Morgunblaðið - 11.03.2015, Page 30

Morgunblaðið - 11.03.2015, Page 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. MARS 2015 ✝ Lýður BakkdalBjörnsson sagnfræðingur fæddist í Bakkaseli við vestanverðan Hrútafjörð 6.7. 1933. Hann lést 25. febrúar 2015. Foreldrar: Val- gerður Elín Andr- ésdóttir bóndi, f. 17.7. 1902, d. 20.9. 1981, og Björn Lýðsson bóndi, f. 28.7. 1905, d. 14.1. 1971. Lýður kvæntist 22. júní 1957 Guðbjörgu Ósk Vídalín Ósk- arsdóttur, f. 6.4. 1931. Foreldrar hennar: K. Óskar Þórðarson, f. 15.11.1906, d. 3.3. 1970, og Dýr- finna Kristjánsdóttir, f. 22.6. 1912, d. 29.11. 2003. Dóttir Lýðs og Guðbjargar: Valgerður Birna hjúkrunarfræðingur, f. 20.6. störf. Lýður var ekki hneigður fyrir búskap. Hann gekk menntaveginn. Lýður lauk BA- prófi í sagnfræði og landafræði ásamt kennsluréttindum 1957. Hann tók cand. mag.-próf í Ís- landssögu með aukagreinunum mannkynssögu og landafræði í framhaldi af BA-prófinu og lauk því 1965. Kennsla og fræðistörf urðu ævistarf Lýðs. Fyrst kenndi hann við Vogaskóla í Reykjavík 1957-1965, Álftamýrarskóla 1966-1968, og Kennaraskóla Ís- lands í nokkur ár. Lengst var hann kennari við Verslunarskóla Íslands. Hann tók þátt í fé- lagsmálum, sat í stjórnum Sagn- fræðingafélags Íslands og einnig í stjórnum kennarafélaga. Hann var einn af stofnendum Hag- þenkis. Með kennslunni stundaði Lýður fræðistörf. Lýður skrifaði yfir 40 fræðibækur, flestar um atvinnusögu. Einnig liggur eftir hann fjöldi greina og ritgerða. Hann starfaði við ritstörf allt fram í andlátið. Útför Lýðs fer fram frá Digra- neskirkju í dag 11. mars 2015, kl. 13. 1959, gift Haraldi Jónassyni við- skiptafræðingi, f. 21.6. 1958, sonur þeirra: Lýður Ósk- ar Haraldsson, f. 26.10. 1980. Al- systkini Lýðs eru: Ólafur Gísli, f. 14.10. 1934, d. 15.1. 2002, Elínborg, f. 7.1. 1940, Sig- urbjörg Guðrún Sigríður, f. 22.7. 1945, hálfsystk- ini: Oddur Jónsson, f. 24.10. 1921, d. 19.9. 1955, og Eyrún Sigríður Sigurðardóttir, f. 26.5. 1928, d. 13.2. 1969. Uppeld- isbróðir er Örn Björnsson, f. 25.8. 1947. Þriggja ára flutti Lýður að Fremri-Gufudal með foreldrum sínum. Lýður stundaði á Gufu- dalsárunum öll venjuleg sveita- Lífið er ótrúlega stutt. Sú staðreynd verður alltaf hvað skýrust þegar vinur fellur frá. Þú varst tólf árum eldri en ég og farinn að heiman þegar ég fór að muna eftir mér. Þú ákvaðst að ganga menntaveginn eins og sagt var í okkar sveit. Birtist eins og farfuglarnir á vorin og dvaldir heima yfir sum- artímann. Á þeim tíma fannst mér þú vera pínulítið framandi. Ósjaldan fylgdist ég með þér hlaupa að því er virtist í til- gangsleysi fram og aftur um dalinn. Þú sagðist vera að æfa spretthlaup eða víðavangshlaup. Síðar fékk ég að vita að þú varst liðtækur í íþróttum. Ég minnist þess þegar ég var sex ára að við vorum saman á hestbaki og sat ég fyrir framan þig á hryssunni þinni henni Fjöður. Hvert ferðinni var heitið er horfið í djúp gleymskunnar. Þú fórst að syngja, eitthvað sem ég skildi ekki en ákvað að taka þátt í söngnum og notaði minn eigin texta. Þá sagðir þú að ég væri að bulla. Ég var nú ekki á því að mitt bull væri