Morgunblaðið - 11.03.2015, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 11.03.2015, Blaðsíða 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. MARS 2015 Blaðaljósmyndarafélag Íslands efn- ir í kvöld, miðvikudagskvöld, klukkan 18-20, í samstarfi við Can- on og Nýherja, til viðburðar í Gerð- arsafni í Kópavogi er nefnist „Sög- urnar á bak við myndirnar“. Þar munu verðlaunahafar í keppni blaðaljósmyndara um „Myndir árs- ins 2014“ segja sögurnar á bak við verðlaunamyndir þeirra. Sýning á úrvali blaða- og tímaritaljósmynd- ara frá liðnu ári stendur nú yfir í safninu. Segja frá verð- launamyndum Ljósmyndarar Nokkrir verðlaunahafa. Veðurofsinn hafði áhrif á margt í gær og var Borgarleik- húsið þar engin undantekning. Einn leikarinn í Billy Elliot var veðurtepptur fyr- ir austan fjall og komst því ekki í húsið til að sýna í gærkvöldi. Þurfti þá að finna strax staðgengil fyrir leikarann Hilmar Guðjónsson sem leikur píanóleik- arann Braithwaite í sýningunni. Enginn þekkti hlutverkið betur en leikstjórinn sjálfur og enginn þekkti dansporin í hópatriðunum betur er danskennarinn sjálfur. Stukku því þau Bergur Þór Ingólfsson leikstjóri og Chantelle Carey danskennari í búninga og sýndu sýninguna Billy Elliot í Hilmars stað. Bergur hefur sem leikstjóri áður stokkið inn í hlut- verk forfallaðs leikara. Leysti af veðurtepptan leikara í gær Bergur Ingólfsson tilbúinn á svið. Lífshlaup breska eðlisfræð-ingsins Stephens Hawk-ings er stórfróðlegt ogsýnir hvernig hægt er að sigrast á þeim erfiðleikum sem lífið veitir stundum. Það er því líklega ekki að undra að búið sé að gera kvikmynd um ævi þessa stórbrotna manns og er helsta spurningin sú hvers vegna það var ekki gert fyrr. Stephen Hawking (Eddie Red- mayne, Les Miserables) er ungur doktorsnemi í Cambridge, örlítið klaufskur og óframfærinn, en hæfi- leikar hans á sviði eðlisfræðinnar leyna sér ekki. Hann kynnist Jane Wilde (Felicity Jones, Amazing Spider-Man 2), ungri háskólastúd- ínu sem er að læra hugvísindi, og þau fella hugi saman. En dökkur skuggi hangir yfir, því ekki líður á löngu áður en áfall- ið dynur yfir. Hawking er fljótlega greindur með hinn skelfilega taugahrörnunarsjúkdóm MND/ ALS. Læknar Hawkings segja að hann eigi tvö ár eftir ólifuð, en þrátt fyrir það ákveða Stephen og Jane að gifta sig og stofna fjöl- skyldu. Árin verða hins vegar mun fleiri en tvö á meðan sjúkdómur Hawk- ings ágerist. Heimilishaldið er erf- itt fyrir Jane, því Hawking neitar allri húshjálp, og því fellur það á hana að sinna ekki bara lang- veikum eiginmanni sínum, heldur einnig tveimur börnum þeirra. Þeg- ar móðir Jane (Emily Watson) hvetur hana til þess að byrja í kirkjukórnum kynnist hún hinum geðþekka kórstjóra Jonathan Jones (Charlie Cox), sem fljótlega verður stór hluti af lífi Hawking-hjónanna. Hann kennir börnum þeirra á pí- anó og aðstoðar Jane við umönnun bæði barnanna og Hawkings. Um leið kviknar spenna, þar sem tengdaforeldra Jane fer að gruna að Jonathan sé henni meira en bara kórstjóri og píanókennari þeg- ar þriðja barnið fæðist. Redmayne verður að Hawking Áður en lengra er haldið verður að hrósa Eddie Redmayne fyrir túlk- un sína á Hawking sem hann hlaut Óskarsverðlaunin fyrir. Það er ljóst að leikarinn hefur kynnt sér við- fangsefnið vel áður en hann tókst verkefnið á hendur, og mætti nán- ast fyrirgefa áhorfandanum ef hann teldi að þarna væri Hawking sjálf- ur hreinlega mættur á hvíta