Morgunblaðið - 11.03.2015, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 11.03.2015, Blaðsíða 39
MENNING 39 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. MARS 2015 AF TÖLVUSKRIFUM Karl Blöndal kbl@mbl.is Þegar tölvan gerðist jafnokimannsins í skák vakti þaðheimsathygli. Heimsbyggðin fylgdist með viðureignum tölvu og manns, Kasparovs og Djúpblárrar, tölvu IBM. Nú er tölvan farin að ryðja sér til rúms í skrifuðu máli, en í stað þess að tefla saman tölvum og nóbelshöfundum, fer frekar lítið fyr- ir fréttum um þessi tíðindi – það er frekar að tölvurnar skrifi fréttirnar. Eftirspurn eftir upplýsingum er mikil og oft er þolinmæðin lítil. Fréttir um íþróttakappleiki þurfa að skila sér um leið og þeim lýkur og fylgjast þarf jafnt og þétt með gengi gjaldmiðla og sveiflum á mörkuðum. „Sjálfvirk frásagnargerð“ Þessari eftirspurn hefur verið svarað með því sem kalla má „sjálf- virka frásagnargerð“ („automative narrative generation“ á ensku), sem verður æ fullkomnari. Við textagerðina eru notuð reiknirit eða algrím og tungumála- forrit. Tölvan er mötuð á upplýs- ingum um uppgjör fyrirtækis eða úrslit leiks og á augabragði liggur fyrir frétt, ýmist ágeng eða kurteis- leg eftir því hver markhópurinn er. Dagblaðið The New York Tim- es birti um helgina tvö textabrot úr íþróttafréttum, annað eftir mann, hitt eftir tölvu, og það var ógerning- ur að greina muninn. „Útlitið var dökkt hjá Engl- unum þegar þeir voru orðnir tveim- ur stigum undir í níundu lotu, en Los Angeles rétti úr kútnum, þökk sé mikilvægu höggi Vladimirs Guerre- ros til að komast áfram um eina höfn og knýja fram 7-6 sigur gegn Boston Tölvur skrifa fréttir án þess að nokkur taki eftir Fréttahaukur Er þetta næsti handhafi blaðamannaverðlaunanna? Tölvur skrifa nú fréttir í síauknum mæli. Red Sox í Fenway Park á sunnu- dag,“ hljóðaði fyrri búturinn. „Hafnaboltalið Michigan- háskóla skoraði í fjórgang í fimmtu lotu og bjargaði lokaleiknum af þremur, sem fóru fram um helgina gegn Iowa, með því að sigra 7-5 síð- degis á laugardag (24. apríl) á Wil- pon-hafnaboltavellinum, sem áður var hinn sögufrægi Ray Fisher- völlur,“ sagði í síðari textanum. Þetta er auðvitað þýðing, sem ekki er gerð í tölvu, og því ómark. Tölva gerði hins vegar fyrri textann, en mannvera þann seinni. Gátu ekki greint á milli Í greininni í The New York Times er vísað í rannsókn Christer Clerwall, sem er við Karstad- háskóla í Svíþjóð. Hún leiddi í ljós að fólk getur ekki greint á milli þess hvort texti er skrifaður af tölvu eða manni. Þátttakendum í rannsókn- inni fannst þó íþróttafréttir, sem reyndust skrifaðar af manni, oftar „skýrar“ og „ánægjulegar aflestr- ar“, en sams konar fréttir eftir tölvu oftar „trúverðugar“, „upplýsandi“ og „hlutlægar“. Í The New York Times kemur fram að fréttaveitan Associated Press