verra en þitt. Þú hlóst að mér og sagðist syngja á ensku og í framhaldinu fékk ég smáfyrirlestur um það að ekki töluðu allir sama tungu- málið. Ég ákvað á þeim tíma- punkti að læra ensku þegar ég yrði stór. Svar þitt greyptist einhvern veginn inn í vitund mína og situr þar enn í dag. Ég man það ekki orðrétt en það var á þá leið að ég gæti lært ensku. Þeir sem fæddir væru í torfbæj- unum líkt og við yrðu þó gagn- vart námi að hafa sterkan vilja. Ég veit að menntavegur þinn var ekki alltaf beinn og breiður. Á þessum tíma voru engin námslán. Þú fjármagnaðir nám- ið með kennslu en kennsla varð síðar eitt af þínum aðalstörfum. Þú þurftir á námsárunum án efa að neita þér um margt enda varstu alltaf nýtinn. Ég heyrði þá sögu að einhverju sinni hafi nemendum þínum í Verslunar- skólanum ofboðið aldur á skjala- töskunni þinni og fært þér nýja. Ég fullyrði að þú varst góður kennari, því svo mörg hlýleg orð hef ég fengið frá nemendum þínum og líka reynt það á eigin skinni. Stuðningur þinn við mig í stærðfræði var ómetanlegur. Ég átti á mínum skólaárum svo dæmi sé tekið erfitt með að skilja stærðfræðihugtakið einn heill. Það var eiginlega ekki fyrr en þú bentir mér á ósnerta rjómatertu á kaffiborði móður okkar að ég skildi samhengið og ljósið kviknaði. Þín nánasta fjölskylda var ekki stór en mikið stóðuð þið þétt saman og ekki síst á síð- ustu árum. Þú hélst áfram fram á síðasta dag sagnfræðivinnu þinni, en það hefðir þú ekki get- að nema með hjálp fjölskyld- unnar. Ég minnist þess þegar þú komst fyrst í sveitina að sýna okkur kærustuna þína hana Guðbjörgu (Lillu) og mikið vor- uð þið sæl saman. Leiddust allt- af en það var nú ekki algeng sjón á okkar bæ að sjá fullorðið fólk leiðast. Þið Lilla genguð lífsveginn svo samstiga að nöfn ykkar samhljóma þegar hugsað er til annars ykkar. Missir fjölskyldunnar er mik- ill en góðar minningar um þig og verk þín ylja hversdagsleik- ann. Ég vona að forsjónin gefi ykkur kjark til að takast á við framtíðina. Takk fyrir samveruna. Það var gott að eiga þig að. Þín systir, Sigurbjörg. Einn minna traustustu vina, Lýður Björnsson sagnfræðing- ur, er látinn. Hann hafði verið heilsuveill alllengi og síðustu vikurnar verið á sjúkrahúsi, líð- an hans þar var slík að við öllu mátti búast en andlát svo náinna snertir mann alltaf djúpt. Við Lýður kynntumst í Reykholti árið 1948 og tókum þar lands- próf 1950, en um Reykholts- skóla skrifað Lýður fyrir skömmu merka bók. Eftir lands- próf lágu leiðir okkar saman í MR og leigðum þá saman her- bergi á Grundarstíg og Mið- stræti í þrjá vetur, útskrifuð- umst stúdentar 1954 og urðum vinir fyrir lífstíð. Í Miðstræti bjó einnig skólabróðir okkar, mikill vinur og félagi, Magnús Bjarnfreðsson, síðar kunnur sem frábær fyrsti fréttaþulur Sjónvarpsins. Svo varanleg og traust voru vinaböndin að nú hin síðari ár hittumst við reglu- lega með konum okkar, Rúnu, Lillu og Guðrúnu Árnadóttur, yfir krásum og kaffibollum í heimilum hver annars, rifjuðum upp gamlar bráðskemmtilegar sögur frá skólaárum og tókum út þjóðmálin, söguna og nú- tímann. Í fyrra átti árgangur okkar 60 ára