Morgunblaðið - 11.03.2015, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 11.03.2015, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. MARS 2015 legri stundir þegar vinir voru kvaddir hinstu kveðju. Allt sem hann tók að sér var gert af næmi og vandvirkni. Það var ómetanlegt fyrir mig, þegar ég var að stíga mín fyrstu spor sem prestur Fíladelfíu- kirkjunnar, að hafa hann með mér við útfarir, þar sem öllu skipti að hafa hlutina vandaða og vel gerða. Hann var öryggið uppmálað og það gaf mér styrk og festu. Þar sem ég sit og skrifa þessi orð á skjáinn sé ég útundan mér tvær möppur með nótum sem hann handskrifaði af sálmum, sem hann vildi færa til betri veg- ar. Þetta voru sálmar úr sálma- bókinni Hörpustrengir og hon- um var umhugað um að þeir færu réttir í nótnabækur og í tóntegund sem hentaði vel til söngs. Hann hafði fallega rit- hönd og nóturnar eru enn eitt minnismerkið um vandvirkni hans og metnað. Ég vil þakka fyrir einstaklega ljúf kynni og gott samstarf til margra ára. Megi góður Guð blessa Lydiu, börnin þeirra þrjú, tengdadóttur og barnabörn. Hafliði Kristinsson. Ég þakka Guði fyrir Árna Ar- inbjarnarson. Þakka að hann var í lífi mínu frá því áður en ég man eftir mér og uns yfir lauk. Þakka hlýjuna, öryggið og allar góðu minningarnar um hann og for- eldra hans allt frá bernskuárum. Þakka þátt hans í trúarlegri mótun minni. Þakka að hann var sönn og góð fyrirmynd í orði og verki. Þakka öll samskipti okkar. Þakka að hann spilaði í brúð- kaupi okkar Þóru. Þakka hnökralaust samstarf við hann sem organista á sautjánda ár. Þakka vandvirkni hans, alúð og heilan hug gagnvart starfinu og allt viðhorf hans til kirkjunnar. Þakka bænasamfélagið í kap- ellunni. Þakka traustið og upp- örvunina sem ég fékk frá honum. Þakka að hann átti yndislega eiginkonu og góð börn. Þakka að hann þurfti hvorki að berjast lengur né þjást meira því Drott- inn tók hann til sín. Árni var vandaður maður og vandvirkur, sannarlega trúr yfir sínu. Mörgum var hann blessun, bæði þeim sem hann starfaði með og þeim sem nutu verka hans. Guð blessi minningu Árna Ar- inbjarnarsonar og styrki ástvini hans. Ólafur Jóhannsson. Drottinn gaf og Drottinn tók. Drottinn gaf okkur Árna Arin- bjarnarson og hefur nú tekið hann heim til sín í dýrðina miklu. Árna kynntist ég í ársbyrjun 1989 þegar ég hóf að syngja með Kirkjukór Grensáskirkju. Það tók á móti mér yndislegur mað- ur, stjórnandi kórsins og organ- isti kirkjunnar. Okkur varð strax vel til vina, og ekki skemmdi að við vorum bæði Vestur-Hún- vetningar. Það hafa verið forréttindi að fá að starfa og njóta leiðsagnar Árna öll þessi ár í kórnum, en Árni lét af stöfum fyrir rétt um ári. En það er margs að minnast eftir öll þessi ár í kirkjukórnum. Kórinn fór í ferðalög bæði hér- lendis og erlendis og var Árni alltaf þessi fyrirmyndarforingi. Hægur en sannarlega fylginn sér og vildi hafa allt vel æft og vel undirbúið. Hann sagði alltaf að það skilaði árangri til lengri tíma að leggja vel í æfingar. Þegar gamalt lag var tekið upp og sungið sagði hann oft: „Þetta situr vel enda vel æft í upphafi.“ „Gamli“ kórinn syngur í hljóði núna og tekur ljúfa tóna í hug- anum og við sjáum organistann okkar á ballettskónum sitja við orgelið. Tökum kannski: „Dag í senn, eitt andartak í einu.