tjaldið. Svo stórfengleg er frammistaða Redmaynes að hann skyggir nánast á alla aðra í myndinni. Það er helst Felicity Jones í hlutverki Jane sem nær að halda í við Redmayne. Þá er forvitnilegt að meginþema myndarinnar er tími, aðalviðfangs- efni Hawkings, en áhorfandinn fær aðeins einn útgangspunkt, árið 1963 í Cambridge, en síðan líður myndin áfram án þess að nokkrar vísbendingar séu gefnar um það hversu langur tími er liðinn, aðrar en klæðaburður fólks. Hitt er þó verra, að myndin er í raun stórátakalaus, og rennur full- ljúflega í gegn. Við fáum sýnishorn af því hversu erfitt það var fyrir Jane að þurfa að sinna tveimur og síðan þremur börnum, auk þess að vera síðan ein um að sinna Hawk- ing. Að öðru leyti er þetta nánast eins og að fylgjast með heimilislífi hvaða hjóna sem er, nema í mjög einfaldaðri mynd. Fyrir vikið verða áhrif myndarinnar ekki nema brot af því sem hefði getað orðið. Væntanlega verður hér ekki skil- ið við án þess að geta tónlistar Jó- hanns Jóhannssonar, en eins og al- þjóð veit hlaut hann Golden Globe- verðlaunin eftirsóttu fyrir tónlist sína, og var að auki tilnefndur til Óskarsverðlauna. Tónlistin passar mjög vel við myndina og er ekki að undra að hún hafi notið viðurkenn- ingar ytra. Undirrituðum finnst þó sem Jó- hanni hafi tekist betur upp í mynd- inni Prisoners, þar sem tónlistin skapaði hið drungalega andrúms- loft sem ríkti í þeirri mynd. Engu að síður staðfestir tónlistin í Theory of Everything að við eigum nú kvikmyndatónskáld í fremstu röð, sem hlýtur að láta meira að sér kveða á næstu árum. Einfölduð ástar- saga um tímann Erfitt lífshlaup Þau Felicity Jones og Eddie Redmayne bera af í myndinni The Theory of Everything, en Redmayne hlaut Óskarinn fyrir hlutverk sitt sem Stephen Hawking. Jóhann Jóhannsson samdi tónlistina. Sambíóin The Theory of Everything bbbmn Leikstjóri: James Marsh. Handrit: Ant- hony McCarten. Aðalhlutverk: Eddie Redmayne, Felicity Jones, Charlie Cox, Emily Watson, Simon McBurney, David Thewlis og Maxine Peake. Stóra- Bretland, 2014. STEFÁN GUNNAR SVEINSSON KVIKMYNDIR Besta leikkona í aðalhlutverki Ertu Duff eða ertu töff? www.laugarasbio.is Sími: 553-2075 SÝNINGARTÍMA MÁ NÁLGAST Á LAUGARASBIO.IS, MIDI.IS OG EINNIG Á SÍÐUNNI HÉR VIÐ HLIÐINA Á - bara lúxus BJÓÐUM NOKKRAR GERÐI R AF FERMINGARBORÐUM. Fjölbreyttir réttir smáréttabo rðanna okkar henta bæði í hádegis- og kvöldveislur. Steikarhlaðborðin eru alltaf vinsæl, sérstak- lega ef um kvöldveislu er að ræða. Bjóðum upp á tvær gerðir ka hlaðb orða, en einnig er í boði að panta einstaka h luta úr þeim. t.d Ka snittur, fermingartertur. Pinnahlaðborð eru þægileg og slá hvenær s em er í gegn. Hólshraun 3 · 220Hafnarjörður · Símar: 555-1810, 565-1810 Fax: 565-2367 · Netfang: veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is æðisleg veislan verður Ferming ar- Góð fe rming ar- TapasSmáréttir Kaltborð P innamatur SÚPA BRAUÐ OG SMÁRÉTT IR Hádegisveisla á milli kl 12 - 14 TAPASVEISLA 9 RÉTTIR Síðdegisveisla 16 -19 . TERTU OGTAPASBORÐ. Miðdegisveisla 13 - 15 Verð frá kr. 4.040 STEIKARBORÐ Kvöldveisla 17 - 20 V FERMINGARKAFFIHLAÐBO RÐ Miðegisveisla 14 - 17 Verð frá kr. 2.290 LÉTTIR FORRÉTTIR OG STEIKARBORÐ PINNAMATUR Miðdegisveisla 14-17 Verð frá kr. 2.520 KALT HLAÐBORÐ FISKRÉTTIR V erð frá kr. 3.470 Verð frá kr. 5.900 gar- Verð frá kr. 2.500 erð frá kr. 3.950 Verð frá kr. 4.160

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.