úrskriftarafmæli og var þá margt gert til að minnast þeirra tímamóta. Þegar við átt- um 50 ára afmæli gerðist það einna merkast að gefið var út Stúdentatal sem Lýður ritstýrði með æviágripum okkar 119 sem útskrifuðumst 1954 frá MR. Fyrir það verk á Lýður miklar þakkir skildar. Á útskriftardag- inn, 16. júní sl., var þess minnst hve árgangur okkar frá MR hef- ur skilað mörgu merku starfs- fólki á hinum ýmsu sviðum þjóð- lífsins, m.a. fjölda hæstaréttardómara o.fl. Þar kom einnig fram að úr árgangi okkar væri einn afkastamesti sagnritari síðari tíma, Lýður Björnsson. Hann hafi skrifað um 40 sagnfræðibækur af ýms- um toga. Þetta stórvirki vann hann ásamt kennslu sem aðal- starfi m.a. við Kennaraháskóla Íslands og Verslunarskóla Ís- lands. Þetta sýnir glöggt elju- semi og einstaka hæfileika Lýðs en hann var stálminnugur, mikil fróðleiksnáma, lipur penni og hafði brennandi áhuga á rann- sóknum á sviði sagnfræði. Það segir mikið um mann- kosti Lýðs, mannþekkingu og hæfileika að hann naut einstakr- ar hylli sem kennari. Til marks um það hafa nokkrir nemenda hans boðið honum og Lillu konu hans árlega út að borða síðan Lýður útskrifaði þá! Hann lagði ekki árar í bát þótt veikindi steðjuðu að. Fram til síðasta dags var hann sívinnandi. Mikl- ar mætur hafði hann á Skúla fógeta og gaf út á eigin vegum bók um Skúla á síðastliðnu ári, sem hann gaf vinum sínum til þess að minnast merkisafmæla þeirra beggja. Í tilefni af átt- ræðisafmæli Lýðs gaf einnig Vestfirska forlagið honum til heiðurs út bókina Ýmislegt frá fyrri tímum, Þættir úr verkum sagnfræðings. Það er mjög að verðleikum. Að leiðarlokum viljum við Rúna þakka Lýð samfylgdina, trausta og hlýja vináttu í rúm- lega hálfa öld. Það er mikil gæfa að fá að njóta þeirra gersema í lífinu. Skólasystkin okkar vilja einnig koma á framfæri innilegu þakklæti fyrir góð kynni og ljúfa samveru og samstarf. Við vott- um öll Lillu, Valgerði og fjöl- skyldu innilega samúð okkar og biðjum Guð að blessa okkur minningu Lýðs Björnssonar. Lárus Jónsson. Lýður stundaði nám í Reyk- holtsskóla á 5. áratug síðustu aldar og urðu Bjarni, eldri bróð- ir minn, og hann þá góðir vinir og ég sem litli bróðir fylgdi þar nokkuð með. Við höfum því þekkst alla tíð síðan. Svo vildi einnig til að foreldrar Lýðs leigðu jörð af fósturforeldrum föður míns um tíma. En kynni okkar og samstarf tók nýja stefnu fyrir u.þ.b. fjór- um árum við samningu og út- gáfu bókarinnar um sögu Reyk- holtsskóla. Þá myndaðist hópur áhugamanna um útgáfu slíkrar bókar undir forystu Davíðs Pét- urssonar á Grund og með stuðn- ingi Snorrastofu í Reykholti, sem síðan tók að sér útgáfu bók- arinnar. Þá kom í ljós að Lýður hafði hafið ritun á sögu skólans á Hvítárbakka, sem var und- anfari Reykholtsskóla, ásamt sögu upphafsára Reykholts- skóla. Ákveðið var að sameina þá hópa sem að þessu stóðu og var Lýður valinn til söguritunarinn- ar. Varð þannig til bókin um sögu skólanna á Hvítárbakka og í Reykholti sem út kom fyrir rúmu ári. Hér var um að ræða mikla vinnu, og þótt stuðningshópur- inn legði mikið af mörkum varð- andi efnisöflun, ekki síst í formi mynda, var höfuðverkið í hönd- um Lýðs, og skilaði hann því með miklum ágætum. Það var mér og eflaust öðrum í stuðningshópnum mikil ánægja að starfa með Lýð þennan tíma, enda var allt verkið af hans hálfu unnið af miklum heiðar- leika og dugnaði, þrátt fyrir að heilsan væri að verulegu leyti brostin. Við Lýður vorum í sambandi eftir útgáfu bókarinnar. Við ræddumst við í síma fyrir aðeins u.