“ Árni var svo lipur að spila og við sögð- um oft við Lydiu að hann hefði örugglega orðið fínn dansari. Árni var fyrirmyndarstjórnandi og sagði okkur vel til. Hann hafði einstakt lag á að taka ten- órana í gjörgæslu og biðja sópr- aninn að syngja örlítið veikar. Altinn skipti miklu máli og varð að heyrast vel í honum og bass- inn hljómaði vel á botninum. Hann hafði yfirleitt ekki áhyggj- ur af bassanum, því þeir voru svo góðir sagði hann. Árni var einstaklega trúaður maður og á sunnudagsmorgnum í helgistund í litlu kapellunni fyr- ir messu var notalegt að hlusta og taka þátt í bænum hans í upp- hafi dags. Hann lagði allt í hönd Drottins. Þannig var líf hans, hann gekk Drottins veg. Hjóna- band þeirra Lydiu og Árna var líka einstakt. Þau gerðu allt saman og vissi ég að hún var hans aðstoðarmanneskja þegar mikið stóð til hjá kórnum, tón- leikar eða ferðalög. Það var Lydia sem raðaði í kórmöppur fyrir okkur og setti allt í réttar möppur, gömlu harðspjalda eða með gula, rauða eða græna punktinum. Hún stóð alltaf sem klettur við hlið Árna. Þau voru alltaf eins og nýtrúlofuð með blik í auga. Mér er minnisstætt þegar Árni var 70 ára og hann spilaði fyrir hana „Love me ten- der“ á flygilinn heima í stofu. Grensáskirkja stendur í miklu þakklæti við Árna Arinbjarnar- son eftir hans dyggu og ljúfu þjónustu við kirkjuna. Ekki tókst okkur að kveðja hann eins og til stóð sökum heilsubrests hans. Aðeins er kvatt í bili með mikilli virðingu og þökk. Elsku hjartans Lydia, Arin- björn, Pálína og Margrét, sókn- arnefnd Grensássafnaðar og kirkjukórinn sendir ykkur öllum okkar dýpstu samúðarkveðjur nú á erfiðum stundum við fráfall elskulegs eiginmanns, föður, tengdaföður og afa. Minninga- perlur um einstakan ljúfling lifa í hjörtum okkar allra og verða aldrei frá okkur teknar. Elsku Árni, far þú í friði og friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Allt er lagt í hönd Drottins. Kristín Hraundal, formaður sóknarnefndar og kirkju- kórs Grensáskirkju. Ég kynntist Árna Arinbjarn- arsyni sumarið 1950. Ég bjó þá á Akureyri og hittumst við á sum- armóti hvítasunnumanna í Stykkishólmi. Ég varð tólf ára mótsdagana, en hann var þá á sextánda ári og orðinn fram- bærilegur hljóðfæraleikari. Að- alhljóðfæri hans var fiðla, en aukahljóðfæri var píanó. Á mótinu var hann undirleikari söngkórins. Ég var sjálfur byrj- aður í orgelnámi svo ég hreifst mjög af píanóleik hans, sem var framúrskarandi. Ekki löngu síð- ar tók hann við söngstjórn í Fíla- delfíukirkjunni í Reykjavík og hélt uppi vönduðum tónlistar- flutningi kirkjunnar á fjórða ára- tug. Eftir burtfararpróf í fiðluleik fór Árni til framhaldsnáms í London árið 1956. Jafnframt stundaði hann nám í orgelleik. Hann lærði svo hjá Páli Ísólfs- syni og lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík með tónleikum í Dómkirkjunni. Svo vildi til að sama haust og Árni fór til London byrjaði ég nám við Tónlistarskólann í Reykjavík og fól Árni mér söng- stjórn í Fíladelfíu meðan hann væri erlendis. Þetta var mikil áskorun fyrir átján ára strák úr fásinninu fyrir norðan. Eftir heimkomuna frá London urðum við Árni samstarfsmenn í mörg ár. Hann var einstaklega góður samstarfsmaður og vinur, og var vinátta hans einlæg og sönn. Árni var mjög öruggur hljóð- færaleikari, hvort sem hann lék á fiðlu, píanó eða orgel, en org- elið varð hans helsta einleiks- hljóðfæri. Hann hélt fjölmarga orgeltónleika, mest heima, en einnig erlendis. Þá tók hann einnig þátt í tónleikum með öðr- um, eins og þegar hann, með skömmum fyrirvara, var beðinn að hlaupa í skarðið fyrir Pál Ís- ólfsson á tónleikum Pólýfónkórs- ins í Landakotskirkju. Hann lék þar nokkur orgelverk og um tón- leikana skrifaði Þorkell Sigur- björnsson ritdóm í Morgunblað- ið. Þar sagði hann að Árni hefði ekki leikið sem fiðluleikari, ekki sem orgelleikari, heldur sem orgelsnillingur. Einnig var hann góður kenn- ari og kórstjóri. Ég er þakklátur fyrir að hafa kynnst Árna og fengið að starfa með honum í áratugi og fyrir vináttu hans og trúfesti. Ég votta Lydíu frænku minni og börnum þeirra, tengdadóttur og barnabörnum innilega samúð. Daníel Jónasson og fjölskylda. