Morgunblaðið - 11.03.2015, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.03.2015, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. MARS 2015 réttindaskrifstofa Íslands sem í um- sögn sinni geldur varhug við ótakmörkuðum rétti foreldra eða for- sjáraðila barna til að nefna þau. Ótak- markað frjálsræði í nafngiftum gæti orðið til þess að barni yrði gefið nafn sem gæti jafnvel skaðað sjálfsmynd þess og valdið því sálrænum erf- iðleikum. Í umsögn Barnavernd- arstofu er vakin athygli á að mik- ilvægt sé að grípa inn í nafngiftir barna í tilvikum þar sem nafnið getur orðið barninu til ama. „Þrátt fyrir að um sárafá dæmi sé að ræða, þá hefur verið um mikilvæg mál að ræða fyrir þau börn sem þau mál varða,“ segir þar. Afkáralegar samsetningar Verði frumvarpið samþykkt verður enginn til þess skipaður aðili sem get- ur sett skorður við nafngiftum á borð við Snjallsími eða Tölvumús? „Já, það verður a.m.k. enginn sérstakur aðili sem fylgist með því,“ segir Óttarr. „En ég bendi á að í dag má skíra sam- setningum nafna sem geta hljómað afkáralega, eins og t.d. Bjartur Eldur eða hið sígilda Leifur Arnar. Í frum- varpinu kemur skýrt fram að komi upp aðstæður þar sem vafi leikur á hvort nafn geti orðið barni til ama, þá geti barnaverndaraðilar gripið inn í,“ segir Óttarr sem segist telja að þetta kalli ekki á breytingar á barnalögum. „Grunnhugsunin er að treysta fólki til að velja nöfn, við teljum að allflestir standi undir því og við gerum síður ráð fyrir því að það verði einhver hol- skefla breytinga í kjölfarið.“ Óttarr segist bjartsýnn á að frum- varpið verði að lögum og talsvert sé um að þingmenn hafi sagt að þeir hefðu viljað vera meðal flutnings- manna. „Ég hef heyrt einhverjar áhyggjur af því að íslensk nafnahefð sé í hættu. En ég treysti Íslendingum mjög vel til að standa vörð um tungu- málið og sínar hefðir, þ.m.t. nafna- hefðir.“ Verður Snjallsími næsta tískunafnið?  Ekki hægt að líta fram hjá því að nöfn geti verið meið- andi  Telja að eftirlit þurfi að vera með nafngiftum Morgunblaðið/Ómar Alþingi Frumvarpið er hjá alls- herjar- og menntamálanefnd. Björn Björnsson Sauðárkróki Skagfirðingar kunnu vel að meta framtak félaganna í Kiwanis- klúbbnum Drangey og átak þeirra til forvarnar gegn krabbameini og nánast fylltu menningarhúsið Mið- garð um helgina þegar fram fór formleg afhending mjög fullkom- inna tækja til maga- og ristilspegl- unar til Heilsustofnunar Norður- lands. Í orðum þeirra Gunnars Sigurðs- sonar, forseta klúbbsins, og Ólafs Jónssonar, sem staðið hefur fram- arlega í söfnuninni, kom fram að í samvinnu við Krabbameinsfélag Skagafjarðar hófst söfnunin í nóv- ember sl. og stóð fram undir jól en hófst aftur er áramót voru að baki. Um miðjan janúar hafði takmarkinu verið náð og tæpar 20 milljónir voru handbærar. Tækin komu svo til landsins í lok mánaðarins og stóð þá til að afhenda þau formlega, en síð- an var ákveðið að bíða með það til mottumarsdagsins 7. mars og halda þá ærlega upp á daginn. Enda svör- uðu Skagfirðingar kallinu og fjöl- menntu í Miðgarð þar sem fjöl- breytt efni var reitt fram bæði til fróðleiks og skemmtunar. Skimað fyrir ristilkrabbameini Á fundinum kynntu Ásgeir Böðv- arsson meltingarsérfræðingur og Ólafur