þ.b. mánuði er hann var að spyrja frétta af sölu bókarinnar. Ég get því miður ekki verið við útför Lýðs, þar sem ég er staddur erlendis, en ég votta eiginkonu og fjölskyldu samúð okkar Dóru og þakka Lýð gott samstarf og vináttu. Guðmundur Einarsson. Hlíðin mín fríða hjalla meður græna, blágresið blíða, berjalautu væna, á þér ástaraugu ungur réð ég festa, blómmóðir besta! (Jón Thoroddsen.) Lýður Björnsson var fæddur í Bakkaseli í Standasýslu en ólst upp í Fremri-Gufudal í Gufu- dalssveit í Barðastrandarsýslu og í vitund minni var hann alltaf tengdur Ströndum og Breiða- fjarðarsvæðinu sterkum bönd- um. Hann var stór maður og karlmannlega vaxinn og bar sig vel. Viðmótið og fasið var yf- irlætislaust en bar með sér traust og jafnlyndi. Þetta minnti mann á að Strandamenn hafa alla tíð verið taldir manna sterk- astir hér á landi og óblíð náttúr- una hefur kennt þeim að sýna æðruleysi þegar að þeim hefur þrengt. Kennsla og ritstörf urðu við- fangsefni Lýðs um ævina og í Verslunarskólanum lágu leiðir okkar saman fyrir rúmum þremur áratugum. Okkar varð fljótt vel til vina og um margt var hægt að spjalla. Lýður hafði lagt stund á sögu á háskólaárum sínum og lokið prófi í þeirri grein. Umræðuefnið var því oft saga og eitthvað sem henni tengdist. Óhætt er að segja að Lýður hafi verið sérlega vel að sér á mörgum sviðum sagnfræð- innar en þó mun saga 18. ald- arinnar hafa átt einna ríkastan þátt í honum. Um þetta skeið sögu okkar ritaði hann mjög mikið, ekki síst um sögu Skúla fógeta og Innréttingarnar svo- kölluðu. En af því spratt svo áhugi hans á atvinnu- og iðn- sögu almennt en um það efni átti hann eftir að rita geysimik- ið. Einnig skrifaði hann marga fróðleiksþætti um mannlíf í átt- högum sínum og fyrir skömmu kom út bók eftir hann um sveit- ina hans gömlu sem heitir því fallega nafni Þar minnast fjöll og firðir. Öll sín fræðastörf stundaði Lýður ásamt kennslu í ýmsum skólum og eru í raun hrein undur hversu mikið liggur eftir hann í rituðu máli. Aldrei heyrðist hann tala um að hann ætti annríkt eða hefði mikið á sinni könnu en eitt sinn man ég að hann sagði við mig: „Þegar ég er einn í kotinu vinn ég eins og skrattinn sé á hælunum á mér!“ Lýður var sérlega vel látinn kennari og varð þess oft vart, þegar nemendur kvöddu kenn- ara sína að vori, hversu vænt þeim þótti um hann. Einhverju sinni luku þeir orðum sínum svo: „Þú ert gull af manni, Lýð- ur.