notar forritið Wordsmith frá Automated Insights til að skrifa fjármálafréttir. Á heimasíðu AP kemur fram í tilkynningu til við- skiptavina síðan í júní 2014 að fram- vegis verði „sjálfvirk tækni“ notuð til að skrifa þorra frétta um uppgjör fyrirtækja. Þar segir að í stað þess að blaðamenn skrifi 300 fréttir sé nú hægt að láta skrifa allt að 4.400 sjálfvirkt um fyrirtæki um öll Bandaríkin á hverjum ársfjórðungi. Tekið er fram að blaðamönnum verði ekki fækkað þrátt fyrir þessa tækni. Nú fái þeir meira svigrúm til greiningar. Dagblaðið The Los Angeles Times notar forritið Quakebot til að greina jarðfræðilegar upplýsingar og skrifaði það fyrstu fréttina, sem birtist um jarðskjálfta, sem mældist 4,7 á Richter í Suður-Kaliforníu í fyrra. Blaðið notar einnig algrím í glæpafréttum. Tölvur skrifa líka bækur Fyrirtækið Automated Insights heldur því fram að hugbúnaður þess hafi skrifað milljarð frétta í fyrra og oft hafi mannshöndin hvergi komið nálægt. Tölvur eru einnig farnar að skrifa bækur. Philip M. Parker, sem er prófessor við franska við- skiptaháskólann Insead, á einkarétt á algrímskerfi, sem hann segir að hafi sennilega skrifað rúmlega millj- ón bækur og um hundrað þúsund þeirra eru til sölu í vefversluninni Amazon. Hann er skráður höfundur þeirra og hefur þó vart skrifað staf. Þar er um að ræða allt frá „Hinu op- inbera heimildariti sjúklingsins um lömun raddbanda“ til kennslubóka í bókbandi, krossgátubóka og ljóða- bóka. Kristian Hammond, einn af stofnendum Narrative Science, sem framleiðir textahugbúnaðinn Quill (tímaritið Forbes notar hann til fréttaskrifa), telur að um miðjan næsta áratug verði hægt að skrifa 90% frétta með hjálp reiknirita eða algríms. Ætli tölvur verði þá ekki líka farnar að lesa fréttirnar og við getum snúið okkur að öðru. » Því er spáð að um miðjan næsta áratug geti tölvur skrifað 90% frétta. Kór Breiðholtskirkju heldur tón- leika í kvöld kl. 20.30 í Kristskirkju, Landakoti. Á efnisskránni eru fornir kaþólskir sálmar sem gefnir voru út í íslenskri þýðingu í Graduale (Grall- aranum) og auk þess tvö af fegurstu kórverkum J.S. Bachs, mótetturnar Jesu, meine Freude BWV 227 og Komm, Jesu, komm BWV 229, segir í tilkynningu. Á milli mótettanna syngur Hildigunnur Einarsdóttir altsöngkona sálma úr Schemelli- söngbókinni. Kórnum til aðstoðar eru Guðný Einarsdóttir organisti, Sigurður Halldórsson sellóleikari og Gunnlaugur Torfi Stefánsson bassa- leikari og stjórnandi kórsins er Örn Magnússon. „Ástæða heimsóknar Kórs Breið- holtskirkju í Landakot er hinn fagri hljómur Kristskirkju sem hentar einkar vel fjölradda söng barokktím- ans,“ segir í tilkynningu um tón- leikana. Í kórnum eru 27 söngvarar sem hafa margir hverjir ríkan tón- listarbakgrunn. Mótettur Bachs o.fl. Morgunblaðið/Árni Sæberg Hljómfögur Kór Breiðholtskirkju