Morgunblaðið - 11.03.2015, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.03.2015, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. MARS 2015 Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is „Áður en götunum Snorrabraut og Borgartúni var breytt og þær þrengdar, þá litu þær ekki illa út ef litið er til slysa á þeim,“ segir Ólaf- ur Kr. Guðmundsson, varaformaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Framkvæmdir í Borgartúni byrjuðu í júlí 2013 og þeim lauk um mitt ár 2014. Á Snorrabrautinni voru framkvæmdirnar um mitt ár 2013. Ólafur bar saman slysatíðni á þessum tveimur götum frá árinu 2005 og fram til 2014, samhliða um- ferðarþunga á þeim. Á þessu tímabili í Borgar- túninu varð eitt alvarlegt slys á hjólreiðamanni árið 2010, sem varð fyrir bíl í hægri beygju af Borgar- túni. Þá varð eitt alvarlegt slys á gangandi manni sem þveraði Borg- artúnið þar sem ekki er lögbundin gangbraut. Öll hin slysin með litlum meiðslum, þrjú að tölu, voru í bílum, þar af eitt í strætisvagni sem heml- aði snöggt, þannig að farþegi datt í vagninum. Á Snorrabraut hafa orðið tvö banaslys á þessum tíma, annað 2005 og hitt 2010. Af hinum slysunum þar sem mikil meiðsl voru á fólki var eitt fall af bifhjóli og tvö þar sem ekið var á hjólandi og gangandi á umferðarljósum en einhver hefur þá væntanlega farið yfir á rauðu ljósi. Mikil fjöldi óhappa er með litlum meiðslum en stærsti hluti þeirra er hliðarárekstur bíla á gatnamótum. Tvö tilfelli eru þar sem ekið var á gangandi, bæði á umferðarljósum. Líta verður á slys á götunum í tengslum við umferðarmagn á þeim. Slysatíðni meiri á Snorra- braut en í Borgartúni Í Borgartúninu er umferðin mun meiri en á Snorrabraut. Sam- kvæmt talningum er Borgartúnið með um og yfir 17.000 bíla að með- altali á sólarhring, en Snorrabrautin kringum 13.000, sem þýðir tæplega 35% meiri umferð í Borgartúni. Að meðaltali yfir tímabilið 2005 til 2014 eru 70 óhöpp í Borgartúni á móti 186 á Snorrabraut, þannig að slysa- tíðnin á Snorrabrautinni er mun meiri. Einnig eru slys þar sem meiðsl verða á fólki mun tíðari á Snorrabraut, eða 25 á Snorrabraut en 8 í Borgartúni þrátt fyrir meira umferðarmagn. Ólafur bendir hins vegar á að of stuttur tími sé liðinn frá því að framkvæmdunum lauk svo hægt sé að segja til um hvort aðgerðirnar hafi breytt miklu. Samgöngustofa tekur í sama streng og segir að of stuttur tími sé liðinn frá þrengingunum svo hægt sé að leggja mat á þær. Ekki hægt að meta strax áhrif þrenginga Morgunblaðið/Ómar Þrenging á Snorrabraut Líklega verður farið í endanlega útfærslu á þrengingum á kjörtímabilinu.  Snorrabraut og Borgartún litu ekki illa út fyrir breytingar Morgunblaðið/Ómar Stoppistöð við Borgartún Slysatíðnin er meiri á Snorrabraut en í Borgartúni. „Þetta hefur fyrst og fremst aukið öryggi gangandi vegfar- enda á þessum götum. Ég hef rætt þetta við umferðarverk- fræðing og helstu umferðarsér- fræðinga borgarinnar, þeir eru ekki í vafa um það,“ segir Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. Á kjör- tímabilinu verður hönnuð end- anleg útfærsla á Snorrabraut- inni. Framkvæmdirnar verða nokkuð flóknar en líklega verð- ur Snorrabraut ein akrein í hvora átt með beygjureinum þar sem við á. Það mun minnka um- ferðarhraðann og auka svigrúm fyrir fleiri ferðamáta en einn. Aukið öryggi gangandi ÞRENGING Á SNORRA- BRAUT OG Í BORGARTÚNI „Við höfum ekki verið með sverð á lofti og því óþarft að slíðra sverð,“ segir Þór Jónsson, talsmaður Lýsing- ar, aðspurður en fyrirtækið sendi frá sér tilkynningu í gær þess efnis að í kjölfar tveggja hæstaréttardóma í síðustu viku megi leysa ýmis ágrein- ingsmál um endurreikning gengis- tryggðra samninga á grundvelli laga, samningsskilmála og fenginna for- dæma í Hæstarétti. „Lýsing hefur varist þegar við höf- um talið á okkur hallað og sóst eftir leiðsögn dómstóla um flókin úrlausn- arefni. Við höfum alltaf lýst því yfir að við fylgjum viðeigandi fordæmum og það hefur ekkert breyst,“ segir Þór. Hann segir að með dómunum sé réttarstaðan ljósari og skýrari en fyrr, sumt hafi tapast, sumt unnist, og að viðskiptavinir geti sótt um nýjan endurreikning í stað hins fyrri á þjón- ustuvef félagsins. Spurður hvort búið sé að leysa einhver mál segir Þór að Lýsing hafi sett sig í samband við lögmenn í þessum málum. „Við erum byrjaðir að fara yfir þau með hlið- sjón af því hvernig við teljum rétt að standa að málum í ljósi réttarþróun- arinnar.“ Hann segir að það sé vitleysa að Lýsing dragi lappirnar. „Ég vísa því algjörlega á bug. Við höfum sóst eftir ótvíræðri niðurstöðu um skyldur okk- ar og réttarkerfið vinnur ekki hraðar en raun ber vitni.“ Gagnrýni um að Lýsing hafi frekar þybbast við en önnur fjármálafyrirtæki svarar hann með því að Lýsing sé lítið fyrirtæki sem passi upp á budduna „og við skiptum ekki um kennitölu í hruninu, fengum lánasafn með afslætti eða styrk frá ríkinu“. benedikt@mbl.is „Aldrei verið með nein sverð á lofti“  Lýsing byrjuð að jafna ágreining Þór Jónsson Mörkinni 6 | 108 Reykjavík | S: 568 2533 | www.fi.is FERÐAFÉLAG ÍSLANDS www.fi.is Fræðslu- og myndakvöld „Kúnstir nátt úrunnar“ og Kverkfjöll Ferðafélag Íslands stendur fyrir fræðslu- og myndakvöldi nk. miðvikudag, 18. mars, kl. 20:00 í sal FÍ. „Kúnstir náttúrunnar“, söngvísur og svipmyndir Árni Björnsson, Halldór Ólafsson og Páll Einarsson fræða okkur um ævistarf Sigurðar Þórarinssonar jarðfræðings og flytja ásamt fleirum nokkarar vísur eftir hann. Kverkfjöll - paradís göngu- og fjallaskíðafólks Að loknu kaffihléi mun Tómas Guðbjartsson yfirlæknir sýna myndir frá ferðum í Kverkfjöll - paradís göngu- og fjallaskíðafólks. Aðgangseyrir kr. 600, innifalið kaffi og kleinur Allir velkomnir!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.