Morgunblaðið - 11.03.2015, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 11.03.2015, Blaðsíða 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. MARS 2015 Um það bil 12 árum seinna flutti ég til afa og ömmu og bjó hjá þeim um fjögurra ára skeið. Á þessum árum kynntist ég afa og ömmu á annan hátt en áður og eru þau kynni mér ákaflega dýrmæt enn þann dag í dag. Þau voru ófá kvöldin þar sem við sátum að spjalli um allt milli himins og jarð- ar. Afi var fróður um ýmis málefni og lumaði á mörgum reynslusög- um eftir langa ævi og fjölbreyttan starfsferil. Á milli fyrrgreindra tímabila voru það ófáar ferðirnar í skála Gildisins við Hvaleyrarvatn í jóla- undirbúningnum sem og heim- sóknir á Sléttahraunið. Græni sóf- inn í sjónvarpsherberginu var örugg bækistöð fyrir hugguleg- heit. Ef ég man rétt bjó ég nánast hjá afa og ömmu þau skipti sem Magnús föðurbróðir og fjölskylda hans var í heimsókn, þau ár sem þau bjuggu í Svíþjóð. Minnisstæð- ir eru leikirnir með Baldri Páli frænda úti í hvammi, þar sem við brugðum okkur í kúrekagervi og afi var aldrei fjarri, enda má segja að barnið innra með honum hafi lifað þótt árin yrðu fleiri og hárið grátt. Við áttum notalega stund á Þorláksmessu þar sem ég, Erla og krakkarnir heimsóttum afa og ömmu. Afi var jafn skýr og alltaf og langafabörnin sóttu ákaft í hann. Þessi heimsókn sem og margar aðrar munu lifa í minn- ingunni nú þegar afi er allur og sem betur fer voru mörg augna- blikin fest á filmu. Síðasta heimsókn mín til afa og ömmu, á meðan afi lifði, var á ann- an í jólum. Ég fór aleinn til þeirra og við spjölluðum heilmikið. Afi dró mig inn í bókaherbergi og vildi gefa mér bók eða bækur úr bókasafni sínu ásamt útskurði eft- ir hann sjálfan. Afi knúsaði mig innilega eins og alltaf þegar við kvöddumst og ég held eftir á að hyggja að hann hafi grunað að þetta væri okkar síðasta faðmlag. Við kveðjum nú mikinn mann sem hefur átt stóran þátt í að móta fjölskyldu sem ég er stoltur af að tilheyra. Hjartahlýja hans og ótakmörkuð hjálpsemi eru bara tveir þeirra miklu mann- kosta sem afi bjó að. Þar að auki var samkomulag við afa skothelt samkomulag. Gott dæmi er sagan um naglbítinn. Mín æðsta ósk sem fimm ára barns. Afi leitaði um all- ar Lundúnir en fann engan nagl- bít. En hann bjargaði því engu að síður. Það lýsir afa vel. Takk fyrir allt elsku afi, þú ert vel að hvíldinni kominn. Ari Sverrisson. Albert Júlíus Kristinsson er farinn heim. Mínar fyrstu skýru minningar af Alberti eru þegar ég sem tæpra sjö ára kom í heimsókn á vormót Hraunbúa á Höskuldarvöllum. Í tjaldinu hjá þeim Alberti og Elsu var okkur feðgunum tekið vel og mér var boðið upp á kex. Albert var mótsstjórinn en hann var líka vinnufélagi pabba og vinur og þar var grunnur lagður að ævilöngum vinskap. Albert var mikill skáti. Hann var skáti í Hraunbúum og foringi og þau Elsa voru meðal stofn- félaga St. Georgsgildisins í Hafn- arfirði, félags eldri skáta. Þar var Albert mjög virkur, sótti flesta fundi, var mjög virkur í skála- nefnd Skátalundar og sinnti þar viðhaldi allt fram á síðasta haust. Hann var ekki aðeins virkur fé- lagi, hann var líka góður félagi og allt til þess síðasta