lár, f. 2011. Foreldrar: Kristín Þor- kelsdóttir, f. 1952, og Er- ling Kristinsson, f. 1951. Jóna Rúna Erlingsdóttir Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.