Jónsson kiwanismaður meðal Morgunblaðið/Björn Björnsson Samningar handsalaðir Jón Helgi Björnsson, forstjóri Heilbrigðisstofn- unar Norðurlands, og Gunnar Sigurðsson, forseti Kiwaniskl. Drangeyjar. Kiwanismenn standa í stórræðum annars samstarfsverkefni Heil- brigðisstofnunar Norðurlands á Sauðárkróki og Kiwanisklúbbsins Drangeyjar um skimun fyrir ristil- krabbameini sem ná mun yfir næstu fimm ár að minnsta kosti. Hafin er þegar kynning á verkefninu til allra einstaklinga á svæðinu sem fæddir eru 1960 og þeim boðin þjónustan án endurgjalds, og verður þetta skipulag viðvarandi næstu fimm ár- in en endurskoðað að þeim tíma liðnum. Á milli atriða komu m.a. fram fjórir skagfirskir kórar; Rökkurkór- inn undir stjórn Thomas Higger- sons, Skagfirski kammerkórinn undir stjórn Helgu Rósar Indriða- dóttur, Kvennakórinn Sóldísirnar undir stjórn Sólveigar S. Einars- dóttur við undirleik þeirra Rögn- valdar Valbergssonar og Jóns Helga Þórarinssonar, svo og Karlakórinn Heimir sem að þessu sinni var stjórnað af Thomas Higgerson. Kvenfélögin í Skagafirði og Sauð- árkróksbakarí stóðu fyrir kaffiveit- ingum, en allir þeir sem fram komu gáfu vinnu sína og greiddu auk þess aðgangseyri að viðburðinum til styrktar verkefninu. Gunnar Rögnvaldsson, sem var kynnir, þakkaði frábærar móttökur við söfnunina, þar sem hvergi var komið að lokuðum dyrum en ein- staklingar, félög, fyrirtæki og stofn- anir lögðu verulegar fjárhæðir til þessa verðuga verkefnis. Samkvæmt núverandi lögum um mannanöfn skal prestur eða for- stöðumaður trúfélags hvorki sam- þykkja né gefa nafn sem ekki er á mannanafnaskrá. Verði frumvarpið að lögum fellur þetta ákvæði út. „Þetta ákvæði hefur ekki verið virkt í sjálfu sér,“ segir Kristján Björns- son, formaður Prestafélags Ís- lands. „Prestur neitar foreldrum ekki um að skíra barnið nafni sem ekki er á skrá. En hann gerir þeim grein fyrir því að þeir þurfi að sækja um skráningu til manna- nafnanefndar. Það er ekki hlutverk presta að vera nafnalöggur.“ Kristján segist hafa heyrt sögur af prestum sem hafa neitað að skíra börn tilteknum nöfnum, en þær séu flestar gamlar. Hann segir foreldrum að öllu jöfnu treystandi til að leggja mat á velferð barna sinna, nafngiftir þar með taldar. „Ég á sannast sagna erfitt með að ímynda mér að nokk- urt foreldri gefi barninu sínu meið- andi nafn viljandi. En auðvitað gæti sú staða komið upp, ef engin ráð- gjöf verður með nafngiftum, að presti finnist velferð barnsins ógn- að á einhvern hátt með nafngift. Þá ber honum að taka sér stöðu með barninu og tilkynna það til viðeig- andi barnaverndaraðila.“ Kristján segist hafa litlar áhyggj- ur þótt ákvæði um karlmanns- og kvenmannsnöfn verði afnumin, það muni væntanlega hafa lítil áhrif. „Skilin eru oft óskýr, t.d. er kven- mannsnafnið Ólöf nánast það sama og karlmannsnafnið Olof í norsku. Svo eru nokkur nöfn sem bæði karl- ar og konur geta borið. En ég á síð- ur von á að önnur hver stúlka verði skírð Kristján, þótt þessu verði breytt,“ segir Kristján. Prestar eru ekki nafnalöggur GÆTU ÞURFT AÐ LEITA TIL BARNAVERNDARYFIRVALDA Hópur áhugafólks um almennar kosningar í embætti sóknarprests í Keflavíkurkirkju skilar í dag undir- skriftalistum til Biskupsstofu. For- svarsmaður