“ Undir þessi orð getum við samkennarar hans vissulega tekið. Aðstandendum Lýðs færi ég samúðarkveðjur. Gunnar Sveinn Skarphéðinsson. Fallinn er frá góður vinur og félagi, Lýður Björnsson, eftir erfið veikindi. Fyrir hartnær 65 árum gengu fimm ungar stúlkur í saumaklúbb og vinskapur hófst sem staðið hefur alla tíð síðan. Lýður giftist síðar (Guðbjörgu) Lillu, einni úr saumaklúbbnum. Stúlkurnar og eiginmenn þeirra urðu mjög samheldinn vinahóp- ur sem átti saman margar skemmtilegar stundir. Farið var út á fyrsta vetrardag, á þorra- blót og þess notið að vera sam- an. Á sumrin var farið í ferðir um landið og sérstaklega er minnisstæð ferðin í Þorskafjörð þar sem Lýður sýndi okkur sín- ar bernskuslóðir. Þá var farið í nokkrar utanlandsferðir. Mikil vinátta tókst með eiginmönnun- um sem spiluðu brids saman hálfsmánaðarlega um áratuga- skeið. Lýður var einstakur ljúfling- ur og frábær sögumaður og un- un var að heyra hann segja frá á sinn hæga og lágstemmda hátt. Lýður var kennari af guðs náð og hlustuðu nemendur á hann af athygli. Kæra Lilla og fjölskylda. Við sendum ykkur okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Við kveðjum góðan vin sem er sárt saknð, en eftir lifir minning um góðan dreng sem alltaf kom með birtu og yl inn í tilveruna. Skáldið Tómas Guðmundsson segir: Nú veit ég að sumarið sefur í sál hvers einasta manns. Eitt einasta augnablik getur brætt ísinn frá brjósti hans, svo fjötrar af huganum hrökkva, sem hismi feykt á bál, unz sérhver sorg öðlast vængi og sérhver gleði fær mál. Jóhanna (Lilla), Bergdís (Dísa) og Guðmundur. Það er í senn erfitt og auð- velt að skrifa eftirmæli um sam- kennara okkar, Lýð Björnsson. Erfitt vegna þess að það er eft- irsjá að Lýð. Auðvelt vegna þess við eigum ekki annað en ljúfar minningar um hann eftir áratuga kynni. Lýður var þægi- legur maður og ævinlega reiðubúinn að taka þátt í fé- lagslífi nemenda og kennara. Hann hafði mjúkan stíl í kennslu, var vinsæll meðal nem- enda og gerði námsefnið eft- irminnilegt. Þegar nýir kennarar hófu hóf störf við Verslunarskóla Íslands á síðari hluta síðustu aldar var það ekki aðeins kennslustarfið sem tók við innandyra. Við stjórnvöl skólans var virtur fræðimaður, dr. Jón Gíslason sem þekktur var fyrir þýðingar á grískum harmleikjum og höf- undur góðbókar um Goðafræði Grikkja og Rómverja. Og í þröngri kennarastofunni tók við þverfagleg húmanísk akademía. Ein af ástæðum þessarar sjálfs- prottnu akademíu var sennilega rúmtak kennarastofunnar. Hún var of þröng til að rúma klíku- hópa. Þessi menntastofnun kennarastofunnar var nýgræð- ingum andleg upplyfting og fróðleiksnáma. Einn af eftir- minnilegri meðlimum þessarar akademíu var Lýður Björnsson sagnfræðingur. Hann hafði frjó- an huga og var ósínkur á ný sjónarhorn og umræðuefni, en hann kunni líka þá list að hlusta á aðra af athygli. Lýður flíkaði ekki verkum sínum og nýgræðingar komust að því fyrir tilviljun og smám saman að hann lifði tvöföldu lífi. Fyrir utan kennsluna var hann einnig afkastamikill rithöfund- ur. Eftir hann liggja fjölmörg ritverk. Svo mörg að það er töluvert verk að lesa ritaskrá Lýðs, hvað þá öll ritverkin. En það ætti hins vegar engum að leiðast lestur þeirra verka. Fag- rit á borð við Sögu hitaveitu Reykjavíkur tókst honum að gera að spennandi lestrarefni með ýmiss konar safaríkum hliðarfróðleik. Meðal hæfileika Lýðs, sem komu sér óefað vel fyrir sagn- fræðing, voru