Morgunblaðið - 11.03.2015, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.03.2015, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. MARS 2015 SCREEN- OG RÚLLUGARDÍNUR Henta vel þar sem sól er mikil en þú vilt samt geta séð út Sendum frítt hvert á land sem er gegn staðgreiðslu Hringdu og bókaðu tíma í máltöku Meira úrval Meiri gæði Íslensk framleiðsla eftir máli Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. Síðumúla 32, Reykjavík. Sími: 588 5900 ▪ Tjarnargötu 17, Keflavík. Sími: 421 2061 Glerárgötu 32, Akureyri. Sími: 462 5900 ▪ alnabaer.is ▪ Opnunartími: mán.-fös. 11-18 BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Mikið er ævinlega verkað af saltfiski í Grindavík og undanfarið hafa verið annir við útskipun á afurðum. Mest af saltfisknum fer til Spánar og ann- arra landa við Miðjarðarhafið þar sem hefð er fyrir því að borða saltfisk á föstunni. Eiríkur Tómasson, fram- kvæmdastjóri Þorbjarnarins í Grindavík, segir að verð fyrir fisk- afurðir hafi hækkað talsvert frá árinu 2013 þegar það var í lágmarki. Verðið nú sé sambærilegt við það sem var á árunum 2010-12 fyrir flesta afurðaflokka. Þorbjörninn gerir út tvo frystitog- ara og fjögur línuskip og samtals starfa um 360 manns hjá fyrirtækinu. Ekki eru þó allir í fullu starfi því nokkuð er um hlutastörf og t.d. eru tvær áhafnir á hvorum togara. „Það hefur gengið mjög vel að fiska undanfarið miðað við þessa rosalegu ótíð og mikið virðist vera af þorski og reyndar flestum teg- undum,“ segir Eiríkur. „Haustið var einstaklega gott og línuskipin sem þá voru fyrir austan land hafa aldrei fiskað eins vel. Línubátarnir hafa frá áramótum mikið verið á svæðinu frá Eyjum og vestur undir Snæfellsnes, en togararnir sitt á hvað eftir afla- brögðum og veðri. Vinnslan ræður miklu um hvað við veiðum mikið, en sjálfsagt væri hægt að taka meiri afla á skipin eins og fiskiríið hefur verið.“ Afurðir um allan heim Þorbjörninn saltar megnið af afl- anum eins og áður, en talsverð aukn- ing hefur verið í framleiðslu á fersk- um flökum, en allar fiskvinnslur í Grindavík leggja áherslu á útflutning á þeim og sumar alfarið. Flökin fara bæði á Bandaríkja- markað og inn á Evrópu. Nú er hag- kvæmt að selja vestur um haf vegna stöðu dollarans, en þar hamlar af- kastageta í flugi. Þorskafli frystitog- aranna fer mikið til Ameríku, Bret- lands og annarra Evrópulanda, en að öðru leyti fer frysti fiskurinn nánast um allan heim, misjafnt eftir teg- undum, að sögn Eiríks. Hann segir að oft hafi verið líflegt við Grindavíkurhöfn síðustu vikur. Tíðin hafi verið erfið fyrir minni bátana, en þeir hafi oft mokfiskað þegar þeir hafi komist á sjó. „Það hefur ekki verið óalgengt að þeir hafi tvíhlaðið hérna rétt fyrir framan og verið svaka veiði suma dagana,“ segir Eiríkur. Talsverð hækkun fiskverðs síðasta árið  Annir við útskipun á saltfiski í Grindavík  Gengið vel að fiska undanfarið miðað við tíðarfarið  Líflegt við höfnina síðustu vikur  Línuskipin hafa aldrei fiskað eins vel og fyrir austan í haust „Við höfum náð að róa 15 sinnum þessa 70 daga sem