Morgunblaðið - 11.03.2015, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.03.2015, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. MARS 2015 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Kindin Lukka kom bændunum Laufeyju Leifsdóttur og Sigfúsi Inga Sigfússyni á Stóru-Gröf syðri, á Langholti í Skagafirði, á óvart þegar hún bar tveimur lömbum í vik- unni. Sauðburður byrjar venjulega ekki fyrr en í lok apríl eða byrjun maí og því komu vorverkin á Stóru-Gröf örlít- ið fyrr en venjulega. „Þetta voru óvænt tíðindi. Einhver frjósemi sem lét á sér kræla,“ segir Sigfús sem hefur ekki áður lent í því að taka á móti lömbum í byrjun mars. „Það er allt svo blóm- legt í Skagafirði. Þar lifa frjálsar ástir,“ segir hann og hlær. Kona hans, Laufey, segir að þessi frjósemi Lukku hafi komið töluvert á óvart en þó séu einhver dæmi þess að lömb hafi áður komið í heiminn í mars. „Þetta hefur al- veg komið fyrir hjá einhverjum bændum en þessi lömb eru óneitanlega með fyrra fallinu,“ segir hún. Bændur reyna að stýra fengitímanum en það getur gengið misjafnlega og þá geta orðið slys eins og í tilfelli Lukku. En snemmbúnum sauðburði er ekki lokið á Stóru-Gröf því von er á annarri sendingu. „Það stökk hrútur yfir grindur og við eigum því von á fleiri lömbum í kringum 10. apríl,“ sagði Laufey. Frjálsar ástir í Skagafirði Ljósmynd/Laufey Leifsdóttir Sauðburður Lukka með lömbum sínum tveimur.  Lukka bar tveimur lömb- um á Stóru-Gröf syðri „Þeir voru ekki tilbúnir til þess að ræða okkar kröf- ur svo ákveðið var að lýsa yfir árang- urslausum fundi,“ segir Björn Snæ- björnsson, for- maður Starfs- greinasambands Íslands (SGS), en samninganefnd sambandsins sleit í gær viðræðum við Samtök atvinnulífsins (SA) um endurnýjun kjarasamninga. Kröfur SGS eru að sögn Björns skýrar, þ.e. að lægstu laun verði komin upp í 300 þúsund krónur innan þriggja ára. Næstu skref í kjaradeilunni eru að hans sögn jafn skýr. „Nú ætlum við að hefja undirbúning að atkvæða- greiðslu um verkfall því greinilegt er að við þurfum að fara í átök til þess að ná fram okkar sanngjörnu kröfu.“ Fram kemur í tilkynningu SA að í stað þess að halda halda áfram að byggja upp kaupmátt launa á grund- velli stöðugleika sé nálgun SGS „að krefjast tugprósenta launahækkana sem munu leiða til mikillar verðbólgu á skömmum tíma“. Inntur eftir svari við þessu segir Björn: „Þegar hæst- launaða fólkið í landinu fær launa- hækkanir, upp á kannski tvöfalt það sem við förum fram á, þá heyrist ekki orð. En þegar láglaunafólk biður um hækkun þá ætlar allt um koll að keyra. Ég hafna því alfarið að svo fari.“ khj@mbl.is SGS býr sig undir verkföll Björn Snæbjörnsson  Slitu í gær samn- ingafundi við SA Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vann í því í gær að bera kennsl á konu sem fannst látin í sjónum við Sæbraut í gærmorgun, skammt frá útilistaverkinu Sólfarinu. Konan er nálægt sextugu og taldi lögreglan að hún hefði látist á síðasta sólarhring áður en hún fannst. Ekki er talið að andlát hennar hafi borið að með sak- næmum hætti. Lögreglan biður þá sem kunna að geta gefið upplýsingar um konuna að hafa samband. Að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar yfirlög- regluþjóns höfðu í gærkvöldi ekki borist upplýsingar sem leiddu til þess að kennsl væru borin á konuna. Kennsl ekki borin á konu Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Við byrjuðum á því að loka Hellis- heiði og Þrengslum, en þar voru mjög margir bílar í vandræðum og eitthvað um árekstra,“ segir Viðar Arason, hjá svæðisstjórn björgunar- sveita, en vonskuveður gekk yfir nær allt landið í gær með talsverðri ofankomu og skafrenningi. Lentu af þeim sökum fjölmargir vegfarendur í vanda og þurftu margir hverjir að yfirgefa ökutæki