Morgunblaðið - 11.03.2015, Side 9
Fjáröflunartónleikarnir Gamlinginn 2015 til
styrktar orlofsdvöl aldraðra á Löngumýri í
Skagafirði verða haldnir í Lindakirkju í Kópa-
vogi í kvöld og hefjast kl. 20.
Í mörg ár hefur íslenska Þjóðkirkjan staðið
fyrir orlofsbúðum fyrir eldri borgara. Síðast-
liðin 11 ár hafa þær verið starfræktar á Löngu-
mýri í Skagafirði, en þar áður í Skálholti. Þór-
ey Dögg Jónsdóttir, framkvæmdastjóri
eldriborgararáðs Reykjavíkurprófastsdæma,
segir að ferðirnar eigi sér um 30 ára sögu og í
fyrra hafi meðalaldur gestanna verið tæplega
88 ár. Þetta fólk hafi almennt ekki mikinn elli-
lífeyri og hafi lítinn eða engan lífeyrissjóð á
bak við sig. Því sé töluvert í lagt til þess að
styrkja þessar ferðir og meðal annars gefi allir,
sem komi að tónleikunum, vinnu sína.
Fjórar ferðir verða farnar í sumar
Í fyrra voru þrjár 30 manna ferðir en í ár
verða þær fjórar í júní og júlí. Tveir hópar
verða sex nætur, einn hópur í fimm daga og
einn hópur í fjóra daga. Þórey Dögg segir að
vegna mikillar ánægju með ferðirnar hafi hún
ákveðið að bæta einni við í ár. Hún bætir við að
flestir einstaklingarnir í ferðunum treysti sér
ekki til þess að fara í skipulagðar ferðir til út-
landa og sumir séu miklir einstæðingar. „Ein
kona sagði við mig, þegar hún pantaði ferð í
fyrra: „Ég veit að þú trúir því ekki en ég
hlakka til þess að borða með einhverjum öðr-
um.““
Á tónleikunum koma fram Áslaug Helga
Hálfdánardóttir, Gissur Páll Gissurarson,
Guðrún Gunnarsdóttir og Páll Rósinkranz.
Gestasöngvarar eru Löngumýrargengið úr
Skagafirði, sem sér um skemmtikvöldin í ferð-
unum, en það eru Gunnar Rögnvaldsson, Íris
Olga Lúðvíksdóttir, Jón Hallur Ingólfsson og
Sigvaldi Gunnarsson. Tónlistarstjóri er Óskar
Einarsson. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup
Íslands, ávarpar gesti og sr. Guðmundur Karl
Brynjarsson, sóknarprestur í Lindakirkju,
verður kynnir. steinthor@mbl.is
Tónleikarnir Gamlinginn 2015 í kvöld til styrkt-
ar orlofsdvöl aldraðra á Löngumýri í Skagafirði
Gaman að borða með öðrum
Gamlinginn Í fyrra voru þrjár 30 manna ferðir en í ár verða þær fjórar í júní og júlí.
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. MARS 2015
- með morgunkaffinu
Skráðu þig
í iPad-áskrift á
www.mbl.is/mogginn/ipad/
Nú geta
allir fengið
iPad-áskrift
Hjá Parka færðu gullfallegar innihurðir.
Mikið úrval, sjón er sögu ríkari!
Bjóðum aðeins það besta fyrir þig!
Dalvegi 10-14 • Kópavogi
Margar gerðir
af innihurðum
VAKANDI!VERTU
blattafram.is VERNDARI BARNA Í 10 ÁR
93% þolenda þekkja þann
sem beitir þá kynferðislegu
ofbeldi!
Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16
• Engjateigur 5
• Sími 581 2141
• www.hjahrafnhildi.is
Vertu vinur okkar á Facebook St.36–52
Klassísk sparipils og jakkar
Ný sending
Kringlunni 4c – Sími 568 4900
Flott föt fyrir öll
tækifæri
Laugavegi 63 • S: 551 4422
www.laxdal.is/kjólar
20-50% afsláttur
KJÓLADAGAR