á æfingu 4. mars sl. Hann syngur í kvöld í Kristskirkju þar sem hljómur er fagur og hentar fjölradda barokksöng. Billy Elliot (Stóra sviðið) Mið 11/3 kl. 19:00 4.k. Fös 27/3 kl. 19:00 aukas. Mið 22/4 kl. 19:00 Fim 12/3 kl. 19:00 5.k. Sun 29/3 kl. 19:00 10.k Fim 23/4 kl. 19:00 Sun 15/3 kl. 19:00 6.k. Mið 8/4 kl. 19:00 11.k Fös 24/4 kl. 19:00 Þri 17/3 kl. 19:00 aukas. Fim 9/4 kl. 19:00 12.k Sun 26/4 kl. 19:00 Mið 18/3 kl. 19:00 7.k. Lau 11/4 kl. 19:00 aukas. Mið 29/4 kl. 19:00 Fim 19/3 kl. 19:00 8.k. Sun 12/4 kl. 19:00 13.k Fim 30/4 kl. 19:00 Fös 20/3 kl. 19:00 aukas. Fim 16/4 kl. 19:00 14.k Sun 3/5 kl. 19:00 Sun 22/3 kl. 19:00 9.k Fös 17/4 kl. 19:00 15.k Fim 7/5 kl. 19:00 Fim 26/3 kl. 19:00 aukas. Sun 19/4 kl. 19:00 aukas. Fös 8/5 kl. 19:00 Fjölskyldusýning í hæsta gæðaflokki - ósóttar pantanir seldar daglega Lína langsokkur (Stóra sviðið) Lau 14/3 kl. 13:00 Lau 28/3 kl. 13:00 Lau 18/4 kl. 13:00 Sun 15/3 kl. 13:00 Sun 29/3 kl. 13:00 Sun 19/4 kl. 13:00 Lau 21/3 kl. 13:00 Lau 11/4 kl. 13:00 Lau 25/4 kl. 13:00 Sun 22/3 kl. 13:00 Sun 12/4 kl. 13:00 Sun 26/4 kl. 13:00 Sterkasta stelpa í heimi er mætt á Stóra sviðið Er ekki nóg að elska? (Nýja sviðið) Fös 20/3 kl. 20:00 Frums. Þri 14/4 kl. 20:00 aukas. Sun 3/5 kl. 20:00 17.k Sun 22/3 kl. 20:00 2.k Mið 15/4 kl. 20:00 9.k Mið 6/5 kl. 20:00 aukas. Þri 24/3 kl. 20:00 aukas. Fim 16/4 kl. 20:00 10.k Fim 7/5 kl. 20:00 18.k Mið 25/3 kl. 20:00 aukas. Fös 17/4 kl. 20:00 11.k Fös 8/5 kl. 20:00 19.k Fim 26/3 kl. 20:00 3.k. Sun 19/4 kl. 20:00 aukas. Lau 9/5 kl. 20:00 20.k. Fös 27/3 kl. 20:00 4.k. Mið 22/4 kl. 20:00 12.k Sun 10/5 kl. 20:00 21.k Sun 29/3 kl. 20:00 aukas. Fim 23/4 kl. 20:00 13.k Þri 12/5 kl. 20:00 aukas. Mið 8/4 kl. 20:00 5.k. Fös 24/4 kl. 20:00 aukas. Mið 13/5 kl. 20:00 22.k. Fim 9/4 kl. 20:00 6.k. Sun 26/4 kl. 20:00 14.k Fim 14/5 kl. 20:00 23.k. Lau 11/4 kl. 20:00 7.k. Mið 29/4 kl. 20:00 15.k Fös 15/5 kl. 20:00 aukas. Sun 12/4 kl. 20:00 8.k. Fim 30/4 kl. 20:00 16.k Sun 17/5 kl. 20:00 Nýtt verk eftir Birgi Sigurðsson höfund hins vinsæla leikrits Dagur vonar Kenneth Máni (Litla sviðið) Fim 12/3 kl. 20:00 Lau 14/3 kl. 20:00 Lau 28/3 kl. 20:00 Fös 13/3 kl. 20:00 Lau 21/3 kl. 20:00 Stærsti smáglæpamaður Íslands stelur senunni Beint í æð (Stóra sviðið) Fös 13/3 kl. 20:00 Lau 28/3 kl. 20:00 Lau 25/4 kl. 20:00 Lau 14/3 kl. 20:00 Fös 10/4 kl. 20:00 Lau 21/3 kl. 20:00 Lau 18/4 kl. 20:00 Sprenghlægilegur farsi Billy Elliot –★★★★★ , S.J. Fbl. Persónuleg þjónusta og vinalegt umhverfi Stórhöfða 17 | Sími 577 5555 | veggsport.is Fjölbreytt æfingarstöð eitthvað fyrir alla Ketilbjöllur v Spinning v Hópatímar Skvass v Golf hermir v Körfuboltasalur Cross train Extreme XTX Einkaþjálfun v Tækjasalur 12 mán. kort: kr. 59.900,- (ekki skvass) nánar á veggsport.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.