sín þar sem þau sátu föst í snjó. Alls tóku á þriðja hundrað björg- unarmenn þátt í ófærðaraðstoð vegna veðurofsans og var þörfin fyr- ir aðstoð mest fyrir austan fjall, einkum í námunda við Gullfoss og Geysi þar sem vel á annað hundrað vegfarendur voru í vandræðum. Í vandræðum með ungbarn „Við Gullna hringinn var gríðar- legur fjöldi ökutækja fastur,“ segir Viðar og bætir við að í einu þeirra hafi verið erlendir ferðamenn með ungbarn. Þeim var, ásamt mörgum öðrum, veitt aðstoð og komið í öruggt skjól. „Við tókum einnig eftir því að mjög margar rútur voru á ferðinni, sem er mjög einkennilegt þar sem óveðri var spáð,“ segir Viðar en dæmi eru um að rútubílar, sem sátu fastir í snjó, hafi tafið fyrir snjó- mokstri og hálkuvörnum. Á höfuðborgarsvæðinu var einnig mikil ófærð, einkum í efri byggðum, og sinntu björgunarmenn þar um 50 aðstoðarbeiðnum. Þá voru ökumenn einnig í vandræðum á Lyngdals- heiði, Reykjanesbraut, Kjalarnesi, Holtavörðuheiði, Kleifarheiði og á Snæfellsnesi þar sem aðstoða þurfti um tug ökutækja. Kári reif með sér þak Þegar líða tók á gærdaginn var farið að hvessa allverulega á Vest- fjörðum, en á Ísafirði fauk þak í heilu lagi af íbúðarhúsi sem þar stendur. Engum varð meint af og veittu björgunarmenn aðstoð til að koma í veg fyrir frekara tjón. Morgunblaðið/Golli Vandræði Á höfuðborgarsvæðinu myndaðist mikil ófærð og þurftu vegfarendur í Kópavogi að grípa til skóflunnar. Hundruð vegfarenda í glórulausu veðri  Hátt í þrjú hundruð björgunarmenn veittu aðstoð sína Morgunblaðið/Sigurjón J. Sigurðsson Rok Þak íbúðarhúss gaf sig í heilu lagi á Ísafirði vegna veðurofsans. Veðurhorfur » Gert er ráð fyrir suðvestan 10-18 m/s vestantil fyrripart dags en lægir eftir hádegi. » Á fimmtudag er spáð suð- austlægri átt, 5-13 m/s og snjókomu eða skyddu sunn- antil. Vaxandi vindur síðdegis. » Snjókoma verður víða á föstudag en suðaustanstormur seinnipartinn með rigningu, einkum fyrir sunnan og vestan. Nefnd um endurskoðun laga um Seðlabanka Íslands skilaði áfanga- skýrslu til fjármála- og efnahags- ráðuneytisins sl. föstudag. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hefur nefndin skilað drög- um að kafla í frumvarpinu sem af- markast við markmið og skipulag Seðlabankans, þ.m.t. varðandi yfir- stjórn. Nefndin hyggst leggja fram aðra þætti fyrir 1. september. Spurður hvað nefndin leggi til marga bankastjóra segist Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, nýbúinn að fá skýrsluna í hendur. „Þarna eru hlutir sem nefndin leggur til að verði áfram í skoðun. Ég á eftir að ákveða hvenær næstu skref verða tekin og þar með hve- nær ég mun gera skýrsluna opin- bera,“ segir Bjarni. Ólöf komin úr ráðinu Fram kom í tilkynningu frá Al- þingi í gær að Ólöf Nordal innan- ríkisráðherra hefði sagt sig úr bankaráði Seðlabanka Íslands með bréfi dagsettu 8. desember 2014. Alþingi skipar menn í bankaráðið og væntir Bjarni þess að í næstu viku verði gengið frá því að finna eftirmann Ólafar. baldura@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Seðlabankinn Lög um bankann eru í endurskoðun. Tíðinda er að vænta. Skýrsla til fjármála- ráðherra Rafmagnstruflanir urðu í Skorradal og á Snæfellsnesi í gærkvöldi. Línur slitnuðu eða slógust saman í hvass- viðri. Færð var erfið og því erfitt fyrir vinnuflokka Rarik að athafna sig við bilanaleit og viðgerðir. Rafmagnið fór af í Skorradal um klukkan 19. Tókst að gera við bilun og koma straumi á hluta dalsins. Raf- magnið fór af í Ólafsvík, Hellissandi og Rifi um klukkan 20. Byrjað var að keyra dísilvélar en þegar lægði tókst að koma rafmagni á línuna. Loks fór rafmagn af í sveitunum á sunnan- verðu Snæfellsnesi og í Grundarfirði. Truflanir á Snæfellsnesi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.