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía kveður Árna Arinbjarnarson, tónlistarmann og fyrrverandi söngstjóra safnaðarins, með mikilli þökk og virðingu fyrir ómetanlega og dygga þjónustu hans um áratuga skeið. Árni gekk í Fíladelfíu í des- ember 1949. Sama vetur fór hann að taka þátt í samkomum safnaðarins, lék á fiðlu og píanó. Aðeins 16 ára gamall tók hann við æfingum Fíladelfíukórsins. Frumraun hans var að stjórna kórnum með litlum fyrirvara í beinni útsendingu úr útvarpssal Ríkisútvarpsins. Tónlistarstarfið færðist á herðar Árna og hann var ráðinn söngstjóri safnaðar- ins í ágúst 1952, 17 ára gamall. Auk kórsins æfði Árni og lék undir söng Fíladelfíukvartetts- ins um árabil, hann stóð fyrir Tónlistardeild Fíladelfíusafnað- arins þar sem ungu hæfileika- ríku fólki var kennt á mörg hljóðfæri. Árni stóð fyrir fjöl- breyttu tónlistarlífi í söfnuðin- um. Auk kórsins sungu íslenskir og útlendir einsöngvarar á sam- komum, auk tvísöngva, kvart- etta, sextetta, tvöfaldra kvart- etta og karlakórs. Undir stjórn Árna komu út plötur með Fíla- delfíukórnum sem seldust í stórum upplögum, útvarps- og sjónvarpsguðþjónustur undir hans stjórn vöktu mikla athygli. Árni var aðaldriffjöðrin þegar 22 radda pípuorgel var keypt og sett upp 1975 í Fíladelfíu við Há- tún. Árni var tónlistarstjóri Fíla- delfíu óslitið til ársins 1988, burðarás í tónlistarlífi safnaðar- ins í næstum fjóra áratugi. Árni var listamaður af Guðs náð, hann var atvinnutónlistar- maður og lék í Sinfóníuhljóm- sveit Íslands auk þess sem hann starfaði sem tónlistarkennari og organisti. Hæfileikar Árna og gáfur stigu honum aldrei til höf- uðs. Hann lærði af frelsaranum og var hógvær og lítillátur um leið og hann var styrkur stjórn- andi. Efniviðurinn sem Árni vann með í kór Fíladelfíu var að stórum hluta söngvið alþýðufólk en ómenntað í söng fyrir utan þá leiðsögn sem Árni veitti því. Úr þessum efnivið smíðaði Árni kór sem vakti hrifningu áheyrenda og söng Guði sínum lof af hjarta. Eftir að Árni hætti að þjóna sem tónlistarstjóri Fíladelfíu lagði hann ævinlega lið af mikl- um fúsleika við tónlistarflutning í söfnuðinum hvenær sem til hans var leitað. Skemmst er að minnast þátttöku Árna og dætra hans, Pálínu fiðluleikara og Mar- grétar sellóleikara, í minningar- stund um Hallgrím Pétursson á föstudaginn langa í fyrra. Árni á heiðurinn af því að hafa lagt grunn að og mótað öflugt tónlistarlíf Hvítasunnukirkjunn- ar Fíladelfíu með fagmennsku sinni og þjónustulund. Á þeim grunni er enn byggt. Við kveðj- um Árna með orðum úr dæmi- sögu Jesú þar sem húsbóndinn ávarpaði þjónana sem ávöxtuðu talenturnar sem þeim voru fengnar. „Gott, þú góði og trúi þjónn. Yfir litlu varstu trúr, yfir mikið mun ég setja þig. Gakk inn í fögnuð herra þíns.