Morgunblaðið - 11.03.2015, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 11.03.2015, Qupperneq 19
Í átta vikna ferðalagi blaðamanna Morgunblaðsins um hverfin í Reykjavík og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu er fjallað ummannlíf og menningu, atvinnulíf og opinbera þjónustu, útivist og umhverfi og skóla og skipulag með sérstakri áherslu á það sem einkennir hvern stað. neytisins er starfslið bandaríska sendiráðsins fjölmennast, 65 manns. Erlendir starfsmenn, þ.m.t. fjöl- skylda og þjónustulið, er 29 manns. Staðarráðnir starfsmenn sem ekki njóta diplómatískra réttinda eru 36. Næstfjölmennast er rússneska sendi- ráðið. Á skránni er 51, en enginn þeirra er staðarráðinn. Í þriðja sæti er sendiráð Kína með 18 á skrá, dipló- mata, fjölskyldufólk og þjónustulið. Enginn í hópnum er staðarráðinn. Hjá fjórum sendiráðum, breska, ind- verska, japanska og sendiráði ESB, eru síðan 17 samtals á skrá. Þar af eru 11 staðarráðnir hjá breska sendi- ráðinu, einn hjá indverska, þrír hjá því japanska og fimm hjá ESB. Kínverjar stærstir Kínverjar eru skráðir fyrir stærsta skrifstofuhúsnæðinu, sam- tals 5.200 fermetrar. Bandaríkin eru skráð fyrir 2.290 fermetrum skrif- stofuhúsnæðis. Sendiráð Japans er í þriðja sæti með 765 fermetra. Önnur sendiráð eru með mun minna hús- næði. Morgunblaðið/SigurðurBogi Kínverjar Sendiráð Kína er í stórhýsi við Bríetartún, mitt á milli tvennra höfuðstöðva lögreglunnar. Rússar Sendiráð Rússlands er við Garðastræti eins og það sovéska var. Indverjar Sendiráð Indlands er við Túngötu eins og þrjú önnur. Danir Danska sendiráðið hefur lengi verið við Hverfisgötu. Tvö saman Sendiráð Bretlands og Þýskalands eru saman við Laufásveg. laggirnar í öllum bandarískum sendiráðum eftir hryðjuverkaárás á eitt þeirra í Austur-Afríku 1998. Öryggisvarsla sendiráðsins var síð- an stórefld í kjölfar hryðjuverk- anna í New York haustið 2001. Íslensk lögregluyfirvöld fylgjast einnig náið með sendiráðunum og umferð í grennd þeirra. Aka lög- reglubílar reglulega um sendiráðs- hverfin. Er slík gæsla skylda sam- kvæmt Vínarsamningnum um réttindi diplómata. Í 22. grein samningsins segir: „Sérstök skylda hvílir á móttökuríkinu til að gera allar þær ráðstafanir, sem viðeig- andi eru, til að vernda sendiráðs- svæðið fyrir öllum árásum og tjóni og koma í veg fyrir röskun á friði sendiráðsins eða skerðingu á virð- ingu þess.“ Samkvæmt Vínarsamningnum njóta erlend sendiráð og sendi- herrabústaðir friðhelgi. Í áður nefndri skýrslu ríkislögreglustjóra segir að erlendum sendiráðum sé heimilt að grípa til öryggisráðstaf- ana á sendiráðssvæðum. Þetta eigi einnig við um heimili sendiherrans. Yfirleitt ríkir friðsæld og gagn- kvæmur skilningur í sambúð borg- arbúa og erlendu sendiráðanna. Starfsfólk þeirra er enda ósköp venjulegt fjölskyldufólk, margt með lítil börn, og reynir að aðlag- ast samfélaginu þrátt fyrir alla ör- yggisgæsluna í kringum hýbýli þeirra og ferðir. gudmundur@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Bogi Öryggi Búið er að reisa háa girðingu við bústað sendiherra Indlands. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. MARS 2015 Láttu okkur létta undir fyrir næstu veislu Háaleitisbraut 58-60 • 108 Reykjavík • haleiti@bjorg.is • Sími 553 1380 GÆÐI – ÞEKKING – ÞJÓNUSTA Serviettu- og dúkaleiga Gardínuhreinsun Dúkaþvottur Bílar með grænum númeraplötum, hvítum CD- stöfum fremst og síðan númeri eða bókstöfum eru algeng sjón í miðborg Reykjavíkur. Þetta eru farartæki erlendra sendiherra og sendiráðsstarfs- manna hér á landi. Sérstakar reglur gilda um merkingu ökutækja sendiráða. Öll eru þau merkt bókstöfunum CD sem stendur fyrir „Corps diplomatique“, sendi- sveit erlends ríkis. Síðan eru aðrir bókstafir not- aðir hér á landi til að aðgreina einstök sendiráð. Þannig merkir A á númeraplötunni bandaríska sendiráðið, B merkir Bretland, C Danmörk og svo framvegis. Sendiráðsbílar eru af ýmsu tagi. Sendiherrarnir og æðstu menn sendiráðanna aka yfirleitt á svörtum eðalvögnum, jeppum eða fólksbílum, en óbreytt sendiráðsfólk verður að láta sér nægja hvers- dagslegri ökutæki.Litið er svo á að friðhelgi sendiráða gildi einnig í bif- reiðum þeirra. Þannig er íslensku lögreglunni óheimilt að fara inn í sendiráðsbíl og handtaka diplómat sem ekki vill stíga út, jafnvel þótt hann hafi gerst sekur um brot á umferðarlögum eða öðrum lögum. En aðeins örfá dæmi eru um að slík mál hafi komið upp. Eðalvagnar diplómatanna BÍLAR ERLENDRA SENDIRÁÐA ERU SÉRMERKTIR Eðalvagn Þessi var við Garðastræti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.