var honum um- hugað um velferð skátagildisins og skátastarfs í Hafnarfirði. Ég vil nota þetta tækifæri til að þakka fyrir það að hafa kynnst Al- berti fyrir rúmlega fimmtíu árum, fyrir að hafa fengið að líta upp til hans og fengið að læra af honum og fengið að vera vinur hans og samverkamaður, ekki aðeins í skátastarfinu heldur einnig í starfi með Rótarý. Alvarleg veikindi Alberts komu óvænt og fyrirvarinn var stuttur. Yfirvegun hans var mikil er hann sagði að hann vissi hvert förinni væri heitið og að það væri stutt í hana. Ég vil þakka honum fyrir síðustu orðin á spítalanum þar sem hann gaf mér meira en ég gat gefið honum. Við Kristjana vottum Elsu og allri fjölskyldunni okkar innileg- ustu samúð og flytjum fjölskyld- unni einnig samúðarkveðjur gild- isskáta. Guðni Gíslason gildismeistari. Elsku frændi. Nú er kallið komið og þú farinn í þitt síðasta ferðalag, ég trúi því að þér hafi verið tekið fagnandi af þínum nánustu sem þegar eru farnir. Ég var svo lánsöm að fá að fara í pössun til ykkar Elsu þegar ég var á fimmta ári og var dekrað við mig eins og ég væri prinsessa. Þá tókst með okkur mikil vinátta sem hélst alla tíð. Þegar ég svo fór að hugleiða að gifta mig langaði mig til að fá þig til að leiða mig upp að alt- arinu. Ég ræddi þetta við pabba og tók hann vel í þessa hugmynd mína, þannig að næsta verk var að heimsækja þig og spyrja hvort þú vildir verða við ósk minni. Þú tókst þessari beiðni minni vel og verð ég þér ævinlega þakklát fyr- ir. Svo áttum við líka frábæran dag saman síðasta sumar þegar við sóttum ykkur Elsu og fórum í bíltúr upp að Meðalfellsvatni í sól og blíðu, var þar tekið á móti okk- ur með kaffihlaðborði eins og venjan er í Hjarðarholtinu. Nú er komið að leiðarlokum kæri frændi, hvíl í friði. Gulli og perlum að safna sér sumir endalaust reyna vita ekki að vináttan er verðmætust eðalsteina. (Hjálmar Freysteinsson) Elsku Elsa og fjölskylda inni- legar samúðarkveðjur. Kveðja, Hafdís. Vinur okkar, Albert Kristins- son, er farinn heim, eins og við skátar segjum. Albert, sem var kallaður Alli af okkur vinum hans, var mikil fé- lagsvera. Hann var í forystusveit BSBR í mörg ár, starfaði mikið fyrir skátafélagið Hraunbúa og Hjálparsveit skáta. Einnig innti hann af hendi ýmislegt fyrir kirkjuna sína, m.a. sá hann um að gera við bilaðar sálmabækur. Alli var mjög oft beðinn að vera fundarstjóri á fundum ým- issa félaga, því hann var mjög vel að sér um fundarstjórn, athugull og sanngjarn, stjórnaði af festu og nákvæmni. Hann var menntaður rafvirki og starfaði sem verkstjóri hjá Rafveitu Hafnarfjarðar, vinsæll hjá vinnufélögum sínum og yfir- mönnum og farsæll í starfi. Þegar gamlir skátar stofnuðu St. Georgsgildið í Hafnarfirði voru Alli og kona hans Elsa með í þeim hópi. Þar varð til hópur sex manna, sem síðar fjölgaði í tíu, sem kallaður var Skálahópurinn. Gildið fékk land við Hvaleyrar- vatn frá Hafnarfjarðarbæ, þar sem Skálahópurinn byggði Skátalund, skála félagsins, og vann síðar að stækkun og breyt- ingum á honum. Einnig var lóðin girt, landið bætt og tré gróður- sett. Og ávallt var vinur okkar í forystu þegar gengið var til verka. Alli var traustur og góður