Morgunblaðið - 11.03.2015, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 11.03.2015, Blaðsíða 21
FRÉTTIR 21Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. MARS 2015 Sýningarsalur í Skipholti 35 • Seljabót 7, Grindavík • www.pgv.is • Sími 510 9700 Veldu viðhaldsfrítt PVC gluggar og hurðir - íslensk framleiðsla fyrir íslenskt veðurfar Nýjung - viðhaldsfrítt þakkantsefni PVC gluggar og hurðir PGV Framtíðarform er stöðugt að leita að nýjung- um sem gætu hentað erfiðum veðurskilyrðum hér á landi. Viðhaldsfría þakkantsefnið hefur hlotið frábærar viðtökur og greinilegt að mikil þörf eru á slíkri nýjung. Barnalæsing - Mikil einangrun CE vottuð framleiðsla - Sérsmíði eftir málum Glerjað að innan - Áratuga ending - Næturöndun Það vakti mikla athygli þegar karlfyrirsætan Derek Zoolander steig á pallinn ásamt keppinautnum Hansel á tískuvikunni í París, einni stærstu tískusýningu heims. Þegar nánar var að gáð reyndust þetta vera þeir Ben Stiller og Owen Wilson að kynna framhaldið á gamanmyndinni Zoolander frá árinu 2000. AFP Zoolander snýr aftur á tískupallinn Embættismenn í Póllandi og Lett- landi lýstu í gær yfir efasemdum sín- um um sérstakan her á vegum Evr- ópusambandsins. Grzegorz Schetyna, utanríkis- ráðherra Póllands, sagði hugmynd- ina vera mjög áhætturíka í útvarps- viðtali, en Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evr- ópusambandsins, hafði lýst áhuga sínum á hugmyndinni á sunnudag- inn. Samkvæmt hugmyndum Junck- ers myndi Evrópuherinn einkum vera til varnar ásælni Rússa. Schetyna spurði hvaðan fjár- magnið til slíks hers ætti að koma og hverjir myndu leggja honum til liðs- afla. Laimdota Straujuma, forsætis- ráðherra Lettlands, tók í svipaðan streng og Schetyna, en hún sagði í sjónvarpsviðtali að hugmyndin yrði mögulega rædd í sumar í Evrópu- ráðinu. Efast um gildi Evr- ópuhers  Miklar efasemdir í Póllandi og Lettlandi Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Pakistan hefur ákveðið að aflétta tímabundnu banni sínu við dauða- refsingum, en það hefur staðið frá árinu 2008. Í desember var hluta bannsins aflétt, en einungis í þeim tilfellum sem sneru að hryðjuverka- starfsemi. Var sú ákvörðun tekin í kjölfar hrottalegrar árásar talibana á skóla í norðurhluta landsins, þar sem 150 manns, mestmegnis börn á skólaaldri, féllu. Innanríkisráðuneyti Pakistans sendi í gær frá sér tilskipun til hinna ýmsu héraðsstjórna landsins um að byrja ætti á ný að hengja þá fanga á dauðadeild sem ættu sér ekki lengur von um áfrýjun eða náðun. Landið hefur þegar hengt 24 fanga á dauða- deild í kjölfar árásarinnar í desem- ber. Nær til um þúsund manns nú Í tilskipun innanríkisráðuneytis- ins var mælst til þess að héraðs- stjórnirnar myndu flýta fyrir aftök- um þeirra sem ættu sér ekki lengur von um náðun frá forseta landsins. Samkvæmt upplýsingum frá emb- ættismönnum í Pakistan nær sú lýs- ing til um það bil þúsund fanga á dauðadeild. Samkvæmt heimildum Amnesty International eru um 8.000 manns sem bíða aftöku í landinu. Pakistan frestaði öllum aftökum í landinu meðal óbreyttra borgara ár- ið 2008, og hafði einungis einn her- maður verið tekinn af lífi síðan þá, í nóvember 2011. Ákvörðun Pakistana hefur verið harðlega gagnrýnd af mannréttinda- samtökum og Evrópusambandinu, sem segja hana draga úr réttarvernd almennra Pakistana. Á meðal þeirra sem geta nú átt von á að verða teknir af lífi er Mum- taz Qadri, lífvörður sem skaut Salm- an Taseer, héraðsstjóra í Punjab, til bana árið 2011, en Qadri var sak- felldur á mánudaginn og dæmdur