Morgunblaðið - 11.03.2015, Síða 20

Morgunblaðið - 11.03.2015, Síða 20
BAKSVIÐ Margrét Kr. Sigurðardóttir margret@mbl.is Landsframleiðsla síðasta árs var 1.993 milljarðar króna og hefur ekki verið meiri frá árinu 2008 samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands. Hagvöxtur sem mældist 1,9% var undir væntingum markaðarins en fjármálastofnanir höfðu spáð hag- vexti á bilinu 2,0-3,1%. Sömuleiðis er hagvöxturinn töluvert undir 3,6% hagvexti árið 2013. Landsfram- leiðsla á mann jókst um 1,3% í sam- anburði við 2,6% vöxt árið áður. Aukning í einkaneyslu Einkaneysla jókst um 3,7% sem er meiri vöxtur en síðustu ár. Á árinu 2009 dróst einkaneyslan saman um 15%, hún stóð í stað 2010, jókst um 2% árið 2012 og 0,5% árið 2013. Einkaneysla á síðasta ári var svipuð að raungildi og fyrir 10 árum. Einkaneysla sem hlutfall af lands- framleiðslu var 52,6%, sem er svipað og árið á undan. Þetta hlutfall fór lægst í 51% árin 2009-2010 en var á bilinu 55-61% fram til ársins 2007. Samneysla jókst um 1,8% í sam- anburði við 0,7% vöxt árið 2013 og fjárfesting jókst um 13,7% og hefur ekki vaxið meira frá 2006. Góður gangur í hagkerfinu Magnús Stefánsson, hagfræðing- ur hjá Landsbankanum, segir nýjar hagtölur ágætar og að mikil aukning í einkaneyslu, samneyslu og fjárfest- ingu sé merki þess að góður gangur sé í hagkerfinu. „Vöxtur innflutnings er meiri en búast mætti við miðað við aukningu í einkaneyslu og fjárfest- ingu. Líklegt er að þessi innflutning- ur eigi eftir að skila sér í einkaneyslu og fjárfestingu annaðhvort í fyrstu hagtölum þessa árs eða þegar árið 2014 verður endurskoðað.“ Þensla ekki áhyggjuefni Utanríkisverslun dró úr hagvext- inum þar sem útflutningur jókst um 3,1% á sama tíma og innflutningur jókst um 9,9%. Afgangur var af við- skiptum Íslands við útlönd sem nam 6,4% af landsframleiðslu í saman- burði við 8,2% árið 2013. Þetta er sjötta árið í röð sem afgangur mynd- ast en á árabilinu 1998-2008 var halli á hverju ári, að undanskildu árinu 2002. Jón Bjarki Bentsson, hagfræðing- ur hjá Íslandsbanka, tekur undir með Magnúsi og telur að hag- tölurnar lýsi ágætum gangi í bata hagkerfisins eftir mikla skelli 2009 og 2010. „Vöxturinn er þó ekki nægi- lega myndarlegur til að ýta hagkerf- inu í þenslu. Það ætti því að draga úr áhyggjum, til að mynda Seðlabank- ans, því þessar tölur sýna ekki merki um mikla spennu. Þær sýna frekar að hagkerfið er ekki langt frá ein- hvers konar jafnvægi þótt vissulega sé áhyggjuefni hversu neikvætt framlag utanríkisviðskiptanna er.“ Hagvöxtur undir spám  Landsframleiðsla ekki verið meiri frá hruni  Einkaneyslan tekur við sér  Innflutningur eykst meira en útflutningur  Vöxtur í fjárfestingum slær met Verg landsframleiðsla Raunbreyting frá fyrra ári 2009 2010 2011 2012 2013 2014 4% 3% 2% 1% 0% -1% -2% -3% -4% -5% -6% Heimild: Hagstofa Íslands -5,10% -3,10% 2,40% 1,30% 3,60% 1,90% Einkaneysla Milljónir kr. á verðlagi hvers árs 1.060.000 1.020.000 980.000 940.000 900.000 860.000 2011 2012 2013 2014 Heimild: Hagstofa Íslands 878.950 946.707 984.308 1.048.471 20 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. MARS 2015 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á fyrir skort á stærri fjárfestinga- verkefnum sé aukning útlána vís- bending um að enn sé eftirspurn eft- ir langtímafjármögnun meðal viðskiptavina bankans. Uppsöfnuð fjárfestingaþörf Verkefni sem NIB fjármagnar þurfa að auka samkeppnishæfni