“ (Mattheus- arguðspjall 25:21,23). Fjölskyldu Árna, eftirlifandi eiginkonu hans Dóru Lydíu Har- aldsdóttur, börnum þeirra, barnabörnum og öðrum ástvin- um, sendum við okkar innileg- ustu samúðarkveðjur og biðjum þeim huggunar Drottins. Bless- uð sé minning Árna Arinbjarn- arsonar. F.h. Fíladelfíu, Helgi Guðnason. Ég minnist Árna Arinbjarn- arsonar tónlistarmanns með þakklæti fyrir trúfasta þjónustu hans og ómetanlegt framlag á sviði kristilegrar tónlistar hér á landi. Hann markaði djúp spor og skilaði merku ævistarfi. Sem barn og unglingur í Betel í Vest- mannaeyjum man ég hvað Árni var mikils metinn sem söngstjóri í Fíladelfíu í Reykjavík. Hann var afburða tónlistarmaður, vel menntaður og sannur listamað- ur. Það litu allir upp til hans. Seinna fór ég að syngja og spila með Fíladelfíukórnum. Æf- ingarnar á mánudagskvöldum í aðalsalnum og kaffipásurnar í neðri salnum urðu fastur liður í tilverunni. Í kórnum var allt frá unglingum og upp í fólk á sjö- tugsaldri. Árni var duglegur að æfa nýja söngva við íslenska texta og sótti lögin úr ýmsum áttum. Hann var ljúfur en um leið ákveðinn stjórnandi. Árni náði ótrúlega góðum árangri með þann efnivið sem hann hafði, áhugafólk á öllum aldri úr til þess að gera fámennum söfn- uði. Margir höfðu á orði að Fíladelfíukórinn hefði sérstakan hljóm og víst er að kórinn náði eyrum fólks langt út fyrir raðir hvítasunnumanna. Faðir minn, Einar J. Gíslason, varð forstöðumaður Fíladelfíu 1970 og þá hafði Árni, sem var 11 árum yngri en pabbi, verið söngstjóri í 18 ár. Samvinna þeirra var ævinlega mjög góð. Pabbi talaði um Árna af mikilli virðingu og sagði að hann hefði alltaf getað treyst á Árna sem einn sinn nánasta samstarfs- mann. Árni skipulagði tónlistina á sunnudagssamkomunum og dagskrá fyrir útvarps- og sjón- varpsguðsþjónustur. Þar var allt fumlaust og geirneglt og unnið af sannri fagmennsku. Þeir Árni og pabbi stefndu ótrauðir að því að keypt yrði vandað pípuorgel í Fíladelfíu- kirkjuna, eins og hafði verið draumur margra frá því ákveðið var að byggja þetta veglega guðshús við Hátún. Draumurinn rættist sumarið 1975 þegar vígt var orgel sem orgelnefnd, skipuð þeim Árna og organistunum Glúmi Gylfasyni og Daníel Jón- assyni, hafði lagt á ráðin um. Það var mikil hátíð þegar orgelið var vígt og ég minnist þess að pabbi hafði á orði að nú væri stóri salurinn loks fullbúinn. Orgelkaupin og undirbúning- ur þeirra voru vítamínsprauta fyrir tónlistarlífið í Fíladelfíu- kirkjunni. Haldnir voru fjáröfl- unartónleikar sem endurspegl- uðu vel það fjölbreytta tónlistarlíf sem Árni hafði byggt upp. Auk kórsins og strengja- sveitar lék þar lúðrasveit kirkj- unnar og einsöngvarar komu fram. Einnig var þar tvísöngur og minni sönghópar sem fluttu tónlist. Eftir að orgelið var vígt hélt Árni orgeltónleika líkt og ýmsir útlendir orgelmeistarar. Þá fengu margir kórar Fíladel- fíukirkjuna lánaða til tónleika- halds og hljóðritunar. Í fram- haldi af þessu hljóðritaði Fíladelfíukórinn, undir stjórn Árna, hljómplötur sem seldust í bílförmum til stuðnings starfi Samhjálpar. Þegar ráðist var í gagngera hreinsun og endurbætur á pípu- orgelinu árið 2011 var Árni öfl- ugur stuðningsmaður og bak- hjarl þess átaks. Fyrir það vil ég þakka. Ég sendi ástvinum Árna inni- legar samúðarkveðjur og blessa minningu hans. Guðni Einarsson. Fáein þakkar- og kveðjuorð. Fallinn er frá tónlistarmaðurinn Árni Arinbjarnarson. Fyrir fimmtíu árum kynntumst við á sumarmóti Hvítasunnumanna í Kirkjulækjarkoti. Hann stjórn- aði söng og lék undir. Það voru gleðistundir. Kór Fíladelfíu stjórnaði hann um langt árabil. Fíladelfía, kór- inn og Árni voru samangróin í þeirri merkingu