Morgunblaðið - 11.03.2015, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 11.03.2015, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. MARS 2015 AFP Gult Leikmaður Man. United fær gult spjald sem sást vel í háskerpu. Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Sjónvarpsstöðvar á Íslandi þurfa eingöngu að óska þess að senda efn- ið sitt út í háskerpu og þá er lítið mál að bregðast við því hjá símafyr- irtækjunum, Símanum og Voda- fone. RÚV 2 og hliðarrásir Stöð 2 sport senda sitt efni ekki út í háskerpu. Samkvæmt upplýsingum frá Vodafone á fyrirtækið og rekur tvö dreifikerfi fyrir sjónvarp sem ná til um 93-99,9% landsmanna um allt land. Sjónvarpsstöðvarnar kaupa dreifingu af Vodafone og geta valið um SD-útsendingar og/eða há- skerpudreifingu á sínu efni. Kjósi sjónvarpsstöð að senda út í há- skerpu þá kostar það. „Ef sjónvarpsstöðvarnar óska eft- ir að fjölga HD-rásum verðum við við því. Sjónvarpsstöðvarnar hafa leyfi fyrir sjónvarpsrásunum og leigja af okkur HD- eða SD-flutning. Háskerpuþjónustan hjá símafélög- unum er hins vegar dýrari en SD,“ segir Gunnhildur Ásta Guðmunds- dóttir hjá Vodafone. Á Íslandi er bæði sent út HD í svokallaðri 720p upplausn og 1080i upplausn sem eru þeir tveir HD-staðlar sem mest eru notaðir til háskerpuútsendinga í heiminum. Sjónvarpsstöðvarnar velja sjálfar hvoru hentar þeim bet- ur að senda út í. Í sjónvarpi Símans eru á þriðja tug rása sendar út í hás- kerpu, þar af eru níu innlendar. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir hjá Símanum segir að sjónvarps- stöðvar geti fengið fleiri háskerpu- rásir hjá Símanum og það sé einfalt mál. „HD-gæði útsendinga eru ekki takmörkuð gæði heldur þjónusta sem Síminn veitir sjónvarps- stöðvum sem óska eftir dreifingu Símans. Síminn hefur aðeins farið fram á að sjónvarpsstöðvar sem kjósa HD standi straum af því að breyta stöð sinni í háskerpu,“ segir Gunnhildur. Háskerpan er val sjónvarpsstöðva  Sjónvarpsstöðvarnar hér á landi ráða því hvort sent er út í HD eða ekki Ný úthlutun á leyfum fyrir götu- og torgsölu í Reykjavík hefur verið auglýst, en opnað verður fyrir um- sóknir mánudaginn 16. mars kl. 9:00 á vef Reykjavíkurborgar. Eldri leyfi falla úr gildi 15. maí. Götusala er leyfisskyld og tekur til hvers kyns sölustarfsemi sem fer fram á almannafæri utanhúss svo sem á torgum, gangstéttum og í al- menningsgörðum. Ekki þarf þó að sækja um leyfi fyrir tombólum barna og ungmenna. Nýjar reglur voru samþykktar í borgarráði um miðjan janúar sl. Lögð verður aukin áhersla á sölu- svæðið við Bernhöftstorfu og er unnið að því að gera það meira að- laðandi. Starfshópur á vegum Reykjavíkurborgar hefur verið virkjaður til þess verkefnis. Umsóknir verða afgreiddar í þeirri röð sem þær berast og ræður það forgangi við úthlutun. Reglan „fyrstur kemur fyrstur fær“ er þannig í gildi og skapar ákveðið jafnræði með umsækjendum, segir í frétt frá borginni. Reglan „fyrstur kemur fyrstur fær“ gildir við torgsöluna Miðbærinn Torgsalan gæðir borgina lífi. Á rúmlega einum mánuði hefur riðuveiki greinst á alls þremur bú- um, einu á Vatns- nesi og tveimur í Skagafirði. Bæ- irnir í Skaga- firði, Valagerði og Víðiholt, eru í hinum forna Seyluhreppi, sem er þekkt riðusvæði ásamt Sæmund- arhlíð og hefur riða greinst nokkr- um sinnum á þessu landsvæði und- anfarin ár. Síðast gerðist það árið 2009. Segir frá þessu á vef Mat- vælastofnunar. Segir þar einnig að nýjasta tilfelli riðuveikinnar, sem kom upp í síð- ustu viku í Víðiholti, komi mönnum ekki á óvart en sé engu að síður vonbrigði. Matvælastofnun vinnur nú að öflun upplýsinga og undir- búningi aðgerða, en ekki eru talin tengsl á milli riðutilfellanna í Vatnsnesi og þeirra sem upp komu í Skagafirði. „Leiða má þó líkum að því að fréttir af riðu hafi aukið að- gát bænda almennt og að þeir hafi orðið meðvitaðri um einkenni sjúk- dómsins því bæði tilfellin í Skaga- firði uppgötvuðust við grun bændanna sjálfra sem sáu einkenni í sínu fé,“ segir á vef stofnunar- innar. Riðuveiki hefur greinst á þremur bæjum síðustu vikur Sauður Riðuveiki kom upp fyrir viku. Tækifæri í mars Nóatúni 4 Sími 520 3000 www.sminor.is Orkuflokkur Öryggisgler SIEMENS - Þvottavél WM 14P3S8DN Tekur mest 8 kg. Vindur upp í 1400 sn./mín. Kolalaus, hljóðlátur og sparneytinn mótor með 10 ára ábyrgð. Tækifærisverð: 129.900 kr. (Fullt verð: 157.900 kr.) Orkuflokkur SIEMENS - Kæli- og frystiskápur KG 36VUW20 (hvítur) Útdraganleg „crisperBox“-skúffa. „lowFrost“-tækni. Stór „bigBox“-frysti- skúffa. Hraðfrysting. H x b x d: 186 x 60 x 65 sm. Tækifærisverð: 79.900 kr. (Fullt verð: 94.700 kr.) SIEMENS - Ryksuga VSZ 3A222 Orkuflokkur A. Parkett og flísar, flokkur C. Teppi, flokkur D. Útblástur A. HEPA-sía. Hljóð: 79 dB. Vinnuradíus: 10 metrar. Tækifærisverð: 22.900 kr. (Fullt verð: 28.900 kr.) SIEMENS - Bakstursofn HB 23AB521S (stál) Stórt 67 lítra ofnrými. Fimm hitunaraðgerðir. Hraðupphitun. Nákvæm hitastýring. Sökkhnappar. Sjálfhreinsiplata á bakhlið. Tækifærisverð: 104.900 kr. (Fullt verð: 126.300 kr.) Orkuflokkur BarnaöryggiHeitur blástur Lux - Hangandi ljós Hæð: 25 sm. Þvermál: 38,5 sm. Tækifærisverð: 13.900 kr. (Fullt verð: 17.900 kr.) Gigaset - Spjaldtölva 8” QV830 Stýrikerfi: AndroidTM 4.2.2 Jelly Bean. Örgjörvi: 1,2 GHz Corex A7. Vinnsluminni: 1 GB. Minni: 8 GB. Skjár: 768 x 1024 pixlar (XGA). Aðalmyndavél: 5 MP, sjálfvirk skerpa myndar. Tækifærisverð: 26.700 kr. (Fullt verð: 35.959 kr.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.