fé- lagi, sem vildi öllum vel, glettinn og gamansamur. Við komum sér- staklega til með að sakna hans á sunnudagsmorgnum, en frá árinu 1970 hefur Skálahópurinn hist á þessum morgni vikunnar, drukkið saman kaffi og skundað í Skátalund til vinnu. Nú þegar við kveðjum Alla um sinn drúpum við höfði og þökkum honum vin- áttu og langa samfylgd. Elsu, sonum og fjölskyldum þeirra vottum við samúð okkar og biðjum Guð að styrkja þau í sorginni. Sigurlaug og Ólafur (Gógó og Óli). Verkalýðsbaráttan er eins og sagan endalausa. Það er ekki fyrr búið að leysa eitt málið þegar ann- að kemur upp. Allt mjakast þetta þó í áttina og þegar litið er yfir farinn veg er ljóst að ýmislegt hef- ur áunnist í gegnum árin. Réttindi sem þykja sjálfsögð í daga hafa ekki alltaf verið talin sjálfgefin. Ekkert kemur af sjálfu sér og á bak við þessa endalausu kjara- og réttindabaráttu liggur ómæld vinna fjölda fólks og ekki síst þeirra sem sinna forystuhlutverk- um innan verkalýðshreyfingar- innar. Það er grundvallaratriði að til slíkra starfa veljist gott fólk sem býr að víðsýni og ríkum skiln- ingi á aðstæðum launafólks hverju sinni. Albert Kristinsson var gott dæmi um slíka manneskja enda átti hann afar farsælan feril sem formaður Starfsmannafélags Hafnarfjarðar (STH) á árunum 1975-1983 og ekki síður sem 1. varaformaður í stjórn BSRB á ár- unum 1982-1988. Albert var einn- ig fulltrúi STH í Eftirlaunasjóði Hafnarfjarðar um margra ára skeið og fórst það verk vel úr hendi eins og annað sem hann tók að sér í þágu félagsins. Annar þeirra sem þetta rita var formað- ur STH á árunum 1991-2006 og átti allan þann tíma einstaklega gott samstarf við Albert sem reyndist í hvívetna haukur í horni og ráðagóður með eindæmum þegar eftir því var leitað, sem var ósjaldan. Á þessari stundu er okkur efst í huga þakklæti fyrir ríkulegt framlag hans í þágu launafólks. Það eru ákveðin forréttindi að fá að vera samferða um tíma jafn- góðum dreng og Albert hafði að geyma. Fallinn er frá merkur for- ystumaður og verkalýðsleiðtogi. Fjölskyldu, ættingjum og vinum Alberts sendum við okkar innileg- ustu samúðarkveðjur og megi all- ar góðar vættir geyma minningu hans. Árni Guðmundsson, fv. formaður STH, Karl Rúnar Þórisson, formaður STH. Kveðja frá Rótarýklúbbi Hafnarfjarðar Félagi okkar og vinur, Albert J. Kristinsson, hefur lokið ævi- göngu sinni. Albert gerðist félagi í Rótarý- klúbbi Hafnarfjarðar 14. maí 1964 og var dyggur rótarýfélagi alla tíð. Strax frá upphafi naut hann mikils trausts félaga sinna enda leið ekki á löngu þar til honum voru falin helstu ábyrgðastörf í klúbbnum. Starfi forseta klúbbs- ins gegndi hann 1972-1973. Hann var góður forseti og fyrirmynd annarra sem á eftir honum komu. Albert var sæmdur Paul Harris orðu Rótarý árið 1989 og síðar safír Paul Harris í virðingarskyni fyrir ómetanleg störf í þágu klúbbsins. Umhyggja og hjálpsemi var Al- berti í blóð borin. Á síðasta ári var hann heiðraður fyrir 50 ár sem fé- lagi í klúbbnum. Við þau tímamót gaf Albert veglega peningagjöf í Rótarýsjóðinn sem er flaggskip Rótarýhreyfingarinnar og veitir framlög til ýmissa menningar-, fræðslu- og mannúðarmála. Opin- bert kjörorð Rótarýhreyfingar- innar „Þjónusta ofar eigin hag“ átti svo sannarlega vel við um Al- bert og markaði viðhorf hans og störf í þágu hreyfingarinnar. Albert er af mikilli rótarýfjöl- skyldu. Faðir hans gerðist félagi fljótlega eftir stofnun klúbbsins og tveir bræður Alberts voru mik- ils metnir rótarýfélagar. Tveir synir bræðranna hafa fetað í fót- spor feðra sinna og eru traustir rótarýfélagar. Albert tók að sér mörg verk- efni fyrir klúbbinn. Hann var for- maður undirbúningsnefnda fyrir skipulagningu umdæmisþinga ár- in 1975 og 1988 þegar Rótarý- klúbbur Hafnarfjarðar hafði umsjá með þingunum. Fór hon- um það verkefni sérlega vel úr hendi og var framkvæmd um- dæmisþinganna klúbbnum og umdæmisstjóra til mikils sóma. Félagsskapur okkar er góðum liðsmanni fátækari. Albert var góður ræðumaður og þegar hann kvaddi sér til hljóðs lögðu menn við hlustir. Góð ráð og ábending- ar hins reynda félaga voru mikils metin og forsetar klúbbsins leit- uðu oft ráða hjá honum vegna ýmissa mála. Alberti var annt um að ýmsir siðir og venjur væru haldnar í heiðri innan klúbbsins. Hann var natinn við að minna á ýmsar venjur þegar við átti og má segja að hann hafi með því við- haldið sálinni í klúbbnum. Það lá því beinast við að honum var falið að leiða hefðanefndina sem tók saman leiðbeiningar yfir siði og venjur í starfi klúbbsins. Albert tók þátt í jólafundi klúbbsins í desember og las jóla- guðspjallið eins og hann hafði gert svo vel undanfarin ár. Á nýju ári komu veikindi Alberts í veg fyrir að hann gæti mætt á fleiri fundi. Við kveðjum í dag með söknuði vin okkar og félaga, Albert J. Kristinsson, sem lagði með starfi sínu svo margt til málefna klúbbsins. Traustari og heiðar- legri mann er erfitt að finna en minning um góðan rótarýfélaga mun lifa í hjarta okkar allra. Við sendum eiginkonu hans, Elsu Kristinsdóttur, fjölskyld- unni og öllum aðstandendum okk- ar innilegustu samúðarkveðjur. J. Pálmi Hinriksson, forseti Rótarýklúbbs Hafnarfjarðar. „Orðstír fagur aldrei deyr“ er setning sem kom upp í hugann daginn sem Alli vinur minn kvaddi. Sá dagur var einstaklega bjartur og fagur. Sólarlagið dásamlegt og hæfði inngöngu Alla í englaraðir. Ég minnist Alla af mikilli virðingu og kærleika. Ég var rétt nýorðin fimm ára þegar mér var komið fyrir í pöss- un hjá Elsu systur mömmu og Alla. Ástæðan var sú að litla systir var á leiðinni í heiminn. Þessi dásamlega dvöl hjá frænd- fólki mínu á Sléttahrauninu er mér afar minnisstæð. Ég upplifði mig sem prinsessu enda leyfðist mér nánast allt. Frændur mínir voru einstaklega umhyggjusam- ir og Alli leyfði mér að „mála“ þakið með sér, en hann batt mig við skorsteininn svo ég færi mér ekki að voða. Þvílík upplifun! Fangið hennar frænku var líka ofur hlýtt og notalegt. Þarna mynduðust strax sterk kærleiks- bönd sem haldist hafa alla tíð. Alli var mikill listamaður og ein- staklega handlaginn. Þegar tví- burarnir okkar hjóna fæddust færði Alli okkur hvalstönn sem hann hafði unnið og komið fyrir á fallegum platta með yndislegri áletrun. Okkur hjónum þykir af- ar vænt um þennan yndislega grip sem og fallegu jólasveinana sem hann gaf tvíburunum fyrir margt löngu. Þeir eru unnir úr tré og málaðir af Elsu frænku. Elsku Alla þakka ég samfylgdina og allan þann kærleika sem hann sýndi mér og mínum. Yndislegur maður er genginn á vit feðra sinna og skilur eftir sig fallegar minningar í hjörtum þeirra sem þekktu hann. Innilegar samúðarkveðjur til ykkar elsku Elsa frænka, Krist- inn, Magnús, Sverrir og fjöl- skyldur. Guð blessi minningu Alberts J. Kristinssonar. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð, hjartans þakkir fyrir liðna tíð, lifðu sæll á ljóssins friðar strönd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir) Metta. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SVAVA FRIÐJÓNSDÓTTIR frá Torfufelli, lést þriðjudaginn 3. mars á hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð á Akureyri. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 13. mars kl. 13.30. . Sigurður Jósefsson, Guðrún Sigurðardóttir, Loftur Sigvaldason, Soffía Árnadóttir, Árni Sigurðsson, Björg Brynjólfsdóttir, Jón Hlynur Sigurðsson, Sigríður Steinbjörnsdóttir, Bjarney Sigurðardóttir, Pétur H. Ágústsson, Sigrún Lilja Sigurðardóttir, Einar Svanbergsson, Hólmfríður Sigurðardóttir, Haukur Tryggvason, Sigurður Torfi Sigurðsson, Ragnhildur Sigurðardóttir og fjölskyldur. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts elskulegs föður okkar og tengdaföður, INGÓLFS HELGASONAR, Kirkjulundi 8, Garðabæ. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki hjúkrunarheimilisins Ísafoldar fyrir alúð og umhyggju. . Jóhanna Ingólfsdóttir, Helgi Ingólfsson, Kristín V. Gísladóttir, Þuríður Ingólfsdóttir, Pálmi Kristmannsson, Ingólfur Agnar Ingólfsson, Sjöfn Ingólfsdóttir og aðstandendur. Innilegar þakkir færum við þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát ástkærrar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, systur og ömmu, ÖDDU GERÐAR ÁRNADÓTTUR, Fálkagötu 27a, Reykjavík. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki Landspítalans, Heimahlynningar og líknardeildar fyrir einstaka umönnun. . Börkur Thoroddsen, Birgir Thoroddsen, Helga Jónsdóttir, Valgerður Thoroddsen, Leif Holm-Andersen, Hrefna Thoroddsen, Geir Ómarsson, Harpa Thoroddsen, Pétur Hafsteinsson, Guðmundur Árnason, Elín Sæbjörnsdóttir, Ágústa Birna Árnadóttir, Þorsteinn Eggertsson og barnabörn. Þökkum auðsýnda samúð, kveðjur og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, SIGURJÓNS HELGASONAR, Árskógum 8, Reykjavík. . Íris Svala Jóhannsdóttir, Helga Sigurjónsdóttir, Eggert Sigurðsson, Sigrún Sigurjónsdóttir, Stefán Örn Guðjónsson, Björn Sigurjónsson, Elín Eygló Sigurjónsdóttir, Ragnar Berg Gíslason, Bryndís Sigurjónsdóttir, Sigurður L. Viggósson, Svala Sigurjónsdóttir, Einar Örn Steinarsson, Anna Lóa Sigurjónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Yndisleg mamma okkar og amma, HEBA HALLSDÓTTIR framkvæmdastjóri, lést 22. febrúar. Útför hennar fer fram frá kirkju Óháða safnaðarins við Háteigsveg, gegnt Kennaraskóla Íslands, á morgun, fimmtudaginn 12. mars, kl. 14.30. . Hulda Soffía Arnbergsdóttir, Matthías Þórarinsson og barnabörn, Hallur Símon Salómonsson og barnabörn, Apríl Sól Salómonsdóttir, Atli Hjörvar Einarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.