eða um- hverfi þeirra landa sem eiga bank- ann en þau eru Danmörk, Noregur, Svíþjóð, Finnland, Ísland, Lettland, Litháen og Eistland. „Þörfin á þeim fjárfestingum sem hefur verið frestað hefur safnast upp á liðnum árum. Það er erfitt að segja fyrir um hvenær fjárfesting- arnar fara af stað en við þurfum að vera reiðubúin að fjármagna þau verkefni í samstarfi við viðskipta- banka og aðrar fjármálastofnanir,“ segir forstjórinn. Stór hluti af lán- veitingum bankans fór í rannsóknir og þróun. Þar á meðal eru verkefni sem snúa að framleiðslu á endur- nýjanlegri orku. Í lánum til hins opinbera var áherslan lögð á fjár- festingar í flutningum, vegagerð, heilsugæsluverkefnum og mennt- unaraðstöðu. Hreinar vaxtatekjur námu 239 milljónum evra sem er svipað og ár- ið á undan. Heildareignir bankans í lok árs voru 24.870 milljónir evra og eiginfjárhlutfallið 12% sem er það sama og árið á undan. Margrét Kr. Sigurðardóttir margret@mbl.is Norræni fjárfestingabankinn (NIB) hagnaðist um 210 milljónir evra eða 31,3 milljarða króna, sem er svip- aður hagnaður og árið á undan þeg- ar hann var 217 milljónir evra. Út- lánastarfsemi jókst á árinu og var skrifað undir 45 nýja lánasamninga. Nýju lánin samsvara 2.389 millj- ónum evra sem er þriðjungi meira en árið á undan. Stjórn bankans ger- ir tillögu að arðgreiðslu sem nemur 55 milljónum evra eða um átta millj- örðum króna til eigenda sinna. Í tilkynningu er haft eftir Henrik Normann, forstjóra NIB, að þrátt NIB hagnast um 31 milljarð króna  Þriðjungs aukning í útlánastarfsemi  Leggja til átta milljarða króna í arð Morgunblaðið/Ómar Banki Henrik Normann er forstjóri norræna fjárfestingabankans NIB. ● Starfsmenn sem starfað hafa á rann- sóknasviði Capacent Gallup hafa keypt sviðið út úr fyrirtækinu. Í kjölfar kaup- anna mun sá hluti sem keyptur hefur verið starfa undir merkjum Gallup. Þar verður áhersla lögð á rannsóknir og upplýsingaþjónustu. Capacent verður áfram starfrækt en mun skerpa áherslur sínar í ráðgjöf og ráðning- arþjónustu. Fyrirtækin tvö verða áfram með starfsstöðvar sínar í Ármúla 13 og munu hafa samstarf að því marki sem það er talið uppfylla þjónustuþarfir við- skiptavina þeirra. Framkvæmdastjóri Capacent verður Ingvi Þór Elliðason en framkvæmdastjóri Gallup verður Einar Einarsson. Capacent Gallup skipt upp í tvö fyrirtæki                                    !" !#" ##$" $  %  #  $ # " &'()* (+(      ,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5 $"# !$" !$ # $ % "  !$ ##% "$## $ !$# !#! ##% $% %$ # " #! "" !%# ! ● Framboðsfrestur til stjórnar VÍS rann út 7. mars síðastliðinn. Sex sækjast eft- ir sæti í aðalstjórn. Hallbjörn Karlsson, sem verið hefur stjórnarformaður, hverfur úr stjórn en aðrir sitjandi stjórn- armenn óska eftir áframhaldandi setu. Þá hafa boðið sig fram Bjarni Brynjólfs- son og Maríanna Jónasdóttir. Þar sem samþykktir félagsins tryggja sem jafn- asta skiptingu kynja er Bjarni sjálfkjör- inn ásamt Steinari Þór Guðgeirssyni sem fyrir er í stjórninni. Maríanna mun því takast á um stjórnarsætið við þær Ástu Dís Óladóttur, Guðrúnu Þorgeirs- dóttur og Helgu Jónsdóttur, sem allar eru í stjórninni fyrir. Fjórar konur berjast um þrjú stjórnarsæti í VÍS STUTTAR FRÉTTIR ... MÁ BJÓÐA ÞÉR Í SJÓNMÆLINGU? 20% afsláttur af öllum gleraugum. Gildir út mars. Hamraborg 10 – Sími: 554 3200 – Opið: Virka daga 9.30-18 Laugardaga 11–14

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.