liðnir eru frá áramótum, samt notum við hverja stund og sætum lagi til að skjótast út á öllum tímum. Maður snýr sólar- hringnum við ef því er að skipta í þessu hryllilega tíðarfari,“ sagði Örvar Marteinsson á Glað SH-226 frá Ólafsvík. Þeir eru tveir á veiðum og reru tvívegis á mánudag, fóru fyrst út síðdegis og komu með 4,3 tonn um kvöldið. Fóru svo aftur út undir miðnætti og komu inn rétt fyrir há- degi í gær með 3,7 tonn. Örvar sagði að þeir hefðu róið með um 20 bala í hvorri ferð, en Glaður er níu tonna bátur. Línuna lögðu þeir út af Grundarfirði og því ekki langt að sækja. Hann segir ástæðulaust að kvarta yfir aflabrögðum á línuna, en í dragnót og net hafi gengið ein- staklega vel og oft verið mokveiði. „Þetta er fínasti fiskur sem veiðst hefur undanfarið og hrygningar- þorskurinn er að ganga á miðin. Hann er farinn að bíða eftir loðn- unni með kjaftinn opinn,“ segir Örvar. Morgunblaðið/Alfons Finnsson Löndun Örvar Marteinsson, skipstjóri á Glað SH, jafnhattar einn gulan við löndun í Ólafsvík í gærmorgun. Ólafur Bjarnason SH-137 í baksýn. „Maður snýr sólarhringn- um við ef því er að skipta“ Snemma í gærmorgun fóru minni Grindavíkurbátar að tínast úr róðri sem hófst þegar lægði síð- degis á mánudag. Ekki seinna vænna því hvellur gærdagsins var byrjaður að gera vart við sig. Um klukkan níu í gærmorgun voru bátar undir átta löndunarkrönum og allt á fullu, eins og Sigurður Arnar Kristmundsson, hafnarstjóri í Grindavík, orðaði það. „Í þessari dæmalausu óveðratíð hefur vertíðin samt gengið ótrú- lega vel,“ sagði Sigurður. „Þetta hefur verið sérstaklega erfitt hjá minnstu bátunum og handfæra- bátar sjaldan getað róið. Þó reru tveir þeirra á mánudagi og Jói á Hrappnum [Jóhann Guðfinnsson] rak í fínan afla eða 1.700 kíló en hann rær einn.“ Fyrstu tvo mánuði ársins var álíka miklum afla landað í Grinda- vík og á sama tíma í fyrra þrátt fyrir að landanir hafi verið 33% færri í ár eða rúmlega 300 á móti tæplega 500 fyrstu tvo mánuði síð- asta árs. „Hver róður hefur skilað mun meiri afla í ár,“ segir Sig- urður. Ljósmynd/Haraldur Hjálmarsson Stöðugar brælur Ágúst GK-95, eitt skipa Þorbjarnarins, siglir í gegnum brimskafla inn til Grindavíkur fyrr í vetur, en skipið landaði einnig í gær. Vertíðin gengið ótrúlega vel í dæmalausri óveðratíð Vestanganga loðnunnar virð- ist hafa skilað drjúgu magni suður í Breiða- fjörð að þessu sinni, samkvæmt því sem haft er eftir Hjalta Ein- arssyni, stýri- manni á Faxa RE, á heimasíðu HB Granda. Skipin hafa hins vegar átt erfitt með að stunda veiðar vegna veðurs og sjólag verið ákaflega erfitt. Haft er eftir Hjalta að sjó hafi aldrei náð að slétta á milli bræla og mikið veiðarfæratjón hafi orðið vegna mikillar kviku í sjónum. Vel veiddist á miðunum út af Látrabjargi á mánudag og í fyrri- nótt en eftir því sem leið á morg- uninn og veður versnaði fækkaði skipum á miðunum. Mörg skip- anna náðu fullfermi áður en veðrið brast á og er nú verið að vinna loðnuhrogn víða. Drjúg vestanganga en erfið tíð og sjólag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.