stálminni hans og næmi á eiginleika fólks. Hann var glöggur á mannkosti sam- ferðafólks síns, en lét ókostina liggja á milli hluta. Þetta viðhorf Lýðs var ein af ástæðunum fyrir notalegri návist hans. Og svo var hann húmorískur í betra lagi, en gamansemin lá ekki allt- af á yfirborðinu. Í síðustu bók- inni með verkum Lýðs, Ýmislegt frá fyrri tímum, eru dæmi um þennan lágstemmda húmor sem og flýtur framhjá líkt og af til- viljun. Í grein um ýmsa starf- semi um miðja síðustu öld er vitnað í Ronald Reagan: Sagt er að stjórnmál séu næstelsta at- vinnugreinin. Ég hef smám saman gert mér grein fyrir því, að þau eru býsna lík þeirri elstu. Þarna lætur Lýður sjálfan Reagan Bandaríkjaforseta leggja dóm sinn á ákveðið ástand hér á landi og taka þann- ig af sér ómakið. Það er ekki fyrr en nú þegar Lýður er allur, að fólk getur farið að gera upp – og gera sér grein fyrir – því gríðarmikla, merkilega og raun- ar ómetanlega verki sem Lýður lætur eftir sig í minningasjóði þjóðarinnar. Hugheilar samúðarkveðjur sendum við Guðbjörgu, Valgerði og öðrum aðstandendum. Ólafur Halldórsson og Valdimar Hergeirsson. Kveðja frá Sögufélagi Barðastrandarsýslu og Árbók Barðastrandarsýslu Þegar Sögufélag Barða- strandarsýslu var stofnað var Lýður Björnsson einn af þeim sem fögnuðu því og gekk strax í félagið. Það sama gerðist þegar farið var aftur að gefa út Árbók Barðastrandarsýslu. Hann var strax tilbúinn að liðsinna rit- stjórn og átti í fórum sínum mikið af efni til birtingar í Ár- bókinni. Lýður hafði mikinn áhuga á allri sagnfræði sem tengdist Barðastrandarsýslu, hafði komið á flesta þekkta sögustaði í sýslunni og þekkti sögu hennar allrar betur en aðr- ir. Þess vegna var ekki ónýtt að geta leitað til Lýðs að fróðleik og tilsögn. Hann kom með ábendingar um hverju þyrfti að halda til haga og forða frá glöt- un enda var hann manna dug- legastur að skrifa um ýmsa hluti í sýslunni. Það sést best á því þegar skoðað er efnisyfirlit þeirra Árbóka sem hafa komið út eftir að hún var endurreist, þar er nafn Lýðs tengt stórum hluta greinanna. Lýður skrifaði ekki einungis um sína sýslu heldur liggja eftir hann margar bækur og greinar um ýmislegt varðandi sagnfræði og sögu allt í kringum landið. Hann var einhver afkastamesti og virtasti sagnfræðingur okkar á síðustu áratugum. Lýður var afskaplega hjálp- fús og gott að leita til hans, hann var alltaf ljúfur og hress í viðmóti og laðaði þar með bæði lærða og leikmenn að sér. Við- mót hans og hjálpsemi smitaði út frá sér svo enginn hafði beyg af því að leita til hans þó að hann væri einhver virtasti sagn- fræðingur landsins. Hann veðr- aðist allur upp ef hann vissi af einhverjum sem var að skrá eitthvað um Barðastrandarsýslu og bauð fram sína aðstoð. Við þökkum Lýð fyrir allt hans starf fyrir Árbók Barða- strandarsýslu og þann hlýja hug sem hann bar til Sögufélags Barðastrandarsýslu. Fyrir hönd Árbókar Barða- strandarsýslu og Sögufélags Barðastrandarsýslu. Daníel Pétur Hansen. Lýður Bakkdal Björnsson  Fleiri minningargreinar um Lýð Bakkdal Björns- son bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.