til dauða. Talið hafði hins vegar verið að ekki myndi koma til aftöku hans, þar sem rétturinn hafði fellt niður þann hluta ákærunnar sem sneri að hryðjuverkum. Taka upp dauðarefsingu á ný  Um það bil 8.000 manns eru á dauðadeild í Pakistan  Hlé hafði staðið frá 2008 AFP Mótmælt Íslamistar mótmæla dómi yfir Mumtaz Qadri á mánudaginn. Þjóðarsorg ríkti í Frakklandi í gær eftir að tíu manns fórust í þyrluslysi í Argentínu. Þar á meðal voru þrír af ástsælustu íþróttamönnum þjóð- arinnar, en siglingakonan Florence Arthaud, sundkonan Camille Muf- fat, gullverðlaunahafi á ólympíu- leikunum, og hnefaleikakappinn Alexis Vastine voru á meðal þeirra sem fórust þegar tvær þyrlur skullu saman í fjallahéruðum Arg- entínu, en þar átti að taka upp raunveruleikasjónvarpsþátt. Eng- inn komst lífs af úr slysinu, en auk íþróttamannanna týndu fimm franskir sjónvarpsmenn og tveir argentínskir þyrluflugmenn lífi. Þjóðarsorg vegna þyrluslyss FRAKKLAND Mohammad Ja- vad Zarif, utan- ríkisráðherra Ír- ans, sagði í gær að bréf frá þing- mönnum repú- blikana á Banda- ríkjaþingi hefði dregið úr trausti Írana á Banda- ríkjunum. 47 þingmenn flokksins rituðu undir bréfið þar sem lýst var yfir að Barack Obama Bandaríkjaforseti hefði enga heim- ild til þess að undirrita bindandi samkomulag við erlend ríki án sam- þykkis þingsins. Þingmannabréfið dregur úr trausti Mohammad Javad Zarif ÍRAN Sópransöngkonan Sarah Bright- man tilkynnti í gær að hún hygðist vera fyrsta óperusöngkonan sem færi um borð í alþjóðlegu geimstöð- ina, en miðinn þangað kostar 52 milljónir Bandaríkjadala. Brightman, sem eitt sinn var gift tónskáldinu Andrew Lloyd Webber, sagði að hún stefndi að því að syngja dúett með söngvara sem væri á jörðu niðri. Sópran vill syngja dúett í geimnum STÓRA-BRETLAND Fjölmargir mótmælendur í Búrma voru handteknir í gær eftir að lög- reglan í borginni Letpadan beitti kylfum til þess að binda enda á stúd- entamótmæli. Óttast er að atburðirnir boði aft- urhvarf til tíma herforingjastjórn- arinnar sem lét af völdum árið 2010, en þetta eru önnur mótmælin á stuttum tíma sem barin eru niður. Stefnt er að því að kosningar fari fram í landinu í lok þessa árs. Að sögn heimildarmanns AFP- fréttastofunnar þurfti tvo stóra vörubíla til þess að færa hina hand- teknu í burtu, en mótmælin hafa nú staðið yfir í viku. Snúast þau um deilu á milli stjórnvalda og nemenda um fyrirkomulag náms í landinu. Samkvæmt innanríkisráðuneyti Búrma voru 127 manns handteknir, þar af 20 konur, vegna mótmælanna. Háttsettur lögregluþjónn staðfesti að sumir þeirra hefðu verið slasaðir og færðir á sjúkrahús, en 16 lög- reglumenn þurftu einnig aðhlynn- ingu vegna grjótkasts. Bretar bregðast við Fulltrúi frá mannréttindasam- tökunum Human Rights Watch gagnrýndi aðfarir lögreglu og sagði þær minna á fyrri tíð. Sendiráð Breta í landinu sendi frá sér skila- boð á vefsíðunni Twitter, þar sem þungum áhyggjum Breta á atburð- um dagsins var lýst, en Búrma var bresk nýlenda í áraraðir áður en landið fékk sjálfstæði árið 1948. Sendiráð Bandaríkjanna lét einn- ig heyra í sér og hvatti til þess að all- ir aðilar sýndu þolinmæði og vilja til að miðla málum á leið landsins til lýðræðis. Núverandi ríkisstjórn Búrma hef- ur komið á fót ýmsum umbótum frá tíma herforingjastjórnarinnar, en hefur nýlega verið gagnrýnd fyrir að vilja fara of hægt í breytingar. Stúdentamótmæli barin niður í Búrma  Fjöldi fólks færður á brott í járnum AFP Óeirðir Lögreglan í Búrma leysti upp mótmæli í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.