að tónlistin og fagnandi söngurinn voru þar fastir liðir í áratugi. Nákvæmur, tónelskur og hvetjandi var hann þar alltaf. Í samkomum á bestu dögun- um, þegar andi Guðs fyllti hjörtu kórfélaganna var eins og himn- arnir opnuðust . Himnarnir opn- uðust. Þannig upplifði ég það þegar sunginn var hinn sígildi sálmur: „Þú mikli Guð sem manninn elskað hefur,“ eða „How Great Thou Art“ eins og hann heitir á frummálinu og er sunginn í kirkjum um víða ver- öld. Þú mikli Guð og ásamt öllum hinum sígildu sálmum Hvíta- sunnumanna fyllti hljómurinn Fíladelfíukirkjuna og sál og anda safnaðarins og það var undursamlegt að hlýða á og vera til og syngja með og fara heim með hjartað fullt af blessun. Blessun. Eitt sinn kom Árni að máli við mig. Hann var með nótnablað í hendinni. Hann spurði ljúflega hvort ég væri til í að skoða text- ann og þýða hann. Svo lék hann lagið á flygilinn. Þetta var í neðri sal kirkjunnar. Lagið var „He Touched Me,“ eftir Gaither. Lag og texti sem nutu feikilegra vin- sælda meðal kristinna manna um víða veröld. Ég íslenskaði textann og Árni tók hann strax til æfinga. Þetta var upphaf að samstarfi okkar um trúarlega texta um árabil. Síðar, þegar við Ásta tókum við forstöðu Samhjálpar Hvíta- sunnumanna kom upp sú hug- mynd að gefa út á hljómplötu af- urð af samstarfi okkar Árna. Starfinu til styrktar. Var þá komið að mér að spyrja Árna hvort hann vildi leggja Samhjálp lið með gerð hljómplötu. Hann tók vel í það og var það upphaf vináttu hans við Samhjálp. Ómetanlegrar vináttu. Hófst nú undirbúningur og síðan upptaka og fyrsta hljómplata Samhjálpar varð til. Seldist hún í stóru upp- lagi og varð mikil lyftistöng fyrir Samhjálparstarfið. Vinátta Árna við Samhjálp Hvítasunnumanna var einlæg og traust allan starfs- tíma okkar Ástu þar. Í dag kveðjum við Árna Ar- inbjarnarson. Einstakan mann, einstakan öðling. Við kveðjum hann með hugann fullan af þakk- læti og einlægri virðingu. Lýdíu Haraldsdóttur konu hans og börnum þeirra, Arinbirni, Pálínu og Margréti og fjölskyldum vott- um við samúð og hluttekningu. Óli Ágústsson, Ásta Jónsdóttir  Fleiri minningargreinar um Árna Arinbjarnarson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Hjartfólgin móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARSIBIL MAGNEA ÓLAFSDÓTTIR MOGENSEN, Rauðalæk 59, Reykjavík, lést þriðjudaginn 3. mars á Landspítalanum í Fossvogi. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Með þökk fyrir veitta samúð og kærleik. Guð blessi ykkur öll. . Peter Lassen Mogensen, Matthías Mogensen, Linda Mogensen, Örn Á. Sigurðsson, Erik Júlíus Mogensen, Kolbrún Mogensen, Sveinbjörn Gunnarsson, Birgir Mogensen, Ásta Ragnheiður Júlíusdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Okkar ástkæri sonur og bróðir, AXEL DAGUR ÁGÚSTSSON, lést laugardaginn 7. mars. . Eydís Bjarnadóttir, Bergur Már Hallgrímsson, Ágúst Þorbjörnsson, Ragnhildur Geirsdóttir, Ívar Hrafn Ágústsson, Geir Þór Ágústsson, Kristín Steinunn Ágústsdóttir, Vaka Bergsdóttir. Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN BJÖRG EMILSDÓTTIR frá Ytri-Hlíð, Vopnafirði, lést fimmtudaginn 5. mars. Útför hennar fer fram frá Vopnafjarðarkirkju mánudaginn 16. mars kl. 14. Jarðsett verður í Hofskirkjugarði. . Sigurjón Friðriksson, Friðrik Sigurjónsson, Emil Sigurjónsson, Aðalheiður Sigr. Steingrímsd., Hörður Sigurjónsson, Petra Jörgensdóttir, Þórný Sigurjónsdóttir, Erla Sigurjónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.