Morgunblaðið - 11.03.2015, Side 10

Morgunblaðið - 11.03.2015, Side 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. MARS 2015 Malín Brand malin@mbl.is Samkvæmt niðurstöðum úrPISA-könnunum og skýrslusem unnin var fyrir mennta-málaráðuneytið og kom út á síðasta ári er knýjandi þörf á að bæta og samræma kennsluhætti í grunn- og framhalds- skólum. Einkum var til umfjöll- unar þörfin á úr- bótum í stærð- fræði- og lestrar- kennslu. Hvítbók menntamála- ráðherra um stefnumótun í ís- lenskum mennta- málum var kynnt í fyrra og er víða farið að vinna að umbótaáætlun þeirri er þar var kynnt. Í Hafnarfirði er hafið sérstakt átak í lestri og lestr- arundirbúningi. Það einskorðast ekki við grunnskólana átta þar í bæ held- ur eru leikskólarnir sextán einnig virkir þátttakendur í átakinu. Áhugasamt starfsfólk Það sýndi sig að starfsfólk leik- og grunnskóla í bæjarfélaginu hefur mikinn áhuga á nýrri stefnu og var metþátttaka á málþinginu Lestur er lífsins leikur í lok síðasta mánaðar. Aðalfyrirlesararnir voru þau Her- mundur Sigmundsson, prófessor í líf- eðlislegri sálarfræði við Háskólann í Þrándheimi í Noregi, og Freyja Birgisdóttir, dósent í lestrarfræði, sálfræði og aðferðafræði við mennta- vísindasvið Háskóla Íslands. „Þarna voru ýmsir fyrirlestrar um verkefni í læsi og alls kyns verkefni sem unnið er að,“ segir Jenný Dagbjört Gunn- arsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla Hafnarfjarðar. „Það var lagt upp með áætlun fyrir um ári. Stýrihópur í Hafnarfirði fundar reglulega og er skipaður þróunarfulltrúa leikskóla, þróun- arfulltrúa grunnskóla, fulltrúa skóla- stjóra grunnskóla og leikskólastjóra. Síðan eru tveir starfsmenn hópsins, talmeinafræðingar að mennt, sem eru verkefnastjórar hópsins. Við höf- um farið yfir hvað við getum gert til þess að bæta stöðuna,“ segir Jenný Lestur er lífsins leikur í Hafnarfirði Í átta grunnskólum og sextán leikskólum í Hafnarfirði er hafið sérstakt átak í lestri og lestrarundirbúningi. Með því móti er brugðist við kalli menntamálaráð- herra um breyttar áherslur í kennslu til að bæta árangur nemenda, m.a. í lestri. Um 900 manns sem starfa hjá leik- og grunnskólum Hafnarfjarðar sóttu mál- þingið Lestur er lífsins leikur á dögunum þar sem lagður var grunnur að átakinu. Samvinna Til að vel takist til þurfa allir sem að kennslu koma að vera sam- stilltir og samtaka í lestrarátakinu. Byrjað er að efla málvitund barna snemma. Morgunblaðið/Ómar Læsi Daglegur lestur skiptir máli, hvort sem lesið er fyrir börn eða þau lesa sjálf, og það bæði yndislestur og annan lestur. Lestrarstundir eru góðar. Sumir segja að grafíski hönnuðurinn Ámundi Sigurðsson sé „lifandi goð- sögn“ meðal íslenskra grafískra hönnuða. Það ætti því að vera áhuga- vert að kíkja í Hönnunarsafn Íslands, Garðatorgi í Garðabæ, því þar verður opnuð í dag kl. 18 yfirlitssýning á verkum hans. Á 30 ára ferli hefur Ámundi unnið við nánast öll þau verkefni sem graf- ískum hönnuðum eru falin við sjón- ræna miðla. Staðsetning hönnuðar- ins, að hlusta á óskir viðskipta- vinarins og vinna eftir ákveðnum línum, krefst þess að hann lesi vel umhverfi sitt og samsami sig þörfum kúnnans. Í verkum Ámunda má vissu- lega greina stílsögu síðustu áratuga. Höfundarverk hans liggur þó að miklu leyti í þeim andstæðum sem hægt er að tengja togstreitunni við að vera undir valdi listagyðjunnar og að skapa grípandi myndmál. Vefsíðan www.honnunarsafn.is Grípandi myndmál Ámunda Ariadne Ross, höfundur bókarinnar Goddess Liberated, mun fjalla um bók sína í hádeginu í dag í Grófinni í Borgarbókasafninu við Tryggvagötu kl. 12.15. Í bókinni er hugsun okkar ögrað með því að skoða feðraveldið, andstæður kapítalismans og femín- isma samfélags í dag. Ariadne Ross ýtir við meðvitund okkar gagnvart líkamanum, tilfinningum og hug- arfari. Að þegar við notum innsæi okkar til að komast að kjörnunum þremur náum við að beisla okkar gríðarlega sköpunarkraft til góðra verka og við sköpum okkur betri veruleika. Ariadne mun lesa úr bók- inni og leiða gesti í líflegar umræður. Nánar: www.goddessliberated.info og á goddessliberated.blogspot.com Viðburðurinn fer fram á ensku og er öllum opinn. Endilega … … tékkið á Ariadne Ross Heitir dagar Fyrir heimilin í landinu 20% afsláttur af öllum ofnum og helluborðum Stílfögur eldhústæki frá sem gera gott eldhús betra Lágmúla 8 - Sími 530 2800 OPIÐ VIRKA DAGA KL. 10-18 OG LAUGARDAGA KL. 11-15 ormsson.is Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Jenný Dagbjört Gunnarsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.