hópsins segir að söfn- unin hafi gengið vel og telur víst að tilskilinn fjöldi sóknarbarna hafi skrifað undir. Biskup auglýsti tvö prestsemb- ætti í Keflavíkurprestakalli fyrir hálfum mánuði. Sóknarprestsemb- ættið losnar strax en prestsemb- ættið í haust. Þeir sem standa fyrir kröfu um almennar kosningar um sóknarprestsembættið vilja með því tryggja að Erla Guðmundsdóttir, sem verið hefur þriðji presturinn, kostuð af söfnuðinum sjálfum, fái embættið. Umsóknarfrestur er ekki runn- inn út. Niðurstaða hugsanlegra kosninga verður bindandi fyrir biskup um ráðningu í embættið. helgi@mbl.is Útlit fyrir kosningu sóknarprests í Keflavík Séra Kristján Björnsson Óttarr Proppé SVIÐSLJÓS Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Verði mannanafnanefnd lögð niður, eins og lagt er til í frumvarpi um breytingar á lögum um mannanöfn, þarf að koma upp annars konar eft- irliti og ráðgjöf með nafngiftum. Þetta er álit flestra sem veitt hafa umsagnir um frumvarpið, en ekki er farið út í það í umsögnunum hvernig slíkt eftirlit ætti að vera. Frumvarpið var lagt fram seint á síðasta ári af þingflokkum Bjartrar framtíðar og Pírata, auk þriggja þingmanna Sjálfstæðisflokks og tveggja framsóknarþingmanna. Það er nú til umfjöllunar allsherjar- og menntamálanefndar. Í frumvarpinu er lögð áhersla á að almennt sé gert ráð fyrir að nöfn séu leyfð, ekki sé hlutverk löggjafans að skilgreina hvað séu kvenmanns- og karlmannsnöfn og að núgildandi ákvæði um ættarnöfn mismuni þegn- um landsins eftir ætt og uppruna og brjóti þannig gegn jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Þá er lagt til að mannanafnanefnd verði lögð niður. „Mannanafnanefnd starfar á grundvelli þriggja skilyrða; að nafn fylgi íslenskri málhefð, að nafn sé kyngreint, þ.e. kvenmanns- eða karl- mannsnafn, og svo er óljós skilgrein- ing á að nafnið megi ekki vera þeim sem það ber til ama, en þessi ami er ekkert skilgreindur nánar,“ segir Óttarr Proppé, þingmaður Bjartrar framtíðar og fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. „Við teljum þessi skil- yrði einfaldlega vera úrelt.“ Frelsi fólks takmarkað Óttarr segir það ekki vera hlutverk löggjafans að skilgreina hvað séu kven- eða karlmannsnöfn. Með því sé verið að takmarka frelsi fólks til að skilgreina sig og sitt kyn, það valdi m.a. vanda hjá þeim sem fari í kyn- leiðréttingaraðgerðir. Meðal þeirra sem hafa veitt um- sögn um frumvarpið er Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna. Hún segir m.a. að ekki sé hægt að líta framhjá því að nöfn geta í einhverjum tilvikum verið meiðandi fyrir börn. Hætta sé á að lítill hluti foreldra muni velja nafn sem getur talist verulega skaðlegt fyrir barn og haft neikvæð áhrif á sjálfsmynd og líðan þess. Ástæða sé því til að kveða áfram á um einhvers konar eftirlit með nafngiftum barna, hvort sem það sé á vegum mannanafnanefndar eða annars opinbers aðila, svo sem barna- verndar. Í sama streng tekur Mann- Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is Þú finnur bílinn á bilo.is Auglýstir bílar eru á staðnum Skráðu bílinn á bilo.is Óskum eftir bílum á skrá, mikil eftirspurn og góð sala! Árni Ágúst Brynjólfsson Indriði Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.