Morgunblaðið - 11.03.2015, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 11.03.2015, Blaðsíða 36
36 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. MARS 2015 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Himintunglin gefa í skyn að í vændum sé dagur öfganna – eða að minnsta kosti ýktra tilfinninga. Ef þið trúið á það sem þið eruð að segja mun ykkur reynast auðvelt að sannfæra aðra. 20. apríl - 20. maí  Naut Óvæntir atburðir kalla á snöfurmannleg viðbrögð en gerðu samt ekkert að óathuguðu máli því það borgar sig ekki. Sú sem segir lít- ið virðist eins konar töfravera í þínum huga. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Erfið verkefni munu útheimta mikið hugrekki af þinni hálfu. Lífið er of stutt til að láta rómantíkina ganga hjá garði án þess að þú reynir að vekja athygli hennar. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Láttu ekki einkamál þín taka of mik- inn tíma frá vinnunni. Af hverju skyldi það vera? Jú, yfirmaðurinn er einstaklega gagn- rýninn núna. Stundum er ánægja næg ástæða til að gera eitthvað. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Dagurinn í dag er alveg kjörinn fyrir af- þreyingu og sprell með smáfólkinu. Vertu vakandi fyrir alls kyns möguleikum. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Að láta sér lynda við ástvinina er hvorki erfitt né auðvelt. Láttu ekki smávegis andstreymi á þig fá, heldur haltu þínu striki og horfðu bjartsýnn fram á veginn. 23. sept. - 22. okt.  Vog Dagurinn hentar engan veginn til inn- kaupa til heimilisins. Nýttu þetta tækifæri til að hjálpa öðrum og styrkja sjálfsmynd þína. Reyndu að láta ekkert trufla þig. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Heimili manns er þar sem maður er hverju sinni. Heppni þín felst frekar í skiln- ingi á öðru fólki en skyndigróða. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Ekkert hefur verri áhrif á sálar- heill þína en hlutar lífsins sem þú hefur ekki lifað. Veltu fyrir þér hæfni þinni til að virða viðhorf sem eru andstæð þínum eigin. 22. des. - 19. janúar Steingeit Oft leynir fólk á sér og býr yfir miklu meiri hæfileikum og kunnáttu en virðist í fljótu bragði. Meiri sannleikur: það er röð af skemmtunum. Gleymdu því ekki og hættu að vorkenna sjálfum þér. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það er eins og þú sért á hliðarleið og að upphafleg fyrirætlun þín sé minning ein. Ekki halda aftur af þér því aðrir eru til- búnir að hlusta á framlag þitt. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú mátt eiga von á því að vinur þinn leiti til þín í vandræðum sínum. Láttu ekki aðra fara í taugarnar á þér. Á mánudaginn skrifaði PéturStefánsson í Leirinn: Langur vetur leiðist mér. Leitun er að friði og ró. Þennan daginn eins og er aular niður miklum snjó. Og Friðrik Steingrímsson svar- aði norðan úr Mývatnssveit: Eins þótt snjói allt á kaf og ógni vetrar tíðin, þú sem ekur um á RAV ert nú varla kvíðinn. Og spurði til öryggis: „Áttu ekki Ravinn ennþá?“ „Jú jú, ég á hann ennþá,“ svaraði Pétur og bætti við: Ýlfra vindar, ýfist haf, ólgar vík og flói. Allar trissur ek ég Rav þótt úti mikið snjói. Ármann Þorgrímsson var í öðr- um hugleiðingum og þótti breyttir tímar: Er að fyrnast allt sem var orðinn frakkinn snjáður gróið yfir göturnar sem gengnar voru áður. Ólafur Stefánsson veit sínu viti: Góð er hvíldin gömlum hal, sem garfað hefur nóg. Með gler í sokk og gott í mal, gakktu út í skóg. Ármann situr við sinn keip: Fengið hef af flestu nóg fæst því rökin stemma. Engan fundið ennþá skóg sem ekki tókst að skemma. En Ólafur lætur sig ekki: Á hnotskóg skaltu halda í dag, að hentisemi þinni, og vittu hvort ei verði lag, að viðra gömul kynni. Á Hnotskógi eftir Helga Hálfdán- arson kom út þegar ég var í MA og sérstakt menningarkvöld haldið af því tilefni. Þar eru margar ljóðlínur og smávers sem ekki gleymast mér síðan: Jafnvel brunninn minn! – fyrir hann hefur kuldinn sett sinn hengilás! Og Einlífi: Væri hér einhver annar, sem líka hefði kosið einlífi! Klefar okkar hlið við hlið í snjóþungu fjallaþorpi! Minni mitt sagði „kofar“ í staðinn fyrir „klefar“ sem er íslenskulegt fremur en kínverskt! En þetta erindi er einstakt – hvort heldur sem er! Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Á hnotskógi á löngum vetri Í klípu SAMNINGURINN GAF RÚNARI LÍTIÐ SVIGRÚM TIL ÞESS AÐ FÆRA NÝJA SVIF-SKRIFBORÐIÐ HANS. eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „Í GUÐANNA BÆNUM! FYRST ÞETTA SKIPTIR ÞIG SVONA MIKLU MÁLI, GETURÐU FARIÐ HEIM EFTIR HÁDEGI.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... þín eigin Þyrnirós. EINHVERN DAGINN MYNDI ÉG VILJA FARA TIL TUNGLSINS ÞÚ ÞARFT EKKI AÐ BYRJA AÐ SETJA Í FERÐATÖSKUNA FYRIR MIG ALVEG STRAX! LEYNDARDÓMURINN VIÐ AÐ GRÆÐA Á TÁ OG FINGRI Í FASTEIGNASÖLU ER AÐ KAUPA ÓNÝTT HÚS ÓDÝRT, GERA ÞAÐ UPP OG SELJA! ÉG ER SAMMÁLA... ... BYRJUM ÞEGAR Í STAÐ! Víkverji rakst á lýsingu Alexand-ers Solsjenitsíns í bókabálk- inum Gúlageyjunum á ráðstefnu í einu umdæma Moskvu á ógnarárinu 1937 þar sem nýr umdæmisstjóri leysir sitjandi umdæmisstjóra af hólmi. Á þeim tíma voru pólitískar ofsóknir Stalíns og kúgun í hámarki. Í lok fundar er lýst yfir tryggð við Stalín og vitaskuld stekkur allur sal- urinn á fætur og út brýst dynjandi lófatak. Þrjár mínútur líða, fjórar, fimm: „Þá verkjar í hendurnar. Handleggir á lofti lýjast. Hinir eldri grípa andann á lofti. Og allt verður þetta óbærilega heimskulegt, jafnvel fyrir þá, sem í einlægni virða Stalín. En: hver þorir að verða fyrstur? Fyrsti umdæmisstjórinn gæti hætt. En hann er nýliði, hann er hér í stað þess sem situr, hann er sjálfur hræddur! Því að í salnum standa líka og klappa liðsmenn leyniþjónust- unnar NKVD, þeir fylgjast með því hver gefst fyrstur upp.“ x x x Þannig líða mínúturnar. Mennhorfa hver á annan í veikri von, en þeir „munu klappa þar til þeir hníga niður, þar til þarf að bera þá út á börum“. Forstjóri pappírsverk- smiðjunnar reynist hafa minnsta út- haldið og sest á elleftu mínútu niður: „Eins og einn maður nema allir stað- ar í miðri hreyfingu og láta sig líka falla í sætin. Þeim er bjargað! Álög- unum er hrundið! … Eftir stendur að hinir óháðu þekkjast af slíkum gjörðum. Þekkjast og eru dregnir í dilka: Sömu nótt er forstjórinn handtekinn. Fyrirhafnarlaust er hann dæmdur í tíu ára prísund fyrir allt aðrar sakir. En eftir undirritun rannsóknargagnanna, sem skera úr um málið, gætir rannsóknardóm- arinn þess að gleyma ekki áminning- unni: „Og í framtíðinni skaltu aldrei hætta fyrstur að klappa.““ Stalínisminn hafði sérstöðu í sögu Sovétríkjanna. Eins og Jörg Baber- owski orðar það í ævisögu sinni um Stalín, Sviðin jörð (Verbrannte Erde), breytti ógn Stalíns milljónum manna í sálarlega krypplinga vegna þess að hann þvingaði þær til að laga sig að skipan tortryggni og ótta þar sem ofbeldið var viðvarandi. víkverji@mbl.is Víkverji Því að þótt fjöllin bifist og hæðirnar haggist mun kærleikur minn til þín ekki bifast og friðarsáttmáli minn ekki haggast, segir Drottinn sem mis- kunnar þér. (Jesaja 54:10) AUKIN ÞJÓNUSTA VIÐ EIGENDUR VW • Bílson er sérhæft og vottað þjónustuverkstæði sem uppfyllir allar ströngustu kröfur Volkswagen. • Fullkomin forgreiningarstöð þar sem greina má flest allt um ástand bílsins og gæði. • Bílson hefur gæðavottun Bílgreinasambandsins með gæðaúttekt frá BSI á Íslandi auk starfsleyfis til endurskoðunar frá Samgöngustofu. Við leitumst við að vera samstíga því besta í Evrópu. Komið, sjáið og sannfærist. Kletthálsi 9 • Sími 568 1090 - V E R K S T Æ Ð I Ð -

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.